Morgunblaðið - 08.01.2018, Side 8

Morgunblaðið - 08.01.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018 Leigumarkaðurinn er umfjöll-unarefni lektors í fast- eignafræðum við Háskólann í Lundi, Frederik Kopsch, í nýjasta hefti Þjóðmála. Hann fjallar um afleiðingar afskipta hins opinbera af leigumarkaðnum, einkum af- skipta af heimagistingu, til að verja ákveðna hagsmuni.    Kopsch bendir áað lög sem sett séu, eins og það er orðað, til „að „vernda ís- lenska leigjendur“ fyrir hækkuðu leiguverði“ geti til langs tíma gert aðstæður verri. „Þegar yfirvöld eru yfir höfuð byrjuð að skipta sér af verðlagi eru auknar líkur á að þau haldi því áfram með enn fleiri lagasetn- ingum. Þetta hefur illu heilli verið að gerast í Svíþjóð frá árinu 1942.    Allur sænski leigumarkaðurinnhefur í næstum átta áratugi lotið mismunandi kerfum leigu- verðsstýringar. Afleiðingarnar eru augljósar. Verð á leiguíbúðum í höfuðborginni fer sífellt fækk- andi, þar sem færri eru byggðar og færri húsum er breytt í leigu- húsnæði. Fyrri kerfi leiguverðs- stýringar hafa komið í veg fyrir nauðsynlegt viðhald og end- urbætur – og orðið til þess að stór hluti leiguhúsnæðis varð heilsuspillandi – og biðlistar verða brátt nógu langir til að bjóða fólki upp á þann valkost einan að búa í foreldrahúsum fram á fertugsaldur.“    Kopsch segir að auðvelt sé„fyrir bæði stjórnvöld og kjósendur að láta blekkjast og halda að stýring á leiguverði sé þjóðfélaginu hagkvæm.“ Skilvirk- ur leigumarkaður sé mikilvægur, en með áframhaldandi inngripum sé „hætta á að fáir hagnist á kostnað margra“. Öfugsnúnar afleið- ingar afskipta STAKSTEINAR 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri Veður víða um heim 7.1., kl. 18.00 Reykjavík 6 rigning Bolungarvík 1 rigning Akureyri -5 alskýjað Nuuk -1 léttskýjað Þórshöfn 6 rigning Ósló -1 léttskýjað Kaupmannahöfn -1 heiðskírt Stokkhólmur 0 heiðskírt Helsinki -1 heiðskírt Lúxemborg 3 skýjað Brussel 2 skýjað Dublin 4 skýjað Glasgow -5 þoka London 3 heiðskírt París 6 alskýjað Amsterdam 1 heiðskírt Hamborg 0 heiðskírt Berlín 0 heiðskírt Vín 7 þoka Moskva 0 skýjað Algarve 13 léttskýjað Madríd 2 rigning Barcelona 10 skýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -7 snjókoma Montreal -21 skýjað New York -14 heiðskírt Chicago -7 alskýjað Orlando 16 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:10 16:01 ÍSAFJÖRÐUR 11:47 15:33 SIGLUFJÖRÐUR 11:31 15:15 DJÚPIVOGUR 10:47 15:22 Landhelgisgæsla Íslands fer með lög- gæslu á hafinu umhverfis landið og því fylgir að stofnuninni ber að fylgj- ast með því hvort sjófarendur séu allsgáðir við störf sín. Undanfarið hafa fjölmargir starfsmenn Land- helgisgæslunnar setið námskeið í meðferð áfengismæla og fíkniefna- prófa, en slíkir mælar eru nú um borð í skipum Landhelgisgæslunnar og einnig er gert ráð fyrir því að áhafnir loftfara hafi aðgang að þessum bún- aði, að því er fram kemur í frétt á vef Landhelgisgæslunnar. Hinn 3. janúar var eitt slíkt nám- skeið haldið í höfuðstöðvum Land- helgisgæslunnar í Skógarhlíð. Þátt- takendur í námskeiðinu voru starfsmenn Landhelgisgæslunnar sem fara með lögregluvald við störf sín, til dæmis áhafnir á varðskipum og þyrlum, séraðgerða- og sprengjueyð- ingarsveitin, auk starfsfólks af lög- fræði- og aðgerðasviðum. Á vef Landhelgisgæslunnar segir að af og til þurfi að hafa afskipti af sjó- farendum sem ekki eru allsgáðir við störf sín, en íslensk siglingalög eru skýr þegar kemur að neyslu áfengis og vímuefna. Enginn má stjórna skipi af nokkru tagi undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og geta brot gegn því varðað sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Fá kennslu í meðferð áfengismæla  Áfengismælar og fíkniefnapróf um borð í skipum Landhelgisgæslunnar Ljósmynd/Landhelgisgæslan Allsgáðir Starfsmenn LHG virða fyrir sér áfengismæli. Áhöfn varðskips- ins Þórs dældi þrjátíu tonnum af ferskvatni yfir í tanka í Flatey á laugardag, en heimamenn höfðu haft samband við Landhelgisgæsl- una vegna yf- irvofandi vatns- skorts í eynni. Dælingin gekk prýðilega, en hún tók fimm klukkustundir og 35 mínútur. Að henni lokinni voru allir tankar í eynni orðnir fleytifullir, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæsl- unni. Um það leyti sem Þór var að at- hafna sig við Flatey barst ábending um að maður í eynni hefði slasast og þyrfti á aðhlynningu að halda. Sjúkraflutningamenn úr áhöfn skipsins fóru í land á léttbát til að at- huga líðan mannsins. Skoðun þeirra leiddi í ljós að hann væri líklega rif- beinsbrotinn. Svo heppilega vildi til að þyrlan TF-SYN var í gæsluflugi í grennd- inni og var því ákveðið að hún sækti þann slasaða og kæmi honum undir læknishendur í Stykkishólmi. Flatey Þór dældi 30 tonnum af vatni. Fylltu á tankana  Varðskip dældi ferskvatni í Flatey

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.