Morgunblaðið - 08.01.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 08.01.2018, Síða 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018 ✝ Einar MarinóMagnússon járnsmíðameistari fæddist 4. febrúar 1924 í Nýlendu í Hvalsneshverfi í Miðneshreppi. Hann lést 21. des- ember 2017. Hann var fjórða barn hjónanna Magnúsar Bjarna Hákonarsonar út- vegsbónda í Nýlendu, f. 1890, d. 1964, og eiginkonu hans, Guð- rúnar Hansínu Steingríms- dóttur, f. 1891, d. 1987. Systkini hans eru Steinunn Guðný Magnúsdóttir, f. 1917, d. 1997, Ólafur Hákon Magnússon, f. 1919, d. 2010, Björg Magnea Magnúsdóttir, f. 1921, d. 1980, Gunnar Reynir Magnússon, f. 1925, d. 2012, Hólmfríður Bára Magnúsdóttir, f. 1929, d. 2014, og Tómasína Sólveig Magn- úsdóttir, f. 1932. Eftirlifandi eiginkona Einars er Helga Marín Pálína Að- alsteinsdóttir og kjörsonur þeirra er Gísli Valur Gíslason. Börn hans eru Kristján Valur Gíslason, Tinna Kristín Gísla- dóttir, Jónas Daði Dagbjart- arson, Þórunn Bryndal og El- isabeth Marin Gísladóttir. Einnig hefur systursonur Helgu, Georg Georgiou, ávallt verið þeim Einari og Helgu afar ná- inn. Dóttir hans er Guðný Helga Georgiou. Einar Marinó hóf nám í járnsmíði hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík árið 1942. Hann lauk námi þar 1946 og sveinsprófið tók hann vorið 1947. Einar hóf störf hjá Vélsmiðju Sigurðar Sveinbjörnssonar í Reykjavík árið 1947. Hann var fastráðinn hjá Hitaveitu Reykja- víkur (síðar Orkuveitu Reykja- víkur) árið 1962 og vann þar til starfsloka árið 1994. Fyrsta verkefni Einars fyrir Hitaveitu Reykjavíkur var árið 1948. Hann vann því samfleytt að verkefnum tengdum hitaveitu í 46 ár. Jafnframt störfum sínum hjá Hitaveitunni vann Einar að list- sköpun, einkum málm- skúlptúrum og járnhandverki. Fyrsta sýning Einars á verkum sínum var á samsýningu lista- manna í Listasafni ASÍ árið 1980. Árið 1996 hélt hann einka- sýningu í Stöðlakoti í Reykjavík. Í tilefni af áttatíu ára afmæli hans árið 2004 var haldin viða- mikil útisýning, „Orkan og lífið“, í Sólveigarlundi við Hvals- neskirkju, skammt frá æsku- heimili hans. Síðar sama ár var sýningin sett upp í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. Útför Einars Marinós fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 8. janúar 2017, klukkan 15. Járnmaðurinn er uppfinninga- maður og frumkvöðull. Hann er mikilvæg en nafnlaus stærð í uppbyggingu samfélags, hvort sem tengist listsköpun eða þægindum daglegs lífs. Hann er réttsýnn með meiru, hógvær og nægjusamur. Járnmaðurinn er tryggur og ávallt tilbúinn að veita þeim aðstoð sem biðja og óskar einskis í stað- inn. Járnmaðurinn er með harða kápu en opið og viðkvæmt hjarta. Hann hlúir að náunganum og elur af ást og umhyggju hvort sem blóðskyldir eru eða ekki. Hann er ávallt þakklátur fyrir það sem hann hefur. Þú ert mín helsta fyrirmynd! Þú ert dáður af þeim sem þig þekkja og við sem umgengumst þig eigum þér svo margt að þakka. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og mína og tilbúinn að leið- beina. Þú átt hvað mestan þátt í hvernig líf mitt hefur þróast. Járnmaðurinn ert þú afi, þú ert ofurhetjan! Þú varst mér meira sem annar faðir en afi. Ég elska þig og mun sakna þín sárt. Hvíldu í friði. Kristján Valur Gíslason. Elsku afi, hvar á maður að byrja þegar svona mikill meistari fellur frá. Ég sit og hlusta á lagið „Umvafin englum“ og hugsa um hversu heppin ég var að fá að alast upp með annan fótinn hjá ykkur hjónum. Umvafin englum. Fyrstu árin mín bjó ég í kjallaranum á Laugateignum beint fyrir neðan ykkur. Ég hef verið tengd ykkur alveg frá blautu barnsbeini. Ég á óteljandi yndislegar bernsku- minningar þar þökk sé þér og ömmu. Þið voruð alltaf þarna til staðar fyrir mann. Ljúfu morgn- arnir þar sem allir sátu saman og þið hlustuðuð á fréttirnar. Hlað- borð af áleggi var sett á borð með brauðinu, morgunstund var fastur liður hjá ykkur. Óteljandi utan- landsferðirnar þar sem við feng- um að fljóta með ykkur. Enn í dag er ég finn ilm af appelsínu minnir það mig á þig, því þú varst nánast undantekningalaust með ferskar appelsínur með þér á ströndinni. Það var alltaf svo mikil værð í kringum ykkur. Það var alltaf gott að vera í nærveru ykkar. Þú varst svo mikill klettur öll mín uppvaxt- arár. Hjálpaðir með allt ef ég bað þig og það var aldrei kvöð eða pína, þú varst einfaldlega ánægð- ur með að geta hjálpað. Og út af þér get ég gefið þennan kærleik áfram til strákanna minna. Þeir sem þig þekktu vissu að þú varst gæddur óteljandi kostum. Þú varst einn sá vandaðasti maður sem ég hef nokkurn tímann þekkt. Þú varst alltaf þakklátur fyrir allt, þú hafðir mikla réttlætiskennd, varst með stórt hjarta og ósköp nægjusamur. Það voru engin tak- mörk fyrir nægjusemi í þínu til- felli. Þú vildir aldrei tala illa um neinn eða niður til einhvers. Þú varst svo hrein sál og samvisku- samur og verulega réttsýnn að eðlisfari, þú vildir gera allt 100%. Þú sást allt í svörtu eða hvítu og reyndir að aga okkur þannig til. Þú varst vinnusamur maður alla tíð og virkur járnsmiður. Listaverk þín eru víða og ég held áfram að vera stolt af því í kom- andi framtíð að geta sagt að þetta gerði afi minn. Svo eignaðist ég strákana mína tvo. Þessi eldri fékk seinna nafnið þitt, Marinó. Ég kalla hann stund- um Nóa til að minna á þig. Þú sýndir þeim ómælda hlýju og hrósaðir þeim við öll tækifæri. Þú varst svo stoltur af afkomendum þínum öllum. Allt sem þau gerðu var einstakt í þínum huga. Og ég elskaði að fylgjast með þér fullur stolts, því svoleiðis horfðir þú á mig, elsku afi minn. Ást ykkar og hlýja hefur mikið með það að gera að ég hef náð að hrista af mér mót- læti. Mig vantaði alltaf að rjúka allt á hnefanum svo þið vissuð hversu mikið þið gáfuð mér. Síð- asta árið þitt á þessari jörðu stóð hnefinn ekki til boða, en ég veit að þú varst stoltur af mér í haust þegar það fór að birta til. Ég ætla að ríghalda í það því þú skiptir mig öllu máli, afi minn. Að kveðja þig er mikið erfiðara en mig grunaði. Ég fann það þeg- ar þú varst raunverulega farinn hvað það var gott að hafa þig þarna. Þú kenndir okkur að það að lifa lífi sínu af heilindum og að Einar Marinó Magnússon Séra Jón er að sjálfsögðu emb- ættismaður og nýtur þar af leið- andi ákvarðana kjararáðs en hinn Jón er bara almennur laun- þegi á íslenskum vinnumarkaði og nýtur því kjara sem ákvarðast af ASÍ og Samtökum atvinnu- lífsins. Nú, á þessu ári sem er ljúka var ákveðið að leið- rétta þann mismun sem verið hefur milli opinbera kerfisins og þess almenna varðandi greiðslur vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóða. Í upphafi var lífeyriskerfið að- eins fyrir opinbera starfs- menn en kringum 1970 voru síðan stofnaðir sjóðir fyrir al- menna vinnumarkaðinn þar sem launþegar greiddu 4% og vinnuveitendur 6% og var það þannig fram til 1. júlí sl. Þá tók við nýtt samkomulag, þar sem framlag vinnuveit- enda hækkar strax í 8% og síðan í nokkrum áföngum í 11,5% á þremur árum. Mér er til efs að þessar breyt- ingar geti nema að litlu leyti náð tilgangi sínum. Ástæðan er einföld: Kjararáðið er skipað fimm aðalmönnum og fimm varamönnum, þar sem Alþingi skipar þrjá aðalmenn og þrjá vara- menn. Hæsti- réttur skipar síðan einn að- almann og einn varamann. Að lokum skipar ráðherra efna- hagsmála einn aðalmann og einn vara- mann. Já, þannig skipuðu kjararáði er síðan ætlað að ákvarða laun opinberra starfsmanna án nokkurs samráðs við Samtök atvinnu- lífsins og Alþýðusambands Íslands, sem fara með samn- ingsumboð fyrir meginþorra landsmanna. Háttalag kjararáðs, að byrja á því að hækka laun al- þingismanna um 45%, sýnir best hvað ráðið er á miklum villigötum. Að láta sér detta það í hug að þjóðin geti látið það óátalið að ausið sé úr takmörkuðum sameig- inlegum sjóðum til embættis- manna og alþingismanna á sama tíma og laun almennra launþega hækka rétt innan við 10%. Og það sem er allra verst er það að það kemur í veg fyrir allar hækkanir til þeirra sem mest þurfa á því að halda, öryrkja og eldri borgara. Nei, þessari vald- níðslu kjararáðs verður að linna. Hreinlegast væri að fella úr gildi öll lagaákvæði er varða kjararáðið. Ekki batnaði vitleysan þegar bisk- up Íslands fór fram á að það tæki laun biskups til endur- ákvörðunar. Endurákvörð- unin hljóðaði upp á aftur- virka 18% hækkun frá fyrsta janúar 2017 og fær því með janúarlaununum sínum smábónus upp á 3,3 milljónir. Þessi vinnubrögð kjararáðs eru langt frá því sem gæti talist siðlegt, þótt ég efist ekki um að ráðið vinni eftir þeim reglum sem því eru settar. Mér finnst það liggja ljóst fyrir að leggja verði kjararáð niður og draga til baka allar ákvarðanir þess á árinu sem er að renna sitt skeið. Síðan mætti hugsa sér að allar ákvarðanir til launa- breytinga hjá opinberum starfsmönnum þyrftu að hljóta samþykki ASÍ og Sam- taka atvinnulífsins. Þannig mætti komast hjá því að setja öll launamál í landinu í hreint uppnám, eins og kjararáð hefur þegar gert með þessum ákvörðunum sínum sem standast enga sið- fræðilega skoðun. Að lokum vil ég segja ykk- ur smá sögu um það, hvernig ég kynntist siðfræði fyrst. Fyrir 63 árum var ég á Landspítalanum í aðgerð á vinstri mjöðm og þar sem ég mátti ekki stíga í fótinn næstu mánuði var mér ekki hleypt út af spítalanum fyrr en ég var fær um að ganga upp og niður stiga á þessum hækjum, sem voru upp í handarkrika. Já og það var ekki fyrr en þremur vikum eftir aðgerð. Á þeim tíma var heimavist hjúkrunarnema á rishæð Landspítalans og á þessum æfingatímum kynnt- ist ég mörgum hjúkrunar- nemum sem aðstoðuðu við æfingarnar, allt undir styrkri stjórn Snorra Hallgríms- sonar og fröken Jóhanna sá um. Þá fékk ég meðal annars lánaða bók sem var á norsku og fjallaði um siðfræði og varð bókstaflega heillaður af henni. Mér fannst hún ein- faldlega opna fyrir mér sam- hengi hlutanna og þýðingu þeirra á allt umhverfi sitt. Já, og þess vegna finnst mér það vera til háborinnar skammar að sjá framferði biskups Íslands eins og að framan er getið. Kjararáð verður að leggja niður og draga til baka allar ákvarð- anir þess. Um annað er ekki að ræða ef einhver sátt á að vera í þjóðfélaginu. Nei, enga sérstaka séra Jóna meir. Nokkur orð um kjararáð, Jón og séra Jón Eftir Guðjón Tómasson »Kjararáð verður að leggja niður og draga til baka allar ákvarðanir þess. Guðjón Tómasson Höfundur er eldri borgari. Áhugaverður pistill var birtur á vef Orkustofn- unar 15. desem- ber sem nefnist Jólaerindi orkumálastjóra 2017. Eitt af því sem vakti áhuga minn var um- fjöllun um örlög jökla landsins, þar sem pistlahöfundur kemst þannig að orði: „Mesta hættan sem steðjar að Hofsjökli er reyndar frá því góða fólki um allan heim sem sameinast í því að koma í veg fyrir nýtingu vistvænna orkulinda vegna þess að það telur að það sé verið að fórna með óafturkræfum hætti verðmætum, sem af ýmsum gildum ástæðum megi ekki snerta við. Vandinn er sá að eftir því sem þetta fólk eflist í baráttunni og nær betri ár- angri í að hindra vistvæna orkuframleiðslu þar sem hún er möguleg á jarðarkringl- unni, eftir því vex kolefn- ismagnið í loft- hjúpnum hraðar og Hofsjökull, eitt af höfuð- djásnum ís- lenska hálend- isins, bráðnar og hverfur. Við ættum kannski að sýna jöklun- um okkar svolít- ið meiri athygli og samúð.“ En hvað á orkumálastjóri við? Er hann þarna að vitna í andstæðinga þess að virkja jökulár og þá mótsögn sem í baráttu þeirra felst? And- stæðingum virkjana virðist hætta til að líta framhjá hjá þeirri staðreynd að jöklarnir eru auk fegurðar og tignar fyrst og fremst birgðir af ís og við þeim virðist lítið annað blasa en að þeir muni bráðna og vatnið renna til sjávar. Með vaxandi áhrifum gróð- urhúsaloftegunda á loftslagið eykst hitinn og það mun óhjá- kvæmilega leiða til hraðari bráðnunar jökla. En hvað getur mannkynið gert til að hægja á framleiðslu gróðurhúsalofttegunda? Það er auðvitað margt, en skil- virkasta framlag okkar Ís- lendinga er væntanlega að framleiða raforku með því að virkja þá orku sem til fellur í okkar fjölmörgu jökulám. Mér sýnist að orkumálastjóri sé einmitt að benda á þá áhugaverðu staðreynd að við getum nýtt afrennsli jökla til að hægja á myndun gróð- urhúsalofttegunda. Til að skýra þessa mynd enn betur má skoða hvernig við Íslendingar höfum nýtt þá raforku sem framleidd er hér- lendis, en drjúgur hluti henn- ar er nýttur til að framleiða ál. Af þeim gögnum sem ég hef skoðað má lesa að kolefn- isfótspor vegna framleiðslu eins tonns af áli sé nálægt því að vera um 1,6 tonn af kolefni ef það er unnið með raforku úr vatnsaflsvirkjun, en nær 17 tonn af kolefni fyrir hvert framleitt tonn af áli ef raf- orkan er framleidd með kol- um. Þannig má halda því fram að það sparist nálægt 15 tonn af kolefni við hvert framleitt tonn af áli hérlendis sam- anborið við framleiðslu í Kína sem dæmi. Álver á Íslandi framleiddu um 858.000 tonn af áli árið 2016. Ef við gefum okkur að íslenskar virkjanir hefðu ekki verið til staðar til að afhenda rafmagn til þessarar fram- leiðslu hefði álið væntanlega verið framleitt í öðrum lönd- un og að öllum líkindum með raforku frá kolaorkuverum. Íslenskt vatnsafl sem virkjað er til að framleiða rafmagn til álframleiðslu sparar því kol- efnislosun sem nemur allt að 12,8 milljónum tonna. Ef þessar stærðir eru sett- ar í samhengi við raforku- vinnslu vegna álframleiðslu á heimsvísu, þá eru um það bil 53% allrar þeirrar raforku sem nýtt er til framleiðslu á áli framleidd í kolaorkuver- um, en nálægt 27% með vatnsaflsvirkjunum. Markmiðið með þessari grein er ekki að mæra ál og álframleiðslu, heldur að benda á gagnsemi þess fyrir náttúruna almennt að nýta ís- lenskar jökulár til að fram- leiða raforku. Kolefn- ismengun er hnattrænt vandamál, ekki staðbundið. Í þessu samhengi var sagt í frétt síðastliðið haust að við niðurdælingu á kolefni hér- lendis væri hugsanlega verið að binda kolefni sem varð til í Singapúr. Nýting íslenskra jökuláa til framleiðslu rafmagns vegna til dæmis álframleiðslu hefur ótvíræða kosti ef litið er til heildarhagsmuna umhverf- isins varðandi kolefn- ismengun og þá um leið bar- áttunnar um að vernda jöklana. Á þetta var orku- málastjóri að benda í sinni ágætu jólakveðju. Örlög íslenskra jökla Eftir Pál Gíslason »Nýting jökuláa til framleiðslu rafmagns hefur ótvíræða kosti ef litið er til heildar- hagsmuna umhverfisins og baráttunnar um að vernda jöklana. Páll Gíslason Höfundur er verkfræðingur og formaður Verkfræðinga- félags Íslands. pg@pg.is Móttaka aðsendra greina Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhring- inn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.