Morgunblaðið - 05.01.2018, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
✝ Reynir Hall-dórsson fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 10. janúar
1926. Hann lést á
Silfurtúni, dvalar-
heimili aldraðra, í
Búðardal 26.
desember 2017.
Reynir var sonur
Ingibjargar Maríu
Björnsdóttur frá
Hólum í Reykhóla-
sveit, f. 10.3. 1897, d. 28.5. 1955,
og Halldórs Loftssonar, f. 12.1.
1894 á Gríshóli, d. 1.2. 1947,
þau skildu. Systkini Reynis voru
Garðar, bóndi á nýbýlinu Hrís-
hóli II, síðar skrifstofumaður á
Akranesi, f. 8. 9. 1924, d. 20.10.
2017, og Magnea Guðrún, hús-
móðir og bóndi á Skorrastað í
Norðfirði, f. 22.8. 1928, d. 18.6.
2011.
Reynir giftist 10. mars 1963
Giselu Halldórsdóttur, f. 3. apríl
1934, d. 17. september 2008.
Foreldrar hennar voru Rein-
hard Framme, f. 24. ágúst 1902,
1992, og Guðrún María, f. 1.
nóvember 1994.
Þegar Reynir var á öðru ári
flutti móðir hans með þá bræð-
ur frá Vestmannaeyjum að
Hríshóli, þar sem bróðir hennar
bjó, og gerðist ráðskona hjá
honum. Þar fæddist systir hans
og ólust þau systkinin upp þar,
utan einn vetur er þau dvöldu
með móður sinni á Eyri við
Mjóafjörð, hjá öðrum móður-
bróður sínum. Á Hríshóli ól
Reynir manninn alla tíð þar til
hann flutti í Búðardal árið 2001.
Vann hann að búi móðurbróður
síns allt þar til þau hjónin
keyptu jörðina 1962. Eftir að
bróðir hans hætti búskap á
Hríshóli II 1968 keyptu þau
jörðina og sameinuðu í eina að
nýju. Árið 1990 seldu þau jörð-
ina og búreksturinn Þráni
Hjálmarssyni og Málfríði Vil-
bergsdóttur en bjuggu áfram í
íbúðarhúsinu og vann Reynir
við búrekstur nýrra eigenda allt
þar til þau hjónin fluttu í Búðar-
dal 2001. Með búskapnum sinnti
Reynir íhlaupavinnu s.s. við
sauðfjárslátrun og viðhald hluta
mæðiveikigirðingar úr Beru-
firði í Steingrímsfjörð.
Reynir verður jarðsunginn
frá Reykhólakirkju í dag, 5.
janúar 2018, klukkan 13.
d. 25. október 1977,
og Wanda Framme,
f. 19. desember
1910, d. 5. septem-
ber 2004.
Börn Giselu og
Reynis eru: 1) Rein-
hard, f. 6. maí
1960, kvæntur
Maríu Kristjáns-
dóttur, f. 3. október
1955. Börn þeirra
eru Reynir Ingi, f.
31. ágúst 1989. Unnusta Sirilin
Keskla, f. 20. janúar 1984. Haf-
þór, f. 25. maí 1992. Unnusta
Chanee Thianthong, f. 30. októ-
ber 1992. Fóstursonur Rein-
hards, sonur Maríu, er Har-
aldur, f. 2. apríl 1979. Kona
hans er Berglind Júlíusdóttir, f.
4. mars 1980. Börn þeirra eru
Hrefna María, f. 28. október
2004, Kolbeinn Óli, f. 4. júní
2007, og Tómas Ingi, f. 1. júlí
2015. 2) Ingibjörg, f. 8. maí
1963, giftist Þorsteini Ein-
arssyni, en þau skildu. Börn
þeirra eru Einar, f. 1. mars
Elsku afi minn.
Ég er svo virkilega þakklát
fyrir allan þann tíma sem ég
hafði með þér. Með því að ná
nærri 92 ára aldri hafðir þú tök á
að vera í lífi mínu, yngsta barna-
barnsins þíns, í 23 ár. Ég tel mig
mjög heppna með það.
Ég er stolt af því að vera
barnabarn þitt og ömmu.
Heiðarleiki og vinnusemi lýsir
ykkur báðum svo vel og er ég
stolt af því að geta sagt að ég
hafi tileinkað mér þá eiginleika,
sem og fleiri, frá ykkur og for-
eldrum mínum. Þið voruð bæði
fyrirmyndarfólk og voruð vel lið-
in af öllum. Ég tók sérstaklega
eftir því þína síðustu daga,
hvernig allt starfsfólk, gestir og
læknirinn þinn töluðu við og um
þig, og hvað þeim öllum fannst
sárt að sjá þig svona veikan og
þjáðan. Þeim þótti vænt um þig
og það sást langar leiðir. Það var
svo sem ekki erfitt að líka vel við
þig, þú vildir öllum vel, vildir
aldrei láta hafa fyrir þér, varst
skemmtilegur, ljúfur og algjört
gull af manni.
Að fá að alast upp að hluta til í
sveitinni hjá ykkur færði mér
minningar, reynslu og ævintýri
sem ég mun varðveita alla tíð. Þó
þú hafir lifað góðu lífi í rétt tæp
92 ár, þá var aldrei að fara að
vera auðvelt að kveðja þig. En
það huggar mig að vita að nú
ertu á betri stað og ert loksins
sameinaður ömmu. Falleg er
ímyndin um þig og ömmu saman
á ný.
Ég var búin að segja þér það
á jóladag og vil bara ítreka það,
að ég bið að heilsa ömmu og þú
mátt endilega knúsa og kyssa
hana frá mér.
Í lokin langar mig innilega að
þakka öllu starfsfólki Silfurtúns,
Þórði og Þórunni fyrir góða
umönnun, kærleik og vináttu
sem þið öll sýnduð afa mínum.
Þín afastelpa,
Guðrún María.
Reynir frændi var á 92. ald-
ursári þegar hann kvaddi á ann-
an dag jóla á dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Silfurtúni í
Búðardal. Hann var þó alltaf
Reynir á Hríshóli í huga mínum,
þar hafði hann alist upp og unnið
sitt lífsstarf. Líklega er ein
fyrsta minning mín um Reyni 70
ára gömul. Við bræður komum
þá eitt sinn sem oftar að Hríshóli
með foreldrum okkar. Hann vildi
gera okkur eitthvað gott, átti
eina stóra karamellu, sótti búr-
hnífinn og skipti góðgætinu af
réttsýni í tvo jafna bita. Þannig
var Reynir.
Hann var einn af þeim mönn-
um sem eru sístritandi og hafði
vanist mikilli vinnu allt frá barn-
æsku. Ræktuð tún voru ekki stór
og var t.d. heyjað í Hríshóls-
fjallinu og allt að 20 hestburðir
af útheyi fluttir heim á dag.
Lengi framan af vann hann hjá
Birni Ágústi móðurbróður sínum
sem átti jörðina. En straumhvörf
urðu þegar Gisela kom inn í líf
Reynis, dugnaðarkona og ekki
alls óvön sveitastörfum, en hún
kom líka með brot af heims-
menningunni með sér. Ekki er
að orðlengja að þau Reynir
felldu hugi saman, giftu sig og
eignuðust tvö myndarbörn. Hún
lærði íslensku og fór smám sam-
an að láta til sín taka um hags-
munamál bænda, almenn fé-
lagsmál og íslenska pólitík. Á
fyrstu árum Reynis og Giselu á
Hríshóli keyptu þau jörðina af
Birni sem þá hafði reist þar gott
íbúðarhús. Síðan var plægt og
herfað, sáð og ræktað af elju og
metnaði. Bústofninn stækkaði
smám saman og útihús voru
byggð upp af stórhug. Allt bú-
skaparlag bar vott um áhuga og
ekki síður alúð og snyrti-
mennsku svo að af bar. Ef til vill
leið Reyni stundum eins og lýst
er í litlu ljóði Guðmundar Inga
Kristjánssonar, Sólstafir:
Sólstafir glitra um sumardag.
Sælt er á grund og tindi.
Algróið tún og unnið flag
ilmar í sunnanvindi.
Kveður sig sjálft í ljóð og lag
landsins og starfans yndi.
En þessar tilfinningar hefði
hann aldrei orðað, um slíkt
ræddi hann ekki.
Hjónin á Hríshóli héldu áfram
að byggja upp og bæta jörðina í
hartnær þrjá áratugi en ákváðu
þá að selja. Ekki hverjum sem
var, heldur fólki sem þau treystu
til að halda áfram á sömu braut.
Þarna tókust einstæðir samning-
ar, þau bjuggu áfram í húsinu í
10 ár og sinnti Reynir jafnframt
bústörfum fyrir nýja eigendur
eftir þörfum. Loks var þó komið
að því að flytjast burt úr Reyk-
hólasveitinni þar sem hann hafði
slitið barnsskónum og átt heima
alla tíð.
Ekki var farið lengra en í
Búðardal og þar áttu þau nokkur
ágæt ár saman. En enginn veit
sína ævina, Gisela missti heils-
una og lést 2008.
Það var alltaf gott að koma til
Reynis og Giselu. Yfir kaffibolla
sagði Reynir frá fólki og atburð-
um í nágrenninu og ýmis rétt-
lætismál voru rædd í þaula.
Hann var greiðvikinn og bar um-
hyggju fyrir öðrum, taldi t.d.
ekki eftir sér að skjótast út í búð
fyrir aldraða nágranna sína í
Silfurtúni. Undir lokin hafði
hann líka nokkrar áhyggjur af
því að enginn mokaði nú snjó af
gangstígnum upp að húsinu, en
það hafði hann gert um árabil á
níræðisaldri, enda lengst af verið
nokkuð vel á sig kominn.
Við Hrafnhildur sendum inni-
legar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar.
Brynjúlfur Sæmundsson.
Í dag kveð ég elsku besta
frænda minn og föðurbróður,
Reyni frá Hríshóli, sem kvaddi
okkur annan í jólum, aðeins
rúmum tveim mánuðum á eftir
Garðari bróður sínum. Efst í
huga er mér þakklæti fyrir
ógleymanlegar samverustundir
gegnum allt mitt líf, þakklæti
fyrir móttökurnar sem ég og
fjölskylda mín fengum alla tíð
meðan þau hjónin bjuggu á Hrís-
hóli og eftir að þau fluttu, alltaf
vorum við velkomin. Reynir var
mikið snyrtimenni svo eftir var
tekið, langt út fyrir sveitina,
hvort sem var túngirðingar, úti-
hús eða annað, allt skyldi vera
vel frágengið og hreint.
Blessuð sé minning hans og
megi hann hvíla í friði.
Innilegar samúðarkveðjur til
Reinhards, Ingu og fjölskyldna
þeirra.
Alda Garðarsdóttir
og fjölskylda.
Á árum áður þegar við Djúp-
menn áttum leið suður á bóginn
yfir Þorskafjarðarheiði, framhjá
Bjarkarlundi og Reykhólavega-
mótum, blasti næst við augum,
ofan vegar, bærinn Hríshóll,
mjög vel hýstur með víðáttumikil
tún í góðri rækt og þráðbeinar
gallalausar girðingar.
Á þessum bæ var snyrti-
mennska augljóslega í hávegum
höfð. Þar bjuggu, vissi ég, Reyn-
ir og Gisela, þýskættuð skör-
ungskona sem í tvo áratugi var
allsráðandi á skrifstofu Kaup-
félags Króksfjarðar, en við
Skjaldfannarbændur vorum um
skeið í sláturfjárviðskiptum þar.
Betra var að hafa Giselu með sér
en móti, enda kappkostaði ég
það. Börn áttu þau tvö, óvenju
mannvænleg, Reinhard og Ingi-
björgu.
Svo líða árin og þau mjög
mörg, þjóðleið Djúpmanna lá
ekki lengur framhjá Hríshóli og
þar orðin ábúendaskipti, Reynir
og Gisela flutt suður í Búðardal.
Þá kemur það næst við þessa
sögu að á sumardaginn fyrsta
2016 lítur hér inn hjá mér ásamt
nágrönnum Ingibjörg Reynis-
dóttir og líst svo vel á bústofninn
að hún gefur kost á sér sem
lambaljósa á komandi sauðburði.
Það var heldur betur fagnaðar-
efni og dró þann dilk á eftir sér
að síðan hefur hún verið mín bú-
skaparlega hægri hönd þegar
mikils hefur þurft við. Inga sagði
mér margt af föður sínum og
persónuleg kynni okkar Reynis
jukust að sama skapi. Gisela dó
síðsumars 2008, en Reynir bjó
áfram í parhúsi þeirra í Búð-
ardal.
Á vesturleið um miðjan ágúst
tók hann á móti mér á dyrahell-
unni sinni, ótrúlega unglegur og
teinréttur, þrátt fyrir rúma níu
áratugi á herðunum. Sest var við
eldhúsborðið yfir mjólkurglasi
og jólaköku. Ég sagði frá, en
húsráðandi, sem ekki var marg-
máll maður, en því betri hlust-
andi, skaut að orði og orði. Eld-
húsglugginn vissi í norðvestur í
átt til Reykhólasveitar og þang-
að renndi Reynir augum er talið
barst stuttlega að búskapnum á
Hríshóli. Nær okkur blöstu við
slegnar túnskákir með rúllum og
gamli bóndinn lét þess getið að
þeir sem þar heyjuðu hefðu al-
veg mátt slá nær girðingum og
skurðbökkum og illt væri að sjá
vindinn vefja plastinu aftur utan
af heyinu.
Það hafði talast svo til að ég
tæki með mér heim girðingar-
staura sem Reynir hafði verið að
vinna úr tilfallandi úrgangs-
timbri. Staurahornið hans var
einstakt dæmi um þá vandvirkni,
snyrtimennsku og hagar hendur
sem erfst höfðu svo vel til Ingu
dóttur hans. Allt nákvæmlega
flokkað eftir lengdum og gild-
leika og renglur milli stauralaga,
svo allt héldist þurrt og tvívír-
bundið yfir stæðurnar. Hver
staur framhöggvinn með svo
flugbeittri skaröxi að líkja mátti
við velyddaðan blýant.
Er haustaði fór heilsu Reynis
ört hrakandi og nú er hann horf-
inn yfir móðuna miklu. En hann
er mér áfram lýsandi dæmi um
þá aðgætni, elju, nýtni og nægju-
semi, sem var svo ríkur og raun-
ar nauðsynlegur þáttur í fari
þeirrar kynslóðar sem nú er að
hverfa af sjónarsviðinu. Blessuð
sé minning þessa mæta manns.
Ég sendi ástvinum einlægar
samúðarkveðjur.
Indriði Aðalsteinsson.
Það varð stutt á milli andláts
þeirra bræðra Garðars og Reyn-
is, sem áður fyrr bjuggu saman í
tvíbýli á Hríshóli í Reykhóla-
sveit. Garðar flutti suður og eftir
það bjuggu Reynir og Gisela
kona hans myndarbúi á Hríshóli
í mörg ár. Ég minnist þess að
meðan ég bjó í Hnífsdal og átti
leið akandi um Reykhólasveitina
vakti það alltaf athygli mína hve
snyrtilegt var heim að líta að
Hríshóli. Og eitt sinn er ég var á
ferð með fjölskylduna á leið um
landið sumarið 1964 hafði mjólk-
in klárast á leiðinni. Það var ekki
ásættanlegt að vera mjólkurlaus
með þrjú smábörn í bílnum. Þá
var mjólk seld í mjólkurbúð
Kaupfélagsins á Ísafirði og
mæld á brúsa, sem fólk kom
með. Í Hnífsdal var mjólkin
einnig seld með sama hætti í
útibúi Kaupfélagsins, eða komið
með mjólk í brúsum frá sveita-
heimilum, sem dreift var heim til
fólks. Ég var auðvitað með einn
slíkan brúsa í bílnum. Og rétt
komin af Þorskafjarðarheiðinni
lá beint við að fara heim að Hrís-
hóli til að kaupa mjólk í brúsann.
Það var auðsótt mál, en þá var
ekki verið að spá í það hvort
mjólkin væri gerilsneydd eins og
síðar varð. Enda varð okkur gott
af mjólkinni frá Hríshóli. Eftir
að ég flutti í Reykhólasveitina
1996 kynntist ég þeim hjónum,
Reyni og Giselu, betur og ekki
nema að öllu góðu. Það var
skemmtilegt að spjalla við
Reyni, sem þekkti alla og fylgd-
ist vel með öllu sem gerðist í
sveitinni. Hann var alltaf til í að
gefa góð ráð og upplýsingar um
sveitina. Þau hættu síðan búskap
þegar árin færðust yfir og seldu
jörðina en bjuggu áfram í húsinu
á Hríshóli allmörg ár eftir það.
Ég held að Reynir hafi samt allt-
af haldið áfram að hafa auga
með búskapnum hjá nýju eig-
endunum og þeim hafi ekki þótt
það neitt verra að njóta aðstoðar
hans. Þau hjónin fluttu sig svo
seinna í íbúð fyrir aldraða í Búð-
ardal og þar tóku þau virkan
þátt í starfi í Félagi eldri borg-
ara og Gisela var þar formaður
um tíma. Reynir fann sér eitt og
annað til dundurs, ekki síst í að
snyrta og fegra umhverfið. Eftir
að Gisela lést fyrir nokkrum ár-
um hélt Reynir áfram sjálfstæðri
búsetu, en sótti þó ýmsa þjón-
ustu í Dvalarheimilið Silfurtún í
Búðardal. Síðustu vikurnar var
hann þar alveg til heimilis. Syst-
ir mín Þrúður segir hann hafa
verið góðan nágranna, hjálpfús-
an og vinsamlegan. Hann leit oft
eftir húsi þeirra hjóna á Sunnu-
brautinni ef þau voru fjarver-
andi. Síðast hitti ég Reyni um
miðjan nóvember sl. þegar Félag
eldri borgara var með samkomu
og kórsöng í Hjúkrunarheimilinu
Barmahlíð á Reykhólum. Hann
var glaðlegur eins og alltaf, en
þó greinilega ekki jafn hress og
áður. Á þeim tíma var hann kom-
inn með þann sjúkdóm sem sigr-
aði hann að lokum. Ég þakka
honum skemmtilegar samveru-
stundir og vináttu í gegnum árin.
Það er alltaf sjónarsviptir að
mönnum eins og honum, sem
yrkja jörðina af natni og ganga
vel um allt sem þeim er trúað
fyrir. Guð blessi minningu Reyn-
is og Giselu frá Hríshóli.
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir.
Með örfáum orðum langar
okkur til að minnast Reynis frá
Hríshóli.
Árið 1991 urðu þáttaskil í lífi
okkar þegar Reynir og eigin-
kona hans Gisela seldu okkur
jörðina sína, Hríshól í Reykhóla-
hreppi. Í tíu ár áttum við mjög
gott samstarf við búskap á jörð-
inni.
Þarna kynntumst við gæða-
manni sem var heiðarlegur, með
eindæmum vinnusamur, traust-
ur, athugull, nægjusamur, fór vel
með allt sem hann handlék,
skapgóður og góður vinnufélagi.
Léttur á fæti smalaði hann á
stígvélum sínum fótgangandi
upp um fjöll og dali eins og ekk-
ert væri alla okkar samstarfstíð.
Bóndi af lífi og sál.
Mikið fannst okkur og finnst
gott að sjá að Reyni leið vel á
Dvalarheimilinu Silfurtúni í
Búðardal, ánægður með allt.
Ómetanlegt er að sjá þá sem
manni þykir vænt um búa við
góðar aðstæður.
Nú þegar Reynir hefur kvatt
þessa jarðvist eftir erfiða síðustu
mánuði viljum við votta honum
þakklæti okkar og virðingu.
Góðar kveðjur í Sumarlandið,
far þú í friði, kæri Reynir.
Málfríður og Þráinn,
Hríshóli.
Reynir
Halldórsson
Þegar Tómas
Helgason settist fyr-
ir framan lækna-
nemahópinn í mín-
um árgangi í fyrsta tímanum í
geðlæknisfræði árið 1964, spurði
hann: „Hvað er sál?“ Menn brutu
heilann um þessa ögrandi spurn-
ingu, en heldur varð fátt um svör.
Spurningin var dæmigerð fyrir at-
gervi Tómasar sem afbragðs
Tómas Helgason
✝ Tómas Helga-son fæddist 14.
febrúar 1927. Hann
lést 3. desember
2017.
Útför Tómasar
fór fram 27. desem-
ber 2017.
kennara, vísinda-
manns og læknis.
Fas hans
heillandi. Hann var
vingjarnlegur og
uppörvandi. Þegar
ég löngu síðar var
kominn á kaf í öldr-
unarlækningar varð
ég þess var að Tóm-
as kunni vel að meta
þessa nýju sérgrein
og kallaði til sam-
ráðs við að meta aldraða sjúklinga
á Kleppi.
En á þeim tíma mættu aldraðir
yfirleitt miklu tómlæti á legudeild-
um. Gjarnan var litið svo á að þeir
tepptu rúm og væru á ábyrgð ann-
arra.
Ég komst líka að því að hin
myndarlegu háhýsi Öryrkja-
bandalagsins að Hátúni voru reist
fyrir atbeina SÍBS og ÖBÍ en þar
fóru fremstir í flokki; Oddur
Ólafsson, Tómas Helgason og Páll
Sigurðsson læknar.
Ríkisspítalar gerðu langtíma-
leigusamning um legudeildir fyrir
geðveika og aldraða í Hátúninu.
Það hjálpaði við að fjármagna
bygginguna. Þar starfaði líka
fyrsta öldrunarlækningadeildin.
Þetta kostaði átök og vinnu,
sem Tómas var óspar á. Hann var
aðalhvatamaður þess, að reist yrði
geðdeild á Landspítalalóð.
Það gekk eftir, en kostaði enn
meiri átök. Starfsemin þar hefur
verið til fyrirmyndar en nú er
þessi bygging komin á tíma eins
og fleiri byggingar á lóðinni.
Faraldsfræði var Tómasi mikið
hjartans mál og einnig viðfang
öldrunar. Hann leiðbeindi snjöll-
um unglækni, Hallgrími Magnús-
syni, gegnum doktorsvinnu um
geðheilsu aldraðra á Íslandi. Rit-
gerðin var varin í hátíðarsal H.Í.
og varð síðar undirstaða til sér-
fræðiviðurkenningar í öldrunar-
geðlæknisfræði, þeirri fyrstu á Ís-
landi.
Tómas lét menntun lækna mik-
ið til sín taka. Hann galt varhug
við að aðeins einn spítali væri
starfræktur á höfuðborgarsvæð-
inu en það gæti svo auðveldlega
leitt til faglegrar stöðnunar í
læknisfræðilegum greinum. Á
sömu forsendum fagnaði hann
starfi geðdeildar, sem starfrækt
var á Borgarspítala.
Það eru forréttindi að hafa
kynnst Tómasi Helgasyni sem
kveður nú eftir afar farsæla
starfsævi. Guð blessi hann alla tíð.
Ársæll Jónsson.
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson