Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 33

Morgunblaðið - 04.01.2018, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2018 Lestrarátak Ævars vísindamanns hófst á nýársdag í fjórða sinn og verður sú nýlunda tekin upp í ár að börn í unglingadeild geta líka tekið þátt í átakinu. Nemendur í öllum bekkjum grunnskóla geta því tekið þátt, frá fyrsta upp í tíunda bekk. Síðustu þrjú ár hafa samanlagt verið lesnar rúmlega 177 þúsund bækur í átakinu, að því er fram kemur í tilkynningu og fyrir hverj- ar þrjár bækur sem þátttakendur lesa fylla þeir út miða sem má finna á næsta skólabókasafni og skilja eftir þar. Átakinu lýkur 1. mars og verða þá allir miðarnir sendir til Ævars og hann mun draga af handahófi fimm miða úr lestrarátakspottin- um. Lestrarhestarnir fimm verða gerðir að persónum í ævintýralegri ofurhetjubók eftir Ævar sem kem- ur út í vor og verður sú fjórða í syrpunni Bernskubrek Ævars vís- indamanns. Athygli er vakin á því í tilkynningu að börn í útlöndum geta líka tekið þátt því hægt er að nálgast lestrarmiðana og prenta þá út í gegnum www.visindamadur.is. Unglingar geta nú líka tekið þátt Ofurhetja Ævar á einu veggspjaldanna sem gerð voru fyrir lestrarátakið í ár. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Leikkonan Auður Finnbogadóttir landaði hlutverki í bandarískri þáttaröð, The Let Down, sem sýn- ingar hófust á 13. desember síðast- liðinn í bandarísku streymisveitunni Veteran TV sem er með tugþúsundir áskrifenda. Auður á nú í viðræðum við fyrirtækið um fastráðningu fyrir næstu þáttaröð og í febrúar mun hún taka að sér hlutverk í þremur öðrum verkefnum. Auk þess hefur Auður nú leikstýrt sinni fyrstu stutt- mynd, Retail. Besta leikkona árgangsins Auður nam leiklist í tvö ár við The American Academy of Dramatic Arts í Los Angeles og segir hún skólann leggja áheyrslu á bæði leik- húss- og kvikmyndaleik. „Þegar ég var að leita mér að leik- listarskóla stefndi ég fyrst á London en komst svo inn í þrjá skóla og gat valið á milli skóla í London, New York og LA. Ég hafði aldrei komið til LA og fannst það hljóma eins og fjarlægur draumur að fara í nám þangað, enda hafa margir frábærir leikarar útskrifast þaðan. Meðal þeirra eru Anne Hathaway, Jessica Chastain, Paul Rudd og Danny De- vito. Ég tók því sénsinn á að LA væri eitthvað fyrir mig og dustaði rykið af stuttbuxunum mínum og hélt af stað út í hinn stóra heim,“ segir Auður. „Ég eyddi mestum tíma mínum á þessum árum í að læra úti í sólinni, þegar ég var ekki inni í skólastofunni og útskrifaðist að lokum með heiðursverðlaun í bak- pokanum, var valin besta leikkona árgangsins.“ Léttir lund þjáðra hermanna VeteranTV stofnuðu fyrrverandi hermenn sem þjáðst hafa af áfalla- streituröskun og þunglyndi í langan tíma eftir að hafa verið í stríði, að sögn Auðar. „Það var ekki margt sem dró fram bros hjá þeim og lítið gert til að hjálpa þeim að komast upp úr þunglyndinu. Þeir eru flestir með mjög dökkan og umdeildan húmor og vildi fyrirtækið því búa til sjónvarpsefni sem fær milljónir her- manna sem þjást á sama hátt til að hlæja,“ segir hún. „Ég hló svo mikið meðan á tökum stóð að ég var með harðsperrur í kinnunum í marga daga eftir tökur. Svo var ég sjálf í svolitlu sjokki þeg- ar ég sá hvað þættirnir voru grófir þegar þeir komu út en eftir að hafa kynnst öllu fólkinu hjá fyrirtækinu og heyrt sögur af því sem hermenn- irnir gengu í gegnum finnst mér ekki skrítið hvað húmorinn þeirra er dökkur. Ég hef samt sem áður mjög gaman af þáttunum enda hefur verið yndislegt að vinna með því fólki sem er á bak við þá,“ bætir Auður við. Allir klikkaðir – Um hvað fjalla þessir þættir? „Þættirnir The Let Down fjalla um tvo fyrrverandi hermenn sem vinna á sjálfstætt starfandi sjón- varpsstöð og skapa einungis vand- ræði þegar þeir reyna að búa til væmna heimildarmynd um aðra fyrrverandi hermenn. Karakterinn minn, Tammie, býður strákunum í heimsókn til að taka viðtal við eig- inmann hennar sem er fyrrverandi hermaður. Hjónabandið er ekki í besta standi og Tammie er ótrú eig- inmanni sínum og svo komumst við að því hvað allir eru klikkaðir á heimilinu í raun og veru. Vonandi fær karakterinn Tammie að koma fram í annarri seríu af The Let Down en ég á í samnings- viðræðum við fyrirtækið um stærra hlutverk í glænýrri seríu og tökur á henni byrja í janúar,“ segir Auður. Miklar breytingar – Þú varst að leikstýra þinni fyrstu stuttmynd, segðu mér aðeins frá henni. „Mig hefur lengi langað að prófa að leikstýra og varð sá draumur loksins að veruleika þegar ég leik- stýrði minni fyrstu stuttmynd um miðjan desember. Stuttmyndin ber nafnið Retail og er einnig dökk kó- medía. Hún fjallar um atvinnulausan unglingsstrák sem býður dópsala bróður síns í leynilega heimsókn í von um að læra hvernig á að selja dóp. Myndin á vonandi eftir að opna fleiri dyr fyrir mig sem leikstjóra. Hollywood er loksins að ganga í gegnum miklar breytingar eftir allt sem er komið upp á yfirborðið í kvik- myndabransanum og vonandi lærir fólk eitthvað af þessu og fer að virða hvað annað af alvöru.“ Þrjú spennandi verkefni Eins og fram hefur komið mun Auður taka að sér hlutverk í þremur ólíkum verkefnum í byrjun árs og segist hún afar spennt fyrir næstu mánuðum. „Ég er komin með aðal- hlutverk í þremur öðrum verk- efnum. Ég er að leika rannsókn- arkonu í leit að nornum í ævintýra- þáttaröð sem heitir WitchHaven PI. Það er framleitt af Validus Product- ions sem framleiðir YouTube- seríuna Life As a Mermaid. Svo leik ég samkynhneigða stelpu sem missir ástina sína í bílslysi í stuttmynd sem byggð er á sannri sögu. Einnig mun ég leika í dramatískri stuttmynd um misheppnaða leik- konu sem er alveg að gefast upp á draumum sínum í Hollywood. Hlut- verkið var upprunalega skrifað fyrir strák en leikstjórinn sagði mér að mæta í prufuna í gamni. Ég átti mjög erfiðan dag og mér tókst ein- hvern veginn að hella kaffi yfir mig alla og þurfti að halda aftur af tár- unum þegar ég mætti í prufuna. Það mætti segja að ég hafi komið í kar- akter og nældi mér þannig í hlut- verkið,“ segir Auður kímin. Tammie Auður Finnbogadóttir í hlutverki Tammie í einum þátta syrpunnar The Let Down. Freistar gæfunnar  Auður Finnbogadóttir leikur í þáttaröðinni The Let Down  Hlaut heiðursverðlaun við útskrift úr leiklistarnámi í LA Í LA Auður nam leiklist í LA og hef- ur landað nokkrum hlutverkum. ICQC 2018-20 Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is Hörku herslulyklar frá Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 5.45, 8, 10 Sýnd kl. 5.45 Sýnd kl. 10.25 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.30, 8, 10.30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.