Morgunblaðið - 08.01.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 08.01.2018, Síða 1
M Á N U D A G U R 8. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  6. tölublað  106. árgangur  MARKAHÆSTI LANSLIÐSMAÐUR SÖGUNNAR BÓK UM BORÐHALD Á MIÐÖLDUM MEDIA OG TENG- INGAR VIÐ ATBURÐI LÍÐANDI STUNDAR MATARGERÐARLIST 12 GRÍSKUR HARMLEIKUR 26ÍÞRÓTTIR HANDBOLTI Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sprengidagur Gestir borða mikið af lambakjöti á veitingastað IKEA.  Framkvæmdastjóri IKEA segir að ef hægt væri að fá 10% ferða- manna til að prófa lambakjöt og þeim líkaði það og fengju sér 2-3 máltíðir í ferðinni myndi öll um- framframleiðsla á lambakjöti hverfa ofan í ferðamanninn og rúmlega það. Þetta álit kom fram í framsögu Þórarins Ævarssonar á bændafundi um markaðsmál lambakjöts sem haldinn var á Hellu sl. laugardag. Þórarinn talar af reynslu þar sem lambakjötsréttir eru vinsælir á veitingastað fyrir- tækisins. Þar voru seldar 84 þúsund lambakjötsmáltíðir á nýliðnu ári. Með aukinni áherslu á lambakjöt fer það upp í 150 þúsund máltíðir í ár og væntalega upp í 250 þúsund máltíðir árið 2020. »10 Ferðamenn gætu gleypt alla offram- leiðslu lambakjöts Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson VIRK Stækkandi hópur hvorki í námi né vinnu, segir Vigdís Jónsdóttir. Kanna þarf orsakir þess að stækk- andi hópur ungs fólks nær hvorki að fóta sig í starfi né í skóla og er í raun í gildru aðstæðna sinna. Þetta segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk – starfsend- urhæfingarsjóðs, í samtali við Morg- unblaðið. Fram kemur í viðtali við Vigdísi að nokkuð hafi verið um það að fólk í kringum tvítugt festist í aðgerða- leysi á árunum í kringum hrun enda var atvinnuleysi þá mikið. Nú tæp- lega áratug síðar er veruleikinn í þjóðfélaginu allt annar og skýringar á vanda þessa fólks væntanlega einn- ig. Við þessu þarf að finna svör, segir Vigdís. Virk hefur starfað í tæpan áratug og hefur fólk með litla menntun frá upphafi verið stór hluti af skjólstæð- ingum sjóðsins. Vigdís segir að í dag fari hins vegar fólki með háskóla- menntun fjölgandi, ekki síst þeim sem eru í umönnunarstörfum eins og hjúkrun og kennslu. Annars er það sama hver bakgrunnurinn er, um 80% þeirra sem leita til Virk glíma við annaðhvort geðræna kvilla eða stoðkerfisvandamál. »6 Kanna þarf orsakir vandans  Stækkandi hópur nær ekki að fóta sig í skóla eða starfi Á laugardag fór fram Nýárssundmót Íþrótta- sambands fatlaðra í Laugardalslaug. Svokall- aður sjómannabikar er veittur þeim sundmanni sem á stigahæsta sund mótsins hverju sinni og í ár var það Róbert Ísak Jónsson sem hlaut bik- arinn fyrir 50 metra flugsund. Þetta var í þriðja sinn í röð sem Róbert hampaði bikarnum og með því afreki er hann kominn í fámennan úrvalshóp sundmanna sem sigrað hafa þrívegis í röð. Brosmildar stúlkur á nýársmóti í Laugardalslaug Morgunblaðið/Árni Sæberg Róbert Ísak Jónsson átti stigahæsta sund Nýárssundmóts Íþróttasambands fatlaðra  Könnunarvið- ræður til ríkis- stjórnarsam- starfs eru nú hafnar á milli Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna í Þýskalandi. Áður hafði Martin Schulz, formaður Jafnaðarmanna, lofað að flokkurinn yrði í stjórnar- andstöðu en talið er að Angela Mer- kel hafi biðlað til þeirra í von um að hægt verði að koma í veg fyrir að efna þurfi til kosninga á ný. »16 Merkel biðlar til Jafnaðarmanna Angela Merkel og Martin Schulz. Tæplega 12% fleiri tilkynningar um kynferðisbrot bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en árið á undan. Þar af voru 16% fleiri nauðg- anir tilkynntar. Tilkynningum fjölg- aði í flestum flokkum nema kynferð- isbrotum gegn börnum sem fækkaði. Um 40% kynferðisbrota sem til- kynnt voru til lögreglunnar sl. haust voru eldri mál og dregur lögreglan þá ályktun að aukin umræða um kynferðisbrot eigi þátt í aukinni tíðni tilkynninga. Árni Þór Sig- mundsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar, telur einnig að opnun Bjarkarhlíðar, mið- stöðvar fyrir þolendur ofbeldis, eigi þátt í fjölgun tilkynninga ásamt #metoo-umræðunni sem fór af stað með krafti í byrjun vetrar. Tvíþætt sé annars vegar hvenær tilkynning um brot berst og hvenær brotið átti sér stað. Eðli tilkynningar um brot geti breyst þegar rannsókn vindur fram. Árni Þór segir öll kynferðis- brotamál vera erfið og útheimta mikla vinnu. Hann segir afar mikil- vægt að tilkynna brotin sem fyrst til að hægt sé að afla gagna og rann- saka vettvang brotsins. »16 Fleiri tilkynnt kynferð- isbrot vegna umræðu Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Borgarlína sem er heiti á nýju kerfi almenningssamgangna á höfuð- borgarsvæðinu kostar hvert heimili á svæðinu 1-2 milljónir kr., að því er Frosti Sigurjónsson, rekstrarhag- fræðingur og fyrrverandi alþingis- maður, hefur reiknað út. Ef tap verður á rekstri borgarlínunnar gæti þáttur hvers heimilis í því numið tugum þúsunda til viðbótar stofnkostnaðinum á hverju ári, um ókomin ár. Niðurstaða Frosta er að fólk gæti þurft að fórna margra mánaða vinnu í borgarlínuna. Gagnrýnin kemur fram í grein á vef hans, frost- is.is. Lengur í vinnuna Frosti segir að borgarlínan muni ekki spara fólki tíma heldur muni hún sólunda tíma allra íbúa á svæð- inu, hvort sem þeir nota hana eða ekki. Þeir sem ferðast með borgar- línu verði að meðaltali 15-20 mín- útum lengur að komast leiðar sinnar en þeir sem ferðast í rafbíl. Það þýði 67 klukkustunda tap á einu ári, hjá fólki sem fer í vinnu einu sinni á dag. Þeir sem meta tíma sinn mikils muni því forðast að nota borgarlínu nema yfirvöld grípi til aðgerða til að minnka þennan tímamun, til dæmis með því að fækka akreinum fyrir al- menna umferð og fækka bílastæð- um. Frosti telur að borgarlína verði alls ekki hagkvæm samgöngubót. Hún sé ekki vistvænni en almennir rafbílar og muni ekki auka lífsgæði íbúa á svæðinu. Hún muni hins veg- ar gera þá alla töluvert fátækari, bæði af tíma og peningum. Kostar heimili 1-2 milljónir  Frosti Sigurjónsson telur væntanlega borgarlínu ekki hagkvæma samgöngubót  Mun gera alla íbúa höfuðborgarsvæðisins fátækari af tíma og peningum MSólundar tíma allra »4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.