Morgunblaðið - 05.01.2018, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
● William Demant
Invest hefur eign-
ast yfir 50% hlut í
stoðtækjaframleið-
andanum Össuri.
Í tilkynningu til
Kauphallarinnar
segir að stefna
fjárfestingarfélags-
ins sé að eiga um
50-60% hlut í fé-
laginu þegar fram í
sækir. Það hyggst hvorki yfirtaka Össur
né skrá það úr dönsku Kauphöllinni.
Ennfremur sé ekki stefnt á að gera
breytingar á stefnu, stjórnendateymi
eða rekstri félagsins.
William Dement Invest hefur átt í
Össuri frá árinu 2004. Það gerði hlut-
höfum Össurar valfrjálst tilboð í hluta-
bréfin árið 2012 og eignaðist í kjölfarið
yfir 40% hlut í félaginu. Á þeim tíma var
stefna William Demant Invest að eiga
40-50% í stoðtækjaframleiðandanum.
helgivifill@mbl.is
William Demant eignast
meirihluta í Össuri
WDI hefur átt í
Össur frá 2004.
Þrír alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir
hafa lagt 20 milljónir svissneskra
franka, jafngildi 2,1 milljarðs króna,
í nýju hlutafé í frumkvöðlafyrirtæk-
inu Oculis sem vinnur að þróun
augnlyfja. Sjóðirnir eru Bay City
Capital, Novartis Venture Fund og
Pivotal bioVenture Partners sem all-
ir teljast leiðandi alþjóðlegir vaxtar-
sjóðir á heilbrigðissviði. Samhliða
verða nýjar höfuðstöðvar fyrir félag-
ið settar upp í Lausanne í Sviss.
Oculis var stofnað af dr. Einari
Stefánssyni, prófessor í augnlækn-
ingum, og dr. Þorsteini Loftssyni,
prófessor í lyfjafræði, og byggist
fyrirtækið á einkaleyfavarinni
tækni, sem gerir mögulegt að með-
höndla sjúkdóma í afturhluta augans
með augndropum. Hlutafjáraukn-
ingunni er ætlað að fjármagna
áframhaldandi klínískar rannsóknir
á því lyfi sem lengst er komið í þróun
hjá félaginu, auk annarra þróunar-
verkefna.
Í tengslum við kaupin mun dr.
Riad Sherif taka við starfi forstjóra
móðurfélagsins í Sviss, Oculis SA, en
hann hefur gegnt stjórnunarstöðum
hjá alþjóðlega augnlækningafyrir-
tækinu Alcon og lyfjarisanum Nov-
artis. Páll Ragnar Jóhannesson mun
taka við starfi fjármálastjóra félags-
ins ásamt því að gegna stöðu fram-
kvæmdastjóra Oculis á Íslandi.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Páll að með kaupunum muni starf-
semi Oculis á Íslandi eflast til muna
en rannsóknar- og þróunarstarfsemi
verður áfram hér á landi. Að sögn
Páls verða íslenskir fjárfestar áfram
í meirihluta eigenda félagsins eftir
hlutafjáraukninguna.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Oculis Páll Ragnar segir íslenska
fjárfesta áfram í meirihluta.
Sproti flytur höf-
uðstöðvar til Sviss
Oculis fær 2,1
milljarð frá erlend-
um fjárfestum
– fyrir dýrin þín
Eigum mikið
úrval af
hundabeislum
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is
5. janúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 104.11 104.61 104.36
Sterlingspund 141.37 142.05 141.71
Kanadadalur 83.11 83.59 83.35
Dönsk króna 16.801 16.899 16.85
Norsk króna 12.82 12.896 12.858
Sænsk króna 12.723 12.797 12.76
Svissn. franki 106.82 107.42 107.12
Japanskt jen 0.9267 0.9321 0.9294
SDR 148.43 149.31 148.87
Evra 125.08 125.78 125.43
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.237
Hrávöruverð
Gull 1285.4 ($/únsa)
Ál 2240.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.54 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
STUTT
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Markmiðið er að þessar breytingar
skili sterkara fyrirtæki inn í framtíð-
ina. Við verðum með straumlínulag-
aðri rekstur og styttri boðleiðir.
Þannig getum við verið í senn snögg
og fagleg til ákvarðanatöku í þeirri
miklu samkeppni sem við störfum í,“
segir Björgólfur Jóhannsson, for-
stjóri Icelandair Group, um vænting-
ar til skipulagsbreytinga og nýs
skipurits sem kynnt var í gær.
Starfsemi Icelandair Group verð-
ur skipt í tvennt. Annars vegar er al-
þjóðaflugstarfsemi og hins vegar
fjárfestingar. Flugstarfsemin er
kjarnastarfsemi félagsins og verður
henni skipt upp í fimm svið. Tveir ný-
ir framkvæmdastjórar koma við
þessar breytingar inn í fram-
kvæmdastjórn félagsins. Elísabet
Helgadóttir, sem verið hefur
starfsþróunarstjóri Íslandsbanka,
verður framkvæmdastjóri mann-
auðssviðs og Birna Ósk Einarsdóttir,
sem gegnt hefur starfi framkvæmda-
stjóra markaðs- og viðskiptaþróun-
arsviðs Landsvirkjunar, verður
framkvæmdastjóri stefnumótunar-
og viðskiptaþróunarsviðs.
„Við fögnum því að fá inn nýtt og
öflugt fólk til að stýra einingum sem
eru mikilvægur hluti af kjarnastarf-
semi félagsins, í bland við reynt fólk
úr okkar röðum. Allt snýst þetta um
fólk, hvort sem það er starfsfólk okk-
ar eða viðskiptavinir,“ segir Björg-
ólfur.
Skerpa línurnar frekar
Icelandair Group tilkynnti í nóv-
ember að gerðar hefðu verið breyt-
ingar á skipulagi félagsins. Þær fólu
það í sér að rekstur og starfsemi Ice-
landair Group og Icelandair voru
samþætt með þeim hætti að einn for-
stjóri varð fyrir báðum félögum og
fjármálasvið þeirra sameinuð. Þá
verða IGS og Icelandair Cargo hluti
af Icelandair eftir breytingar.
„Með nýju skipuriti erum við að
skerpa línurnar enn frekar. Alþjóð-
legi flugreksturinn er kjarnastarf-
semi félagsins og þar verður skýr
fókus í framtíðinni,“ segir Björgólf-
ur.
Hann minnir á að félagið hafi
stækkað mikið á undanförnum árum.
Áfangastöðum hafi fjölgað, umsvif og
velta stóraukist, flugflotinn stækkað
og starfsfólki fjölgað. Önnur umsvif
hafi einnig aukist og samstæðan
margfaldast að stærð og umfangi.
Fjárfestingar félagsins eru í flug-
tengdri starfsemi og ferðaþjónustu á
Íslandi. Undir flugtengda starfsemi
heyra dótturfélögin Air Iceland Con-
nect, Loftleiðir Icelandic og ferða-
skrifstofan Vita. Félögin Iceland
Travel og Icelandair Hotels eru
kjarninn í fjárfestingum félagsins í
ferðaþjónustu á Íslandi.
Efla innlenda ferðaþjónustu
„Innlendi ferðaþjónustuhlutinn er
að fullu í eigu félagsins og engar
ákvarðanir hafa verið teknar um
breytingar á því,“ segir Björgólfur.
Hann rifjar upp fyrri ummæli sín um
að ferðaþjónustufyrirtækin hér á
landi séu yfirleitt smáar einingar og
tækifæri séu til að gera betur með
stærri einingum. „Ein leið er að efla
innlenda ferðaþjónustureksturinn.
Það má gera með sameiningum og á
annan hátt,“ segir forstjórinn.
Línurnar skerptar
Starfsemi Icelandair Group skipt upp í alþjóðaflugrekstur og fjárfestingar í
innlendri ferðaþjónustu Nýtt skipurit kynnt Tveir nýir framkvæmdastjórar
Tölvuteikning/Boeing
Framtíðin Icelandair tekur við fyrstu Boeing 737 Max-vélinni á næstunni.
Alþjóðaflugstarfsemi Icelandair
Group mun skiptast í fimm svið,
fjármálasvið, mannauðssvið,
rekstrarsvið, stefnumótunar- og
viðskiptaþróunarsvið og sölu- og
markaðssvið.
Bogi Nils Bogason, sem verið
hefur framkvæmdastjóri fjármála
Icelandair Group, verður fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs.
Elísabet Helgadóttir verður
framkvæmdastjóri mannauðssviðs.
Hún var áður starfsþróunarstjóri
Íslandsbanka.
Jens Þórðarson, sem verið hefur
framkvæmdastjóri tæknisviðs Ice-
landair, verður framkvæmdastjóri
rekstrarsviðs. Sviðið ber ábyrgð á
öllum flugrekstri félagsins.
Birna Ósk Einarsdóttir verður
framkvæmdastjóri stefnumótunar-
og viðskiptaþróunarsviðs. Hún hef-
ur verið framkvæmdastjóri hjá
Landsvirkjun. Auk stefnumótunar
ber sviðið meðal annars ábyrgð á
þróun leiðakerfis og vöruþróun.
Guðmundur Óskarsson verður
framkvæmdastjóri sölu- og mark-
aðssviðs. Hann hefur gegnt sama
starfi fyrir Icelandair frá því í vor.
Framkvæmdastjórar sviðanna
mynda framkvæmdastjórn félags-
ins auk Björgólfs Jóhannssonar for-
stjóra, Magneu Þóreyjar Hjálm-
arsdóttur, framkvæmdastjóra
Icelandair Hotels, Gunnars Más
Sigurfinnssonar, framkvæmda-
stjóra Icelandair Cargo, og Jens
Bjarnasonar sem vinnur meðal ann-
ars að alþjóðasamskiptum.
Flugrekstri
skipt upp
í fimm svið