Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018 ✝ Anna Aðal-heiður Guð- mundsdóttir fædd- ist 10. maí 1929 á Efri-Ási í Hjaltadal. Hún lést 18. desem- ber 2017. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- mundur Jóhanns- son, f. 1905, d. 1985, ættaður úr Skíðadal, og Stef- anía Helga Sigurðardóttir, f. 1908, d. 2003, ættuð úr Hjalta- dal. Systkini hennar eru: Sigrún Auður, látin, maki Þórarinn Guðmundsson, dætur þeirra eru tvær. Stefán Ásgeir, látinn. Hann bjó í Hlíðarhaga og var kvæntur Guðrúnu Borghildi Jó- hannesdóttur, þeirra börn eru sjö. Tvær systur hennar, Jósef- ína Matthildur og Guðrún Erla, létust í bernsku á Reykjum í Ólafsfirði. Fóstursystur hennar eru Hrafnhildur Steindórs- dóttir, gift Sverri Guðlaugssyni, þau eiga þrjú börn. Sólveig Hjaltadóttir, hún var gift Jóni Ívari Halldórssyni sem er látinn, eiga þau fjögur börn. fjögur barnabörn. 6) Þorgeir Smári, f. 8.5. 1960, eiginkona María Stefánsdóttir, látin, og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn. Sambýliskona Þor- geirs er Erla Sigríður Magn- úsdóttir og á hún tvo syni. 7) Þóra Valgerður, f. 3.4. 1962, eiginmaður Vignir Bragi Hauksson og eiga þau tvær dæt- ur og þrjú barnabörn. Fyrstu fjögur æviár hennar bjó fjölskyldan á Efra-Ási í Hjaltadal en 1933 fluttust þau að Reykjum í Ólafsfirði þar sem þau bjuggu næstu sex árin. Það- an fluttust þau í Ólafsfjarðar- kaupstað. Heiða, eins og hún var jafnan kölluð, vann ýmis störf á unglingsárum sínum eins og á símstöðinni í Ólafsfirði, við síld- arsöltun, á hóteli í Haganesvík eitt sumar og við kaupa- mennsku á Munkaþverá. Vetur- inn 1945-46 stundaði hún nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Á Munkaþverá kynntist hún manni sínum og flutti þangað á sumardaginn fyrsta 1947 og bjó þar æ síðan. Stunduðu þau hjón- in búskap en auk þess vann hún í allmörg ár við símstöðina þar og um nokkurt skeið í eldhúsinu á Kristnesi. Síðastliðið ár naut hún umönnunar á hjúkrunar- heimilinu Hlíð. Útför hennar fer fram frá Munkaþverárkirkju í dag, 5. janúar 2018, og hefst hún klukkan 13.30. Hinn 19. júlí 1947 giftist Anna Aðalheiður Jóni Kristni Stefáns- syni, f. 29.10. 1919 á Munkaþverá, d. 21.2. 2006. For- eldrar hans voru hjónin Stefán Jóns- son, f. 19.3. 1866, d. 9.11. 1943, og Þóra Vilhjálmsdóttir, f. 6.6. 1873, d. 30.12. 1949. Systkini Jóns voru Þórey Sigríður, Laufey, Sigríður og Vilhjálmur Jón, þau eru öll látin. Börn Jóns og Aðalheiðar eru: 1) Stefán Guðmundur, f. 3.10. 1948, eiginkona Sigríður Sigur- björg Jónsdóttir og eiga þau sex börn, fjórtán barnabörn og þrjú barnabarnabörn. 2) Guðrún Matthildur, f. 17.9. 1950, eigin- maður Jón Már Björgvinsson og eiga þau fimm börn og fjögur barnabörn. 3) Jón Heiðar, f. 30.9. 1953, hann á einn son, barnsmóðir hans er Sigrún Jó- hannesdóttir. 4) Vilhjálmur Björn, f. 27.10. 1955. 5) Guð- mundur Geir, f. 15.5. 1957, eiginkona Doris Anita Adams- dóttir og eiga þau tvo syni og Elsku amma. Takk fyrir allt. Takk fyrir allar góðu stundirnar og sérstaklega næstum vikulegu stundirnar okkar síðustu ár. Takk fyrir að taka ávallt á móti mér þannig að mér leið eins og skærustu stórstjörnu heims. Takk fyrir að vera eins og þú varst. Þú skilur svo margt eftir sem erfitt er að bæta. Þú varst hetjan mín og ég er svo glöð að hafa fengið tækifæri til að segja þér það áður en þú kvaddir. Síð- asta stundin sem við áttum sam- an er mér svo dýrmæt og henni mun ég aldrei gleyma. Þú varst og munt alltaf vera best því þú hafðir lag á því að láta mér líða vel hjá þér, alveg sama hvernig lá á mér. Eins og sannri ömmu er lagið passaðir þú ávallt upp á að ég færi aldrei frá þér án þess að fá eitthvað að borða, þó ekki væri nema einn súkkulaðimola. Ég sakna pönnukakanna þinna og skúffukökunnar með kreminu sem mér tekst aldrei að gera, sama hvað ég hef reynt eins og þú veist. Ég dáðist ávallt að hörk- unni í þér og hef hana til hlið- sjónar þegar mér finnst ég ekki ráða við hlutina. Enga leti og ómennsku eins og þú sagðir svo oft. Hvíldu í friði, elsku amma. Ég kveð þig með þökk í hjarta og minnist þín sem hörkutólsins og hetjunnar sem þú varst. Við sjáumst þegar minn tími kemur en þangað til mun ég hlýja mér við minninguna um þig og bið góðan Guð að passa þig. Ég elska þig að eilífu. Þín nafna, Heiður Ósk Þorgeirsdóttir. Það hefur líklega verið sumar- ið 1955 sem ég kom fyrst að Munkaþverá. Þá var ég á sjötta ári og komin til að vera þar í sveit um tíma. Á Munkaþverá bjuggu þá Jón Kristinn Stefánsson og Aðalheiður Guðmundsdóttir kona hans, Heiða, ættuð úr Ólafs- firði. Jón, eða Nonni eins og hann var alltaf kallaður, og faðir minn voru systrasynir. Hafði pabbi verið í sveit hjá foreldum Nonna þegar hann var strákur og vissi sem var að ég yrði í góðum hönd- um hjá frænda. Fyrsti sólar- hringurinn var mér erfiður en síðan ekki söguna meir. Fór ég í sveitina á hverju ári í sex eða sjö sumur og safnaði þar dýrmætum minningum. Minnist ég þeirra heiðurshjóna, Nonna og Heiðu, með hlýhug og þakklæti fyrir að leyfa mér að koma sumar eftir sumar og upplifa sveitasæluna. Nonni lést árið 2006 en Heiða 18. desember síðastliðinn. Þau hjónin áttu sjö börn en höfðu alltaf pláss fyrir aukabörn. Þarna var líflegt enda Munka- þverá stórbýli, kaupakonur og kaupamenn yfir sumartímann og gestagangur. Þar bjó einnig Þór- ey, systir Nonna, sem sá um sím- stöðina, og Gerða, föðursystir hans. Nonni frændi var ljúfur maður og rólegur í fasi og Heiða með fallegan svip og brún augu. Í minningu minni geislaði hún af orku og athafnasemi enda gekk hún til allra verka inni sem úti. Ef gest bar að garði var hún snögg að galdra fram stafla af pönnu- kökum og ekki vafðist fyrir henni að vippa sér á traktorinn þegar svo bar undir. Á þessum tíma sem ég var þarna átti sér stað vélvæðing í sveitum. Fyrstu árin var heyjað á engjum, farið með nesti og verið yfir daginn en síðustu árin höfðu alls kyns tæki tekið yfir mörg störf okkar í heyskapnum. Dvölin hjá Nonna og Heiðu var mér bæði lærdómsrík og skemmtileg og hefði ég ekki viljað vera án hennar. Auk þess varð hún til þess að ég kynntist svo mörgu góðu frændfólki þarna í sveitinni. Nú við andlát Heiðu leitar hugur minn til Munkaþverár og minninganna þaðan. Ég sendi börnum Heiðu og fjölskyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Heiðu. Sigríður Vilhjálmsdóttir. Snemma vors árið 1944 kom 15 ára gömul stúlka gangandi niður götuna að Munkaþverá. „Þarna kemur nýja kaupakonan á hitt búið,“ sögðum við börnin á bæn- um sem vorum að leik skammt frá. Ég sé hana fyrir mér í hug- anum þar sem hún gengur hnar- reist heim að bænum, gullfalleg stúlka, dökkhærð og brúneygð. Við börnin urðum alltaf forvitin þegar nýtt kaupafólk kom á vor- in, við eltum stúlkuna inn í íbúðarhúsið og alla leið inn í her- bergið sem hún átti að fá til af- nota um sumarið. Hún var hress í tali og hispurslaus, opnaði strax litlu ferðatöskuna sína og dró þar upp brúnan bréfpoka fullan af rúsínum. „Fáið ykkur rúsínur, krakkar mínir,“ sagði hún. Þarna var fyrsti tónninn sleginn í kynn- um mínum við Heiðu og lýsandi fyrir hana. Alla sína löngu ævi var hún veitandi og þekkt fyrir rausnarskap og gjafmildi. Varla hefur Heiðu grunað þennan fyrsta dag sinn á Munka- þverá að þar væru örlög hennar ráðin og þessi staður yrði henni kærastur allra og mundi eiga sér sess í hjarta hennar til hinsta dags. En þarna átti hún eftir að finna mannsefni sitt, Nonna frænda minn, og þau áttu eftir að búa stórbúi langa tíð og eignast sjö börn. Fljótt mun það hafa komið í ljós hversu dugleg Heiða var til allra verka. Allan sinn langa bú- skap var hún þekkt fyrir atorku, ósérhlífni og eldmóð í störfum sínum. Hún var einörð og ákveðin í skoðunum og lét ekki segja sér að sum störf væru einungis fyrir karla. Fyrst kvenna fór hún í göngur á Tungurnar, en svo heit- ir afrétturinn sem tilheyrir Munkaþverá og er víðfeðmt svæði og erfitt. Heiða var líka meðal fyrstu kvenna í Eyjafirði sem tóku bílpróf og var hún oft við stýrið á Chevrolet-vöru- bílnum. Á seinni árum var heilsa Heiðu farin að bila, en hlaðborðið stóð alltaf uppbúið með krásum í eld- húsinu ef gesti kynni að bera að garði. Þetta hlaðborð Heiðu, sem ég nefni svo, finnst mér táknrænt fyrir hana og persónuleika henn- ar, ekki aðeins sem matarborð, heldur svo margt annað. Gaman var að spjalla við hana, hún var skrafhreifin, fróð og stálminnug. Og ekki má gleyma handavinn- unni hennar sem fjöldinn allur naut. Síðustu áratugina prjónaði hún mikið af peysum og má segja að þær séu nú komnar á spjöld sögunnar þar sem einn kafli í ný- útkominni bók Steinunnar Krist- jánsdóttur, „Leitin að klaustrun- um“, heitir „Lopapeysur Aðal- heiðar“, en peysur Heiðu héldu hita á fólkinu sem vann við forn- leifauppgröft á Munkaþverá í kalsaveðri. Foreldrar mínir og föðursystir bjuggu lengi á Munkaþverá og var náinn samgangur milli þeirra og Heiðu og Nonna. Eftir að fólk- ið mitt flutti til Akureyrar 1959 sýndu þau Munkaþverárhjón því mikla tryggð og rausnarskap. Heiða kveður nú síðust af þessum lið Munkaþverár-fjölskyldunnar. Í kirkjugarðinum á Munkaþverá fær hún sína hinstu hvílu við hlið Nonna. Nú er vetrarlegt í garð- inum, en hann mun lifna við með vorinu. Meðan Heiða var heil heilsu átti hún einna stærstan þátt í því að skreyta leiðin í garð- inum með blómum á sumrin. Ég kveð Heiðu með þakklæti fyrir alla góðvild hennar og hjálpsemi við mig og mitt fólk. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Anna Aðalheiður Guðmundsdóttir Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósukl.10.15. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617- 1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.45. Símar í Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: skrifstofa 512-1501 / 512-1502. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 13 léttgönguhópur (frjáls mæting). Gullsmári Gleðigjafarnir í Gullsmára koma saman í dag kl. 14-15. Allir hjartanlega velkomnir. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádgismatur kl. 11.30. Spilað brids kl.13, bingó kl.13.15. Eftirmiðdagskaffi kl.14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan er opin, síðdegiskaffi kl.14.30, enskunámskeið byrj- ar þriðjudaginn 16. janúar, nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Spilað verður brids í Borgumfrá kl. 12.30 og sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13.30. Hið vinsæla vöfflukaffi frá kl. 14.30 til 15.30 í Borgum. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin, hádegis- verður kl. 11.30-12.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga / hláturjóga saln- um á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13. Spilað í króknum á Skólabraut kl. 13.30 og brids í salnum í Eiðismýri 30, kl. 13.30. Ath. Leirnámskeiðið og handavinnan hefst nk. mánudag. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansað sunnudagskvöld kl. 20-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi, allir velkomnir. Vesturgata 7 Sungið við flygilinn kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson. Kaffi- veitingar kl. 14-14.30. Smáauglýsingar Bækur Hjólabækurnar - Allir út að hjóla! Vestfirðir, Vesturland, Suðvesturland, Árnessýsla, Rangárvallasýsla. Hver bók 2000 kr. Allur pakkinn 7,500 kr. Frítt með póstinum. Frábær afmælisgjöf. Vestfirska forlagið jons@snerpa.is 456 8181 Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7500 Hornstrandir og Hornstrendingar. Ekkert annað á dagskrá í þessum bókum. Frítt með póstinum. Enginn aukakostnaður. Vestfirska forlagið jons@snerpa.is 4456 8181. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnaðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali Auk gullhringa eigum við m.a. titan- ium og silfurpör á fínu verði. Sérsmíði, vönduð armbandsúr og íslenska borðsilfrið. ERNA Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Veiði S. 892 8655 • heimavik.is Þekking - Reynsla - Gæði Grásleppuveiðimenn 12mm flottóg lækkað verð 10mm blýtóg á gamla verðinu grásleppunet, felligarn o.fl. Húsviðhald Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Hreingerningar Flutnings, heimilis og Airbnb þrif Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf. email: thrif.systur@gmail.com Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að dugmiklu fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.