Morgunblaðið - 05.01.2018, Side 6

Morgunblaðið - 05.01.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Bændur úr Hrunamannahreppi, sem gerðu út leiðangur í Kerling- arfjöll í vikunni, fundu þar fjórar kindur sem gengið hafa úti í allt haust. Féð fannst nærri svoköll- uðum Leppistungum, sem eru nokkru sunnan við fjallaklasann. „Við vissum af nokkrum kindum af bæjum héðan í sveitinni sem komu ekki fram í haust. Þær fund- um við ekki en vorum hins vegar svo heppnir að ná þessu fernu; tví- lembdu og einu stöku lambi,“ segir Jón Bjarnason bóndi í Skipholti í samtali við Morgunblaðið í gær. Féð sem fannst var á Hruna- mannaafrétti og hafði borist þang- að af nærliggjandi afrétti Flóa- og Skeiðamanna og í eigu bænda sem þar eiga upprekstrarland. „Ærin og lömbin tvö voru orðin ansi rýr enda ekki haft neitt að bíta. Lambið var betur á sig komið, enda hélt það sig í skjóli við gangnamannaskála. Hafði þar nagað upp plast af hey- rúllu og hafði því nóg að éta,“ segir Jón. Enn hafa ekki fundist sex kindur frá bænum Grafarbakka í Hruna- mannahreppi, en til þeirra hefur þó sést við Kerlingarfjöll að undan- förnu. Jón Bjarnason segir því ein- boðið að fara verði í enn eina fjár- leitina á næstunni. Það sé hægur leikur enda sé fremur lítill snjór á Hrunamannaafrétti nú, harðfenni og rennifæri. sbs@mbl.is Ljósmynd/Jón Bjarnason Bændurnir fundu útigangs- kindur í Kerlingafjöllum Bændur Eiríkur Kristófersson og Bjarni Valur Guðmundsson, til hægri, með eitt af lömbunum sem fundust eftir að hafa gengið úti í marga mánuði. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnumálastofnun áætlar að 2.500 til 3.000 störf verði til á Íslandi í ár. Það er mikið í sögulegu samhengi en þó töluvert minna en síðustu ár. Karl Sigurðs- son, sérfræðingur hjá Vinnumála- stofnun, segir 2.500 ný störf vera umfram náttúrulega fjölg- un starfa á Ís- landi. Útlit sé fyr- ir að mörg störf verði til í ferða- þjónustu og byggingariðnaði. Hann segir könnun Gallup og Seðlabankans meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins benda til að há- punkti uppsveiflunnar sé náð. „Það töldu samt sem áður um 30% stjórnenda að skortur væri á starfs- fólki í desember. Það segir manni að það er töluvert um að vera enn þá á vinnumarkaði. Það virðist vera mest- ur skortur á fólki í flutningastarf- semi og ferðaþjónustu og byggingar- iðnaði. Vöruinnflutningur er enda að aukast. Það má vænta frekari ráðn- inga í ferðaþjónustu en þó í mun minna mæli en undanfarin 2-3 ár. Til dæmis hefur hægt á fjölgun gisti- nátta. Farþegatölur benda til hins sama,“ segir Karl. Ný störf fyrir ófaglærða Þá muni skapast störf í heilbrigð- is- og félagsþjónustu fyrir háskóla- menntaða, fólk með styttri fram- haldsmenntun og ófaglærða í umönnunarstörfum. „Það má gera ráð fyrir frekari fjölgun starfa í ferðaþjónustu, sér- staklega á Suðurnesjum. Mynstrið hjá erlendum ferðamönnum virðist vera að breytast. Þeir fara orðið í minna mæli út fyrir Suðvesturhorn- ið. Þegar einkaneysla er jafn mikil verða til ný störf í þjónustu og versl- un. Það eru að verða til fjölbreyttari störf en áður. Lunginn af nýjum störfum er ekki lengur fyrst og fremst fyrir ófaglærða eða fólk með styttri framhaldsmenntun. Samsetn- ingin á starfaframboðinu er orðin fjölbreyttari,“ segir Karl. Hann segir aðspurður að hlutfall háskólamenntaðra á atvinnuleysis- skrá fari þó enn hækkandi. „Það hefur ekki orðið viðsnúning- ur í því efni enn þá. Uppbygging í heilbrigðis- og félagsþjónustu gæti þó breytt því“ segir Karl. Þrátt fyrir að hægja sé á hagkerf- inu segir Karl aðspurður að árið 2018 verði að óbreyttu með betri ár- um á íslenskum vinnumarkaði. Þá með tilliti til kaupmáttar, atvinnu- leysis og framboðs starfa. Enn í uppsveiflunni Vegna nýrra starfa muni atvinnu- leysi að óbreyttu ekki aukast. „Þótt farið sé að hægja verulega á er ekki að verða neitt hrun á vinnu- markaði. Við erum enn í uppsveifl- unni,“ segir Karl. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar urðu til 22.600 störf árin 2005 til 2008. Sú fjölgun kallaði á innflutning vinnuafls til Ís- lands sem var án fordæma í sögu landsins. Ef spá Vinnumálastofnun- ar gengur eftir munu verða til 28.800-29.300 störf 2012 til 2018. Sennilega Íslandsmet Spurður hvort þetta sé Íslands- met segir Karl að sennilega hafi aldrei svo mörg störf orðið til á Ís- landi á svo fáum árum, a.m.k. ekki síðustu 30 ár. Til samanburðar horfir hann til uppgangstímans 1984-87 og um aldamótin, áður en netbólan sprakk. Þá hafi orðið til mjög mörg störf á fáum árum og þeim fjölgað hlutfallslega mikið. Eftir fyrri upp- sveiflutímabil hafi á hinn bóginn komið niðursveifla með fækkun starfa. Slíkt virðist ekki í kortunum núna. Fjölgun starfa síðustu ár vitnar um gífurleg áhrif ferðaþjónustunnar á íslenskt hagkerfi. Hún vitnar jafn- framt um þann hraða viðsnúning sem varð á íslenskum vinnumarkaði eftir erfiðleikaárin 2009 til 2011. Á fyrstu þremur fjórðungum síð- asta árs fluttu hingað 6.600 fleiri inn- flytjendur en fluttu í burtu. Þá komu hingað um 4.600 erlendir ríkisborg- arar sem útsendir starfsmenn, eða sem vinnuafl hjá starfsmannaleig- um, fyrstu tíu mánuði ársins. Sam- tals eru þetta rúmlega 11.200 manns. Fram kom í Morgunblaðinu í nóv- ember að aðfluttir erlendir ríkis- borgarar umfram brottflutta voru áður flestir árið 2006, eða 5.535. Aukin atvinnuþátttaka karla Karl bendir á að atvinnuþátttaka karla á íslenskum vinnumarkaði hafi verið um og yfir 87% árin 2006 til 2008. Hún hafi svo lækkað í 84% árin 2009 til 2014. Hún hafi svo hækkað á ný og sé nú orðin um 87%. Þessi birt- ingarmynd kreppunnar hefur því gengið til baka í uppsveiflunni. Vinnumálastofnun spáir 2.500 til 3.000 nýjum störfum í ár  2018 yrði því sjöunda árið í röð sem störfum fjölgar umtalsvert á Íslandi Breyting á fjölda starfandi milli ára 2004 til 2018** samkvæmt áætlun Vinnumálastofnunar *Rauntölur fyrstu 11 mán. 2017 **Spá fyrir árið 2018 Heimild: Hagstofan og VMST 8 6 4 2 0 -2 -4 -6 -8 -10 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17* ’18** .000 -600 5.100 8.200 7.700 1.600 -11.100 -600 0 1.900 5.600 2.800 6.000 6.900 3.100 2.500 Karl Sigurðsson Morgunblaðið/Eggert Á hótelreit við Hörpu Spáð er frekari fjölgun starfa í byggingariðnaði. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkur hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi Hverfisgötu 41. Með auglýstri breytingu mun eitt elsta hús götunnar breyta um svip. Um leið fækkar smáum, bárujárns- klæddum timburhúsum sem ein- kennt hafa Hverfisgötuna. Sam- kvæmt fasteignaskrá var húsið byggt 1908. Þar eru skráðar fjórar íbúðir, 21-91 fermetri, alls 224 ferm. Fram kemur í auglýstri tillögu að í breytingunni „felst m.a. að nýtingarhlutfall lóðarinnar er hækkað, íbúðum fjölgað um þrjár í húsinu, ein á hverri hæð (utan kjall- ara) og ein í risi, og komið fyrir svölum á norðurhlið hússins“. Á lóðinni eru tvö lítil sambyggð hús. Annað er á einni hæð og úr steini. Hitt er bárujárnsklætt og með risi. Samkvæmt teikningum rís í staðinn stærra hús. Þar sem húsið er eldra en 100 ára krefst fram- kvæmdin leyfis Minjastofnunar. Félagið Gunnfánar á Hverfisgötu 41. Samkvæmt Creditinfo er það í eigu Sigurjóns Gunnsteinssonar. Teikning/Teiknistofan Stika Drög Ætlunin er að reisa þriggja hæða hús á Hverfisgötu 41, auk kjallara. 110 ára húsi við Hverfisgötu breytt Morgunblaðið/Árni Sæberg Númer 41 Húsið var byggt 1908. Styrkur svifryks í Reykjavík fór vaxandi eftir því sem leið á daginn í gær, samkvæmt mælingum í sjálf- virkum mæli- stöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. Klukkan 13 í gær var hálftímagildi svifryks við Grensás- veg 98 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöð við Hringbraut var hálf- tímagildið á sama tíma 142 míkró- grömm á rúmmetra og við Eiríks- götu 66 míkrógrömm á rúmmetra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem fylgist með loftgæðum borg- arinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Héldu að svifrykið yrði meira „Við héldum að svifrykið yrði enn meira miðað við hraða hækkun um hádegisbilið, en svo breyttist veðr- ið,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur, en hún er í viðbragðsteymi um loftgæði. „Það er miðað við meðaltalsgildið 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólar- hring sem heilsuverndarmörk, en mælt er á hálftíma fresti allan sól- arhringinn. Þegar við teljum líklegt að svifryk fari yfir þau mörk gefum við út tilkynningu.“ Í gærkvöldi var loft aftur orðið gott samkvæmt sjálfvirku mælun- um, en hæg austanátt og minnkandi bílaumferð gæti hafa orðið til þess að bæta það. Kuldi, þurrkur og stillur í veðri auka líkur á svifryks- mengun. Börn og fólk með við- kvæm öndunarfæri ætti því að forð- ast útivist í nágrenni við umferðargötur við slík skilyrði. ernayr@mbl.is Styrkur svifryks jókst  Loftgæði í Reykjavík slæm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.