Morgunblaðið - 08.01.2018, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018
leggja sitt af mörkum skiptir
sköpum fyrir heiminn. Takk fyrir
að vera fyrirmyndin mín, afi minn.
Engin orð fá því lýst hversu þakk-
lát ég er að við litla fjölskyldan
fengum að eiga þig.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Tinna Kristín Gísladóttir.
Elsku afi minn, þú varst svo
sannarlega hetja.
„Afi minn er hetjan mín. Af
hverju?
Hann er 89 ára í dag (04.02.13),
hann hefur aldrei reykt né drukk-
ið, aldrei fengið umferðalagasekt,
ekki einu sinni stöðumæla sekt.
Fyrsta skiptið sem hann lenti í
árekstri var hann 88 ára, og þá var
keyrt á hann. Hann var svo miður
sín að hann ákvað að hætta keyra.
Afi hefur alltaf verið í góðu formi
og passað vel upp á heilsuna sína.
Á hverjum degi fer hann og syndir
í 30 mínútur, og fer oftast að labba
í 1-2 klukkutíma líka. Þótt að hann
hafi verið að missa heyrnina und-
anfarin ár þá er hann alltaf bros-
andi og segjandi skemmtilega
brandara.
Hann hefur alltaf verið mjög
góður að smíða listaverk og bjó til
handriðið inni í Laugarneskirkju.
Hann var einn besti járnsmiður
landsins í mörg mörg ár. Afi hefur
alltaf verið mjög barngóður og
passaði mig oft þegar ég var lítil.
Spiluðum oft olsen olsen og borð-
uðum kex saman. Hann hefur allt-
af verið mjög ungur í anda og mjög
duglegur. Svo hefur hann líka allt-
af verið mjög góður vinur allra. Afi
hefur alltaf viljað trúa á það já-
kvæða og góða í fólki. Vill að allir
séu jafn hamingjusamir og hann
er. Hann hefur alltaf verið algjör
„Rómeó“ enda er hann búinn að
vera giftur sömu konunni í 50 ár og
þau eru ennþá jafn ástfangin núna
og þegar þau voru ung.
Þess vegna er hann Einar afi
hetjan mín.
Guðný Helga Georgiou. 15 ára.
02.04.13“
Ég á alltaf eftir að sakna þín.
Þín
Guðný Helga.
1967. Græn gljáfægð Volgan
rennir upp að hliðinu á Keflavík-
urflugvelli. Úr skýlinu gengur
vígalegur hermaður með hjálm
merktan MP stórum stöfum. Nói
föðurbróðir minn – afar dagfars-
prúður að upplagi – segir stund-
arhátt: „Ég hef ekkert við þig að
tala.“ Hann rennir upp bílrúðunni
og gefur í eins og hann sé í kvart-
mílukeppni. Ég gleymi aldrei
undrunarsvipnum á Helgu við
hliðina á honum og ég, sjö ára
gamall, fór að hágrenja. Stuttu
síðar var Volgan (súrrealísk bíl-
tegund inni á varnarliðssvæðinu)
umkringd herbílum með sírenum.
Dágóð stund leið þar til íslenskur
lögreglumaður kom á vettvang.
Bílrúðan skrúfuð niður. „Ég er að
sækja hann Reyni bróður minn úr
flugi og á ekkert að þurfa að tala
við einhverja útlendinga til þess.“
Hinn yfirvegaði lögreglumaður
reyndist gamall skólabróðir pabba
og Nóa úr grunnskóla Miðnes-
hrepps. Hann talaði hermennina
til og málið var leyst á diplómat-
ískan hátt. Heimsbylting komm-
únistanna var ekki að fara af stað
þarna.
Þetta var eitt af þeim ævintýr-
um sem ég lenti í þegar ég var
sendur í vist til Helgu og Nóa á
Laugateiginn sem ungur drengur.
Það voru minnisstæðar stundir.
Veiðar í Þingvallavatni, bíltúrar
um Reykjavíkurhöfn og ekki síst
vettvangsskoðanir á vinnustöðv-
um Hitaveitu Reykjavíkur. Nói
var að undirbúa næstu vinnuviku.
Eitt sinn var Nói að lýsa því
hvernig vinna hans væri fólgin í að
koma jarðhitanum inn í híbýlin til
að við gætum bætt lífsgæðin. „Já,
Hákon minn, þetta er svo gott fyr-
ir fátæka fólkið.“ Þetta er lýsandi
fyrir ævistarf Nóa. Hann var ekki
að moka sand í eyðimörkinni –
hann var að smíða pýramída sem
skyldi standa til langrar framtíð-
ar. Síðar á ævinni hafði ég frum-
kvæði að því að koma á laggirnar
því samfélagi sem er íslenski jarð-
hitaklasinn. Því betur sem ég setti
mig inn í þau mál sá ég alltaf ljósar
hvers konar þrekvirki Nói og koll-
egar hans unnu á síðustu öld.
Framlag þessara frumherja jarð-
varmanýtingar á Íslandi til lífs-
kjarabyltingarinnar á Íslandi á
síðustu öld má ekki gleymast.
Eins og hinn samhenti systk-
inahópur úr Nýlendunni hafði
hann til að bera mikla mannkosti.
Dugnaður, frændsemi, réttlætis-
kennd og rík kímnigáfa sem aldrei
var langt undan. Nói var líka afar
listfengur og fáir honum fremri í
smíði á járn. Það er til dæmis ólík-
legt að Ásmundur Sveinsson hafi
fengið hvern sem er til að stækka
sín stórbrotnu verk úr járni. Ég
eignaðist á sínum tíma fallegt
listaverk eftir Nóa sem hann
nefndi „Lífsins vatn“. Það er við-
eigandi titill sem skipar heiður-
sess í stofunni. Hann smíðaði líka
gullfalleg verk til tvíburasona
minna beggja sem munu fylgja
þeim alla ævi. Annar bræðranna
ber reyndar millinafnið „Nói“ og
er það ekki hrein tilviljun. Geng-
inn er afar merkilegur samferða-
maður og frændi sem ég sakna.
Mamma, börnin mín og við í fjöl-
skyldunni allri minnumst hans af
mikilli virðingu og væntumþykju.
Við sendum Helgu, Gísla og ást-
vinum innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Einars Mar-
inós Magnússonar.
Hákon Gunnarsson.
Nói, eins og hann var alltaf kall-
aður, var fjórði elstur sjö systkina
þar sem móðir mín var elst. Hún
ólst hins vegar upp í Reykjavík
hjá föðursystur sinni Guðrúnu og
manni hennar Magnúsi Þórarins-
syni. Ég kynntist Nóa, eða öllu
heldur hann mér, þegar ég var
fyrst sendur í sveit í Nýlendu
nítján mánaða gamall, en þar
gekk mér í móðurstað fyrstu
sumrin Björg móðursystir mín,
systir Nóa. Hann reyndist mér frá
fyrstu tíð hlýr og góður og tókust
þá með okkur kærleikar sem ent-
ust alla tíð.
Þegar Nói var á unglingsaldri
fékk hann ásamt Gunnari Reyni
yngri bróður sínum að búa um
tíma í kjallaranum á Bakkastig 1,
fjölskylduhúsinu okkar, sem fóst-
urafi minn Magnús Þórarinsson
byggði árið 1919. Þar var hann
aufúsugestur og ætíð samur við
sig og indæll við okkur systkinin.
Hann var m.a. óþreytandi við að
teikna myndir af bátum og bílum
fyrir mig, sem mér fannst sérstak-
lega áhugavert þá og reyndar enn.
Nói lærði síðar járnsmíði, sem
varð aðalstarf hans, ekki síst hjá
Hitaveitu Reykjavíkur. Hann var
afar fær í sínu fagi, gat smíðað
nánast hvað sem var. Var eins og
sagt er dverghagur á járn. Smíðaði
líka fjölmargt fyrir fjölskylduna,
vini hennar og sambýlisfólk og var
alltaf reiðubúinn til hjálpar. Þar
má m.a. nefna handrið, hlið, vinnu-
borð, nótur og óteljandi fleiri hluti.
Mér eru einkum minnisstæðar
stundir okkar saman á litla verk-
stæðinu hans við Laugateiginn
þar sem hann smíðaði oft eitthvað
fyrir mig og mína. Hann hafði allt-
af jafnmikla ánægju af að gera
eitthvað fyrir mig og með mér við
smíðarnar.
Ánægjustundir okkar voru ófá-
ar, m.a. þegar ég var handlangari
við uppsetningu handriða sem ég
hafði hannað í samráði hann.
Nói var lengi aðstoðarmaður
Ásmundar Sveinssonar mynd-
höggvara, sem kunni afar vel að
meta Nóa vegna listrænna hæfi-
leika hans og fagmennsku. Nói
reyndi einnig fyrir sér á þeim vett-
vangi myndlistar og gerði fjöl-
mörg verk sem munu halda nafni
hans á lofti.
Ævistarf Nóa, járnsmíðin, án
heyrnarhlífa sem ekki tíðkuðust á
árum áður, varð til þess að hann
varð verulega heyrnarskertur síð-
ustu árin. Hann lét það þó ekki á
sig fá og þrátt fyrir veikindi síð-
ustu mánaða lét hann sig ekki
vanta í síðasta stórafmæli mínu.
Það þótti mér vænt um.
Blessuð sé minning hans.
Magnús Skúlason.
Einar Marinó Magnússon hét
hann fullu nafni en í Nýlendufjöl-
skyldunni var hann alltaf kallaður
Nói. Mamma okkar, sem kölluð
var Bugga, var „Stóra“ systir
hans þó að hún hafi aðeins verið
tveimur árum eldri. Þau voru afar
samheldin og bjuggu saman eftir
að þau bæði fluttu að sunnan til
Reykjavíkur um tvítugt.
Í tengslum við járnsmíðanámið
sitt var Nói mjög mikið úti á landi
við vinnu. Varðveist hafa allnokk-
ur bréf frá honum til mömmu sem
sýna að samband þeirra var sterkt
og náið og þegar pabbi kom til
sögunnar urðu þeir tveir góðir fé-
lagar. Samband þeirra þriggja
styrktist enn frekar þegar þeir
mágar ákváðu að byggja sér sam-
an hús á Laugateig 12 í Reykjavík.
Það var óttalegt basl og var sér-
staklega erfitt að útvega nauðsyn-
legt fjármagn og þar þvældust
fyrir einarðar stjórnmálaskoðanir
Nóa, sem var með hjarta sem sló
til vinstri í samstöðu við verka-
menn heimsins. Þeir mágar voru
samt einkar útsjónarsamir og
unnu saman við húsbygginguna.
Það var flutt inn á haustmánuðum
1950, mamma og pabbi á efri hæð-
ina með börnin sem þá voru orðin
fjögur og áttu eftir að vera sjö og
Nói á neðri hæðina, sem hann
leigði meira og minna út fyrsta
áratuginn. Leigjendurnir voru
hjónin Böðvar og Steinunn með
börnin Eggert, Guðjón og Sig-
rúnu. Í húsinu var mikið krakka-
ger sem bara fór fjölgandi.
Flest kvöld var Nói í mat hjá
okkur á efri hæðinni eins og
yngsta systirin, Veiga, sem bjó
einnig hjá mömmu og pabba. Svo
kom að því að leigjendur Nóa
fluttu út og Nói hætti barasta að
koma í kvöldmat. Helga var nefni-
lega flutt inn til hans og nokkru
síðar kom Gísli Valur til þeirra og
síðar hann Georg. Þá var heldur
farið að fækka á efri hæðinni.
Nói átti lítinn bát með utan-
borðsmótor. Margar ferðir voru
farnar á Þingvöll til að veiða silung
og þá alltaf gist í tjöldum. Þegar
einhver í bátnum festi spúninn í
botni var alltaf kallað „Ísland“. Þá
sló Nói af og bakkaði til að losa
spúninn. Nýveidd murta með
kartöflum frá pabba og miklu
smjöri er kóngafæða.
Nói átti síðar eftir að vinna mik-
ið með vinnuflokki sínum á Nesja-
völlum við Þingvallavatn, sem
undanfari verktaka vegna borana
og byggingu Nesjavallavirkjunar.
Nói var alltaf að búa eitthvað
til. Alls konar gjafir til fjölskyld-
unnar urðu til á smíðaverkstæð-
inu. Ekki bara smáhlutir heldur
líka hliðgrindur, handrið og mynd-
verk. Verk hans prýða nú safnað-
arheimilið við Laugarneskirkju og
safnaðarheimilið í Sandgerði.
Samvinna Nóa og Ásmundar
Sveinssonar myndhöggvara við
sköpun varð til þess að smátt og
smátt urðu til ekki bara nytjahlut-
ir á verkstæði Nóa heldur líka
skúlptúrar – allir smíðaðir úr
járni. Í tilefni af áttræðisafmæli
Nóa árið 2004 aðstoðuðum við
systkinin hann við að setja upp
stóra útisýningu á verkum hans
suður með sjó. Þessi sýning var
svo sett upp inni í höfuðstöðvum
Orkuveitu Reykjavíkur síðar.
Mjög mörg verka Nóa eru tileink-
uð orku jarðvarmans og beislun
þeirrar orku til hagsbóta fyrir
manneskjurnar.
Við minnumst Nóa frænda okk-
ar sem hann var, hæglátur, traust-
ur og afar vinnusamur maður með
mikla sköpunargleði.
Magnús Hákon og
Sólveig Ólafsbörn.
✝ Elísa BjörgWíum fæddist
12. febrúar 1931 í
Vestmannaeyjum.
Hún lést 23. des-
ember 2017.
Hún var dóttir
hjónanna Guð-
finnu J.Wíum og
Gísla G. Wíum.
Systkini Elísu eru:
Dóra Sif Wíum, f.
20. mars 1934, og
Kristinn Wíum, samfeðra, f.
17. júní 1926, d. 13. janúar
1994.
Eiginmaður Elísu var Gunn-
ar Jónsson, f. 23. nóvember
1932, d. 10. sept-
ember 2005. Börn
þeirra eru: 1) Guð-
finna Nanna, maki
Jóhann Ingi Gunn-
arsson. Börn
þeirra eru: Gunn-
ar Ingi, Steindór
Björn og Indíana
Nanna. 2) Guð-
mundur Ragnar,
maki Margrét
Káradóttir. Börn
þeirra eru Agatha Sif og Elísa
Björg.
Útför Elísu Bjargar verður
gerð frá Garðakirkju í dag,
8.janúar 2018, klukkan 13.
Umhyggja, óútskýranleg
hlýja og óeigingirni eru orð sem
eiga vel við um ömmu Lísu.
Amma gerði alltaf allt fyrir alla
og vá hvað hún gerði mikið fyrir
mig.
Samband á milli ömmu og
barnabarns er svo sérstakt og
svo yndislega fyndið. Ég mátti
alltaf gera allt sem mig langaði
til hjá ömmu. Þegar ég var lítil
og mér sagt að ég væri að fara í
pössun til ömmu og afa þýddi
það ekkert nema kósíkvöld, fullt
af pitsu og gæðastundir með
ömmu en hún sá ekkert athuga-
vert við það að klóra mér, litla
dekurdýrinu, á bakinu margar
klukkustundir í senn.
Að gista hjá ömmu og afa „í
holunni“ er eitthvað sem ég
sakna enn í dag. Að vera lítil
stelpa í Aratúninu: að baka vöffl-
ur, teikna, búa til virki úr slæð-
unum hennar ömmu, skoða allt
skartið hennar og horfa á Carto-
on Network með Elísu frænku er
tímabil í mínu lífi sem ég mun
alltaf sakna og þykja sérstaklega
vænt um.
Amma var alltaf til staðar.
Hún var alltaf tilbúin til að
hlusta og hún vildi ekkert meira
en að allir væru glaðir. Hún
hjálpaði mér í gegnum erfið
tímabil bara með því að vera
amma, með því að vera best.
Við elskuðum öll ömmu og hún
elskaði okkur skilyrðislaust. Það
er erfitt að missa einhvern sem
maður elskar svona mikið en nú
er amma að hvíla sig.
Hvíl í friði, elsku besta amma,
og takk fyrir allt.
Indíana Nanna
Jóhannsdóttir.
Elsku amma mín.
Nú sit ég hér og hugsa hvern-
ig ég get komið því í orð hvaða
þýðingu þú hafðir fyrir mig og
hvernig þú áttir þátt í að móta
mig sem manneskju. Ég geri
mér grein fyrir því að eflaust eru
ekki allir þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eiga sterkar fyrirmyndir
og hvað þá sterka stuðnings-
menn í sínu horni en fyrir mig
varst þú nákvæmlega það. Hvert
sinn sem ég var hjá þér og afa
Gunnari, bæði á Reykjarvíkur-
veginum og svo seinna meir í
Aratúninu, var maður baðaður í
ást, umhyggju og jákvæðni. Þú
hugsaðir svo vel um börnin þín,
barnabörn og barnabarnabörn
enda var mikið sótt heim til þín
og afa.
Fyrir barn sem og fullorðna
er það ómetanlegt að finna fyrir
þeirri hlýju og stuðningi sem þú
gafst frá þér og mun ég aldrei
gleyma því. Ég mun reyna eftir
fremsta megni að veita mínu
fólki sömu umgjörð í lífinu.
Þú ert klárlega ein af þöglu
hetjum Íslendinga með þínu
óeigingjarna starfi hjá Vímu-
lausri æsku til margra ára, þar
sem þú varst foreldrum barna
innan handar hvenær sem var
sólarhrings. Fyrir starf þitt
varstu heiðruð með fálkaorð-
unni, sem var vel verðskuldað þó
að í mínum huga hefði stórridd-
arakross verið betur við hæfi. Ég
get stoltur sagt að amma mín
hafi verið frumkvöðull og mikil
fyrirmynd hvað varðar eitt af
mikilvægustu málefnum á Ís-
landi. Það er alveg á hreinu að
heimurinn væri örlítið betri ef
fleiri væru líkari þér, amma mín.
Við þessa kveðjustund hugsa
ég um allar þessar góðu minn-
ingar og átta mig betur á því að
þú skapaðir einungis jákvæðar
minningar. Það segir mikið um
þá manneskju sem þú hafðir að
geyma og hvaða áhrif þú hafðir í
þessu lífi. Það eru engin orð sem
geta gert þakklæti mínu fyrir
það rétt skil, því ætla ég að setja
mér það markmið að fylgja þínu
fordæmi og skapa sem flestar já-
kvæðar minningar með fjöl-
skyldu og vinum.
Hvíldu í friði, elsku amma
mín, og ég bið að heilsa afa.
Gunnar Ingi Jóhannsson.
Þegar maður les minningar-
greinar þá eru þær einhvern
veginn allar á sama veg; fólk
keppist við að láta falleg orð falla
um hinn látna. En það getur ekki
passað, það geta ekki allir verið
svona frábærir, einhverjir voru
örugglega leiðinlegir lygalaupar.
Það getur ekki verið að allir séu
eins dásamlegir og fólk vill vera
láta í minningargreinum. Hins
vegar var amma mín það. Amma
mín var nefnilega yndisleg kona,
ekki bara eins og ömmur eiga
það til að vera. Hún var falleg-
asta manneskja sem ég hef
kynnst og minn helsti stuðnings-
maður. Mesta gæfa lífs míns var
að alast upp undir handleiðslu
þessarar merkilegu konu, hinum
megin við vegginn í húsinu.
Konu sem grét af gleði yfir af-
rekum mínum en klappaði engu
að síður fyrir lærdómsríku mis-
tökunum. Að eiga einhvern að
sem er alltaf í þínu liði, sama
hverju þú finnur uppá er virki-
lega dýrmætt og ræktaði í mér
þann hæfieika að efla aðra í
kringum mig. Hún var svo miklu
meira en amman sem átti alltaf
ís í frystinum; hún kenndi mér að
standa í lappirnar og berjast fyr-
ir hugsjónum mínum. Hún var
stóra, litla amman mín en jafn-
framt hornsteinn minn, sem svo
margra. Enginn elskar eins og
amma mín elskaði, það fann allt
hennar fólk. Elsku amma, þú átt
alla mína virðingu og ást.
Elísa B. Guðmundsdóttir.
Kær vinkona og samstarfs-
maður til margra ára er látin. El-
ísa eða Lísa eins og hún var oft-
ast kölluð, var um langt árabil
einn ötulasti málsvari vímuvarna
á meðal barna og unglinga á Ís-
landi. Lísu kynntist ég á fyrstu
árum Vímulausrar æsku, sem
stofnuð var 1986, þar sem hún
varð fyrsti framkvæmdastjóri
þessara merku Foreldrasamtaka
og gegndi því starfi samfellt í 23
ár eða þar til starfsævinni lauk
árið 2009. Framlag Lísu til for-
varna verður seint þakkað til
fulls, atorka hennar, óbilandi
tiltrú og framganga í vímuvarna-
málum gerði samtökin að því for-
ystuafli forvarna sem Vímulaus
æska varð á starfstíma Lísu. Þar
stóð Lísa í fremstu víglínu og að
baki hennar það góða fólk sem
hún laðaði til starfsins, ósérhlífin
og vakandi yfir úrræðum til
handa fjölskyldum sem leituðu
stuðnings í stríði þeirra við
vímuefnaneyslu barna sinna.
Fyrir utan að sinna þeim sem
óskuðu eftir aðstoð urðu ófáar
ferðir Lísu og samtöl við ráða-
fólk þjóðarinnar og annað fag-
fólk sem Lísa taldi geta stutt við
aukið forvarnastarf og lagt lið
því markmiði Vímulausrar æsku
að koma í veg fyrir vímuefna-
neyslu barna.
Lísa kveinkaði sér aldrei þrátt
fyrir mikið álag. Styrkur hennar
í daglegu amstri skilaði sér ávallt
til fulls og meðfædd útgeislun og
óbilandi metnaður fylgdu henni
hvar sem hún fór. Það er mikill
heiður að hafa kynnst þessari
baráttukonu þegar mest á reyndi
í málaflokki vímuvarna. Sam-
starf okkar Lísu hélst óslitið alla
tíð og fyrir það er ég þakklátur
en ekki síður fyrir sanna vináttu,
trúnað og traust sem aldrei
skyggði á.
Minningin um góðan vin og
sanna baráttukonu lifir. Sendum
fjölskyldu Lísu okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Guðni Björnsson og
fjölskylda.
Elísa Björg Wíum
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og
tengdafaðir,
GUÐLAUGUR HJÖRLEIFSSON,
Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum Hringbraut 4. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Halla Gunnlaugsdóttir
Soffía Bryndís
Guðlaugsdóttir
Haukur Már Stefánsson
Hildur Guðlaugsdóttir Njörður Snæland
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
INGVAR STEFÁNSSON
pípulagningameistari, til heimilis að
Lindasmára 24,
lést á Landspítalanum 2. janúar. Útför hans
fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 12.
janúar klukkan 15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð blóð- og
krabbameinslækningadeilda Landspítalans.
Áslaug Hartmannsdóttir
Hartmann Ingvarsson
Kristín Ósk Ingvarsdóttir Emil Hjörvar Petersen
Ronja Áskatla og Þrándur Alvar