Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 32

Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 Þessi litla og laglega bók er,eins og felst í titlinumDvalið við dauðalindir,helguð einu viðfangsefni: dauðans óvissa tíma og að segja má þeirri fró sem í dauðanum felst. Í kverinu eru 25 kvæði, það er hálfgildings bálk- ur um ævilokin, og tónninn er sleginn í því fyrsta: Spor mín liggja til dauðans og þrá mín þekkist við hann. Lífið hverfist í laufvana greinar og nákaldan næturblæ. Bókin kom út í fyrravor og hefur sýnilega ratað til sinna því eintak rýnis er úr annarri prentun og er ánægjulegt að sjá að ljóðabækur þurfi að endurprenta. Eins og hér má sjá gengst ljóðmælandinn við þeirri staðreynd að sporin liggi til dauðans og sá tónn ríkir í verkinu að ljóðmælandinn fagnar þeirri vissu, eins og hér að ofan þar sem þrá hans þekkist við dauðann. Og myndheimur ljóðanna snýst allur um sölnandi gróður, myrkur og kulda og er smekklega undir- byggður alls kyns vísunum í kveð- skap sem skáldið gjörþekkir og fer vel með. Eins og hér þar sem í lýs- ingarorði lokalínunnar er vísað til kvæðis Hannesar Sigfússonar í Dymbilvöku, „Þófamjúk rándýr“: Hógvær en styrkur bíður dauðinn við dyrnar. Tjaldar með hægð í haustkyrrðinni. Nálgast í þófamjúkri þögn. Ljóðin kallast bæði í formi og ljóð- máli á við heim atómskáldanna og annarra skálda sem komu fram um og upp úr miðri síðustu öld og eru tengingarnar undirbyggðar með slíkum vísunum. Eitt einkennið á ög- uðum skáldskap Valdimars er mark- viss notkun samsettra orða, þegar hann dregur upp kyrrar og hóf- stilltar myndir í þessum ljóðum um dauðann; þögnin er þófamjúk, lilja sem berst til hafs er sögð blaðfögur, kvíðanum er boðin kvöldró, hugur er sagður haustmyrkvaður, friður er blæmildur og sæla bölþrungin. Þá er unnið markvisst með litaorð, svo minnir á myndmál Matthíasar Johannessen, eins og sjá má í þrem- ur dæmum hvar skáldið málar með bláa litnum: í einu kvæðinu er heim- urinn töfrablár, í öðru er kyrrlát þögn sögð bládjúp og í því þriðja er myrkrið blákynjað. Það er athyglisvert að sjá hve sáttur ljóðmælandinn er, á frið- saman og fallegan hátt, við vitneskj- una um dauðann. Og hvað mynd- irnar og umfjöllunin um það sem bíður tengjast vel, innan ljóða og jafnframt milli þeirra. Í sumum er vísað til sársauka, bæði einstaklings og heims, sem dauðinn einn er sagð- ur geta sefað, og hann geti jafnframt verið „Lausnin / sem lífið hafnar“, í þessari ljóðrænu og upphöfnu feg- urð: Í kyrrum hyl kristallast dauðinn. Tímalaus tifa dauðinn og þögnin. Tjalda yfir töfrabláan heiminn. Morgunblaðið/Hari Skáldið Í ljóðunum í bók sinni Dvalið við dauðalindir yrkir Valdimar Tómasson um dauðann með athyglisverðum og oft fögrum hætti. Tímalaus tifa dauðinn og þögnin Ljóð Dvalið við dauðalindir bbbbn Eftir Valdimar Tómasson. JPV útgáfa, 2017. Mjúk kápa, 31 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Sjálfstæður bandarískur menningarsjóður, The Foundation for Contemporary Arts, sem lista- mennirnir John Cage og Jasper Johns stofnuðu á sjöunda áratug síðustu aldar til að styðja við sköp- un annarra listamanna, veitti í vikunni þremur bandarískum tilraunakenndum ljóðskáldum styrki að andvirði 40 þúsund dollara hverju, rúm- lega fjórar milljónir króna. Hver styrkur var gefinn af ákveðnum lista- manni, eða sjóði sem fer með dánarbú listamann- anna, Ellsworth Kelly og sambýlismanni hans Jack Shear, og dánarbúum Cy Twombly og Roy Lichtenstein. Einn styrkinn hlaut kanadíska skáldið Lisa Robertson en hún hefur verið búsett í Frakklandi í á annan áratug. Annan hlaut Anne Boyer, skáld sem býr og starfar í Missouri og hefur skrifar á opinskáan hátt um kyn og kyn- ferði, stéttaskiptingu og sjúkdóma, og þann þriðja hlaut ljóðskáldið og gagnrýnandinn Fred Moten sem starfar í New York. Hann hefur skrifað mikið um menningu blökkumanna og ýmiskonar félagslegar hreyfingar. Þekktir listamenn styrkja minna þekkta Styrkur Dánarbú Roy Licht- enstein veitti einn styrk, að upphæð um 4 milljónir kr. Undir trénu 12 Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði for- eldranna skyggir á garð ná- grannanna, sem eru þreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Morgunblaðið bbbbn IMDb 6,9/10 Bíó Paradís 20.00 The Party Janet heldur veislu til að fagna stöðuhækkun en ekki fer allt eins og hún bjóst við. Morgunblaðið bbbbb Metacritic 73/100 IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 23.00 The Killing of a Sacred Deer Metacritic 73/100 IMDb 7,7/10 Bíó Paradís 22.00 Eldfim ást 16 Kappaksturskona og glæpa- maður verða ástfangin þrátt fyrir ólíkan uppruna. Það reynir á trygglyndi beggja þegar glæpalífernið súrnar. IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 17.30, 20.00 Pitch Perfect 3 12 Enn og aftur snúa Bellurnar söngelsku til baka. Eftir að þær unnu heimsmeistara- mótið sundrast hópurinn og þær komast brátt að því að það er ekki auðvelt að fá vinnu sem tónlistamaður. En Bellurnar fá annað tækifæri til að koma fram sem söng- hópur og búa til geggjaða tónlist. Metacritic 40/100 IMDb 6,2/10 Laugarásbíó 17.45, 20.00, 22.00 Smárabíó 15.20, 18.20, 20.10, 20.40, 22.30, 22.50 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 18.00, 22.30 Daddy’s Home 2 12 Þeir Dusty og Brad taka höndum saman um að halda hin fullkomnu jól fyrir börnin. Metacritic 30/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Justice League 12 Batman safnar liði af ofur- hetjum; Wonder Woman, Aquaman, Cyborg og The Flash, til að sigrast á að- steðjandi ógn. Metacritic 49/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 The Greatest Showman 12 Söngleikur sem segir ótrú- lega sögu sýningastjórnand- ans P.T. Barnum. Metacritic 48/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00 Smárabíó 17.00, 17.40, 19.30, 20.00, 22.20 Háskólabíó 18.00, 20.50 Borgarbíó Akureyri 17.20, 20.00 Wonder Saga um ungan dreng með afmyndað andlit, sem tekst að fá fólk til að skilja að feg- urð er ekki á yfirborðinu. Metacritic 68/100 IMDb 8,1/10 Laugarásbíó 20.00 A Bad Mom’s Christmas 12 Metacritic 42/100 IMDb 5,7/10 Háskólabíó 20.50 Thor: Ragnarok 12 Thor er í kapphlaupi við tím- ann til að komast aftur heim til Ásgarðs til að stöðva heimsendi. Morgunblaðið bbbnn Metacritic 72/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Ferdinand Ferdinand er risastórt naut með stórt hjarta. Hann er tekinn í misgripum fyrir hættulegt óargadýr, og er fangaður og fluttur frá heim- ili og fjölskyldu. Hann er ákveðinn í að snúa aftur heim til fjölskyldunnar, og safnar saman mislitri hjörð aðstoðarmanna. Laugarásbíó 17.45 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40 Smárabíó 15.10, 15.40, 17.10 Háskólabíó 18.00, 18.30 Borgarbíó Akureyri 13.00, 15.10 Coco Röð atburða, sem tengjast aldagamalli ráðgátu, fer af stað. Það leiðir til óvenju- legra fjölskylduendurfunda. Metacritic 80/100 IMDb 8,9/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Kringlunni 18.00 Sambíóin Akureyri 17.40 The Lego Ninjago Movie Sambíóin Álfabakka 13.00 Myndin byrjar þar sem sú síðasta endaði. Rey heldur áfram ferðalagi sínu með Finn, Poe og Luke Skywalker. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 85/100 IMDb 8,4/10 Laugarásbíó 22.25 Sambíóin Álfabakka 14.00, 15.40, 17.10, 18.50, 20.20, 22.00 Sambíóin Egilshöll 16.20, 17.40, 19.30, 21.00, 22.40 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.20, 21.10 Sambíóin Akureyri 19.00, 22.10 Sambíóin Keflavík 19.30, 22.20 Star Wars VIII - The Last Jedi 12 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Fjögur ungmenni finna gamlan tölvuleik en komast fljótt að því að þetta er enginn venju- legur leikur. Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.30 Smárabíó 17.30, 20.00, 22.00, 22.40 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 13.20, 15.40, 20.00, 22.20 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio The Disaster Artist 12 Mynd sem skyggnist bak við tjöldin þegar verið var að gera myndina The Room, sem hefur fengið stimpilinn versta kvik- mynd allra tíma. Metacritic 76/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 22.20 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.20, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 Bíó Paradís 18.00, 22.30 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.