Morgunblaðið - 05.01.2018, Side 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
Þegar frost
er á fróni
OLYMPIA 100% Merino ullarnærföt
Stærðir: S–XXL
Sölustaðir:
• Hagkaup
• Fjarðarkaup
• Útilíf
• N1
• Vesturröst
• Verslun Guðsteins Eyjólfssonar
• Verslunin Bjarg, Akranesi
• JMJ, Akureyri
• Lífland, Blönduósi
• Verslunin Blossi, Grundafirði
• Efnalaug Vopnafjarðar
• Kaupfélag Skagfirðinga
• Smart, Vestmannaeyjum
• Kaupfélag V-Húnvetninga
• Borgarsport, Borgarnesi
• Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík
• Verslun Dóru, Höfn
• Þernan, Dalvík
• Siglósport, Siglufirði
• Skóbúð Húsavíkur
• Efnalaug Suðurlands, Selfossi Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is
SVIÐSLJÓS
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Risið hafa úfar með Donald Trump Banda-
ríkjaforseta og Steve Bannon, gömlum vopna-
bróður hans, og talið er að ósætti þeirra geti
dregið dilk á eftir sér fyrir forsetann og repú-
blikana í stjórnmálabaráttunni næstu árin.
Upptök ósættisins er bók þar sem m.a. er haft
eftir Bannon að hann telji að elsti sonur
Trumps hafi gerst sekur um landráð með því
að fallast á að eiga fund með lögfræðingi sem
tengist stjórnvöldum í Rússlandi. Forsetinn
varð ævareiður út í Bannon, sagði hann hafa
misst vitið, og lýsti honum sem áhrifalausum
oflátungi.
Steve Bannon hefur stjórnað breitbart.com
sem er einn af mest lesnu fréttavefjum hægri-
manna í Bandaríkjunum og hefur verið gagn-
rýndur fyrir kynþáttafordóma og hatur á út-
lendingum, konum, hommum og lesbíum.
Vefurinn er talin málpípa hvítra þjóðernis-
sinna sem hafna „pólitískum rétttrúnaði“ ráð-
andi afla í stjórnmálunum, m.a. í Repúblik-
anaflokknum. Fréttavefurinn hefur oft veist
harkalega að forystumönnum flokksins.
Bannon lét af störfum fyrir breitbart.com í
ágúst 2016 þegar hann varð kosningastjóri
Trumps. Hann var síðan skipaður aðalstjórn-
málaráðgjafi forsetans eftir sigur Trumps í
kosningunum í nóvember það ár. Bannon er
talinn hafa haft mikil áhrif á stefnu Trumps,
einkum í málum sem varða utanríkisviðskipti
og innflytjendur. Ráðgjafinn lét síðan af emb-
ætti í ágúst síðastliðnum eftir harðvítugar erj-
ur í Hvíta húsinu. Áður en Anthony Scara-
mucci lét af störfum sem fjölmiðlafulltrúi
Trumps í júlí veittist hann harkalega að Bann-
on, lýsti honum sem sjálfkynhneigðum eigin-
hagsmunasegg og notaði svo gróf orð að
margir fjölmiðlar vildu ekki hafa þau eftir.
Gæti klofið bakland Trumps
Bannon hóf þá aftur störf sem yfirmaður
breitbart.com og hefur notað vefinn til að
reyna að styrkja stöðu þjóðernissinnaðra
hægrimanna í Repúblikanaflokknum fyrir
þingkosningarnar í nóvember, á miðju kjör-
tímabili forsetans. Fréttaskýrandi The Wall
Street Journal telur að ósætti Trumps og
Bannons geti dregið dilk á eftir sér fyrir kosn-
ingarnar og næstu tvö árin þar á eftir nái þeir
ekki sáttum. Deilur þeirra gætu klofið póli-
tískt bakland forsetans, einkum ef hann hallar
sér meira að ráðandi öflum í flokknum, sem
hafi eins mikla óbeit á Bannon og hann á þeim.
Trump sagði í yfirlýsingu í gær að Bannon
hefði ekki aðeins „misst vinnuna heldur einnig
vitið“ þegar honum hefði verið vikið frá störf-
um í Hvíta húsinu. Hann sagði að þáttur
Bannons í kosningasigrinum í nóvember hefði
verið mjög lítill og áhrif hans í Hvíta húsinu
hefðu aldrei verið eins mikil og hann lét í veðri
vaka. „Steve þykist eiga í stríði við fjöl-
miðlana, sem hann kallar stjórnarand-
stöðuflokkinn, samt eyddi hann tímanum í
Hvíta húsinu í að leka fölskum upplýsingum í
fjölmiðlana til að láta sig sjálfan líta út fyrir
vera miklu mikilvægari en hann var.“
Í bókinni er m.a. haft eftir Bannon að hann
telji að Donald Trump yngri, elsti sonur for-
setans, og tveir aðrir aðstoðarmenn hans hafi
gerst sekir um föðurlandssvik með því að fall-
ast á fund í Trump-turni í New Yorkborg með
lögfræðingi á vegum rússneskra stjórnvalda í
júní 2016. „Þeir töldu það góða hugmynd að
ræða við fulltrúa erlendra stjórnvalda í funda-
salnum á 25. hæð Trump-turns – án nokkurra
lögfræðinga. Þeir höfðu enga lögfræðinga með
sér. Jafnvel þótt menn teldu þetta ekki vera
föðurlandssvik eða óþjóðrækni eða endemis-
vitleysu – og ég tel að það hafi verið allt þetta
– þá áttu þeir að hafa samband við FBI tafar-
laust,“ er haft eftir Bannon í bókinni.
Þessi ummæli eru talin líkleg til að grafa
undan málflutningi Trumps og hörðustu
stuðningsmanna hans sem halda því fram að
rannsókn sérstaks saksóknara á tilraunum
rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á kosn-
ingarnar í nóvember séu eintómar „nornaveið-
ar“, runnar undan rifjum tapsárra demókrata.
Ennfremur er haft eftir Bannon að hann
telji að rannsóknin á tengslum aðstoðarmanna
Trumps við rússnesk stjórnvöld beinist að
meintu peningaþvætti. „Þeir eiga eftir að
brjóta Don yngri [elsta son forsetans] eins og
egg í beinni sjónvarpsútsendingu út um allt
land.“
Trump leit út eins og draugur
Höfundur bókarinnar, blaðamaðurinn Mich-
ael Wolff, lýsir einnig fyrstu viðbrögðum
Trumps og fjölskyldu hans við sigri hans á
kosningakvöldinu. „Don yngri sagði vini sínum
að faðir sinn … hefði litið út eins og draugur.
Melania [eiginkona forsetans] táraðist – og
ekki af gleði.“
Wolff hefur eftir Bannon að á rúmri klukku-
stund hafi Trump í fyrstu virst ráðvilltur, síð-
an efins og að lokum skelkaður. „Seinna kom
þó síðasta umbreytingin: skyndilega varð
Donald Trump að manni sem taldi sig verð-
skulda það, og vera fullfæran um það, að
gegna embætti forseta Bandaríkjanna.“
Í bókinni kemur einnig fram að Trump var
reiður á innsetningarhátíðinni þegar hann sór
embættiseiðinn, m.a. vegna þess að stórar
stjörnur höfðu ekki viljað mæta á viðburðinn.
Hann hafi greinilega verið reiður út í eigin-
konu sína sem hafi virst vera gráti nær.
Wolff segir að Trump hafi ekki liðið vel í
Hvíta húsinu og honum hafi jafnvel fundist
það vera ógnvekjandi. „Hann dró sig í hlé inni
í eigin herbergi – þetta var í fyrsta skipti frá
forsetatíð Kennedys sem forsetahjónin sváfu
ekki í sama herbergi í Hvíta húsinu. Fyrstu
dagana pantaði hann tvö sjónvarpstæki, til
viðbótar einu sem var þar fyrir, og lás á dyrn-
ar, en það leiddi til skammvinnrar rimmu við
lífverði hans, sem vildu hafa aðgang að her-
bergi hans af öryggisástæðum.“
Harry Truman kallaði Hvíta húsið „stóra
hvíta fangelsið“ og Bill Clinton lýsti því sem
„krúnudjásni fangelsiskerfisins í Bandaríkj-
unum“, þannig að Trump er ekki fyrsti forset-
inn sem finnst að sér þrengt í forsetabústaðn-
um.
Í bókinni kemur fram að dóttir forsetans,
Ivanka, hefur oft gert grín að hárgreiðslu
hans og lýst „verkfræðinni á bak við hana“
fyrir vinum sínum. Forsetinn er sagður vera
með algerlega hárlausan hvirfil eftir að hafa
gengist undir aðgerð til að minnka hársvörð-
inn. Hárið í kringum hvirfilinn er síðan mótað
þannig að það falli yfir hann. Notaður er sér-
stakur úði til að móta hárið og halda því stífu.
Því lengur sem úðinn er á hárinu því dekkra
verður það, en sérkennilegur hárlitur forset-
ans er sagður stafa af óþolinmæði hans.
Forsetinn er sérlega stoltur af hárinu og
líklegt er að honum sárni þetta grín meira en
allt annað í bókinni, að mati fréttaskýranda
BBC.
Sakar son Trumps um landráð
Forsetinn segir Steve Bannon hafa misst vitið vegna ummæla hans í væntanlegri bók Ósætti
þeirra gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Trump og Repúblikanaflokkinn í kosningunum í nóvember
1985-90
Fjárfestingabankamaður
hjá Goldman Sachs
1990-98
Auðgaðist á fjárfestinga-
bankanum Bannon & Co
2012-2016
Yfirmaður mjög hægrisinnaðs
fréttavefjar, Breitbart News
Ágúst 2016
Stjórnaði kosningabaráttu
Donalds Trump
Nóvember 2016
Aðalstjórnmálaráðgjafi forsetans
Janúar 2017
Fékk fast sæti í
þjóðaröryggisráði
Hvíta hússins
Eldurinn og ofsareiðin
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beint spjótum sínum að gömlum vopnabróður í stjórnmálunum
Í bókinni er haft eftir Bannon
að elsti sonur Trumps hafi
gerst sekur um landráð með
því að eiga fund með lögfræðingi
sem tengist stjórnvöldum í Kreml
Útdrættir birtir úr bókinni
„Fire and the Fury“ um
fyrstu mánuðina í
forsetatíð Trumps
3. janúar 2018 „Steve Bannon er ekki í neinum
tengslum við mig eða forsetaembættið.
Þegar hann var rekinn missti hann ekki
aðeins vinnuna, heldur einnig vitið “
Wisconsin,
í apríl 2017
Ljósmynd AFP:
Saul Loeb
Steve Bannon
Viðbrögð
Trumps
Águst 2017
Lét af embætti í Hvíta húsinu,
hóf störf fyrir Breitbart
Reynt að stöðva útgáfuna
» Lögmaður Donalds Trump hefur reynt
að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar
Fire and Fury: Inside the Trump White
House, sem á að koma út á þriðjudaginn
kemur.
» Höfundur bókarinnar er Michael Wolff,
64 ára fyrrverandi blaðamaður New York
Magazine og Vanity Fair. Hún byggist á
rúmlega 200 viðtölum, m.a. við Steve
Bannon, fyrrverandi aðalstjórn-
málaráðgjafa forsetans.
» Lögmaður Trumps sendi Wolff og út-
gáfufyrirtækinu Henry Holt & Co bréf þar
sem hann krafðist þess að hætt yrði við
útgáfu bókarinnar þar sem hún væri
„ærumeiðandi“. Í henni væru „fjölmarg-
ar rangar og/eða tilhæfulausar staðhæf-
ingar“ um Trump og fjölskyldu hans.
» Bannon lauk lofsorði á Trump í gær
eftir að forsetinn hafði deilt hart á hann
vegna ummæla hans í bókinni. „Forseti
Bandaríkjanna er mikill maður,“ sagði
Bannon og kvaðst enn styðja hann.
Í bókinni segir meðal annars að Ivanka
Trump, dóttir forsetans, stefni að því að
verða forseti Bandaríkjanna þegar fram
líða stundir. Hún og eiginmaður hennar,
Jared Kushner, hafi sammælst um að
hefja störf í Hvíta húsinu, þvert gegn ráði
nær allra vina sinna, með það að markmiði
að greiða fyrir því að Ivanka gæti síðar
haslað sér völl í stjórnmálunum og orðið
forseti Bandaríkjanna, fyrst kvenna.
Höfundur bókarinnar, Michael Wolff,
segir að sett hafi ugg að Steve Bannon
þegar hann frétti af þessu ráðabruggi
ungu hjónanna. Hann hafi haft illan bifur á
þeim, kallað þau „Jarvanka“ og margir í
Hvíta húsinu séu farnir að nota það upp-
nefni.
Vill verða forseti,
fyrst kvenna
IVANKA OG JARED VINNA SAMAN
AFP
Jarvanka Ivanka Trump og Jared Kushner með
syni sínum, Theodore, í Hvíta húsinu.