Morgunblaðið - 08.01.2018, Síða 13

Morgunblaðið - 08.01.2018, Síða 13
Morgunblaðið/Hanna Fræðimaður Sverri Tómassyni þótti matargerðarlist Íslendinga á miðöldum ekki hafa verið gerð nægjanleg skil. mín besta heimild við bókarskrifin. Hún er í rauninni heilsurækt- arbók með skrá um jurtir til að búa til lyf og smyrsl, leiðbein- ingum um heilbrigt líf og sitthvað fleira gagnlegt.“ Eins og nafnið bendir til er Dyflinn- arbókin varðveitt í Dyflinni, en myndir af henni eru til í Árna- stofnun og því voru Sverri hæg heimatök- in eins og með aðrar heimildir. Og þær voru býsna margar. Að sama skapi voru ráðin sum hver harla framandi. Í einni lækningabókinni sem kennd hefur verið við Harpestræng, dansk- an kanúka á 13. öld er eftirfarandi ráð gegn ígerð: Ef kveisa er komin í hönd þér, þá tak kött og drep og stikk hendi þinni í hann ef hann er varmur en síðan bitt um til annars dags og ger svo fjórum sinnum ef þarf og hvern dag tak kvikan katt..... Bókmenntaleg leiðsögn Sverrir valdi þann kostinn að hafa bók sína tvíþætta. Fyrri hlut- inn fjallar um mat og mataræði Ís- lendinga á miðöldum og er bók- menntaleg leiðsögn um venjur og siði forfeðranna við borðhald. Föst- unni og vessakenningunni eru gerð skil sem og hráefni, kryddi og mörgu fleiru forvitnilegu. Til dæmis segir hann frá því hvernig ábótar fóru lævíslega á svig við allar regl- ur til þess að munkarnir gætu borð- að kjöt á föstunni. „Í bókmenntum frá 14. og 15. öld er mikið um lýsingar á át- veislum, borðsiðum og almennum mannasiðum, sem segja mikið um manngerðirnar og hjálpa lesendum að skilja þær og athafnir þeirra bet- ur en ella,“ segir Sverrir og heldur áfram: „Engum rýnanda miðalda- bókmennta virðist hafa dottið í hug að líta til þess að atferli sumra per- sóna gat skýrst af því að þær fylgdu fornum venjum sem tíðk- uðust við matargerð og borðhald bæði í konungsgarði og heima- húsum. Eða að grunsamlega fram- komu væri þá unnt að túlka eftir fornum lækningabókum, þunglyndi einstakra garpa mætti rekja til þekktra kenninga úr slíkum bókum um miður æskilega vessa líkamans sem færðust svo mikið í fang við óheilnæmt mataræði að hvorki læknar né klerkar, fengu við neitt ráðið.“ Í Pipruðum páfuglum tekur Sverrir m.a. dæmisögu úr Íslensk- um ævintýrum til að sýna hvernig matarsiðir geta lýst manngerðum. Segir á einum stað frá ungum manni sem kemur í sínu fínasta pússi til að biðja sér konu. Sú bauð honum upp á linsoðið egg til að kanna hvort biðillinn kynni sig al- mennilega. Svo reyndist ei vera því hann glutraði öllu niður á sig og fór því bónleiður til búðar. Síðari hluti bókarinnar eru uppskriftir af réttum sem voru á borðum Skarðverja á miðöldum og eru allar, 23 að tölu, úr fyrrnefndri Dyflinnar-lækningabók. Fyr- irsagnir eru á latínu, sem benda til þess að einhverjir skrásetjarar hafi kunnað þá tungu. Gríðarlegur stéttamunur „Hér var gríðarlegur stétta- munur og maturinn var bundinn við ákveðnar stéttir. Höfðingjarnir snæddu allt öðruvísi mat en sauð- svartur almúginn. Á biskupsstólum, klaustrum og höfðingjasetrum var mikil áhersla lögð á að hafa gnótt matar; mikið og rándýrt krydd; saffran, pipar, mustarð, negul, væntanlega sérpantað hjá enskum og þýskum kaupmönnum, nauta- kjöt, svínakjöt, kinda- og geitakjöt, fuglakjöt og fisk. Yfirstéttin kærði sig hins vegar lítið um grænmeti, en borðaði það sykrað ef svo bar undir. Mér fannst svolítið ein- kennilegt að finna uppskrift af dá- dýrakjöti í Dyflinnarbókinni, en það hafa höfðingjarnir augljóslega sér- pantað að utan. Jafnvel þeim datt þó ekki í hug að geyma mætti kjötið í sköflum úti á túni til að auka geymsluþolið,“ segir Sverrir og get- ur sér til um að ferðalag hjartarins frá einhverju Norðurlandanna hafi tekið fimm til sex daga. Kjúklingur í körfu „Fátækt, hallæri og harðindi,“ svarar hann spurður hvers vegna glæst matarmenning höfðingjanna leið undir lok og meira að segja kjúklingar voru ekki almennt á borðum Íslendinga fyrr en á átt- unda áratug liðinnar aldar. Og rifj- ar upp þegar hann tvítugur bragð- aði kjúkling í fyrsta skipti. „Ógurlega fínn réttur á Naustinu, Chicken in a Basket var hann kall- aður.“ Á sama tíma og höfðingjarnir lifðu í vellystingum praktuglega, var almúginn við hungurmörk og lagði sér til munns bölvað óæti að mati Sverris. Sérstaklega þykir honum súri og kæsti maturinn ókræsilegur. „Salt var af mjög skornum skammti og fólk hafði ekki önnur geymsluúrræði en að kæsa matinn eða setja hann í sýru,“ segir Sverrir, sem ekki ætlar að sækja þorrablót í ár. Frekar en liðin ár. Höfuðsynd Mynd úr Íslensku teiknibókinni frá síðmiðöldum prýðir Pipraða páfugla, en hún sýnir þá höfuðsynd sem ofdrykkja er. Veisluhöld Helga Gerður, hönnuður bókarinnar, teiknaði og stílfærði mynd af veisluhöldum höfð- ingja á miðöldum eftir mynd í gömlu handriti. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018 Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Sólskálar -sælureitur innan seilingar 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Yfir 90 litir í boði! Í safnkostinum er kaffistelleftir Dieter Roth frá árinu1960, skráð með eftirfar-andi hætti: Dieter Roth stell – Glit Dieter Roth (1930-1998) Kaffistell Kaffibollar, undirskálar, kaffi- kanna, mjólkurkanna, sykurkar, kertastjaki Signerað undir kaffikönnu D 6́0 Glit Ísland Glit Gjöf / Auður Sveinsdóttir, 2017 Kaffistellið er glæsilegt dæmi um þá samvinnu sem listamennirnir Dieter Roth og Ragnar Kjart- ansson (1923-1989) áttu á þeim árum sem Glit var lítið verkstæði, starfrækt á Óðinsgötu í miðbæ Reykjavíkur. Gamla Glit, eins og sagt er um þenn- an tíma, laðaði að sér listamenn sem störfuðu við að renna og skreyta leirmuni undir styrkri hand- leiðslu Ragnars, sem sá um listræna stjórnun fyr- irtækisins. Dieter vann með Ragnari í Glit á ár- unum 1960-1961, verk merkt honum eru eftirsótt enda mikil listaverk eins og kaffistellið í eigu safnsins ber vott um. Það samanstendur af sjö bollum og undirskálum auk annarra fylgihluta. 1960 Kaffistell eftir Dieter Roth Íslensk hönnun | Hönnunarsafn Íslands Ljósmynd/Anna María Sigurjónsdóttir Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sí- stækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skraut- munir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.