Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel
vegna þess að þau þekkja tal betur
en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3
Líney Sigurðardóttir
lineysig@simnet.is
Þjóðlegur matur og fornarhefðir eru í heiðri hafðarhjá matarklúbbnum Ógeð-inu sem fagnar tuttugu ára
afmæli á árinu. Meðlimirnir eru karl-
menn, flestir ættaðir frá Þórshöfn,
Þistilfirði og nærsveitum en eru bú-
settir á Suðurlandi í dag og halda þar
fádæma góðar matarveislur. Konur
eru bannaðar í þessum karlaklúbbi.
Nafnið er tilkomið vegna matar-
smekks félaganna því þegar kræs-
ingar þeirra voru nefndar á nafn þá
var viðkvæðið hjá yngri kynslóðinni
oftast þetta: „Oj, ógeð!“
Ölver Arnarsson frá Þórshöfn
titlar sig fjölmiðlafulltrúa þessa sér-
stæða matarklúbbs en hann gaf einn-
ig haldgóða skýringu á nafninu:
„Nafnið er líka haft svona ljótt
til að fæla áhugasama frá, það er
nefnilega ekki endalaust húsrúm hjá
Sidda og við urðum að hafa hemil á
fjölda umsækjenda.“
Umræddur Siddi er gullsmið-
urinn Sigmar Ó. Maríusson en heima
hjá honum kemur matarklúbburinn
saman. „Við byrjuðum þrír að hittast
árið 1998, við Siddi og Hrólfur Ragn-
arsson frá Ytra-Álandi í Þistilfirði en
þá var þetta hádegisklúbbur því við
hittumst reglulega á gullsmíðaverk-
stæðinu hjá Sidda í Kópavoginum og
átum eiginlega alltaf svið úr Mela-
búðinni eða Nóatúni,“ sagði Ölver
sem er þeirra yngstur en aldurs-
munur er töluverður á norðlensku
matgæðingunum. Þeir elstu eru á ní-
ræðisaldri og Ölver rúmlega fertug-
ur en gamlar matarhefðir og æsku-
slóðirnar tengja þá sterkum böndum
og aldurinn skiptir ekki máli.
Kindalappir og svið komu
klúbbnum af stað
Með árunum fjölgaði í klúbbn-
um en upphafið var það, að Ölver og
Jóhann frændi hans frá Hallgils-
stöðum á Langanesi fengu þá hug-
dettu að blása til sviða- og lappa-
veislu og bjóða í hana völdum hópi
Þistilfirðinga, Langnesinga, Þórs-
hafnarbúa og Bakkfirðinga. Boðinu
var tekið fagnandi og til veislunnar
mættu kampakátir karlar ættaðir frá
gömlu bændabýlunum í Þistilfirði og
Langanesi auk Þórshafnarbúa og
Bakkfirðinga. Þeir gæddu sér á svið-
um og kindalöppum og eftir það varð
ekki aftur snúið, ákveðið var að svo
dýrðlegar samkomur yrðu fastur við-
burður hjá hópnum.
Dável reyndist rauðmaginn
Þessi merkilegi matarklúbbur á
sér sérstakan verndara, sem ættaður
er frá Hvammi í Þistilfirði eins og
fleiri meðlimir, en það er útgerðar-
maðurinn Ólafur Ármann Sigurðsson
sem búsettur er á Húsavík.
„Þessi höfðingi sér okkur fyrir
gómsætu sjávarfangi, svo sem sign-
um fiski, siginni grásleppu, hrognum
og lifur,“ sagði Ölver og ber þessum
örláta frænda sínum vel söguna.
„Frá fyrstu tíð höfum við sent sama
frauðplastkassann norður til Óla,
sem fyllir kassann og sendir okkur til
baka en kassinn er líklega búinn að
fara einar tíu ferðir á milli Húsavíkur
og Reykjavíkur.“
Þegar fréttist af kassanum á
suðurleið þá er blásið til veislu. Sjálf-
ur sjávarfangsskaffarinn Ólafur hef-
ur stundum tekið þátt í veisluhöld-
unum og taldi þá ekki eftir sér að
keyra eina dagleið til þess.
Kassinn góði er svo sendur til
baka á Húsavík, galtómur en stund-
um flaut þó með í honum vísukorn
eftir einn klúbbfélagann, Óttar Ein-
arsson frá Hermundarfelli, sem var
hagmæltur vel og orti gjarnan vísur
eftir að hafa notið kræsinga úr kass-
anum, rauðmaginn mun hafa verið
fádæma feitur og gómsætur þegar
honum hraut þessi staka af vörum:
Kostulegar kræs-
ingar hjá Ógeðinu
Matarklúbburinn Ógeðið heldur fast í fornar matarhefðir en í eldhúsinu þeirra er
soðinn þjóðlegur matur sem yfirleitt er litinn hornauga í nútímaeldhúsi. Þeir
þurfa engin nýtísku eldunartæki, bara góða og stóra potta. Kátt er alltaf í þessum
karlaklúbbi og menn gleðjast saman yfir ilmsterkum kræsingum sem kryddaðar
eru með góðum sögum frá Langanesi og Þistilfirði. Matarástin leiddi þessa norð-
lensku sveitunga saman fyrir margt löngu og í eldhúsi þeirra er aldrei fussað yfir
ilmi af siginni grásleppu eða sviðalöppum.
Soðningin góða Hilmar, Björn og Hrólfur taka hraustlega til matar síns.
Orðuhafi Ölver réttir yfirbrytanum
Jóhanni Ólafi hjálparhönd. Klúbb-
félagar veittu honum orðu og viður-
kenningu fyrir framlag sitt til mat-
reiðslu á sjávarfangi og land-
búnaðarafurðum.
Fagnaðarfundur Hjörleifur við borðsendann og félagarnir allt um kring.
Ég vorkenni fólki sem á af-mæli í janúar. Mér finnsteinhvern veginn eins ogað það sé orðið prinsipp
hjá ansi mörgum að vera edrú og
leiðinlegir í þessum mánuði.
Kannski er það bara af því að ég er
kominn yfir þrítugt og umgengst því
aðallega gamalt fólk. Það er ekki
einu sinni hægt að bjóða mönnum
upp á afmælisköku. Allir komnir í
sykurlausan veganúar, með árskort í
ræktina og búnir að lofa sjálfum sér
að gera 100 armbeygjur á dag þar til
þeir líta út eins og Katrín Tanja.
(Í þessu sambandi má ég reyndar
til með að biðja fjögurra ára son
minn afsökunar, en hann á einmitt
afmæli í þessum að því er virðist
mesta leiðindamánuði ársins.)
Sjálfur legg ég alveg sérstaklega
litla áherslu á aðhald og líkamsrækt
í janúar. Það er bara ekki nógu
praktískt. Í fyrsta
lagi er einmitt
gott að nýta
þennan mánuð
til að klára af-
ganga af alls
kyns jóla-
gúmmelaði,
öli og
áramóta-
snakki. Ég
tala nú
ekki um þar
sem eftir viku
fer í hönd stór-
mót í handbolta,
sem þýðir að maður mun verja nokk-
uð mörgum klukkutímum fyrir
framan sjónvarpið (MUNA: Ísland-
Svíþjóð næsta föstudag kl. 17.15).
Í öðru lagi er alveg viðbjóðslega
kalt úti þannig að með því að pína sig
út að skokka eða í ræktina á kvöldin
yrði maður sjálfsagt fráhverfur
hreyfingu út árið. Við verðum að
horfa lengra en bara til næstu mán-
aðamóta. Svo er nú vert að hafa það í
huga að samkvæmt mínum gögnum
er líkaminn með einhvers konar
þriggja mánaða böffer á öllu
sem maður gerir. Ef maður
borðar hollt og hreyfir sig í
janúar þá skilar það árangri
í apríl, og það er frekar til-
gangslaust að vera í góðu
formi í apríl því þá er ennþá
mjög kalt og allir ennþá í
úlpum og svoleiðis.
»Í þessu sambandi máég reyndar til með að
biðja fjögurra ára son minn
afsökunar, en hann á ein-
mitt afmæli í þessum að því
er virðist mesta leiðinda-
mánuði ársins.
Heimur Sindra
Sindri
Sverrisson
sindris@mbl.is