Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 24

Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla Þar sem ég get ekki hætt að hugsa um loft- mengunina hér í Reykjavík á gamlárs- kvöld get ég ekki orða bundist. Hvar erum við Íslendingar staddir í umhverfismálum? Að við skulum leyfa öllum að skjóta upp rak- ettum, að heilbrigðis- yfirvöld skuli ekki grípa í taumana, þegar vitað var fyrirfram að það yrði logn á gamlárskvöld og sala á flugeldum var í hámarki. Er ekki hlutverk heil- brigðisyfirvalda, svo sem land- læknis, að stoppa þessa vá, á að leyfa börnum, unglingum ungu fólki og þeim eldri að anda að sér slíku eitri, þungmálmum, sóti, krabbameins- valdandi lofti? Haldið þið að þetta hverfi úr lungunum sem ofan í þau fór á gamlárskvöld? Svo er aldeilis ekki. Þessi sjúkdómsvaldandi efni sitja eftir í lungunum og valda heilsutjóni síðar meir. Hvaða heilsutjóni valda þau? Hver verður tíðni lungnasjúkdóma á Íslandi samanborið við önnur lönd sem ekki leyfa almenningi að skjóta upp flugeldum í þessu brjálaða magni sem gert er hér? Við eigum eftir að súpa seyðið af þessari heilsuvá, sem stjórnvöld vernda okk- ur ekki fyrir. Eiga heilbrigðisyfir- völd ekki að stoppa þessa vitleysu? Ef okkur vantar svona mikið í fjár- mögnun hjálparsveit- anna er kominn tími til að rukka inn fyrir björgun á fólki sem enga ábyrgð tekur á ferðum sínum inn á há- lendið. Eða fara leiðina sem Grænlendingar fara; banna öllum að fara upp á Grænlands- jökul nema með full- komnum tryggingum og ábyrgð á því sem þeir eru að gera með að hætta lífi sínu í stórhættulegum að- stæðum. Misnotkunin á neyðar- hjálpinni hér á Íslandi er stór- alvarlegt mál sem yfirvöld taka heldur ekki ábyrgð á. Loftmengun vegna flugelda Eftir Rut Rebekku Sigurjónsdóttur Rut Rebekka Sigurjónsdóttir »Hvar erum við Ís- lendingar staddir í umhverfismálum? Að við skulum leyfa öllum að skjóta upp rakettum, að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki stöðva þetta. Höfundur er listmálari og hjúkrunarfræðingur. rutrebekka@simnet.is „Til að hálendið nýtist þarf uppbyggða heilsársvegi... Með há- lendisvegum yfir Sprengisand og norð- an Vatnajökuls opnast nýir hringvegir um landið.“ Þetta fullyrðir Guðjón Sigurhjart- arson í grein í Morgunblaðinu 28. desember. Já, ekki bara einn vegur, heldur „nýir hringvegir.“ Og hvað liggur að baki þessari stóru fullyrðingu um mannvirkjavæðingu hálend- isins? Hefur Guðjón kynnt sér há- lendisþjóðgarða og hálendisvegi er- lendis? Það fylgir ekki sögunni og til lítils hef ég komið í og kynnt mér 30 þjóðgarða og friðuð svæði í sjö löndum auk 18 virkjanasvæða ef það hefur leitt mig á algerar villigötur. Nú er það svo að þjóðgarðar á hálendi eru mismunandi og ég læt nægja að nefna tvo þjóðgarða sem hafa svipaða stöðu og komandi miðhálendisþjóðgarður hér á landi. Þjóðgarðurinn á Harðangursheiði (Hardangervidda), stærsti þjóð- garður á meginlandi Evrópu, er nærtækt dæmi og beinn keppinaut- ur við miðhálendisþjóðgarð hér, þótt þessi norsku hálendisvíðerni standi langt að baki íslenska miðhálendinu sem er einstætt á heimsvísu. Er þá ekki búið að leggja marga hringvegi og upp- byggða vegi þvers og kruss í þeim þjóðgarði? Stytta vegalengdirnar á milli byggðanna, sem liggja um- hverfis víðernið? Reisa glæsileg há- lendishótel, þjónustumiðstöðvar og aðstöðu fyrir viðhald og snjómokst- ur? Svarið er einfalt: Nei. Ekkert af þessu. Ekki heldur virkjanir sem til stóð að reisa fyrir hálfri öld. Hvers vegna? Meðal annars vegna þess, sem Guðjón og fleiri gleyma, en er að verða eitt verðmætasta og sífellt sjaldgæfara fyrirbrigði jarð- arinnar: Friður og kyrrð í faðmi ósnortinnar víðáttu. Þegar ég kom þarna á sínum tíma gisti ég eina nótt í fjallakofa á Harðangursheiði. Tug- ir þriggja og fjögurra stjörnu hótela – öll eins – á mörgum ferð- um um þveran og endilangan Noreg runnu strax saman í eitt óminnisvert fyr- irbrigði, en þessi eina gistinótt í kyrrð og dýrð hálendisvíðátt- unnar og önnur nótt í gömlu sveitahóteli í Suður-Kjós norður í Finnmörku í „nóttlausri voraldarveröld“ verða ógleyman- legar. Samt þekkti ég hliðstæður frá Íslandi, en það var svo óvænt að upplifa svipað í öðru landi og þó ekki eins magnað. Annað dæmi: Í Steinboga- þjóðgarði í Utah heitir frægasti steinboginn „Delicate Arch“ eða Viðkvæmi bogi. Hann er frægasti steinbogi Ameríku og prýðir skjaldarmerki Utah ríkis. Hann prýðir einnig náttúrupassann vestra, sem gildir í öllum þjóðgörð- um Þjóðgarðastofnunar Bandaríkj- anna með áletruninni „Proud part- ner“ eða „stoltur þátttakandi“. Hér heima sögðu menn um fyrirbrigðið náttúrupassa: „Auðmýking, lítil- lækkun.“ Nú skyldi maður halda að upp að Delicate Arch liggi „góður upphleyptur vegur“ til þess að þetta fræga fyrirbæri „geti nýst efnahagslega“. Hægt að bruna þangað og fá fullkomna þjónustu í örtröðinni í stóru þjónustumiðstöð- inni sem malar gull. En það er öðru nær. Síðustu fimm kílómetr- ana verður fólk að ganga eftir ná- kvæmlega sömu krókóttu göngu- slóðinni og fyrsti hvíti landneminn gekk og ganga síðan aftur til baka. Erfitt ferðalag fyrir mann í hjóla- stól, en áskorun sem hægt er að standast með hjálp. Leiðin liggur fram hjá óbreyttum kofa þessa landnema. Hvers vegna er þetta svona? Jú, krafan felst í „upplifunarferða- mennsku“, að upplifa áskor- unartilfinningu landnemans og „va- áá!“ upphrópunina þegar steinboginn birtist í allri sinni dýrð. Og með því að varðveita svona ein- stæð fyrirbæri sem best fyrir kom- andi kynslóðir sem „heilög vé“ eins og þekktur jarðvarmavirkj- anasérfræðingur sagði á ráðstefnu í Reykjavík um friðun Yellowstone, mesta jarðvarma- og orkusvæðis Bandaríkjanna, fæst hin eftirsótta viðskiptavild og efnahagslegur ábati sem heiður þjóðar út á við getur skapað. Að lokum: Er hægt að leggja uppbyggðan veg yfir Bárðarbungu? Spurt er, því að í grein sinni 15. desember taldi Guðjón að vegur sem tengdi Reykjavík og Egilsstaði yfir hálendið myndi stytta leiðina á milli þessara staða um 256 kíló- metra. Í næstu grein lækkaði hann töluna niður í 171 kílómetra, um heila 85 km og fór létt með það. Skoðum það. Um hringveginn og Öxi eru 630 kílómetrar á milli Reykjavíkur og Egilsstaða en verða senn 620 kílómetrar. Leiðin á að styttast niður í 449 kílómetra samkvæmt tillögu Guðjóns um há- lendisveginn og sú nýja leið skiptist svona: Búið að leggja 161 kílómetra frá Reykjavík til Vatnsfells og 100 kílómetra frá Egilsstöðum til Kára- hnjúka, alls 261 km. Eftir að brúa bilið milli Vatnsfells og Kárahnjúka með 188 km nýjum vegi. En stysta loftlína á milli Vatnsfells og Kára- hnjúka er 175 kílómetrar og mun- urinn, 13 kílómetrar, er augljóslega alltof lítill í útreikningi Guðjóns. Stystu loftlínur á milli staða eru yf- irleitt talsvert eða mikið styttri en landleiðirnar. Loftlínan milli Egils- staða og Kárahnjúka er 30 km styttri en landvegurinn, og loftlínan á milli Reykjavíkur og Vatnsfells 25 km styttri en landvegurinn. 55 km samtals. Það er kannski hægt að vonast til að hálendisvegur stytti leiðina milli Reykjavíkur og Egilsstaða um 120 km, ja, nema að það verði byggður „góður uppbyggður veg- ur“ sem næst loftlínunni, yfir Bárð- arbungu. Uppbyggður vegur yfir Bárðarbungu? Eftir Ómar Ragnarsson »Niðurstaða Norð- manna og fleiri: Há- lendisþjóðgarðar og „góðir uppbyggðir há- lendisvegir“ fara ekki vel saman. Ómar Ragnarsson Höfundur er áhugamaður um náttúru Íslands og jafnrétti borinna og óborinna kynslóða. Atvinnublað alla laugardaga mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.