Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp tvo dóma daginn fyrir Þorláksmessu, sem gætu haft gríð- arlegar afleiðingar. Þar gefur héraðs- dómarinn Lárentínus Kristjánsson lítið fyr- ir viðskiptasiðferði forstjóra og aðstoð- arforstjóra lyfjafyr- irtækisins Alvogen, sem starfar víða um lönd en hefur höf- uðstöðvar sínar í Vatnsmýrinni, þeirra Árna Harðarsonar og Ró- berts Wessmans. Dæmdi hann Matthíasi Johannessen, fyrrver- andi viðskiptafélaga þeirra beggja, sigur í tveimur veigamiklum mál- um. Í dómi sínum vitnar héraðsdóm- arinn til þess að Matt- hías hafi áður haft betur gegn þeim Árna og Róbert í réttarsöl- unum, og segir orð- rétt að þar hafi því verið slegið föstu, að þeir hafi bakað félag- inu Aztiq Pharma Partners tjón með saknæmum og ólög- mætum hætti og sú ráðstöfun hafi hlotið að vera gerð gegn betri vitund. Voru þeir því dæmdir skaðabótaskyldir. Fáir virðast gera sér grein fyrir að málið varðar hvorki meira né minna en þriðjungs eignarhlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Eign- arhald þess lyfjafyrirtækis hefur verið sveipað dulúð undanfarin ár. Á heimasíðu fjárfestingarfélagsins Salt Investments, var Róbert Wessman lengi kynntur sem maj- or shareholder í Alvogen. En í skuldauppgjöri við Glitni, sem fól í sér einhverjar mestu afskriftir sem nokkur Íslendingur hefur fengið eftir bankahrunið, kom skýrt fram að hann ætti ekkert í Alvogen, aðstoðarforstjórinn Árni Harðarson væri auðkýfingurinn í hópnum, þótt fáir hefðu áttað sig á því hingað til. Nema auðvitað, að fljótlega eftir að gengið hafði ver- ið frá öllum milljarðaafskriftunum, eignaðist Róbert flestar eignir sín- ar aftur, eins og ekkert hefði í skorist. Það eina sem kemur í veg fyrir að þessi meistaralega flétta þeirra Árna og Róberts hafi gengið upp er Matthías Johannessen og for- kaupsrétturinn hans. Fyrir jól má nefnilega segja að Lárentínus Kristjánsson hafi tekið af öll tví- mæli um að hann sé í reynd einn einn af stærri eigendum Alvogen og að þrátt fyrir margvísleg og ótrúlega ósvífin bolabrögð hafi þeim Árna og Róbert ekki tekist að hafa eignarhlutinn af honum. Matthías Johannessen hefur í átta ár leitað réttar síns gagnvart þeim Árna og Róberti og þurft að þola margvíslegt og persónulegt níð á þeirri vegferð. Verið sakaður um lögbrot og unnið gegn honum með margvíslegum hætti. En sem betur fer virkar ís- lenskt réttarkerfi. Og sem betur fer kemur sannleikurinn fram að lokum. Því hljóta allir að fagna. Hver á Alvogen? Eftir Björn Inga Hrafnsson » Og sem betur fer kemur sannleikurinn fram að lokum. Því hljóta allir að fagna. Björn Ingi Hrafnsson Höfundur er fv. stjórnarformaður Pressunnar. Ein vinsælasta iðja sárra demókrata (sem enn geta ekki sætt sig við að Hillary Clinton tapaði forsetakosning- unum í Bandaríkjunum 2016) er að gera Donald Trump að sökudólgi fyrir öllu því sem mis- ferst – ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur og í öllum heiminum. Það er fjölskrúðugur skari sem safnast hefur í skítkastaraliðið gegn Trump, m.a. búrókratar sem missa ask úr spóni sínum þegar Bandaríkin fylgja eftir kröfum um árangur í starfi. Evrópusambandið og stjórn- málamenn í metorðastigum Vestur- landa og einnig þeir sem ekki ná lengur þingkosningu reyna margir hverjir að slá stjórnmálakeilu á anti- Trump-bólunni. Allt minnir þetta nú svolítið á íslenska smásjárdæmið, þegar breyta átti einum hæfasta stjórnmálaleiðtoga seinni tíma, Davíð Oddssyni, í óargadýr og honum gefið að sök að hafa rænt fjallkonunni til að pynda á hverjum degi. Baugsmiðlar máluðu upp mynd af eineygðum krypplingi sem var orsök alls ills á Ís- landi og erlendis. Þegar Davíð hringdi Íslandsklukkunni til viðvör- unar gjaldþroti stóru bankanna lok- uðu áheyrendur eyrum vegna þess hver hringjarinn var. Nákvæmlega það sama er upp á teningnum þegar Donald Trump hringir alheimsklukkunni til viðvör- unar hugsanlegu gjaldþroti heims- friðarins. Af því að hringjarinn heitir Trump, þá er það mikilvægara fyrir „friðardúfur“ og verðlaunahafa að grípa tækifærið og ráðast á hringj- arann í stað þess að fylkja liði gegn þeirri vá sem klukkurnar boða. Fv. Bandaríkjaforsetar Bill Clinton og Barack Obama stærðu sig báðir af því að hafa bjargað heiminum undan kjarnorkuógn Norður-Kóreu (Clint- on-samningurinn 1994) og Írans (Obama-samningurinn 2015). Báðir sögðust hafa heiðurinn af því að hafa gert samninga sem stöðvuðu kjarn- orkuuppbyggingu viðkomandi ríkja og gerðu heiminn að öruggari stað. Sagan kennir að báðir þessir forsetar juku í staðinn á kjarnorkuþróun þessara ríkja til þess eins að full- nægja eigin hégóma og fá athygli og „friðarverðlaun“. Veruleikafirrtur einræðisherra, sem hefur komið sér upp kjarn- orkuvopnum í skjóli Rússlands og Kína og hótar að sprengja Bandarík- in og bandamenn þeirra í loft upp, getur tortímt milljónum manna verði hótanirnar að veruleika. Slíkt setur allan heiminn í uppnám og úrslitastríð, sem enginn veit hvort okkar góða jörð gæti lifað af. Það er því ekkert grín þegar Bandaríkin og hinn vestræni heimur eru að glíma við þetta ástand til að reyna að bjarga friðnum og lífi mannkyns. Það er ömurlegt að sjá, hvernig „virtir“ stjórnmálamenn eins og fyrrverandi for- sætisráðherrar Svíþjóðar, Carl Bildt og Fredrik Reinfeldt, nýta tækifærið og kasta skít í hringjarann í stað þess að ganga í lið með þeim sem vilja forða veröldinni frá þriðju heims- styrjöldinni. Reinfeldt ásakaði Trump fyrir „testósterónsvör“ sem kæmu Kim Jung-un úr jafnvægi, þannig að ef einræðisherrann hleypti öllu í báli og brand væri það nú örugglega Donald Trump að kenna (Aftonbladet TV 22. des. 2017). Carl Bildt, sem spurði hæðnislega „hvað Trump hefði verið að reykja“ þegar Trump gagnrýndi réttilega slappleika sænskra yfirvalda gegn of- beldi í Svíþjóð, skýrir skítkastið í grein í Dagens Industri 2. jan. 2018: „Trump getur látið sig dreyma um fullvalda ríkin sín – í Evrópu er valdatímabili þjóðríkjanna lokið.“ Síðar í sömu grein skrifar Carl Bildt: „Að bara byggja múra gegn umheiminum dugir ekki. Evrópa verður að hafa afl fyrir utan múrana – heimurinn er hvort eð er svo áþreif- anlegur innan þeirra.“ Leið Evrópusambandsins er leið hins nýja 4. ríkis með Þýskaland í há- sæti allrar Evrópu. Greinilega nægir ekki sú sýn né slíkt vald heldur þarf einnig að knésetja Bandaríkin. Heila- þvotturinn sem nú er í gangi í heim- inum þjónar þeim tilgangi að sundra stuðningsmönnum friðar sem enn á ný standa andspænis mikilli vá og í þetta sinn einni þeirri hættulegustu sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Hvað svo sem segja má um Trump, þá er hann einn af fáum vestrænum leiðtogum sem tala um og verja vest- ræna menningu okkar gegn þeim sem nú berjast fyrir glóbalisma, al- heimsstjórn og útrýmingu þjóðríkja. Í ræðu í Póllandi 6. júlí í ár sagði Trump: „Íbúar okkar (ríkja sem börðust gegn nasistum/GS) unnu ekki frelsið saman, lifðu ekki af hryll- inginn saman, sneru ekki niður ill- mennskuna saman einungis til að gefa eftir frelsi okkar vegna skorts á heiðri og vantrú á gildum okkar. Við gerðum það ekki og við munum ekki gera það. Við munum aldrei gefast upp.“ Í ár eru 100 ár liðin frá því að Ís- lendingar urðu frjálst og fullvalda ríki með sambandslögunum 1918. Við minnumst þess vegna þess að frelsi til að ráða okkar eigin málum sjálf hefur svo þýðingarmikið gildi fyrir okkar þjóð. Við munum aldrei gefast upp að vera sjálfstæð þjóð. Jafnvel ekki þótt sagan endurtaki sig. Donald Trump er varnar verðugur Eftir Gústaf Adolf Skúlason »Heilaþvotturinn sem nú er í gangi í heim- inum þjónar þeim til- gangi að sundra stuðn- ingsmönnum friðar sem enn á ný standa and- spænis mikilli vá. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er smáfyrirtækjarekandi og fv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu. Atvinna Loftpressur - stórar sem smáar TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ kistufell.com Það er um 80% ódýrara að skipta um tímareim miðað við þann kostnað og óþægindi sem verða ef hún slitnar Hver er staðan á tíma- reiminni í bílnum þínum? Hringdu og pantaðu tíma í síma 577 1313 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbein- ingar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.