Morgunblaðið - 05.01.2018, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
✝ Böðvar Sig-valdason fædd-
ist 26. apríl 1941 á
Barði í Miðfirði.
Hann andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi 23. desem-
ber 2017.
Foreldrar hans
voru Sigvaldi Guð-
mundsson, f. 9.12.
1910, d. 23.8. 1985,
og Sigríður Frið-
riksdóttir, f. 10.6. 1914, d. 23.11.
1975. Systur Böðvars eru Sigríð-
ur, f. 30.3. 1945, og Ingibjörg, f.
2.12. 1952.
Böðvar kvæntist 31.12. 1968
Evu Thorstensen, f. í Reykjavík
1.4. 1941. Foreldrar hennar voru
Vilmar Herbert Thorstensen, f.
26.9. 1913, d. 25.5. 1992, og
Hulda Klara Svanlaugsdóttir, f.
12.10. 1914, d. 12.5. 2011.
Böðvar og Eva eignuðust fjög-
ur börn, þau eru : 1) Anna Rósa,
f. 3.11. 1969, maki Sigurður
Benedikt Stefánsson, f. 5.10.
1967. 2) Sigríður Klara, f. 9.6.
1971, maki Steindór J. Erlings-
átti sæti í sóknarnefnd Mel-
staðarsóknar auk þess að sinna
sveitarstjórnarstörfum fyrir
Ytri-Torfustaðarhrepp þar sem
hann var oddviti um tíma. Hann
var formaður Veiðifélags Mið-
firðinga árin 1973-2000 sam-
hliða því að annast útleigu árinn-
ar og rekstur fasteigna
félagsins. Á þessu tímabili var
hann formaður Landssambands
veiðifélaga frá 1982 til ársins
2000 og var kjörinn heið-
ursfélagi árið 2001. Hann tók
þátt í stofnun Hólalax og sat í
stjórn þess fyrirtækis auk þess
að koma að störfum mats-
nefndar á veiðiréttindum. Síð-
ustu starfsárin starfaði hann
sem umsjónarmaður fasteigna
hjá póstmiðstöð Íslandspósts á
Stórhöfða í Reykjavík. Samhliða
því og eftir starfslok keyrði
hann áætlunarbíla. Hann söng
með kirkjukór Melstaðarkirkju,
Lóuþrælum og Árnesinga-
kórnum í Reykjavík. Árið 2011
fékk Böðvar alvarlegt heilablóð-
fall sem gerði það að verkum að
hann lamaðist á hægri hlið og
missti málið. Frá árinu 2012
dvaldist hann á Hrafnistu í
Reykjavík.
Útför Böðvars fer fram frá
Melstaðarkirkju í Miðfirði í dag,
5. janúar 2018, og hefst athöfnin
klukkan 14.
son, f. 14.10. 1966.
Börn þeirra eru
Ófeigur Atli, f. 24.5.
1995, Anna Eva, f.
10.11. 1999, og
Böðvar Óttar, f.
24.6. 2010. 3) Sig-
valdi Vilmar, f. 6.8.
1973, maki Tina
Jeanette Holm, f.
15.6. 1979. Synir
þeirra eru Benja-
mín, f. 11.8. 2005,
og Alexander Tindur, f. 26.6.
2011. 4) Þorvaldur Óli, f. 7.2.
1978, sambýliskona Louise Skov-
holm Christiansen, f. 25.3. 1976.
Sonur þeirra er Bjarke Skov-
holm Thorvaldsson, f. 8.6. 2014.
Böðvar ólst upp á Barði í Mið-
firði þar sem hann hóf eigin bú-
skap ásamt Evu eiginkonu sinni
árið 1969. Samhliða bústörfum
sinnti Böðvar ýmsum félags-
störfum. Má þar nefna að hann
var um tíma formaður Ung-
mennafélagsins Grettis, sat í
húsnefnd Félagsheimilisins Ás-
byrgis, var formaður sjúkra-
samlags Ytri-Torfustaðahrepps,
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Hvíl í friði, Böðvar minn.
Þín
Eva.
Þrátt fyrir veikindi pabba voru
það erfið tíðindi að frétta að hann
væri látinn, en að sama skapi mik-
ið þakklæti fyrir þann tíma sem
við fengum með honum.
Þegar ég horfi til baka minnist
ég hlátursins og gleðinnar sem oft
ríkti í kringum pabba, þar sem
skemmtilegar sögur, sennilega oft
úr sveitinni, voru sagðar í góðum
félagsskap. Eitt skiptið þegar ég
var krakki man ég eftir því að hafa
tekið upp hláturinn sem heyrðist
úr eldhúsinu heima á Barði úr
nærliggjandi herbergi. Þvílík
hlátrasköll sem heyrðust þaðan og
var kassettan spiluð nokkur skipti
í einrúmi og hlegið með.
Pabbi var mikill félagsmaður,
enda tók hann mikinn þátt í fé-
lagsstarfi í sveitinni og þar áttu
mál sem sneru að lax- og silungs-
veiði stóran þátt. Honum fannst
gaman að vera á ferðinni, hvort
sem það var um sveitina eða á
aðra staði, enda átti hann eftir að
keyra áætlunarbíla og lét ekki litla
kunnáttu í ensku stoppa sig af.
Það var því mikil breyting fyrir
hann þegar hann fékk heilablóð-
fallið sem gerði það að verkum að
hann lamaðist hægra megin og
missti málið. Allt í einu var hann
kominn í hjólastól, gat ekki talað
og var háður öðrum. Áfallið var
mikið og við tók nokkurra mánaða
þjálfun á Landakoti. Pabbi tókst á
við þetta verkefni með miklu
æðruleysi og leysti það vel eins og
önnur verkefni sem hann hafði
komið að, þó að hér hafi vissulega
verið á brattann að sækja. Það var
ætíð gott að heimsækja pabba á
Hrafnistu, þar sem hann dvaldist
síðustu árin, og taka í hlýju hönd-
ina hans og knúsa hann. Við spjöll-
uðum líka heilmikið saman þó að
ég þyrfti stundum að hafa fyrir því
að skilja hann. Pabbi fylgdist vel
með og reglulega var hringt í
strákana hans sem búa erlendis í
gegnum Skype, þar sem líka var
heilsað upp á maka og barnabörn.
Pabbi var framsýnn maður og
horfði til framtíðar. Gott dæmi um
það var að árið 1988 var hann aðili
að heiðursmannasamkomulagi
sem formaður Landssambands
veiðifélaga gerði um að norskætt-
aður lax færi aldrei í hafbeit eða til
eldis í sjókvíum við strendur Ís-
lands, aðeins með tilteknum skil-
yrðum í strandeldisstöðvar. Þarna
komu að helstu hagsmunaaðilar. Í
dag, um 30 árum síðar, eru þessi
mál ofarlega á baugi.
Það var ómetanlegt að vinna
með pabba í ýmsum verkefnum,
svo sem varðandi veiðimál. Í sam-
tölum okkar komu upp ýmis mál-
efni, svo sem um jörðina hans
Barð þar sem hann hafði ætlað að
eyða elliárunum, áður en veikind-
in komu upp.
Pabbi fannst mér ætíð vera
glæsimenni og hann hélt áfram að
vera það þrátt fyrir að vera kom-
inn í hjólastól og vera háður öðr-
um til að geta bjargað sér. Síðustu
árin sem pabbi eyddi á Hrafnistu
passaði mamma vel upp á hann og
var hún daglega hjá honum stóran
part dags. Ég veit að þessi tíma-
mót verða mikil breyting fyrir
hana og söknuður mikill.
Á samferðatíma mínum með
pabba hef ég lært af honum að
engin verkefni eru óyfirstíganleg,
heldur er það hugarfarið sem
skiptir máli þegar tekist er á við
þau. Ég kveð pabba minn með
gleði, þakklæti og stolti. Megi
minningin um hann lifa.
Anna Rósa.
Böðvar, tengdafaðir minn, er
fallinn frá. Þessi hjartahlýi og ör-
láti maður var ekki bara faðir
eiginkonu minnar heldur opnaði
hann fyrir mér heim þar sem ég
hef í gegnum árin sótt styrk til
þess að takast á við mína erfiðu
lífsbaráttu. Þar á ég auðvitað við
Barð.
Það tók mig langan tíma að átta
mig á raunverulegu gildi þessarar
yndislegu bújarðar. Má raunar
segja að það hafi ekki að fullu
gerst fyrr en Böðvari var óvænt
kippt út úr lífinu fyrir rúmum sex
árum.
Böðvar var einstaklega félags-
lyndur og skrafhreifinn einstak-
lingur. Það var því mikið áfall
þegar heilablóðfall stöðvaði þátt-
töku hans í umstangi daglegs lífs
og læsti hann inni í óttablandinni
veröld málleysis og lömunar.
Það var sárt að sjá þennan lífs-
glaða mann lokast inni í heimi
þagnarinnar en svipbrigðin og
brosið sem mættu manni leyndu
því ekki að á bak við þagnar-
múrinn var einstaklingur sem ið-
aði af lífi og löngun til þess að
koma orðum á hugsanir sínar. Það
virðist því þversagnakennt að það
var einmitt þögnin sem tengdi
okkur svo sterkt saman.
Þegar ég kom inn í fjölskyldu
Böðvars fyrir tæplega 25 árum
var ég algjört borgarbarn. Þrátt
fyrir tíðar ferðir norður á Barð
næstu árin lét borgarbarnið ekki
undan. Auðvitað leið mér alltaf vel
á Barði en hugur minn leitaði ann-
að. Þetta breyttist eitt sumar í
upphafi aldarinnar.
Umrætt sumar reyndist mér
einstaklega erfitt og má færa rök
fyrir því að ferðir okkar norður á
Barð hafi bjargað lífi mínu.
Böðvar var þá nýlega orðinn þátt-
takandi í Norðurlandsskógum og
þurfti að girða af stórt svæði til
þess að verja væntanlega skóg-
rækt fyrir ágangi búfjár. Gekk ég
í þetta verk með Böðvari og kom-
um við niður miklum fjölda staura
með sleggjunni góðu.
Þetta sumar talaði ég sáralítið.
Þegar ég steig upp í Econoline-inn
skiptumst við auðvitað á kveðjum
en eftir það töluðum við sáralítið.
Létum við verkin tala. Ég var að
sumu leyti í sama hlutverki og
Böðvar síðustu ár ævinnar. Þetta
hafði engin áhrif á samveru okkar
og voru vinnuhelgarnar mér mjög
mikilvægar. Leið mér alltaf ein-
staklega vel í nærveru Böðvars.
Hann hafði eiginleika sem ekki öll-
um er gefinn: Hann skildi gildi
þagnarinnar.
Nú var ég loksins farinn að
skjóta tilfinningalegum rótum á
Barði. Upp úr þessu fór ég að
skilja mikilvægi þessa yndislega
staðar fyrir andlega velferð mína.
Þar skiptu þögnin, friðurinn og
málleysingjarnir á jörðinni mestu
máli.
Upp af rótunum fór að spretta
einstaklingur sem áttaði sig á
þröngsýni borgarbarnsins. Komst
hann loks í fullan blóma þegar
heilablóðfallið dundi yfir Böðvar.
Síðan þá hefur girðingar- og við-
haldsvinnan á Barði gefið lífi mínu
nýjan tilgang. Borgarbarnið, sem
ætlaði að verða háskólakennari,
þráir í dag fátt heitar en að stunda
bústörf.
Sá draumur mun líklega aldrei
rætast en ég verð að alltaf þakk-
látur fyrir samvinnu okkar
tengdapabba sumarið örlagaríka
því undanfarin ár hef ég upp-
skorið ríkulega af fræjunum sem
þá var sáð. Hvíl í friði.
Á öngum stað eg uni
eins vel og þessum mér;
ískaldur Eiríksjökull
veit allt sem talað er hér.
(Jónas Hallgrímsson)
Steindór J. Erlingsson.
Böðvar afi minn var stór hluti af
lífi mínu og mun alltaf eiga stað í
hjarta mínu. Hann kenndi mér
margt, til dæmis mikilvægi þess
að vera glaður, gjafmildur, dug-
legur og vinna fyrir hlutunum.
Hann var heiðarlegur og bros-
mildur maður sem vissi einhvern
veginn alltaf hvað þurfti að gera
og var ekkert að láta verkin bíða.
Böðvar var fullur af ást og um-
hyggju og hans verður sárt
saknað.
Hér er stytt útgáfa ritgerðar
sem ég skrifaði um hann í grunn-
skóla, sem segir frá lífi hans í
stuttu máli.
Böðvar afi minn ólst upp í
torfbæ án rafmagns, einu ljósgjaf-
arnir á bænum voru kerti og luktir
eða sólin sem skein inn um
gluggana. Á bænum bjuggu for-
eldrar hans ásamt aldraðri og
blindri langömmu hans, maddömu
Sigríði Jónasdóttur. Þar voru
einnig vinnukonan Imba og
ömmubróðir hans sem hét Ófeigur
en hann dó á fæðingarári afa.
Seinna fæddust systurnar Sigríð-
ur og Ingibjörg.
Skólaganga afa var ekki löng.
Hann var rúmlega þrjú ár í skóla
eða frá því að hann var 10 ára
þangað til um 14 ára. Á unglings-
árunum hjálpaði afi við byggingu
steinhússins á Barði, en rafmagn-
ið kom ekki fyrr en Böðvar var
orðinn 21 árs og fyrsta sjónvarpið
þegar hann var 28 ára. Fyrsta
dráttarvélin kom á Barð þegar afi
var 14 ára og áttu þau hana með
næsta bæ. Afi var sá eini á bænum
sem keyrði dráttarvélina.
Þegar hann var 16 ára byrjaði
hann að syngja í kirkjukórnum í
Melstaðarkirkju sem er á næstu
jörð við Barð. Afi sinnti ýmsum fé-
lagsstörfum, var m.a. formaður
húsnefndar þegar félagsheimilið
Ásbyrgi á Laugarbakka var
byggt, einungis rúmlega tvítugur
að aldri.
Þegar afi var ungur datt stæða
af fóðurbætispokum á hann og
hann slasaðist á hnjám. Þá kynnt-
ist hann ömmu Evu sem var ung
hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu á
Hvammstanga. Amma er frá
Reykjavík. Amma var þá nýorðin
hjúkrunarkona en skortur var á
þeim á Hvammstanga. Þau hófu
búskap á Barði með kúabú og
eignuðust fjögur börn.
Afi var lengi formaður Veiði-
félags Miðfirðinga. Þrátt fyrir
stutta skólagöngu sá hann um
rekstur og bókhald félagsins öll
starfsárin, auk sölu veiðileyfa.
Sumir veiðimannanna sem komu í
ána voru útlendingar. Afi kunni
enga ensku en langaði mikið að
læra hana. Þegar útlendingarnir
töluðu við hann svaraði hann „all
right“ því að það var það eina sem
hann kunni að segja. Afi var líka
formaður Landssambands veiði-
félaga í 18 ár. Hann barðist mikið
gegn netaveiði á laxi við strendur
Íslands. Á sumrin var alltaf mikið
að gera hjá afa í Veiðifélaginu.
Þegar offramleiðsla var á mjólk
í landinu hætti afi með kýrnar en á
sama tíma var mjólkurkvótanum
skellt á svo ekki varð aftur snúið.
Eftir það bjó afi með hross og hóf
skógrækt. Þegar afi hætti hjá
veiðifélaginu starfaði hann sem
húsvörður í póstmiðstöðinni hjá
Íslandspósti. Ég var svo lánsamur
að fá að fylgjast með honum að
störfum þar, t.d. við grasslátt,
hreinsun á lóðinni, að laga sjálf-
sala og margt fleira.
Ófeigur Atli Steindórsson.
Mín fyrstu persónulegu kynni
af Böðvari á Barði voru líklega ár-
ið 1975, þó ég þekkti hann fyrr. Þá
var Böðvar orðinn formaður
Veiðifélags Miðfirðinga og félagið
tók upp þá nýbreytni að selja
sjálft veiðileyfi til veiðimanna.
Mér þótti þetta merkilegt og sagði
frá þessu í útvarpsþætti og ræddi
við Böðvar.
Þarna braut félagið blað undir
forustu Böðvars. Áður höfðu nær
allar stærstu laxveiðiár landsins
verið leigðar leigutökum. Mörgum
þótti þetta djörf ákvörðun, en hún
tókst vel og gilti þetta fyrir-
komulag í mörg ár og var Böðvar
framkvæmdastjóri Veiðifélags
Miðfirðinga með beint og milliliða-
laust samband við veiðimenn, fólk-
ið sem kom til að njóta náttúrunn-
ar og greiddi beint til landeigenda
gjald fyrir það.
Böðvar lét sér mjög annt um að
bæta aðgengi að veiðistöðum, lag-
færa veiðistaði og í hans for-
mannstíð stækkaði veiðisvæði
Miðfjarðarár til muna með laxa-
stiga í Kambsfossi. Þá skal nefnt
það áhugamál Böðvars að taka
fyrir lögbrot sem voru laxveiðar í
sjó, en þar hafa laxveiðar verið
bannaðar með lögum um áratuga
skeið. Líkti Böðvar því stundum
við að laxveiðar í sjó væru svipað
lögbrot og ef menn færu til heiða
og dræpu kindur sem þar gengju
sumarlangt. Bændur fóðruðu fé
heima vetrarlangt og kæmu lömb-
um á legg. Á sama hátt væri bú-
svæði laxa í ánum. Veiðifélögin
legðu oft í mikinn kostnað við að
bæta seiðabúskap, m.a. með því að
ala seiði. Í ánum ælust seiðin upp
þar til þau gengju til sjávar, færu
þangað á beit í afrétt líkt og sauð-
féð sem gengi á heiðarlöndum.
Við Böðvar áttum mikið og gott
samstarf að veiðimálum. Við vor-
um lengi formenn hvor í sínu
veiðifélaginu í Húnaþingi og í
nokkur ár sat ég með honum í
stjórn Landssambands veiði-
félaga. Böðvar var formaður
þeirra samtaka í 18 ár. Þá skal
nefnt samstarf okkar Böðvars í
stjórn Hólalax og áhuga okkar
beggja að efla starf Veiðimála-
stofnunar á Hólum í Hjaltadal. Ég
hef áður nefnt að húnvetnsku
veiðifélögin hafi átt mjög stóran
þátt í uppbyggingu á Hólum með
því að hlúa að þessum tveimur
sprotum í Hjaltadal, sem lögðu
grunn að endurreisn staðarins.
Þar átti Böðvar stóran þátt í mál-
um frá upphafi.
Í öllum störfum sínum lagði
Böðvar mikla áherslu á að vinna
fyrir félagsheildina. Það gekk allt-
af fyrir hans persónulega hagnaði
og ég hef vissu fyrir að mörg
handtök átti Böðvar í starfi sínu að
félagsmálum án þess að taka
nokkurt gjald fyrir. Hann var
maður sem vildi efla og bæta sam-
félagið og var trúr öllum störfum
sem hann var kallaður til.
„Hér koma saman þreyttir
menn,“ sagði Böðvar stundum við
mig á aðalfundum Landssam-
bands veiðifélaga, sem jafnan
voru haldnir snemma í júní, fyrir
veiðitíma en í lok voranna hjá
bændum. „Því þurfum við að hafa
gaman til að efla þessa menn í
starfi sínu fyrir veiðiréttareigend-
ur. Þeir hafa mikið og merkt verk
að vinna.“
Að leiðarlokum þakka ég Böðv-
ari fyrir mikið og gott starf fyrir
veiðiréttareigendur og veiðimenn
og votta aðstandendum hans
djúpa samúð um leið og ég þakka
þeim fyrir að veita Böðvari svig-
rúm til að sinna þessum mikil-
vægu málum meginhluta af hans
starfsævi.
Magnús frá Sveinsstöðum.
Látinn er Böðvar Sigvaldason á
Barði í Miðfirði. Með honum
hverfur af vettvangi einn af þeim
ötulu og merku forystumönnum
bænda sem settu svip sinn á fé-
lags- og framfaramál bændastétt-
arinnar um áratuga skeið.
Böðvars verður ekki síst minnst
fyrir forystuhlutverk að málefn-
um lax- og silungsveiða, bæði í
héraði og á landsvísu. Hann var
formaður Veiðifélags Miðfirðinga
um árabil, sat í stjórn Hólalax hf.
frá stofnun fyrirtækisins og var
formaður Landssambands veiði-
félaga frá árinu 1982 til 2000.
Hann var heiðursfélagi Lands-
sambandsins frá árinu 2001.
Böðvar var mikill áhugamaður
um öll framfaramál í landbúnaði,
ekki síst málefni lax- og silungs-
veiða. Þar var hann hinn sívökuli
baráttumaður fyrir framförum og
þróun mála á félagslegum grunni
og lagði á þeim vettvangi fram
ómælda vinnu sem á líðandi
stundu fór ekki alltaf mikið fyrir.
Samstaða og samheldni var hon-
um alltaf ofarlega í huga og að
leita lausna með það að leiðarljósi.
Oft komu þó upp ágreiningsefni
og stundum þannig að óvíst gat
verið um farsæla niðurstöðu, sem
yfirleitt tókst þó með lipurð og ár-
vekni.
Sem dæmi um nokkur erfið og
umfangsmikil álita- og deilumál
sem formaður og stjórn LV þurftu
að koma að og leysa í formannstíð
Böðvars má nefna laxveiði í sjó,
sjókvíaeldi, veiðieftirlit og hús-
næðismál Landssambandsins.
Með þrautseigju og jákvæðu hug-
arfari Böðvars fékkst ásættanleg
lausn flestra þessara mála.
Árið 2008 voru liðin 50 ár frá
stofnun Landssambands veiði-
félaga. Í tilefni þess var gefið út af-
mælisrit. Í viðtali blaðamanns við
Böðvar, sem birtist í ritinu, segir
hann aðspurður um þátttöku sína í
veiðimálum: „Hlutverk Lands-
sambands veiðifélaga er mjög
mikilsvert. Það felst meðal annars
í því að þjappa veiðifélögum sam-
an og fylgja eftir þeim málum sem
þau þurfa að koma í framkvæmd.
Mikilverðast er hlutverkið gagn-
vart löggjafanum. Mjög mikilvægt
er að veiðiréttareigendur komi
fram sem ein heild og sátt ríki um
hvernig menn varðveita þessi
verðmæti. Það er mikið og stórt
svið sem starfsemi Landssam-
bands veiðifélaga spannar. Fram-
tíðin er afar spennandi og mörg
verkefni framundan, en góðir
hlutir gerast hægt.“
Segja má að með þessum orð-
um Böðvars endurspeglist hans
jákvæða og félagslega viðhorf til
sameiginlegra hagsmunamála
veiðirétthafa.
Landssamband veiðifélaga
minnist með þakklæti óeigin-
gjarnra starfa Böðvars að málefn-
um lax- og silungsveiða. Aðstand-
endum hans eru færðar
samúðarkveðjur.
Jón Helgi Björnsson,
formaður Landssambands
veiðifélaga.
Böðvar á Barði, eins og hann
var oftast kallaður, er látinn eftir
langa sjúkdómslegu. Sem veiði-
málastjóri hafði ég mikil og
ánægjuleg samskipti við hann
þegar hann starfaði sem formaður
Landssambands veiðifélaga um 18
ára skeið á árunum 1982-2000.
Böðvar var í fararbroddi veiðirétt-
areigenda þegar nefnd um fiskeld-
ismál skilaði árið 1988 tímamóta
vinnureglum um notkun á erlend-
um laxastofnum í laxeldi til land-
búnaðarráðherra, sem áttu að
verða grunnur að reglugerðum
um laxeldi, og Böðvar átti stóran
þátt í því hve vel tókst til. Hann
var einnig mikill áhugamaður um
að efla eftirlit með ólöglegum lax-
veiðum í sjó og starfaði með mér,
sem formaður LV, í stefnumótun-
arnefnd um veiðieftirlit ásamt
fulltrúum Landhelgisgæslu og
stangaveiðimanna.
Böðvar var formaður LV á tím-
um mikilla umbyltinga í veiðimál-
um og stýrði hagsmunagæslu
veiðiréttareigenda af festu og ör-
yggi.
Böðvar var einstaklega dugleg-
ur og fylginn sér í öllu því sem
hann tók sér fyrir hendur en var
einnig jákvæður, réttsýnn og heið-
arlegur. Sem formaður í Veiði-
félagi Miðfirðinga um áratuga
skeið vann hann ötullega að því að
bæta skráningu á laxi í veiðibækur
og stóð fyrir byggingu á laxastiga
í Kambsfossi í Austurá, sem hefur
átt stóran þátt í að efla Mið-
fjarðará sem eina bestu laxveiðiá
landsins.
Ég sendi Evu og börnum þeirra
Böðvars innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning
Böðvars Sigvaldasonar.
Árni Ísaksson.
Böðvar
Sigvaldason