Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.01.2018, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég hef verið svo heppin að fá reglu- lega tækifæri til að troða upp með þessu stórkostlega bandi,“ segir Kristjana Stefánsdóttir sem syngur með Stórsveit Reykjavíkur á tón- leikum í Eldborg Hörpu á sunnudag kl. 20. Þetta verður í fimmta sinn sem sveitin heldur stórtónleika helgaða gullöld sveiflunnar, sem ríkti 1930-50. Leikin verða mörg af þekktustu lögum merkustu stór- sveita sveiflustílsins, s.s. Benny Goodman, Artie Shaw, Glenn Miller, Duke Ellington og Count Basie. Gestasöngvarar eru auk Kristjönu þau Ragnheiður Gröndal, Friðrik Dór og Högni Egilsson. Stjórnandi og kynnir er Sigurður Flosason. „Þetta er þvílíkur stjörnufloti og ég er mjög spennt að heyra strák- ana syngja með bandinu, enda aldrei áður heyrt þá syngja stórsveitar- tónlist. Ég kynntist Frikka í gegn- um Kóra Íslands og hann er ferlega skemmtilegur og mikill fagmaður.“ Grallarastemning ríkir Að sögn Kristjönu hittist í ár þannig á að öll lögin sem hún syngur á tónleikunum eru lög sem Ella Fitzgerald gerði fræg. „Það er alltaf mjög gaman að læra nýjar útsetn- ingar, en öll lögin eru flutt í upp- runalegum útsetningum og tónteg- und,“ segir Kristjana sem áður hefur sungið á tvennum tónleikum Stórsveitarinnar til heiðurs Fitzger- ald. Lögin sem Kristjana syngur á sunnudag eru „Let’s Face the Music and Dance“ og „Time after Time“ sem að sögn Kristjönu eiga það sameiginlegt að fjalla um það sem skiptir máli í lífinu sem er listin og ástin. „Auk þess syng ég „Caravan“ í mjög flottri útsetningu þar sem brassið er dökkt, mikið er af flottum stefbrotum og arabískum söng- skölum og krómatík. Loks syngjum við Ragga dúettinn „Mr. Paganini“ sem við fluttum á sérstökum afmæl- istónleikum Stórsveitarinnar til heiðurs Ellu í fyrra. Dúettinn er svo skemmtilegur að við ákváðum að syngja hann aftur. Við Ragga höfum unnið töluvert mikið saman og dett- um alltaf inn í einhverja fallega orku. Það er svo einfalt og skemmti- legt að impróvísera með henni,“ seg- ir Kristjana og tekur fram að dúett- inn bjóði upp á mikla grallara- stemningu og byggist að stórum hluta á „scat“-sólóum þar sem merk- ingarlaus orð og atkvæði eru fléttuð inn í laglínuna. Æfingin skapar meistarann „Þetta er eina lagið sem býður upp á slíkan snarspuna og því ekki verra að það sé með Röggu. Það er alltaf skemmtilegra þegar tveir eru að spinna saman. Við ákváðum að vitna í spunanum í frasa sem fylgdu Ellu alla tíð í bland við okkar frasa,“ segir Kristjana og segir það algeng- an misskilning að auðveldlega sé hægt að spinna eða flytja lög án mikils undirbúnings. „Ég skoða vel hljómagrind laganna til að vita hvaða nótur ég geti valið í spunann. Því betur sem maður þekkir lagið því auðveldara er að spinna. Margir halda að maður stökkvi beint upp á svið og taki lagið. Ef við erum með eitthvað tilbúið er vissulega hægt að stökkva upp á svið með nær engum fyrirvara, en þegar maður er að flytja lög sem maður hefur aldrei sungið áður þarf maður að leggjast yfir þau og æfa þau þannig að það virki eins og maður sé bara að stökkva fyrirvaralaust upp á svið. Það er í raun galdurinn. Því meira sem maður æfir sig því betri verður útkoman. Fyrir svona verkefni sest ég við hljóðfærið á hverjum degi.“ Bjartur raddblær lykillinn Kristjana segir alltaf gaman að syngja með Stórsveitinni. „Við Ragga vorum einmitt að ræða þetta á æfingunni í gær [þriðjudag] hversu mikil orka er í svona bandi. Það þýðir að við þurfum nánast að skrúfa upp í tónleikaorkuna strax frá fyrstu æfingu og orkustigið þarf að vera mörgum prósentustigum hærra en venjulega með svona bandi. Þetta getur verið pínulítið ógnvekjandi fyrir tónlistarflytj- endur sem eru ekki vanir því að vera hluti af svona mikilli orku. En mað- ur þarf bara að vera óhræddur að gíra sig upp.“ Aðspurð segir Kristjana enda- laust hægt að leita í brunn Ellu Fitz- gerald. „Þessi kona var algjörlega mögnuð og gaf út rosalegt magn af plötum,“ segir Kristjana og tekur fram að það hafi verið þrekvirki að taka upp og gefa út allar plöturnar tileinkaðar þekktum höfundum á borð við Cole Porter, Rodgers & Hart, Irving Berlin, George og Ira Gershwin og Jerome Kern. „Bara það var rosalegt magn fyrir utan all- ar hinar plöturnar sem hún hljóðrit- aði. Hún átti sér nánast ekkert líf utan tónleikahaldsins,“ segir Krist- jana og bendir á að Fitzgerald hafi reglulega þurft að skipta um með- leikara þegar þeir þreyttust á tón- leikahaldinu meðan hún hélt ótrauð áfram að túra. „Hún var alltaf á tón- leikaferðalagi. Hún var hreint náttúruundur,“ segir Kristjana. Spurð hvort Fitzgerald hafi ekki þurft að búa yfir góðri raddtækni til að brenna ekki út svarar Kristjana því játandi. „Tæknilega séð var hún stór- fengleg. Þórhildur Örvarsdóttir, söngkona og -kennari, hjálpaði mér að greina tækni hennar og benti mér á hversu bjartur raddlitur hennar er þótt hún syngi í raun frekar djúpt. Ég held að það hafi verið galdurinn í raddlegu úthaldi hennar, því hún spennti nær aldrei röddina,“ segir Kristjana og tekur fram að það sé því ekki áhlaupaverk að syngja lögin sem Fitzgerald gerði fræg í upp- runalegri tóntegund. „Lögin liggja miklu neðar en ég myndi sjálf velja mér, en við þurfum að taka lögin í upprunalegum tóntegundum enda ekki hlaupið að því að tónflytja út- setningarnar fyrir heila stórsveit,“ segir Kristjana og tekur fram að þótt hún stúderi tækni Fitzgerald þurfi hún á endanum alltaf að flytja tónlistina á eigin forsendum og gera hana að sinni. „Það væri leiðigjarnt að herma bara eftir hennar stíl. Ég er miklu fremur að votta henni virð- ingu mína og túlka lögin eftir mínu höfði.“ Þess má að lokum geta að miðar eru seldir á vefnum harpa.is og í miðasölu Hörpu. „Mikil orka í svona bandi“  Stórsveit Reykjavíkur fagnar nýju ári með sveiflualdartónleikum í Eldborg á sunnudag kl. 20  Kristjana Stefánsdóttir syngur lög sem Ella Fitzgerald gerði fræg á sínum tíma og gerir að sínum Sveifla Nýárstónleikar Stórsveitar Reykjavíkur eru helgaðir gullöld sveiflunnar frá 1930 til 1950. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson Glimmer Í tilefni tónleikanna segist Kristjana klæðast glimmerkjól. Danski tónlistarmaðurinn Kim Lar- sen hefur aflýst öllum tónleikum með hljómsveit sinni Kim Larsen & Kjukken næstu þrjá mánuði í kjöl- far þess að hann greindist með blöðruhálskrabbamein skömmu fyr- ir jól. Frá þessu er greint í öllum helstu miðlum Danmerkur. Sam- kvæmt upplýsingum frá Jørn Jeppesen, umboðsmanni tónlistar- mannsins, er Larsen þegar byrj- aður í lyfjameðferð og hefur því ekki orku til tónleikahalds næstu mánuði. Segir hann alla miða verða endurgreidda. Larsen, sem er 72 ára, biðst á Facebook-síðu hljómsveitarinnar af- sökunar á ónæðinu sem þetta valdi tónleikagestum og skipuleggj- endum. „Ég er að verða gamalt flón og hef óviljugur neyðst til að horf- ast í augu við að ég þarf auka tíma til að koma mér í tónleikaform aft- ur. En ég reikna örugglega með að vera tilbúinn í sumar.“ Á vef Politiken kemur fram að fyrstu tónleikarnir í tónleikaferð Kim Larsen & Kjukken áttu að vera 11. janúar í Amager Bio í Kaupmannahöfn og þeir síðustu í Greve 3. mars. Uppselt var á alla 24 tónleikana sem skipulagðir voru á fyrstu mánuðum ársins. Sumar- tónleikaröð sveitarinnar á sam- kvæmt planinu að hefjast í júní. Kim Larsen er einn þekktasti og vinsælasti tónlistarmaður Dan- merkur, bæði sem sólótónlist- armaður og með hinum ýmsu hljómsveitum. Hann vakti fyrst at- hygli á sjöunda áratug síðustu aldar með hljómsveitinni Gasolin, en hann hefur leikið með Kim Larsen & Kjukken síðan 1995. Sem sólisti hef- ur hann selt yfir þrjár milljónir platna, en fjöldinn fer yfir fimm milljónir séu plötur sveita hans tald- ar með. Seinasta plata hans, Øst for Vesterled, sem út kom í apríl, hlaut góðar viðtökur. Rýnir Jyllands- Posten gaf plötunni fimm af sex stjörnum og rýnir Information, sem ekki gefur stjörnur, líkti plötunni við góðar gamlar buxur, sem eru vel slitnar en svo þægilegar að álit um- heimsins hefur engin áhrif. Morgunblaðið/Eggert Safnar kröftum Kim Larsen á tón- leikum hérlendis fyrir um áratug. Kim Larsen aflýsir tónleik- um vegna krabbameins DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is DUX PASCAL SYSTEM Sérsniðna gormakaerfið Líkamar allra eru einstakir. Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra. Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.