Morgunblaðið - 04.01.2018, Page 36
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 4. DAGUR ÁRSINS 2018
Forsvarsmenn menningardeildar
BBC hafa valið nýjan geisladisk Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands, Re-
currence, einn af bestu diskum nýlið-
ins árs. Á diskinum, sem Sono
Luminus gaf út, hljóma ný íslensk
tónverk undir stjórn Daníels Bjarna-
sonar, verk eftir Önnu Þorvalds-
dóttur, Hlyn A. Vilmarsson, Maríu
Huld Markan Sigfúsdóttur, Þuríði
Jónsdóttur og Daníel sjálfan.
Í umsögn um diskinn á vef BBC
segir að Ísland sé í miðri „endurreisn
á sviði klassískrar tónlistar“ og að
diskurinn sýni hvílíku hæfileikafólki
eyþjóðin geti státað af.
Þá var diskurinn efstur á blaði yfir
bestu diska ársins í áramótauppgjöri
Naxos Music Library.
Diskur SÍ með nýjum
verkum einn sá besti
Jón Thor Gíslason myndlistar-
maður opnar sýningu á nýjum verk-
um í SÍM salnum, Hafnarstræti 16, í
dag kl. 17. Sýninguna kallar hann
„Dulhvíta fjarlægð“. Jón Thor lauk
námi við Listaakademíið í Stuttgart
árið 1994 og hefur síðan þá búið og
starfað í Þýskalandi, þar af síðast-
liðin 20 ár í Düsseldorf. Jón Thor hef-
ur getið sér gott orð fyrir expressjón-
ísk málverk sín og hefur verið iðinn
við sýningarhald þar
ytra. Langt er þó
liðið frá síðustu
einkasýningu
hans hér á landi
en hún var í
Hafnarborg fyrir
15 árum. Sýningin er
opin virka daga frá
kl. 10 til 16.
Dulhvít fjarlægð
málverka Jóns Thors
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Mig hafði alltaf langað til að rækta
hreindýr þannig að ég ákvað að láta
verða af því og flutti til Græn-
lands,“ segir Stefán Magnússon, ís-
lenskur hreindýrabóndi, sem rekið
hefur hreindýraræktunarstöðina Is-
ortuusua Reindeer Station á Suður-
Grænlandi undanfarna þrjá áratugi.
Á búgarðinum sem er um 1.500 fer-
kílómetrar að stærð starfa að stað-
aldri sex manns yfir sumarið en
hópurinn stækkar þegar sláturtíðin
hefst að hausti til og er starfs-
mannafjöldinn þá í kringum 15
manns, þar með talin börn Stefáns,
Freyja Nielsen og Manitsiaq John.
Stefán segir að starfsemi á bú-
garðinum fari að mestu leyti fram á
sumrin, en sjálfur er hann þó bú-
settur á búgarðinum stærstan hluta
ársins. „Ég bý á Grænlandi í um
átta mánuði ársins, en ég kem
þangað yfirleitt í lok febrúar og fer
svo aftur um miðjan október. Börn-
in mín koma síðan og aðstoða mig á
sumrin þegar nálgast fer slátrun
enda erum við að slátra um 3-500
dýrum árlega,“ segir Stefán, en
hver hreindýrsskrokkur er seldur á
um 100 þúsund krónur til verslana
á Grænlandi.
Lítil tenging við umheiminn
Þegar talið berst að
Grænlandi og lífsskil-
yrðum þar segir Stefán
það hafa verið talsverð
viðbrigði að setjast að á
Grænlandi. „Ég flutti til
Grænlands eftir fjögurra
ára nám í Noregi en þá
hafði ég áður dvalið þar yfir
sumartímann. Helsti mun-
urinn á því að búa á Íslandi
og á Grænlandi er tengingin
við umheiminn, en hún er af-
ar léleg frá búgarðinum okk-
ar sem er í um 150 km fjar-
lægð frá flugvellinum í Narsarsuaq.
Þá er afskaplega dýrt að komast til
og frá landinu,“ segir Stefán sem
kann þó afar vel við sig á Græn-
landi.
Rekur búgarð á Grænlandi
Hefur ræktað
hreindýr undan-
farna 3 áratugi
Stefán Hér er Stefán ásamt dóttur sinni, Freyju Nielsen, en Freyja býr hjá honum á búgarðinum yfir sumarið.
Stefán hefur á undanförnum
árum komið með tillögur
að hreindýrarækt hér-
lendis sem hluta af auk-
inni nýsköpun í landbún-
aði. „Þegar ég skoða hrein-
dýrakjöt í frystikistum á
Íslandi get ég ekki annað
en hlegið að verðinu.
Stjórnmálamenn eru
alltaf að tala um að
það þurfi aukna ný-
sköpun í landbúnaði,
gæti t.d. ekki verið ágætis ráð að
leyfa hreindýrarækt á Íslandi?“
segir Stefán sem kveðst hafa tal-
að fyrir daufum eyrum stjórn-
málamanna í gegnum tíðina.
„Þeir tala mikið um nýsköpun í
aðdraganda kosninga en enginn
virðist tala um hverskyns nýsköp-
un það á að vera. Ef stjórn-
málamenn myndu skoða málið
betur myndu þeir sjá að Ísland er
tilvalið til hreindýraræktar,“ segir
Stefán.
Skilningsleysi hérlendis
TILVALIÐ AÐ STUNDA HREINDÝRARÆKT Á ÍSLANDI
Nuuk
Narsarsuaq
Isertoq
Reykjavík
GRÆNLAND
Isertoq
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Banaslys á Vesturlandsvegi
2. Mjög alvarlegt umferðarslys
3. Milljónir tölva mögulega í hættu
4. Óörugg í kjölfar aðgerðaleysis
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á föstudag Norðaustan og austan 3-10 m/s og skýjað með köfl-
um en stöku él við N- og A-ströndina, jafnvel einnig á V-landi um
kvöldið. Frost 2 til 12 stig, mest í innsveitum fyrir norðan.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, víða 5-13 m/s en 18-23 syðst
á landinu og við Öræfajökul. Bjart með köflum en dálítil él eystra.
Frost 1 til 12 stig, kaldast í innsveitum N-lands.
VEÐUR
Ísland vann stórsigur á Jap-
an, 42:25, í eina vináttu-
landsleiknum á heimavelli
fyrir Evrópumótið í hand-
knattleik karla sem hefst í
Króatíu 12. janúar. Íslenska
liðið fer á morgun til Þýska-
lands og leikur þar tvo leiki.
Guðjón Valur Sigurðsson
skoraði 8 mörk í fyrri hálf-
leik og hann varð í gærkvöld
næstleikjahæsti landsliðs-
maður Íslands frá upphafi.
»1,4
Stórsigur og Guð-
jón í annað sætið
Svava Rós Guðmundsdóttir, knatt-
spyrnukona úr Breiðabliki, er gengin
til liðs við norska úrvalsdeildar-
félagið Röa og hefur samið
við það til eins árs. Þar
með hafa fimm leikmenn
Breiðabliks frá síð-
asta tímabili
gengið til
liðs við
erlend
félög frá
því í haust. »1
Svava til Röa og fimm
farnar úr Breiðabliki
Frá því að karlalið Keflavíkur í körfu-
bolta varð Íslandsmeistari í fyrsta
sinn árið 1989 hefur liðið aldrei þurft
að bíða eins lengi og nú eftir stórum
titli. Raunar er að verða kominn ára-
tugur síðan Keflavík varð síðast Ís-
landsmeistari, og liðið vann bikar-
meistaratitilinn síðast árið 2012.
Ítarlega er fjallað um lið Keflavíkur í
opnu íþróttablaðsins. » 2-3
Lengsta bið Keflvíkinga
eftir stórum titli
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á