Morgunblaðið - 08.01.2018, Side 17

Morgunblaðið - 08.01.2018, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018 Eyrarbakki Veðrið er endalaust umræðuefni enda skiptast á skin og skúrir þar eins og hjá þeim sem við það lifa, hvort sem er í stillu eins og í liðinni viku eða umhleypingum eins og um helgina. Árni Sæberg Alþingi ákvað sam- hljóða þann 13. októ- ber 2016 að minnast aldarafmælis sjálf- stæðis og fullveldis Íslands, árið 2018. Í samþykkt þingsins var kveðið á um hvernig þessa skyldi minnst. Segja má að hápunktar afmæl- isársins séu tveir. Annars vegar hátíðarfundur Al- þingis á Þingvöllum 18. júlí 2018, en þann dag fyrir einni öld var samningum um fullveldi Íslands lokið. Er það í samræmi við þá góðu og sjálfsögðu hefð að efnt sé til hátíðarfundar á Þingvöllum við sérstök tímamót í sögu þjóð- arinnar. Hins vegar var ákveðið að fela ríkisstjórninni að efna til hátíðahalda 1. desember 2018 þeg- ar öld verður liðin frá því að sam- bandslögin öðluðust gildi. Enn fremur voru teknar aðrar stefnu- mótandi ákvarðanir með samþykkt Alþingis. Má þar nefna: Sam- keppni um hönnun og útlit Stjórn- arráðsbyggingar og skipulags á Stjórnarráðsreit. Ríkisstjórninni er falið að sjá til þess að í fjár- málaáætlun til næstu fimm ára verði gert ráð fyrir uppbyggingu Náttúruminjasafns. Þá var rík- isstjórninni falið að undirbúa ályktunartillögu um uppbyggingu innviða fyrir máltækni fyrir ís- lenska tungu og fimm ára áætlun um það efni. Og loks var Þing- vallanefnd falið að ljúka stefnu- mörkun fyrir framtíðaruppbygg- ingu þjóðgarðsins á Þingvöllum og efna til sýningar um sögu Þing- valla og náttúrufar. Alþingi kaus síðan nefnd allra þingflokka sem fékk viðurhlutamikið verkefni. Ís- lendingasögurnar verða gefnar út, tekið saman rit um aðdraganda sambandslaganna, efni laganna og framkvæmd þeirra, svo og rit um inntak fullveldisréttar er Ísland öðlaðist að þjóðarétti árið 1918, stofnað verður til sýningar í sam- vinnu við Árnastofnun á helstu handritum safnsins til að minna á grundvöll íslenskrar menningar og forsendur sjálf- stæðis og fullveldis þjóðarinnar og skólar hvattir til að beina sjónum að þeim merku tímamótum sem urðu í íslensku samfélagi með sam- bandslögunum árið 1918. Að öllum þessum verkefnum er nú unnið í samræmi við samþykkt þingsins og hafði skrifstofa afmælisnefndarinnar forgöngu um það verk.. Jafnframt leitaði nefndin til þjóðarinnar um skipulagningu viðburða á afmæl- isárinu. Niðurstaðan var sú að um eitt hundrað viðburðir af marg- víslegum toga og um allt land munu í ár líta dagsins ljós af þessu tilefni. Nánar má fræðast um verkefni afmælisársins á heimasíðu afmælisnefndarinnar, www.fullveldi1918.is Það var sérstaklega ánægjulegt að verða vitni að því hversu marg- ir sýndu því áhuga að taka þátt í því að móta þannig dagskrá af- mælisársins. Mikill metnaður ein- kennir þessi verkefni og þau eru af ótrúlega fjölþættum toga. Árið 2018 verður því sannkallað afmæl- isár, enda tilefnið ærið. Eftir Einar K. Guðfinnsson »Hápunktar afmæl- isársins eru tveir: Annars vegar hátíð- arfundur Alþingis á Þingvöllum 18. júlí 2018 og hins vegar hátíðahöld 1. desember 2018 þegar öld verður liðin frá því að sambandslögin öðl- uðust gildi. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er formaður nefndar sem undirbýr hátíðarhöld fullveldis- afmælisins. ekg@ekg.is Fögnum saman 100 ára fullveldi Hinn 20. desember síðastliðinn birtist grein í Morgunblaðinu eftir Óla Björn Kára- son. Þar fjallar hann tæpitungulaust um einn stærsta vanda stjórnmálanna, sem er að hemja aukningu á útgjöldum ríkisins. Það gengur ekki til lengdar að þau vaxi hraðar en tekjur þjóðarinnar. Ég er sammála flestu sem Óli Björn segir í greininni. Ég hnaut samt um eina málsgrein þess efnis að mikilvægt sé að „innleiða árangurs- mælikvarða á öllum málefnasviðum ríkisútgjalda“. Á því eina sviði ríkisrekstrar þar sem ég þekki dálítið til, nefnilega á sviði skólamála, hefur víða um heim verið reynt að hagræða með því að mæla afköst eða árangur skóla og skammta þeim fé í hlutfalli við út- komu slíkra mælinga. Reynslan af þessu er ekki góð. Nýlegar rann- sóknir benda raunar til að því harðar sem stjórnvöld ganga fram í að ár- angurstengja framlög til skóla því lakari verði menntunin sem nem- endur fá. Um sumar þessara rann- sókna má lesa í bók eftir Pasi Sa- hlberg sem heitir Finnska leiðin og Félag grunnskólakennara gaf út í fyrra. Einn ókostur við árangursteng- ingu af því tagi sem Óli Björn ýjar að er að hún krefst eftirlitskerfa sem hafa tilhneigingu til að vaxa og verða dýr viðbót við opinber umsvif. Annar ókostur er að slíkt eftirlit getur alið á vondu vinnusiðferði, þar sem skóla- menn reyna að þóknast eftirlitinu, fremur en að huga að þörfum nem- enda og bregðast sem ábyrgir fag- menn við skyldum sem koma og fara í dagsins önn. Þessir tveir gallar gefa ærið tilefni til að leita annarra leiða til að stilla útgjöldum í hóf. Það versta er þó ótalið. Til að átta okkur á því er rétt að rifja upp hvernig páfuglsstegg- urinn fékk sitt ógnarstóra stél. Það gerðist einhvern veginn þannig að náttúran gaf páfugls- hænunni árangurs- mælikvarða. Til að eignast hrausta unga þurfti hún að fá hraust- an karl til að frjóvga egg sín, svo hún valdi þann sem gat breitt út stærsta stélið. Mikið stél var vitaskuld ekki það sama og hreysti. Það var aðeins vísbend- ing um hreysti. En vegna þess að hæn- urnar treystu á þessa vísbendingu þróuðu steggirnir sífellt þyngri afturenda þar til hann var orðinn ógnarhlass og skelfilegt farg- an. Þetta gerðist vegna þess að vís- bending um líkamsburði fór að skipta meira máli en raunverulegt heilbrigði. Góð menntun innifelur margt. Ef vel tekst til getur hún ýtt undir: skilning á tungumálum, listum, vís- indum og fræðum; hugkvæmni og vald á tækni sem nýtist í atvinnulífi; gætni og raunsæi sem stuðla að far- sælum stjórnmálum; þekkingu og gagnrýna hugsun sem hjálpa fólki að sjá gegnum gylliboð loddara og lýð- skrumara. Það má jafnvel vona að farsælt skólastarf stuðli að bættu siðferði og heilbrigðari lífsháttum. Hvort sem við ætlum skólum að vinna að öllu þessu, eða látum nægja að þeir geri bara sumt af því, er næsta ljóst að árangursmælikvarðar, sem hægt er að beita í raun, mæla aðeins vísbendingar um árangur. Niðurstöður prófa og ýmis töluleg gögn sem hægt er að afla geta gefið góða vísbendingu um hvort skóla- starf heppnast vel. En hættan er jafnan sú að þegar vísbendingarnar fara að skipta miklu máli fyrir af- komu stofnana, þá verði viðleitnin til að láta þær líta sem best út íþyngj- andi eins og stél páfuglsins. Þegar það gerist hætta þær að vera góðar vísbendingar. Sporin hræða. Við höf- um of mörg dæmi um að niðurstöður kannana (eins og til dæmis sam- ræmdra prófa) skipti skóla það miklu máli að þeir taki að leggja ofur- áherslu á að hnika einkunnum upp á við þótt það sé á kostnað gæða, sem meiru varða, en eru ekki talin fram. (Að þeir sem eru góðir í fagi standi sig að jafnaði vel á prófi þýðir ekki að allir sem eru þjálfaðir í að standast prófið séu góðir í faginu.) Ef árangursmælingar ráða fram- lögum til skóla, og ef það sem er mælt er ekki menntun, heldur vís- bending um menntun, þá er næsta víst að útkoman verður skólakerfi þar sem vísbendingarnar verða í öndvegi en menntunin ekki. Ég þori ekki að fullyrða um það með vissu, en mér sýnist að sá leikur, sem stofn- anir dragast inn í þegar framlög eru í hlutfalli við mældar vísbendingar um árangur, stuðli stundum að auknum útgjöldum fremur en sparnaði. Ef skólar fá til dæmis greitt í hlutfalli við einhverjar einingar sem verða í tölum taldar, og ef það er mögulegt að fjölga þeim án þess að búa nem- endur betur undir lífið, þá er hætt við að það verði gert. Hugsunin á bak við árangurs- mælikvarða hefur um árabil höfðað til margra stjórnmálamanna sem vilja fara vel með almannafé. Þessi hugsun er innbyggð í stefnu sem var flutt hingað til lands fyrir rúmum tuttugu árum og kallaðist þá nýskip- an í opinberum rekstri. Síðan hafa opinber útgjöld hækkað eins og Óli Björn gerir grein fyrir. Ég hef grun um að það sé að nokkru vegna þess að stefnan hefur öfug áhrif af ástæð- um sem ég hef rakið. Ég held að þess vegna sé tímabært að leita annarra leiða til að gæta hófs í eyðslu á al- mannafé. Ég held líka að það verk- efni sé brýnt því skömm er óhófs ævi. Eftir Atla Harðarson »Ef vísbendingar um árangur skipta miklu fyrir afkomu stofnana verður við- leitnin til að láta þær líta vel út íþyngjandi líkt og stél páfuglsins. Atli Harðarson Höfundur er dósent við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands og fyrrverandi skólameistari. atlivh@hi.is Árangursmælikvarðar og stél páfuglsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.