Morgunblaðið - 05.01.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
VINNINGASKRÁ
36. útdráttur 4. janúar 2018
709 10932 21503 29442 39000 48873 59881 71799
1086 11003 21701 30063 39251 49017 59935 71960
1704 12041 21875 30198 39716 49314 60194 72037
1705 12063 22213 30237 39757 49341 61429 72298
2005 12191 22275 30416 39817 49500 61458 72327
2078 12231 22317 30517 41197 49774 61614 72784
2156 12380 22545 30562 42349 50435 61647 72957
2319 12643 22676 30594 43195 51600 62831 72979
2398 13039 22931 30754 43331 51968 62850 73030
2560 13159 23048 30977 43347 52038 63564 73088
2895 13515 23213 31061 43578 52689 63742 73100
3070 13624 23239 31099 43786 52942 64161 73650
3306 14317 23322 31262 43942 53278 64387 73722
3460 14490 23368 31364 44170 53358 64471 73749
3570 14737 23512 31375 44198 53518 65013 73762
3718 14759 24071 31468 44283 54001 65061 74687
4266 15096 24437 32063 44341 55004 65228 75019
4300 15097 24598 32146 44421 55023 65404 75975
4327 15301 25134 32250 44458 55039 65856 76169
4385 15448 25245 32635 44731 55481 66447 76298
5206 15783 25629 34488 44784 56158 66786 76810
5254 15894 25870 35275 44890 56181 67327 76953
5661 16230 26015 35578 45182 56384 68429 77342
6067 16784 26040 35600 45196 56419 68643 77497
6306 17044 26114 35867 46544 56446 68771 77909
6485 17796 26367 36549 46615 56562 69475 78611
6567 18157 26405 36559 46868 56930 69477 78665
6761 18395 27254 36632 46968 57433 69599 79248
6785 18448 27736 36685 47004 57942 69739 79512
7683 18561 27883 37039 47234 58047 69820 79692
7734 19172 28145 37141 47338 58280 70364 79916
8004 20007 28261 37483 48359 58317 70522
8503 20054 28399 37523 48385 59079 70804
8910 20261 28434 37875 48599 59195 70913
9077 20633 28926 38199 48667 59427 71015
9612 20774 28949 38464 48817 59707 71539
10232 20785 29201 38521 48843 59716 71545
311 12179 24644 34652 43299 53397 62970 70904
776 12708 25350 35331 44538 54379 63540 71428
1971 13276 25355 36069 44575 54553 65072 71769
2622 13278 25972 36782 44952 54825 65184 72033
2640 15789 26791 37311 46633 54948 65273 72592
3778 16457 27642 37915 46793 55036 65494 72958
3865 16838 28437 38159 46866 55279 65647 76567
6094 17226 28503 38695 47616 57387 67744 76653
7482 18067 30329 38841 49092 58092 68573 76738
7682 18912 30726 38998 49728 59230 68990
7883 19370 32218 40315 49752 60312 70086
8147 20637 33169 40336 49771 61796 70336
8293 21870 34523 42553 50002 62241 70744
Næstu útdrættir fara fram 11., 18., 25. jan & 1. feb 2018
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
15216 49490 64584 65527
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
3877 12139 22208 30651 43254 69469
5369 12207 23024 30828 54714 70821
6073 15687 28428 33338 55006 76674
9125 22125 30481 38290 62838 78532
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
2 0 3 1 0
Atvinna
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Markaðsmál sauðfjárbænda verða
í brennidepli á fundi sem haldinn
verður í íþróttahúsinu á Hellu á
morgun, 6. janúar. Lambakjöt er
verðmæt vara er yfirskrift fund-
arins sem Ásmundur Friðriksson,
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í
Suðurkjördæmi,
stendur að en
margir eru með í
málinu, svo sem
bændur í héraði,
IKEA, Kjöt-
kompaníið og
Markaðsráð
kindakjöts. „Við
þurfum að nálg-
ast málin af
bjartsýni því ef rétt er á málum
haldið eru mikil tækifæri í íslensk-
um landbúnaði. En það má gera
betur á markaðinum, samanber að
nú koma tvær milljónir ferða-
manna til landsins á ári en salan á
lambakjötinu eykst ekki. Ein-
hversstaðar eru ónýtt tækifæri,“
sagði Ásmundur í samtali við
Morgunblaðið.
Efla nýsköpun
Vandi sauðfjárbænda komst í
fréttirnar síðastliðið haust þegar
sláturleyfishafar gáfu út að skerða
þyrfti afurðaverð til bænda vegna
mikilla óseldra birgða. Rétt fyrir
áramót samþykkti Alþingi tillögu
um að verja 665 milljónum króna
til að koma til móts við sauð-
fjárbændur, en stuðningur við
hvern og einn byggist á ýmsum
forsendum.
Hluti af aðgerðunum felst síðan
í nýsköpun og vöruþróun. Í því
efni segir Ásmundur Friðriksson
áhugavert að horfa til þess góða
árangurs sem hafi náðst. Í verslun
IKEA í Garðabæ seljist nú til
dæmis lambaskankar og lokur með
lambakjöti afar vel – og lambafita
sé notuð tl þess að steikja kleinur
sem seljist vel. Þá sé Jón Örn
Stefánsson í Kjötkompaníinu í
Hafnarfirði að gera góða hlut og
selji kótelettur sem seldar eru á
5.990 kr. kílóið. Þeir Ásmundur og
Jón Örn muni segja frá þessari
markaðssetningu á Hellufund-
inum, sem sé mjög áhugavert mál.
Snertir alla bændur
„Efni fundarins snertir alla
bændur, ekki bara þá sem eru
með sauðfé heldur líka þá sem eru
með nauta- og svínakjöt, kartöflur
og grænmeti. Suðurlandið er
stærsta landbúnaðarsvæði landsins
og hér eru mikilvæg mál til um-
fjöllunar,“ segir Ásmundur um
fundinn sem lýkur á því að öllum
er boðið í veislu. Því þarf fólk að
skrá sig fyrirfram á vefnum bbl.is
en þegar hafa 300 manns stimplað
sig inn.
Þurfa að gera betur í
markaðsmálum bænda
Fundað um lambakjöt á Hellu á laugardag Boðið í veislu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sauðfé Vænt og fallegt fé rekið heim úr réttunum í sveitinni á Suðurlandi.
Ásmundur
Friðriksson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Kvartanir frá félögum sjóstanga-
veiðimanna vegna stjórnsýslu Fiski-
stofu eru nú á borði umboðsmanns Al-
þingis. Þá er fyrirhugaður fundur
fulltrúa félaganna með sjávarút-
vegsráðherra 24. janúar. Aðeins eitt
sjóstangaveiðimót var haldið síðasta
sumar, en þau eru venjulega á annan
tuginn. Forystumenn Landssam-
bands sjóstangaveiðifélaga segja erf-
itt að sætta sig við vinnubrögð og óbil-
girni Fiskistofu gagnvart
íþróttafélögum, sem sum hafi starfað
í meira en 60 ár. Meðal annars er deilt
um uppgjörsgögn vegna fyrra móta-
halds.
Elín Snorradóttir, formaður
Landssambands sjóstanga-
veiðifélaga, (SJÓL), segir að í áratugi
hafi sambandið átt gott samstarf við
ráðuneytið um mótahald og hafi sjó-
stangaveiðimenn fengið heimild til að
veiða, á öllum mótum sumarsins sam-
anlagt allt að 200 tonn af fiski. Þegar
umsjón með mótahaldi hafi verið fært
frá ráðuneytinu til Fiskistofu með
reglugerð árið 2013 hafi staðan hins
vegar breyst smám saman.
Athugasemdir týndust
Haustið 2016 óskaði Fiskistofa eftir
breytingum á reglugerð um sjó-
stangaveiði og lagði ráðuneytið fram
tillögur að breytingum. SJÓl sendi
ráðuneytinu ítarlegar athugasemdir
og ábendingar, en ekki hafi tekist bet-
ur til en svo að þær hafi týnst í póst-
kerfi ráðuneytisins. Þegar þær fund-
ust hafi verið búið að setja
reglugerðina, tveimur mánuðum fyrr
en áður hafði verið tilkynnt. Því var
hafnað að taka tillit til sjónarmiða
SJÓL.
Í nýrri reglugerð er m.a. að finna
ákvæði um að Fiskistofu sé heimilt að
krefjast aðgangs að bókhaldsgögn-
um. Í kjölfarið hafi Fiskistofa farið að
krefjast gagna um mótahald fyrir
2015 og 2016, en þau mót hafi verið
haldin í samræmi við eldri reglugerð.
Elín segir fráleitt að krefjast gagna
afturvirkt á þennan hátt. Félögin hafi
hins vegar sent Fiskistofu áritaða
ársreikninga frá viðurkenndum og
löggiltum aðilum, þar sem fram komi
uppgjör vegna mótahalds og ráðstöf-
un aflaverðmætis. Auknar kröfur hafi
þýtt aukinn kostnað og þannig hafi
vinna endurskoðenda samsvarað ár-
gjöldum í einu félaganna.
Í fyrrasumar sendu sjóstangaveiði-
félögin kæru til ráðuneytisins vegna
framgöngu Fiskistofu. Í svari ráðu-
neytisins síðasta haust var tekin af-
staða með Fiskistofu. Félögin kvört-
uðu þá til umboðsmanns eins og áður
sagði. Elín segir alls óvíst hvort mót
verði haldin 2018 því um leið og um-
sóknir um þau hafi verið send inn hafi
borist kröfur um bókhaldsgögn fyrir
2015 og 2016, sem þau telji ekki
standast.
Hugmyndir um kvóta
Af helstu kostnaðarliðum við móta-
hald nefnir Stefán B. Sigurðsson,
fyrrverandi formaður SJÓL, leigu á
bátum með skipstjórum, olíu, löndun,
vigtun og ís. Hóflegir verðlaunagripir
séu keyptir fyrir hvert mót og síðan
fyrir Íslandsmeistara. Sala afla á
markaði standi undir þessum kostn-
aði og þá sé félögunum heimilt að eiga
allt að þriggja milljóna varasjóð. Þátt-
tökugjald sé innheimt og eigi það að
dekka setningu móta og mótsslit.
Mikils aðhalds sé gætt.
Elín og Stefán segja það hafa verið
álitamál á sínum tíma hvort félögin
hefðu ekki tryggt sér rétt til kvóta
með aflareynslu, en niðurstaðan hafi
verið allt að 200 tonna pottur fyrir fé-
lögin. Stefán segir að sjaldan hafi
þessi afli náðst og oft verið rétt rúm-
lega 100 tonn, en þá fellur tæpur
helmingur heimildanna aftur til rík-
isins. Hann segir að nú séu um 4-500
manns í félögunum átta sem eru inn-
an Landssambandsins. Mótahald
krefjist mikillar sjálfboðavinnu af
hendi félagsmanna.
Alls voru veidd 132 tonn á sjó-
stangaveiðimótum sem fram fóru árið
2016, en þau voru alls 15 samkvæmt
upplýsingum sem finna má á vef
Fiskistofu. „Afla þessara móta er ekki
heimilt að fénýta til annars en að
standa straum af kostnaði við móts-
haldið,“ segir á vefnum.
Kengur í samskiptum og
kvarta til umboðsmanns
Aðeins eitt sjóstangaveiðimót Óánægja með Fiskistofu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sjóstöng Evrópumót var haldið í
Eyjafirði fyrir nokkrum árum.