Morgunblaðið - 08.01.2018, Page 26

Morgunblaðið - 08.01.2018, Page 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JANÚAR 2018 Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Stýrðu birtunni heima hjá þér PLÍ-SÓL GARDÍNUR Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 alnabaer.is Úthlutunarnefndir Launasjóðs lista- manna hafa lokið störfum vegna út- hlutana listamannalauna árið 2018. Til úthlutunar eru 1.600 mán- aðarlaun, sótt var um 9.053 mánuði. Árangurshlutfall sjóðsins er því 18%, ef reiknað er eftir mánuðum. Alls bárust 852 umsóknir um starfs- laun frá einstaklingum og hópum. Umsækjendur voru samtals 1.529. Úthlutun fengu 369 listamenn. Starfslaun listamanna eru 377.402 kr. á mánuði og er um verktaka- greiðslur að ræða. Eftirtaldir fengu starfslaun í sex eða fleiri mánuði: Launasjóður myndlistarmanna Haraldur Jónsson og Hulda Rós Guðnadóttir, 18 mánuðir. 12 mánuðir: Erling T.V. Klingen- berg, Eygló Harðardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Ingólfur Örn Arn- arsson, Ósk Vilhjálmsdóttir, Sara Björnsdóttir og Styrmir Örn Guð- mundsson. Níu mánuðir: Halldór Ásgeirsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Ólöf Nordal. Sex mánuðir: Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir, Anna Líndal, Arna Ótt- arsdóttir, Bryndís Hrönn Ragn- arsdóttir, Davíð Örn Halldórsson, Eirún Sigurðardóttir, Elín Hans- dóttir, Erla Sylvía H. Haralds- dóttir, Freyja Eilíf Helgudóttir, Guðjón Ketilsson, Guðmundur Thoroddsen, Guðný Rósa Ingimars- dóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Gústav Geir Bollason Habby Osk, Hildigunnur Birg- isdóttir, Jón Axel Björnsson, Jóní Jónsdóttir, Karlotta J. Blöndal, Kristinn E. Hrafnsson, Libia Pérez de Siles de Castro, Magnús Helga- son, Orri Jónsson, Ólafur Árni Ólafsson, Ólafur Sveinn Gíslason, Páll Haukur Björnsson, Ráðhildur Ingadóttir, Sara Riel, Steingrímur Eyfjörð, Unnar Örn Jónasson Auð- arson og Rúrí. Launasjóður rithöfunda 12 mánuðir: Auður Jónsdóttir, Auður Ólafsdóttir, Bragi Ólafsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Gerður Kristný, Gyrðir Elíasson, Hall- grímur Helgason, Jón Kalman Stef- ánsson, Kristín Eiríksdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Oddný Eir Ævars- 369 listamenn fá starfslaun  1.600 mánaðarlaunum úthlutað tekst okkur ágætlega að spanna þessi 2.400 ár sem hafa liðið frá því verkið var samið. Þetta er mikið textaverk og ég legg áherslu á sjónræna útfærslu og sterka líkamlega nærveru í þess- ari sýningu til að höfða beint til undirmeðvitundarinnar og virkja þá miklu visku sem hún býr yfir.“ Leikstjóri og þýðandi hafa hald- ið tryggð við klassíska gríska formgerð Medeu. Verkið er í sex þáttum og hver þáttur er svipað uppbyggður: tvær sögupersónur hittast á sviðinu hverju sinni en kórinn tekur til máls í lok hvers þáttar og tjáir sig um það sem fyrir augu ber – er eins og vitni að þeim hörmungum sem dynja á söguhetjunum, en getur engu breytt. Tvískiptur salur Filippía Elíasdóttir gerir leik- mynd og búninga og upplýsir Harpa að ein af fyrstu ákvörð- unum sem teknar voru varðandi leikmyndina var að skipta áhorf- endasalnum í tvennt og kynja- skipta honum. „Talan 2 var okkur leiðarljós, meðal annars í ljósi tví- hyggjunnar sem Grikkirnir voru svo hrifnir af,“ segir Harpa. „Við þekkjum andstæðupör eins og appólónískur og dýónísiskur; mað- ur og kona; ást og hatur; góður og vondur; gerandi og þolandi; sið- menning og villimennska; ástríður og skynsemi, en það má setja spurningarmerki við tvíhyggjuna í sjálfu sér. Erum við sátt við þessa aðgreiningu eða viljum við endur- skoða hana? Evripídes er klókur höfundur. Hann karlgerir kven- hetjuna og kvengerir karlhetjuna og opnar þar með fyrir okkur dyr að margslungnari veruleika. Við þurfum að sætta andstæð öfl innra með okkur, því þannig hlúum við að mennskunni. Í þessu ferli er ég mikið búin að hugsa um möntru sem hefur verið með mér lengi en hún er svona: „Í ljósi er myrkur, en takið ekki myrkrið sem myrk- ur. Í myrkri er ljós en takið ekki ljósið sem ljós. Ljós og myrkur eru par eins og fremri og aftari fótur á göngu“. Mér finnst þessi mantra segja allt sem segja þarf í þessum efnum.“ Ógnin vofir yfir Harpa hefur uppgötvað marga fleti á Medeu sem eiga fullt erindi við nútímamanninnn. Hún nefnir þá yfirvofandi ógn sem er í verk- inu, enda verður snemma ljóst að Medea hyggst drepa börnin sín: „Það er að sjálfsögðu einhvers konar gereyðing og kallast á við þær hættur sem við stöndum frammi fyrir í dag varðandi lofts- lagsmálin og mögulega eyðingu á lífríki jarðar. Medea kemur frá Kolkis – er útlendingur – og þau Jason og börnin koma sem flótta- menn til Kórinþu. Jason er fulltrúi siðmenningarinnar, og laga mann- anna, en hún aftur á móti fulltrúi hins villta og óþekkta; hún er seið- kona og þekkir lögmál náttúrunn- ar og kannski er hún líka fulltrúi eðlisins sem leynist innra með okkur öllum,“ segir Harpa og leið- ir hugann að því að mannkynið á sjálfsagt eftir að takast á við enn stærri flóttamannavanda þegar kemur að þjóðflutningum af völd- Ferðalag um öræfi mennskunnar  Harmleikurinn Medea hefur ótal tengingar við atburði líðandi stundar, allt frá loftslagsmálum yfir í flóttamanna- vandann  Tvíhyggjan í þessu ævaforna verki er undir- strikuð, t.d. með því að kynjaskipta áhorfendum Vangaveltur „Allt eru þetta gríðarlega stórar tilfinningar sem Evripídes ber á borð, og vekja spurningar eins og hvað er réttlæti, og hvernig er réttlætinu fullnægt? Hvað er eignarréttur? Eigum við rétt á að hefna okkar og framfylgja þannig einhvers konar réttlæti?“, segir Harpa um verkið. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það er merkileg tilviljun að Borg- arleikhúsið skuli frumsýna gríska harmleikinn Medeu á sama tíma og samfélagið allt er að vakna til vitundar um hvað áreitni og of- beldi í garð kvenna er útbreiddur vandi. Verkið hefur nefnilega lengi verið í uppáhaldi hjá femínistum enda er Medea einstök söguhetja í leikhúsbókmenntunum; fremur skelfilega glæpi en er með þeim að sýna að hún lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Harpa Arnardóttir leikstýrir sýningunni og segir hún að Medea hafi verið lengi í burðarliðnum: „Mig hefur lengi langað til að rannsaka þetta verk en endanleg ákvörðun um uppsetningu þess var tekin í byrjun árs 2017. Ég fann nokkuð sterkt fyrir þessari sýningu strax í upphafi enda liggja djúpir og ögrandi straumar inni í þessu verki.“ Sterk líkamleg nærvera Hrafnhildur Hagalín þýddi verkið og vann leikgerð ásamt Hörpu. „Það má segja að persónur verksins séu nokkuð sterkar erki- típur: Þar er að finna seiðkonuna, hetjuna, konunginn, ferðalanginn, sjáandann og brúðurina og svo auðvitað börnin. Ég valdi þessari sýningu því frásagnarmáta æv- intýrisins. Við erum stödd í tíma þar sem eðli draumsins ræður ríkjum, hálfpartinn eins og í æv- intýri eða helgileik, og þannig Átök Frá æfingu. Medea er söguhetja sem grípur til örþrifaráða þegar að henni er þrengt. Margt í verkinu vísar til reynslu nútímamannsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.