Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Snæfellsjökull Ég á lítinn skrýtinn skugga, skömmin er svo líkur mér, söng Bjöggi, en skugginn af Snæfellsjökli er heldur stærri en í ljóðinu, þegar dag tekur að lengja og birtan breiðir úr sér. RAX Það er ávallt áleitin spurning hvað ráði vali fólks til búsetu. Fornar sagnir herma að Har- aldur hárfagri hafi gef- ið út tilskipun um skattlagningu í Noregi. Þeir sem kunnu að lesa fóru til Íslands en þeir sem ekki kunnu að lesa urðu eftir í Noregi. Þessi skýring getur komið heim og saman við það að það var Snorri Sturluson sem skrifaði Noregskonungasögur, en ekki Norðmaður. Tíund Þessi sæla stóð ekki lengi því Gissur biskup fékk því framgengt að lögð var á tíund. Sú tíund er þó ekki tekjuskattur heldur eignarskattur þar sem tíundin var reiknuð af lög- arði á þjóðveldisöld. Lögarður eigna var 10% og 10% af lögarði var 1% eignarskattur. Íslendingar eru deilugjarnir; í sögu Árna biskups segir frá atburð- um sem gerðust sennilega 1281: „Þið biskuparnir heimtið tíund af sylgjum og silfurbeltum, koppum og keröldum og öðru dauðu fé, og undra ég mjög hví landsbúar þoli yður slíkar óhæfur og gerið eigi nor- ræna tíund að eins og þá sem geng- ur allan heiminn, og einsaman er rétt og lögtekin.“ Hér er Loðinn Leppur, sendimað- ur konungs, að finna að framkvæmd tíundarlaga Gizurar biskups Ísleifs- sonar, en tíundarlögin voru sett tveimur öldum fyrr. Loðinn Leppur hefur komist að raun um að skatt- heimta á Íslandi er ekki í formi tekjuskatts heldur eignarskatts og bendir á að verið er að reikna skatt af dauðu fé í and- stöðu við lögmál Mós- es. Herra Árni biskup mælir þá: „Af orðum Innocenti páfa vitum vér að sú tí- undargerð er eigi okur og vinnur engum manni sálutjón.“ Þá höfum við það; strax á 13. öld höfum vér Íslendingar leitað eftir undanþágum frá meginreglum tilskipana Evrópusambandsins. Annar tími og orðfæri Nú hefur að mestu verið horfið frá eignarsköttum, en í stað þeirra eru virðisaukaskattur og tekjuskatt- ar megintekjuöflun ríkisins. Í stað flótta frá skattheimtu hefur komið algerlega nýtt orðfæri. Þær tekjur sem ríkið krefur fólk ekki um í skattgreiðslu er nú talað um að ríkið hafi afsalað sér þeim hluta tekna til þegna sinna. Með því að fella niður vörugjöld af heimilistækjum þá taldi stjórnar- andstaðan að ríkið væri að afsala sér tekjum og auka ójöfnuð. Svipað orðfæri er notað þegar gerðir eru ívilnunarsamningar vegna atvinnufyrirtækja. Þeir sem skattglaðastir eru telja að reiknuð ívilnun sé útgjöld en ekki að þær tekjur sem koma vegna áhrifa af ívilnun séu tekjur. Ívilnun ferðaþjónustu og skattgleði Það er vissulega rétt að ferða- þjónusta á Íslandi er nokkuð blóm- leg. Í ferðalögum er sá sem kemur aftur annar en sá sem fór. Bæði er það að ferðamönnum hefur fjölgað og ekki síður að ferðamönnum hefur fjölgað enn meir utan háannatíma. Það hefur leitt til bættrar nýtingar á framleiðslutækjum ferðaþjónustu. Kann að vera að þessi þróun sé af- leiðing af þeirri ívilnun að megin- þættir ferðaþjónustu eru í lægra þrepi virðisaukaskatts? Virðis- aukaskatttekjur ferðaþjónustu eru sennilega nær 40 milljörðum. Til samanburðar eru virðisaukaskatt- tekjur ríkissjóðs af sjávarútvegi hverfandi enda um að ræða útflutta vöru sem ber ekki skatt. Skattspor Icelandair, þ.e. tekjur ríkisins af starfsemi félagsins, á síðasta ári er sem næst 32 milljarðar. Í heild er skattspor ferðaþjónustu sennilega sem næst 90 milljörðum á síðasta ári. Reiknuð „eftirgjöf“, að áliti skattasérfræðingsins og þingmanns- ins Loga Más Einarssonar, er um 18 milljarðar. Sú fjárhæð var aldrei tekin af heilbrigðisþjónustu. Enda lofaði þingmaðurinn því á fundi með Samtökum ferðaþjónustunnar að hrófla ekki við virðisaukaskatti í ferðaþjónustu. En lýðskrum fer honum vel á Alþingi. Enda var „eft- irgjöfin“ aldrei í hendi. Samkvæmt „Laffer-kenningu“ um skattlagningu leiðir of há skatt- lagning til lægri tekna hjá þeim sem leggur skattinn á. Sennilega er það hvergi eins augljóst og í ferðaþjón- ustu. Ferðamaður þolir ekki að litið sé á sig sem skattþegn eða fórnar- lamb fjárplógsstarfsemi. Ferðaþjónusta á Íslandi keppir við ferðaþjónustu í Austur- og Suð- ur-Evrópu. Það er eðlilegt að horft sé til leiða til að auka samkeppnis- hæfni Íslands. Ferðaþjónusta er út- flutningur eins og framleiðsla sjávarafurða. Skattur eða gjald fyrir þjónustu? Til hvers komugjald eða brottfar- argjald á farþega? Er þetta skatt- gleði eða gjald fyrir veitta þjónustu? Flugvallargjöld eru gjöld fyrir veitta þjónustu. Komu- eða brottfar- argjöld eru skattgleði nema að þeim fylgi jafnframt áætlun um ráðstöfun í þágu þeirra sem greiða gjaldið. Komu- og brottfarargjöld koma heilbrigðisþjónustu ekkert við. Bílastæðagjöld á Keflavíkur- flugvelli eru með skattafnyk. Þar eru gjöld langt umfram veitta þjón- ustu. Verkefni til að takast á við? Það er full ástæða til að vega það og meta hvaða verkefni þarf að tak- ast á við til að viðhalda sjálfbærri ferðaþjónustu. Vissulega er eðlilegt að óska eftir tvíbreiðum hringvegi. En rétt eins og hrefnukjöt er ekki snætt í heilum skrokkum er eðlilegt að horfa til þeirra verkefna sem brýnust eru og arðbærust hverju sinni. Slíkur verkefnalisti virðist ekki vera til. Áður en hringvegurinn verður tví- breiður er rétt að útrýma ein- breiðum brúm. Það er eðlilegt að laga göngustíga. Að ekki sé talað um salerni með gjaldskyldu. Það er rétt og eðlilegt að stjórn- málamenn hætti að líta á ferðamenn sem skattþegna, ferðamaður er og verður viðskipta-„vinur“. Það er hið sentrala í málinu. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það er rétt og eðli- legt að stjórnmála- menn hætti að líta á ferðamenn sem skatt- þegna, ferðamaður er og verður viðskipta- „vinur“. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Skattland eða land fyrir fólk? Skatttekjur Lafferkúrfa skatttekna og skatthlutfalls Skatthlutfall Skatttekjur 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.