Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Það er jákvætt að sjá loksins fjölg- un á samningum um NPA (notenda- stýrða persónulega aðstoð),“ sagði Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar. Alþingi samþykkti breytingu á lög- um um málefni fatlaðs fólks 28. des- ember sl. Þar með var heimilað að framlengja samninga um notendastýrða persónulega að- stoð sem gerðir höfðu verið frá 2017 til ársloka 2018, eða fram að gildistöku laga þar sem kveðið verður á um rétt- inn til notendastýrðrar persónu- legrar aðstoðar. Jafnframt var heimilað að gera nýja samninga í samræmi við heimildir í fjárlögum fyrir árið 2018. Rúnar sagði að sveitarfélögin hefðu fengið greitt úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna 53 samninga um NPA í fyrra. Meira verður varið til málaflokksins á þessu ári í fjár- lögum. „Það er talað um að fjölga samningum um 20-40, en það er spurning hvað þeir verða stórir,“ sagði Rúnar. Stærð samnings ræðst af þjónustuþörf notandans. Hún getur verið frá nokkrum klukku- stundum á viku upp í sólarhring- sþjónustu. Frumvarp um NPA í þinginu Frumvarp til laga um um þjón- ustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir liggur nú fyrir Al- þingi. Fyrstu umræðu lauk 16. des- ember sl. og er málið hjá velferðar- nefnd sem óskaði eftir umsögnum um málið. Umsagnarfrestur er til 15. janúar. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði samþykkt í vetur og að lögin taki gildi 1. júní n.k. Í frumvarpinu er bráðabirgða- ákvæði þar sem fram kemur að sveitarfélög skuli vinna að innleið- ingu NPA á tímabilinu 2018-2022. Ríkissjóður veitir framlag vegna til- tekins fjölda NPA-samninga á inn- leiðingartímabilinu. Því á að ráð- stafa í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sem tiltekinni hlut- deild af fjárhæð samninga, á grund- velli umsókna frá sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir allt að 80 samn- ingum á þessu ári, á næsta ári verði þeir allt að 103, allt að 125 á árinu 2020, allt að 150 á árinu 2021 og allt að 172 á árinu 2022. „Samningum um NPA hefur ekk- ert fjölgað í 5-6 ár,“ sagði Rúnar. „Það er því komin uppsöfnuð þörf. Nú sjáum við líka fyrir endann á sí- felldum framlengingum á NPA- samningum með bráðabirgðaráð- stöfunum. Vonandi næst að lögfesta NPA sem réttindi fatlaðs fólks á þessu ári. Það stendur til að NPA verði eitt af megin-þjónustuformun- um við fatlað fólk.“ Hagnýt aðstoð fyrir notendur Rúnar taldi að aðstoðarfólk sem vinnur hjá NPA-miðstöðinni væri nú um 70 talsins. Hann áætlaði að 200-300 einstaklingar gegndu störf- um aðstoðarfólks í heildina, enda er það hlutastarf hjá mörgum. NPA-miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks. Hún aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur þess við að halda utan um notendastýrða persónulega aðstoð. Notandi NPA ræður t.d. aðstoðarfólk sitt sjálfur og sér um verkstýringu en NPA- miðstöðin greiðir aðstoðarfólki laun og sér um bókhaldshliðina. Einnig veitir miðstöðin aðstoð vegna sam- skipta við sveitarfélagið, við að meta þjónustuþörf, við að sækja um NPA, við að ráða aðstoðarfólk, skipuleggja vaktir og halda utan um vinnustundir. Auk þess heldur NPA miðstöðin hagnýt námskeið fyrir að- stoðarfólk og notendur ásamt jafn- ingjaráðgjöf til félagsmanna. Nú hillir undir fjölgun NPA samninga við fatlað fólk  Uppsöfnuð þörf fyrir fleiri samninga, segir formaður NPA-miðstöðvarinnar Morgunblaðið/Ernir NPA Fleira fatlað fólk á kost á notendastýrðri persónulegri aðstoð með nýjum lögum og auknu fjármagni. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Íbúar við Furugerði í Reykjavík hafa stofnað aðgerðahóp og sent borgarráði Reykjavíkur og skipu- lagsfulltrúa borgarinnar bréf. Það „varðar mótmæli íbúa við fyrirhug- aðri byggingu fjölbýlishúsa við Furugerði 23“. Samkvæmt teikn- ingum eiga að rísa allt að 37 íbúðir meðfram Bústaðavegi, sunnan við fjölbýlishús í Furugerði. „Fyrirhugaðar byggingar loka al- gerlega fyrir útsýni, takmarka veru- lega birtu og auka mjög skuggavarp til þeirra húsa og garða sem næst eru, svo sem Furugerði 15-17, Furu- gerði 19-21, Espigerði 18-20, Espi- gerði 14-16 og hugsanlega fleiri húsa,“ segir í mótmælabréfinu. Þá segir að „fasteignaverð [muni] rýrna enda eru dimmar íbúðir með dimm- um görðum, sem mjög hefur verið þrengt að, ekki góð söluvara“. Að- gerðahópurinn krefst gagna, m.a. samkomulags borgar við lóðarhafa. Mótmælin til borgarráðs  Íbúar í Furugerði stofna aðgerðahóp Teikning/Arkís Furugerði 23 Fyrirhugað fjölbýli. Fyrir mistök var í Morgunblaðinu í gær gefinn upp rangur opnunartími sýningar Jóns Thors Gíslasonar myndlistarmanns í SÍM salnum, Hafnarstræti 16. Hið rétta er að sýn- ing hans, „Dulhvít fjarlægð“, verður opnuð þar í dag, föstudag, kl. 17. Minni samdráttur Í frétt í ViðskiptaMogganum í gær var ranglega ritað að arðsemi eigin fjár íslenskra fyrirtækja hefði að meðaltali dregist saman um 53% á árinu 2016 miðað við árið á undan. Dróst hún saman um liðlega þriðj- ung á milli ára, fór úr 18,4% að með- altali 2015 í 11,8% árið 2016. Sýning Jóns Thors í dag LEIÐRÉTT Ofskynjunarlyfinu LSD hefur verið smyglað til Færeyja í formi frí- merkja sem mettuð eru með efninu, að því er fréttavefurinn portal.fo greindi frá. Færeyska lögreglan staðfesti að hún hefði orðið vör við að LSD í þessari mynd væri í um- ferð upp á síðkastið. Erfitt getur reynst að koma í veg fyrir smyglið því auðveldlega má koma allt að 300 LSD-mettuðum frí- merkjum í eitt umslag sem sent er með pósti til Færeyja. Að sögn por- tal.fo er endursöluverð LSD- frímerkis 200-300 færeyskar krónur (3.400 - 5.000 ÍKR). Grímur Grímsson yfirlögreglu- þjónn man ekki til þess að lögreglan hafi orðið vör við að LSD hafi fund- ist hér í formi frímerkja. Hann sagði að íslenska lögreglan hefði séð og lagt hald á LSD sem var á minni pappírsmiðum. Skammtarnir voru um það bil eins og fingurgómur að stærð. Venjulegt frímerki hefði auð- veldlega getað rúmað nokkra slíka skammta, svo fyrirferðarlitlir voru þeir. gudni@mbl.is LSD-frímerkjum smyglað til Færeyja  LSD mettaðir miðar hafa sést hér Morgunblaðið/Árni Sæberg Frímerki Brögðum er beitt við smygl á ólöglegum efnum. Mynd úr safni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.