Morgunblaðið - 05.01.2018, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2018
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Stórtónleikar Rótarý á Íslandi
verða haldnir í Norðurljósum
Hörpu á sunnudag kl. 17. Tónleik-
arnir hafa verið árlegur viðburður
í tónlistarlífinu í meira en tvo ára-
tugi. Samhliða þeim veitir Rótarý-
hreyfingin árlega styrk til fram-
úrskarandi tónlistarfólks sem er
við það að ljúka háskólanámi á
sínu sviði. Að þessu sinni eru
styrkþegarnir Jóna G. Kolbrún-
ardóttir söngkona og Hrafnhildur
Marta Guðmundsdóttir sellóleikari
og hljóta þær hvor um sig 800 þús-
und krónur.
Kemur í góðar þarfir
„Ég er mjög ánægð og glöð að
hafa fengið þennan styrk. Sam-
keppnin er mikil og því ekki hlaup-
ið að því að fá styrki á borð við
þennan. Styrkurinn kemur í góðar
þarfir því ég get nýtt hann til að
sækja masterklass eða meistara-
námskeið, sem eru mjög dýr,“ seg-
ir Jóna í samtali við Morgunblaðið.
Jóna lauk burtfararprófi frá
Söngskólanum í Reykjavík vorið
2014 undir leiðsögn Hörpu Harð-
ardóttur. Haustið 2014 hélt hún í
framhaldsnám til Vínarborgar þar
sem hún stundar söngnám við
Tónlistarháskólann undir leiðsögn
Gabriele Lechner. Jóna hefur tek-
ið þátt í ýmsum meistaranám-
skeiðum, m.a. hjá Anne Sofie von
Otter og Christine Schäfer. Haust-
ið 2016 söng hún titilhlutverkið í
óperunni Die Kluge eftir Carl
Orff. Jóna kom fram sem ein-
söngvari með Sinfóníuhljómsveit
Íslands á tónleikunum Ungir ein-
leikarar í janúar 2017.
Mikilvægur innblástur
„Ég klára bakkalárgráðuna í
sumar og stefni að því að fara í
meistaranám í Vín eftir mögulega
árs skiptinám,“ segir Jóna og úti-
lokar ekki að hún taki tvö meist-
arapróf, bæði á sviði óperusöngs
og ljóða- og óratóríusöngs. „Óper-
an heillar mig meira í augnablik-
inu og atvinnutækifærin eru fleiri
á því sviði,“ segir Jóna og tekur
fram að afar gott sé að stunda
söngnám í Vínarborg. „Þar eru
þrjú stór óperuhús með sýningum
á hverju kvöldi. Það er alltaf hægt
að fá standandi pláss fyrir þrjár til
sjö evrur [um 400-900 ísl. kr.]. Það
veitir mér mikilvægan innblástur
að sjá allar stóru söngstjörnurnar
á sviði.“
Hefðin hefur verið sú að styrk-
þegar láti í sér heyra við verð-
launaafhendinguna og mun Jóna á
tónleikunum á sunnudag syngja
„Die Loreley“ eftir Franz Liszt,
aríuna „Je veux vivre“ úr óperunni
Rómeó og Júlíu eftir Charles Gou-
nod og dúettinn „La ci darem la
mano“ úr óperunni Don Giovanni
eftir W.A. Mozart með Ólafi Kjart-
ani Sigurðarsyni barítón við undir-
leik Helgu Bryndísar Magnús-
dóttur píanóleikara. „Ég hlakka
mikið til að syngja með Ólafi, enda
frábær söngvari,“ segir Jóna. Ólaf-
ur og Helga sjá að öðru leyti um
efnisskrá tónleikanna, en sér-
stakur gestaleikari verður Ásta
Dóra Finnsdóttir sem leikur Fan-
tasie Impromptu op. 66 eftir Chop-
in, en hún stundar nám í píanóleik
hjá Kristni Erni Kristinssyni.
„Þetta er mikill heiður að fá
þennan flotta styrk sem hefur
mikla og langa sögu þar sem
margir af okkar bestu tónlistar-
mönnum í dag hafa fengið þennan
styrk á árum áður. Fyrir utan það
er gífurlega mikilvægt að fá fjár-
hagslega aðstoð til að vera í dýru
námi,“ segir Hrafnhildur, en blaða-
maður náði tali af henni skömmu
áður en hún hélt aftur vestur um
haf.
Spennandi verkefni
„Mér finnst mjög leiðinlegt að
geta ekki komið fram á tónleikun-
um á sunnudag. Ég var búin að
lofa mér í verkefni á vegum skól-
ans áður en ég vissi af þessu og
reyndi mikið að losna undan því
verkefni, en án árangurs. Vonandi
fæ ég bara að spila á næstu tón-
leikum Rótarý,“ segir Hrafnhildur
sem reynir ávallt að koma heim í
sumarfrí og á jólum. Undir lok árs
kom hún fram með hinni nýstofn-
uðu kammersveit Elju. „Við von-
umst til að geta haldið tónleika
bæði í sumar og um næstu jól.
Þetta er mjög spennandi verk-
efni.“
Hrafnhildur lauk framhaldsprófi
frá Tónlistarskólanum á Akureyri
og stundaði síðan sellónám við
Listaháskóla Íslands undir hand-
leiðslu Sigurgeirs Agnarssonar og
Gunnars Kvaran auk sellónáms við
Konunglega Konservatoríið í
Kaupmannahöfn undir handleiðslu
Morten Zeuthen. Hún útskrifaðist
með bakkalárgráðu í desember frá
Indiana University Jacobs School
of Music í Bloomington í Banda-
ríkjunum þar sem kennari hennar
var Grammy-verðlaunahafinn
Brandon Vamos, sellóleikari Paci-
fica strengjakvartettsins. Hrafn-
hildur lauk þá fjögurra ára bakkal-
árnámi á tveimur og hálfu ári með
framúrskarandi einkunnir og hlaut
viðurkenningu sem nefnist
„Founders Scholar“ þrjú ár í röð.
Nú í haust hóf Hrafnhildur meist-
aranám við sama skóla á fullum
skólastyrk eftir að hafa hlotið
hæstu mögulegu einkunn í
inntökuprufum síðasta vor, þar
sem henni var einnig boðið í viðtal
vegna stöðu aðstoðarkennara í tón-
fræði. Í janúar 2017 lék Hrafnhild-
ur einleik með Sinfóníuhljómsveit
Íslands eftir að hafa borið sigur úr
býtum í einleikarakeppni Listahá-
skóla Íslands og Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar.
Innt eftir því hvers vegna hún
hafi valið að fara vestur um haf í
nám segist Hrafnhildur hafa sótt
um nám bæði í Danmörku og
Bandaríkjunum. „Ég fór í einka-
tíma hjá þeim kennurum sem
komu til greina í báðum löndum og
náði svo góðum tengslum við
Brandon að ég valdi Bandaríkin,“
segir Hrafnhildur.
Leitar að góðum boga
Að sögn Hrafnhildar hyggst hún
nota stóran hluta styrksins til að
kaupa sér nýjan boga. „Nýr bogi
myndi opna nýjar dyr fyrir mig í
spilamennskunni. Í augnablikinu
er ég með gamlan enskan boga að
láni frá búð í Chicago til að prófa,“
segir Hrafnhildur og bendir á að
fókusinn sé oftast á sjálft hljóð-
færið. „En bogarnir eru alls ekki
síður mikilvægir í sköpun tónsins.
Ég spila á nútímahljóðfæri sem
Gary Garavaglia smíðaði 2011 og
með 19. aldar boga get ég fengið
meiri tóndýpt og öðruvísi núansa í
tóninn.“
Innt eftir því hvað sé framundan
hjá sér segist Hrafnhildur í mars
vera á leiðinni til Bonn í Þýska-
landi. „Árlega heldur skólinn minn
svonefnda Beethovenhaus-keppni
sem er opin strengjakvartettum
við skólann og í verðlaun er viku-
löng dvöl við Beethoven-húsið í
Bonn,“ segir Hrafnhildur, en
kvartett hennar bar sigur úr být-
um í haust. „Við munum halda tón-
leika í kammersal hússins auk
þess sem tækifæri gefst til að
rannsaka upprunaleg handrit
Beethovens undir handleiðslu
fræðimanna sem starfa við húsið.“
„Mjög ánægð og glöð“
Stórtónleikar Rótarý í Norðurljósum Hörpu á sunnudag Jóna G. Kolbrúnardóttir söngkona og
Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir sellóleikari hljóta styrk úr Tónlistarsjóði Rótarý þetta árið
Sellóleikari „Þetta er mikill heiður að fá þennan flotta styrk,“ segir Hrafn-
hildur Marta Guðmundsdóttir sem stundar nám í Bandaríkjunum.
Tónlistarsjóður Rótarýhreyfing-
arinnar var stofnaður 2003. Frá
2005 hefur árlega verið veittur
styrkur til framúrskarandi tónlist-
arfólks sem er við það að ljúka há-
skólanámi á sínu sviði.
Styrkþegar eru með Hrafnhildi
og Jónu í ár orðnir 22 talsins.
Fyrstur til að hljóta styrkinn var
Víkingur Heiðar Ólafsson píanó-
leikari, en meðal þeirra sem hlotið
hafa styrkinn í gegnum tíðina eru
Ari Þór Vilhjálmsson fiðluleikari,
Bragi Bergþórsson tenórsöngvari,
Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari,
Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari,
Herdís Anna Jónasdóttir sópran,
Fjölnir Ólafsson barítón, Lára
Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari,
Baldvin Oddsson trompetleikari,
Jóhann Kristinsson barítón og
Ísak Ríkharðsson fiðluleikari.
22 styrkþegar frá upphafi
SJÓÐURINN STYRKIR FRAMÚRSKARANDI TÓNLISTARFÓLK
Söngkona „Óperan
heillar mig meira í
augnablikinu og at-
vinnutækifærin eru
fleiri á því sviði,“ segir
Jóna G. Kolbrúnar-
dóttir, nemi í
Vínarborg.
Opnað hefur
verið fyrir
umsóknir í
myndlistarsjóð
Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni
sýningarverkefna allt að 500.000 kr.
Styrkir til stærri sýningarverkefna,
útgáfu-/rannsóknarstyrkir og aðrir
styrkir allt að 2.000.000 kr.
M
yn
dl
is
ta
rs
jó
ðu
r
Veittir verða
Upplýsingar um myndlistarsjóð,
umsóknareyðublað, úthlutunarreglur
og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu
myndlistarráðs, myndlistarsjodur.is
Úthlutað verður í mars
Úthlutað er tvisvar úr sjóðnum árinu 2018
Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. febrúar 2018
Pappelina gólfmotta, 70x90 cm
Verð 11.900 kr.
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is