Morgunblaðið - 05.01.2018, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
✝ Kaj Anton Lar-sen fæddist 28.
febrúar 1946 í
Hjörring í Dan-
mörku. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 18. desem-
ber 2017.
Foreldrar hans
voru Edvard Lar-
sen, f. 1907, d. 1987,
og Caroline Larsen,
f. 1908, d. 1985.
Systkini Kaj voru níu og eru öll
látin nema yngsti bróðirinn.
Kaj var giftur Þóru Haralds-
dóttur, sem lést 28. febrúar
2015. Börn Kaj og Þóru eru: 1)
Lilja Caroline Larsen, f. 1966,
maki Sigurður Ingi Einarsson,
f. 1964. Dætur þeirra eru a)
Þóra Margrét, f. 1988, maki
unnusta hans er Sara Dögg Hel-
enardóttir, f. 1992, og eiga þau
dæturnar Leu, f. 2015, og Líf, f.
2017, b) Kaj Anton, f. 1992, unn-
usta hans er Andrea Caroline
Snorradóttir, f. 1998, dætur
hans eru Jasmin Lára, f. 2010,
og Viktoría Kristel, f. 2014, c)
Lúkas Breki, f. 1998, unnusta
hans er Ingigerður Anna Berg-
vinsdóttir, f. 1999, þeirra dóttir
er Anna Þóra f. 2017, d) Gabrí-
ela Mjöll, f. 2001, e) Valey Ýr, f.
1991, dóttir hennar er Anika
Bríet, f. 2010. 4) Tanja Aðal-
heiður Larsen, f. 1978, maki
Leifur Guðjón Sigmundsson, f.
1978, börn þeirra eru Alexía
Rós, f. 1998, Leon Andri, f.
2004, Isabel Antonía, f. 2015, og
Patrik Þór, f. 2005.
Kaj starfaði sem múrari alla
tíð.
Útför hans fer fram frá Fella-
og Hólakirkju í dag, 5. janúar
2018, klukkan 13.
Davíð Örn Guð-
mundsson, f. 1987,
og eiga þau soninn
Aron Inga, f. 2012.
b) Sonja Caroline,
f. 1994. 2) Finnur
Heimir Larsen, f.
1970, maki Anna
María Björns-
dóttir, f. 1970.
Dætur þeirra eru
a) Lena Valdís, f.
1988, barnsfaðir
Gísli Örn Gíslason, f. 1988, og
eiga þau synina Finn Högna, f.
2008, Gabríel Grétar, f. 2011, og
Fannar Frosta, f. 2014. b) Vikt-
oría Rannveig, f. 1993, c) Karen
Birna, f. 2002. 3) Anna Kristine
Larsen, f. 1972, maki Valgeir
Sveinsson, f. 1972. Börn þeirra
eru a) Edvard Aron, f. 1991,
Hvernig stóð á því
að loginn slokknaði svo fljótt
og kólguský dró fyrir sól?
Stórt er spurt, en svarafátt
stundum virðist allt
svo kalt og grátt.
Þá er gott að ylja sér
við minninganna glóð,
lofa allt sem ljúfast var,
meðan á því stóð.
En það er ótrúlegt
hver vindur getur snúist alveg
ofurskjótt.
Og svo er hljótt.
Allt sem var og allt sem er
eftirleiðis annar heimur hér.
Það er sagt að tíminn muni græða
hjartasár
en sársaukinn þó hverfur tæpast alveg
næstu ár.
Því fær enginn breytt
sem orðið er.
Og öll við verðum yfirleitt
að taka því
sem að ber að höndum hér.
Sama lögmálið hjá mér og þér,
en það er gott að ylja sér
við minninganna glóð
lofa allt sem ljúfast var
meðan á því stóð.
Ó, þau sakna þín.
En þau þakka fyrir það
að hafa þó fengið að
eiga með þér þetta líf.
(Stefán Hilmarsson)
Ástarkveðjur,
börnin þín
Lilja, Finnur,
Anna og Tanja.
„Og þannig fór um sjóferð þá.“
Þetta sagði pabbi við mig
tveimur dögum eftir að mamma
var jörðuð þar sem við stóðum tvö
yfir leiðinu hennar.
Hún var hrifsuð í burtu frá
okkur á besta aldri á mjög stutt-
um tíma. Á þessari stundu áttaði
ég mig á því að nú værum ég og
systkini mín orðin klettarnir hans
pabba en ekki öfugt.
Lífið er hverfult í allri sinni
mynd og enginn veit hvað
morgundagurinn ber í skauti sér.
Og talað er um að maður fái
ekki meira erfiði en maður ráði
við, en hver ætli ákveði það?
Pabbi var þessi hrjúfa týpa
með danska húmorinn sinn, með
eindæmum stríðinn og hrekkj-
óttur. Vatnsgusur, þokulúðrar og
bundnar tásur með spotta við
rúmgaflinn voru dæmi um að-
ferðir til að vekja mann í skólann
á morgnana. Honum fannst
reyndar ekkert sérstaklega fynd-
ið ef honum var strítt á móti, það
var aldrei eins sniðugt að hans
mati.
Pabba fannst mjög gaman að
ferðast um Ísland og þekkti
hvern krók og kima af landinu
sennilega betur en nokkur Ís-
lendingur. Hann hafði mikið dá-
læti á Íslandi en kannski ekki
eins mikið á Íslendingum enda
mjög stoltur Dani hér á ferð.
Hann var vinnusamur og vand-
virkur í öllu sem hann tók sér fyr-
ir hendur, enda ófá hlöðnu múr-
steinshúsin eftir hann úti um allt
land.
Hann var líka mikill matmaður
og ef maður sló á þráðinn til að
heyra í gamla fóru samtölin iðu-
lega að snúast um hvað hann
hefði eldað sér, hvað hann ætlaði
að fara að elda sér, hvaða álegg
hann hefði keypt í búðinni og ofan
á hvaða brauð hann ætlaði að
setja það.
Hann var ríkur af barna-
börnum og barnabarnabörnum
þannig að hópurinn hans er orð-
inn ansi stór.
Og ekki má nú gleyma hund-
unum hans tveimur, fyrst Sambó
og svo Rambó núna seinni árin
sem fylgdi pabba síðustu sporin.
Það sem hann elskaði þessa
hunda.
Síðastliðin þrjú ár áttum við
pabbi mikinn og góðan tíma sam-
an, fórum i margar sumarbú-
staðarferðir, til Danmerkur og
margt og mikið brallað saman.
Og mikið borðað af góðum mat,
sem honum fannst nú ekki slæmt.
Og alltaf var einhverju gaukað að
litla sólargeislanum hans einsog
hann kallaði mína yngstu þegar
hann kom til okkar eða við til
hans. Einu sinni var það kók-
kippa og þrír snakkpokar. Sú
yngsta alsæl að sjálfsögðu.
Elsku pabbi, ég gæti skrifað
endalaust minningar um þig og
öll uppátækin þín en það ætla ég
að geyma með sjálfri mér.
Ég á ekki til nein orð til að lýsa
því hvað ég sakna þín sárt en það
er huggun harmi gegn að nú ertu
kominn í góðar hendur þar sem
þér líður vel.
„Lukkan er einsog lítill fugl sem flýgur
og kemur til baka,
gefðu að hann eigi hjá þér alltaf skjól
og hann verður hjá þér alla daga.“
(ók. höf.)
Elsku besti pabbi minn,
þangað til næst.
Kysstu mömmu frá mér.
Þín
Tanja.
Elsku afi, það sem ég mun
sakna þín. Þú hefur alltaf og
munt alltaf eiga stóran hlut í
hjarta mínu. Sambandið okkar á
milli hefur alla tíð verið að mínu
mati einstakt og ég mun í fram-
tíðinni ylja mér við ótal margar
minningar, sem flestar eru skop-
legar og skemmtilegar. Húmor,
hlátur og stríðni er það sem kem-
ur fyrst upp í hugann þegar ég
hugsa til baka. Ég mun aldrei
gleyma grímunum sem þú áttir,
fíflalátunum í þér þegar Thelma
vinkona kom í fyrsta skipti með
mér til ykkar ömmu eða uppá-
tækjum þínum við matarborðið,
svo fátt eitt sé nefnt. Ég minnist
líka sumarvinnunnar sem hand-
langari hjá þér, þegar þú sóttir
mig á hverjum morgni á Bronco
og ég svaf alltaf á leiðinni austur.
Sú samvera okkar var auðvitað
ekki laus við afastríðnina, ég man
sérstaklega eftir því þegar þú
smakkaðir hjá mér heita matinn
sem ég keypti eitt hádegið og
sagðir að kalkúnninn væri kan-
ína, án þess að blikna, og hjartað í
mér stoppaði þar til þú gafst þig
og skelltir upp úr. Ég get með
sanni sagt að þú kenndir mér
heilmargt og hafðir alltaf óbilandi
trú á mér. Margar fleiri minning-
ar leita á hugann á þessum tím-
um. Sveitaferðirnar til Markúsar,
þar sem þú meðal annars vaktir
Thelmu „með músagangi“. Dan-
mörk 1993, fyrsta utanlandsferð-
in mín og okkar skrautlegu sam-
skipti þar. Ég á fáar minningar
án einhverra uppátækja af þinni
hálfu, sem alltaf hefur verið hægt
að rifja hlæjandi upp. Samveru-
stundirnar okkar í Austurbergi,
betri nágranna hefði ég ekki get-
að hugsað mér. Svo auðvitað okk-
ar sameiginlegi hundaáhugi og
Sambó og Rambó sem voru alltaf
„okkar“. Annað sem einkennir
minningarnar eru hlýja og um-
hyggja. Þú varst svo ljúfur og
góður við þá sem þurftu á því að
halda, bæði menn og dýr. Sam-
band þitt við Aron Inga var einn-
ig svo dýrmætt, þið voruð svo
miklir mátar og þú í miklu uppá-
haldi hjá honum. Þriðjudags-
kvöldin hjá afa Kaj og Rambó
voru alltaf tilhlökkunarefni hjá
litla langafastráknum þínum. Þú
varst alveg einstakur afi og
langafi. Heimsóknirnar þínar í
Súluhóla á mínum fyrstu árum til
þess eins að leika við mig, krjúp-
andi á gólfinu í herberginu mínu,
voru ómetanlegar og ég er þakk-
lát fyrir að hafa verið svona hepp-
in með afa.
Ég veit að nú ertu kominn á
betri stað og ég efast ekki um
fagnaðarfundina sem hafa orðið
þegar þið amma Þóra hittust
loksins aftur. Ég sé fyrir mér að
þið hafið það gott saman með
Sambó og Rambó og fleirum hin-
um megin. Ég og mínir munum
sakna þín og ávallt minnast þín.
Sjáumst seinna. Farvel.
Þín elsku
Þóra (yngri).
Elsku afi og langafi, elskum
þig eins og himinninn er stór og
söknum þín svo mikið. Knúsaðu
ömmu Þóru frá okkur öllum.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Ástarkveðjur.
Þín barnabörn og barnabarna-
börn,
Lena, Edvard, Kaj, Viktoría,
Sonja, Lúkas, Alexía, Gabrí-
ela, Karen, Leon, Isabel,
Finnur, Jasmin, Gabríel,
Aron, Fannar, Viktoría, Lea,
Liv og Anna Þóra.
Í dag er til moldar borinn
mágur minn, Kaj Anton Larsen
múrari.
Kaj fæddist í Hjörring nyrst á
Jótlandi árið 1946 og sleit þar
barnsskónum. Ungur að árum
gerðist hann sjómaður og lá þá
leið hans til Íslands og lágu þá
saman leiðir hans og konu hans
Þóru Haraldsdóttur. Var þetta í
kringum 1963.
Kaj náði að taka Þóru með í
eina ferð og varð sú ferð nokkuð
söguleg; á heimleiðinni geisaði
fellibylur kölluð Flóra en heim
komust þau.
Gifting varð hjá þeim 1967
þegar Kaj var alkominn til Ís-
lands og hóf hann þá að læra múr-
verk. Þegar lítið var að gera í
múrverkinu brá Kaj sér á sjóinn,
þetta voru góðir tímar. Þegar Kaj
hafði lokið múraranáminu hófst
vinna í þeirri grein og vann hann
við það alla ævi.
Kaj og Þóra bjuggu lengst af í
Rjúpufelli og starfaði Þóra í
Fellaskóla. Þau eignuðust fjögur
börn og í dag eru komin ansi
mörg barnabörn og barnabarna-
börn.
Alltaf var stutt í glens og hjálp-
semi hjá Kaj, margt gert sér til
dundurs og engin verkefni óleys-
anleg.
Þá gerðist það að Þóra kona
hans veiktist og þá varð ekki aft-
ur snúið. Þóra fæddist 1947 og dó
í lok febrúar 2015. Þau höfðu ver-
ið gift i 48 ár og því stutt í gull-
brúðkaupið. Margt fer öðruvísi
en ætlað er. Fljótlega eftir fráfall
konu sinnar tók maður eftir að
Kaj hrakaði, en þá kom til sög-
unnar ferfætlingur að nafni
Rambó sem stytti Kaj stundir og
alltaf þegar maður heimsótti Kaj
vantaði ekki upp á veitingar og
kaffisopa. Svo gerðist það að Kaj
datt og lærbrotnaði og eftir það
ágerðust veikindi hans enn
frekar.
Nú er hann komin heim og
halda þau jólin saman, Kaj og
Þóra og Rambó.
Nú er komið að kveðjustund og
æði oft lítið að segja.
Vertu sæll, vonandi ertu laus
við allar hrakningar og megi gæf-
an við þér brosa.
Þinn mágur
Bjarni Jónsson (Daddi).
Að morgni 18. desember biðu
eftir mér skilaboð í símanum frá
Tönju vinkonu, pabbi er dáinn.
Ég vissi að hann var búinn að
vera veikur en þetta gerðist full-
hratt. Ég þekkti Kaj nánast allt
mitt líf, ég var hálfgerður heim-
alningur á heimili þeirra Þóru í
Rjúpufellinu á unglingsárunum.
Kaj var skemmtilegur, fyndinn
og pínu þrjóskur maður. Mér
fannst alltaf merkilegt að eiga
vinkonu sem átti danskan pabba
og bar ættarnafn. Það var alltaf
svolítið gaman að heyra Kaj tala
því hann talaði með svolitlum
hreim.
Kaj gerði oftar en ekki grín að
mér þegar ég var að fara austur á
Stokkseyri. Spurði mig alltaf
hvort ég þyrfti að fara alla leið til
Stokkseyrar til að finna mér kær-
asta, held að hann hafi ekki áttað
sig á að hann þurfti að ferðast alla
leið til Íslands til að finna sér
kærustu.
Kaj var múrari og var það auð-
séð í Rúpufellinu, hraunaðir
veggir og loft og risagrjót á
veggnum í ganginum. Eins hélt
hann aðeins í Danann í sér og
múraði hluta af eldhúsinnrétt-
ingu með rauðum múrsteini, það
var svolítið töff.
Árið 2009 flutti ég til Dan-
merkur og sá ég Kaj alls staðar
fyrsta árið. Ekki mjög hávaxnir
menn, pínu þybbnir í smekkbux-
um, klossum og í termo-jakka.
Þannig var Kaj alltaf klæddur
hér áður fyrr.
Árið sem Þóra dó kom Kaj með
Tönju til Danmerkur og var hjá
mér í 10 daga, þá hafði ég ekki séð
Kaj í mörg ár. Það var svo ynd-
islegt að fá hann í heimsókn, sitja
úti og spjalla um allt og ekkert.
Elsku Tanja, Lilja, Anna og
Finnur. Ég bið góðan Guð að
styrkja ykkur á þessum erfiða
tíma.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem)
Linda.
Kaj Anton Larsen
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
OTTÓ BJÖRNSSON
frá Borðeyri,
Maríubakka 4, Reykjavík,
lést á Landakotsspítala sunnudaginn
10. desember. Útförin fer fram frá
Árbæjarkirkju þriðjudaginn 9. janúar klukkan 13.
Erling Birkir Ottósson Gunnhildur Höskuldsdóttir
Alda Sigrún Ottósdóttir Halldór Bergmann Þorvaldss.
Sigurður Þór Ottósson Anni Midjord
Heimir Ottósson Majbritt Hansen
Sigríður Gísladóttir
Helena Dagbjört Jónsdóttir
afabörn, langafabörn og langalangafabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
GUNNAR VALUR ÞORGEIRSSON,
fyrrv. brunavörður,
lést laugardaginn 30. desember á
hjúkrunarheimilinu Mörk.
Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 9. janúar klukkan 13.
Hrefna Guðrún Gunnarsd. Jónas Ástráðsson
Louisa Gunnarsdóttir Birgir Þór Jónsson
Erna Gunnarsdóttir Haukur Ólafsson
Auður Björk Gunnarsdóttir Þórhallur K. Jónsson
og fjölskyldur
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur,
bróðir, tengdasonur og mágur,
HAUKUR ÞÓR BERGMANN
tölvunarfræðingur,
Kögurseli 1,
Reykjavík,
sem lést 29. desember, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
föstudaginn 12. janúar klukkan 13.
Aðalheiður Kristjánsdóttir
Halldóra Rún Bergmann
Þóra Lilja Bergmann
Hekla Lind Bergmann
Þóra Jónsdóttir
Sigurður Bergmann Sólveig St. Guðmundsdóttir
Halldóra Gísladóttir
Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
okkar ástkæru eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
UNU ÞÓRU STEINÞÓRSDÓTTUR
kennara,
Barmahlíð 7 í Reykjavík.
Bessi Gíslason
Gísli Þór Bessason
Sólveig Bessadóttir
Sigrún Bessadóttir Iiro Nummela
Margrét Bessadóttir Kristinn Kristjánsson
Una Ásrún, Ásmundur Bessi, Katla, Ása Kristín,
Bjarmi, Kolbrá Una og Emil Mikael
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar