Morgunblaðið - 05.01.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.01.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Arndís Jóhannsdóttir ásta créative clothes Sunna Sigfríðardóttir Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17 BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ný- sköpunarráðherra segir að hún vilji sjá þak afnumið á endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar hjá fyrirtækjum. „Stjórnarsáttmál- inn styður það markmið. Það hefur þó ekki verið tímasett enn þá og kemur til skoð- unar í vinnu við næstu fjármála- áætlun,“ segir hún. Spurð hvers vegna þakið hafi ekki verið af- numið í síðustu fjármálaáætlun segir Þórdís Kol- brún að ríkis- stjórnin sem stóð að síðustu fjár- málaáætlun hafi ekki sett þetta mál á dagskrá. „Nú hefur ný ríkisstjórn hins vegar sett þetta inn í stjórn- arsáttmála sinn,“ segir hún. Forsvarsmenn í atvinnulífinu hafa kallað eftir því að þakið verði afnumið vegna þess að fyrirkomu- lagið nýtist ekki umsvifameiri fyrirtækjum sem leggi stund á ný- sköpun. Hámark endurgreiðslu er 300 milljónir króna. 20% af þeirri fjárhæð sem varið er í rannsóknir og þróun hjá fyrirtækjum eru end- urgreidd upp að hámarkinu. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs, hefur bent á það í Morgunblaðinu að í löndum á borð við Bretland, Írland og Kan- ada sé ekkert hámark. Standa skil á hærri launum Fram kom í Morgunblaðinu fyrir viku að fyrirtæki, líka þau sem séu að stíga sín fyrstu skref og hafi litl- ar tekjur, verði að greiða starfs- mönnum laun sem samrýmast þeim taxta sem gengur og gerist í sam- félaginu. „Margir frumkvöðlar sætta sig við að greiða sér lág laun, rétt til að framfleyta sér, á upp- hafsstigum. Þeir eru hins vegar skuldbundnir til að standa skil á skattgreiðslum af hærri launum en þeir greiða sér,“ sagði Gunnar Ósk- arsson, lektor við viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands, sem nýlega birti ritrýnda grein um reglugerð- arumhverfi frumkvöðla á Íslandi. Spurð hvort það komi til greina að veita frumkvöðlum svigrúm í þessum efnum segir Þórdís Kol- brún að eðlilegt sé að þetta sé skoðað. „Enda er það stefna þess- arar ríkisstjórnar að vinna að því að hér verði framúrskarandi um- hverfi fyrir frumkvöðla og sprota- fyrirtæki,“ segir hún. Umhverfið hefur batnað „Ég vek sérstaka athygli á að í greininni er vitnað í norrænan samanburð á lagaumhverfi frum- kvöðla og þar fékk Ísland mun betri einkunn en nokkurt hinna norrænu landanna fyrir tekju- skatta einstaklinga og fyrirtækja- og eignarskatta. Vissulega eru skattar almennt frekar háir á Norðurlöndum en þetta var engu að síður jákvæð niðurstaða. Frá því að sá samanburður var gerður höf- um við síðan bætt umhverfið enn frekar, meðal annars með því að innleiða undanþágur varðandi skattgreiðslur erlendra sérfræð- inga. Skortur á slíkum undanþág- um var einmitt nefndur í greininni sem einn stærsti gallinn við okkar lagaumhverfi, en jafnframt tekið fram að nýlega hefði verið bætt úr því. Við höfum því verið á réttri leið en ætlum okkur að gera enn betur.“ Ráðherra fylgjandi afnámi Morgunblaðið/Eggert Fjármálaáætlun Afnám þaks á endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar kemur til skoðunar í vinnu við næstu fjármálaáætlun. Stærri fyrirtæki segjast bera skarðan hlut frá borði vegna þaksins og vilja breytingar.  Nýsköpunarráðherra vill afnema þak á endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja  Stærri fyrirtækjum svíður að þakið skuli vera til staðar  Hámarkið er 300 milljónir króna í dag Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir „Stærsta verkefnið framundan er að setja nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum, og við erum byrjuð að ræða hver ramminn geti verið utan um þá vinnu,“ segir Þórdís Kolbrún. „Það eru mörg önnur verk- efni í deiglunni. Það stendur yfir merkilegt samvinnuverk- efni með MIT-háskóla um ný- sköpunarumhverfið hér á landi. Við erum líka að endurskoða umgjörðina um Nýsköp- unarsjóð atvinnulífsins með tilliti til stöðu sjóðsins og reynslunnar af honum.“ Setja nýsköp- unarstefnu STÆRSTA VERKEFNIÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Enginn hefur skilað inn framboði vegna leiðtogaprófkjörs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík sem fara á fram 27. janúar næstkomandi. Framboðs- frestur rennur út á miðvikudaginn í næstu viku. Margir hafa verið nefndir sem mögulegir frambjóðendur að undan- förnu en aðeins borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Frið- riksdóttir hafa staðfest að þau gefi kost á sér. „Ég er bara að fara að skila inn framboði og undirskriftum. Ég hlakka til baráttunnar,“ sagði Áslaug í samtali við Morgunblaðið í gær. Kjartan sagðist sömuleiðis horfa bjartsýnn til næstu vikna. „Ég skynja á öllu því sjálfstæðisfólki sem ég hef rætt við mikinn baráttuanda. Fólk vill einhenda sér í baráttuna og vinna borgina.“ Skiptar skoðanir hafa verið um þá ákvörðun Varðar að halda leiðtoga- prófkjör í borginni og að valnefnd stilli upp í önnur sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Fjölmargir utan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins hafa þó verið orðaðir við framboð síðustu daga en enginn hef- ur tekið af skarið. Hefur ástandinu verið líkt við störukeppni. Enn er unnið að því á bak við tjöldin að fá fólk í framboð. „Það er verið að pikka í stórstjörnur,“ sagði einn viðmæl- enda Morgunblaðsins. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrr- verandi alþingismaður úr Suðurkjör- dæmi og forseti Alþingis, sagðist að- eins geta gefið sömu svör og hún hefði gefið að undanförnu: „Nei, ég hef ekki tekið ákvörðun um framboð en ég er að hugsa málið.“ Annað nafn sem ítrekað hefur ver- ið nefnt í tengslum við framboð er nafn Eyþórs Arnalds fjárfestis. Hann lét nýverið hafa eftir sér að hann hefði mikinn áhuga á borgar- málum. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Eyþór enn ekki hafa gert upp hug sinn en viðurkenndi að margir hafi komið að máli við hann vegna prófkjörsins og hvatt hann til að láta slag standa. Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri hjá Isavia, sagðist ánægður og þakklátur fyrir að sitt nafn hefði ver- ið nefnt en hann hefði ekki tekið ákvörðun um framboð. „Það er heið- ur að fólk hafi haft samband við mig vegna þessa og ég hef samþykkt að hugsa málið,“ sagði hann í gær. Ásdís Halla Bragadóttir, athafna- kona og fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, ætlar ekki að blanda sér í slaginn, öfugt við sögusagnir. „Nei, það ætla ég ekki að gera,“ sagði hún. Hermann Guðmundsson, forstjóri Kemi, sagði að vissulega hefði verið rætt við hann um framboð en það kæmi þó ekki til greina. „Ég er á fullu að reka mitt fyrirtæki og sé ekki fyrir mér að það breytist. Ég hef ekki áhuga á því að bjóða mig fram.“ Leita enn að frambjóð- endum í leiðtogaprófkjör  Enginn hefur skilað inn framboði hjá sjálfstæðismönnum Morgunblaðið/Ómar Ráðhús Reykjavíkur Enginn hefur enn skilað inn framboði fyrir leiðtoga- prófkjör Sjálfstæðisflokksins. Enn er leitað álitlegra frambjóðenda. Alls sótti 31 um embætti eins dóm- ara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var laust til umsóknar 17. nóvember. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 24. jan- úar eða hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækjenda hefur lokið störfum. Umsækjendurnir eru: Arnaldur Hjartarson, Auður Björg Jónsdóttir, Ásgeir Jónsson, Ásgerður Ragn- arsdóttir, Bergþóra Ingólfsdóttir, Bjarni Lárusson, Bjarnveig Eiríks- dóttir, Brynjólfur Hjartarson, Daði Kristjánsson, Guðfinnur Stefánsson, Guðmundína Ragnarsdóttir, Guð- mundur Örn Guðmundsson, Hákon Þorsteinsson, Helgi Sigurðsson, Hrannar Hafberg, Indriði Þorkels- son, Ingiríður Lúðvíksdóttir, Jón Þór Ólason, Jónas Jóhannsson, Nanna Magnadóttir, Ólafur Freyr Frímannsson, Pétur Dam Leifsson, Ragnheiður E. Þorsteinsdóttir, Sig- urður Jónsson, Sonja María Hreið- arsdóttir, Sólveig Ingadóttir, Stef- anía Guðrún Sæmundsdóttir, Stefán Erlendsson, Valborg Steingríms- dóttir, Þórhildur Líndal og Þórir Örn Árnason. 31 lögfræðingur sótti um eitt laust emb- ætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.