Morgunblaðið - 09.01.2018, Blaðsíða 4
Þverpólitísk samstaða um frumvarp
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Stefnt er að því að frumvarp um
lækkun kosningaaldurs til sveitar-
stjórna úr 18 í 16 ár verði að lögum
á yfirstandandi þingi. Að því standa
15 þingmenn úr öllum þingflokkum
á Alþingi og verði frumvarpið lög-
fest fyrir vorið munu aldursmörk
kosningaréttar í sveitarstjórnar-
kosningunum 26. maí næstkomandi
verða við 16 ára aldur í stað 18 ára
eins og nú er. Fá þá nærri því 9.000
manns á þessum aldri að kjósa í
fyrsta skipti.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, er fyrsti flutningsmaður
frumvarpsins sem lagt var fram á
Alþingi fyrir jól og er nú til með-
ferðar í stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd.
„Við erum nokkuð bjartsýn og
vonum að það náist að ljúka þessu í
tæka tíð fyrir kosningarnar í vor,“
segir hann. Ef stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd nær að ljúka sinni
vinnu innan ekki mjög langs tíma þá
er lækkun kosningaaldursins vel
framkvæmanleg fyrir sveitarstjórn-
arkosningarnar í vor.
Þingmál þetta hefur áður verið
lagt fram en þá náðist ekki að ljúka
umfjöllun um það. Síðast var sams-
konar frumvarp lagt fram sl. haust
og var Katrín Jakobsdóttir, núver-
andi forsætisráðherra, fyrsti flutn-
ingsmaður þess.
Fram kemur í greinargerð að
fyrri mál þessa efnis hafa miðað að
því að lækka kosningaaldur almennt
úr 18 árum í 16 ár, sem krefst þess
að gerðar séu breytingar á 33. gr.
stjórnarskrárinnar. „Hér er hins
vegar lagt til að stíga skrefið til
hálfs með því að breyta kosninga-
aldri í kosningum til sveitarstjórna
sem krefst aðeins einfaldrar laga-
breytingar,“ segir í greinargerð.
Þingnefndin hefur óskað eftir um-
sögnum frá á fjórða hundrað aðilum
en umsagnarfresturinn rennur út
19. janúar nk. Samband íslenskra
sveitarfélaga er að vinna að því að fá
þann frest lengdan svo að leggja
megi málið fyrir næsta stjórnarfund
26. janúar en í umfjöllun á vefsíðu
sambandsins er óskað viðbragða frá
sveitarstjórnum fyrir þann fund.
Andrés Ingi bendir á að í sumum
löndum hafi lækkun kosningaaldurs
verið tekin í skrefum eins og nú er
lagt til. „Almennt heyrist mér fólk
vera opið fyrir því að láta á þetta
reyna. Við höfum haldið því á lofti
m.a. þegar við ræðum um þetta við
ungt fólk og börn sem þetta kemur
til með að ná til, að það þarf að efla
fræðslu á öllum stigum. Hvort sem
þetta frumvarp verður samþykkt
eða ekki þarf að tryggja að lýðræð-
isfræðslan í grunnskólum sé eins
góð og unnt er.“
Bjartsýn á að
kosningaaldur
lækki í 16 ár í vor
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
aðallega fólgin í því að þurfa að
koma fyrir réttinn. Það er hin eig-
inlega refsing,“ segir Rakel en
markmið ákvæðisins er að reyna að
höggva í eftirspurnarhlið vændis.
Þá kemur fram í ritgerðinni að
sektir fyrir vændiskaup á Íslandi
eru afar lágar. Í öllum málunum
frá 2013 var refsing fyrir ein vænd-
iskaup ákvörðuð 80.000 kr. fésekt
og árið 2014 var fésektin 100.000
kr. en sem fyrr segir voru 78 sak-
fellingar á þessum tveimur árum.
Þá var 25.000 kr. algeng fjárhæð
sem greidd er fyrri vændið. Kemur
fram í rannsóknum Rakelar að
meðalaldur vændiskaupenda á Ís-
landi var rétt undir fertugu, aðeins
hærri en í Svíþjóð. Aldursbil kaup-
enda var allt frá 18 til 78 ára.
anda fram og þar eru ekki lokuð
þinghöld. Það eru bara lokuð þing-
höld vegna brotaþola í Svíþjóð.“ Í
ritgerðinni kemur einnig fram að
enginn hæstaréttardómur hefur
fallið þar sem reynir einvörðungu á
1. mgr. 206. hgl. en nokkrir þar
sem reynir á önnur brot eins og
nauðgun samhliða vændiskaupum.
Varnaðaráhrifin skerðast
Rakel segir að málsmeðferð á Ís-
landi í vændismálum sé gagnrýn-
isverð en bæði eru þinghöld lokuð
og svo eru dómar ekki birtir og tel-
ur hún slíkt hafa neikvæð áhrif á
varnaðaráhrifin sem felast í ákvæð-
inu. „Rannsóknir sýna í Svíþjóð að
þeim sem eru dæmdir finnst ekkert
mál að fá sektina en refsingin er
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Rúmlega þrjú hundruð Íslendingar
leituðu sér læknismeðferðar erlendis
árið 2017 og fengu kostnaðinn niður-
greiddan af Sjúkratryggingum Ís-
lands (SÍ).
Samkvæmt tilskipun Evrópusam-
bandsins (ESB) um heilbrigðisþjón-
ustu yfir landamæri, svokallaðri
landamæratilskipun sem tók gildi 1.
júní 2016, á fólk innan aðildarríkja
EES rétt á að sækja sér heilbrigðis-
þjónustu til annarra aðildarríkja og
fá endurgreiddan útlagðan kostnað
sem samsvarar því að þjónusta hefði
verið veitt í heimalandi þess. Árið
2017 voru samþykktar 253 umsóknir
samkvæmt þeirri tilskipun. Af þeim
falla 56 umsóknir undir 2. gr. reglu-
gerðarinnar. Þar er um að ræða
þjónustu sem er í boði á Íslandi en
fólk velur að fá hana erlendis. Til að
fá aðgerðina niðurgreidda þarf að fá
samþykki frá SÍ fyrirfram. Þrjátíu
og þrjár þessara umsókna falla undir
9. grein um fyrirframsamþykki
Sjúkratrygginga um þátttöku í
kostnaði en sú læknismeðferð er
ekki endilega í boði hér á landi.
Þá eru 164 umsóknanna 2017
vegna nauðsynlegrar læknisþjón-
ustu vegna tímabundinnar dvalar er-
lendis, innan aðildarríkja EES. Frá
1. júní 2016 til ársloka voru slíkar
umsóknir 39, langflestar vegna
bráðameðferðar á Spáni. Árið 2016
nýttu fjórtán einstaklingar í viðbót
sér læknisþjónustu vegna landa-
mæratilskipunarinnar, samkvæmt 2.
og 9. gr.
Áframhaldandi aukning 2018
Læknismeðferðir eru greiddar að
fullu af SÍ ef beðið hefur verið lengur
en í 90 daga eftir aðgerð hér heima
og einstaklingurinn velur að bíða
ekki lengur og sækja sér læknis-
þjónustuna erlendis. 56 einstak-
lingar fengu niðurgreiddar slíkar
biðtímaaðgerðir árið 2017. Stærsti
hluti þeirra aðgerða voru liðskipti.
Nauðsynlegt er að afla samþykkis SÍ
fyrir aðgerðinni áður en haldið er út.
Samkvæmt upplýsingum frá SÍ er
90 daga biðtími einungis viðmiðunar-
biðtími og hver og ein umsókn yfir-
farin af fagráði SÍ. Ef mál er sam-
þykkt þá er greiddur ferðakostnað-
ur, dagpeningar, meðferðar-
kostnaður og mögulegur fylgdar-
mannskostnaður. Árið 2016 fóru
fimm einstaklingar í slíkar biðtíma-
aðgerðir erlendis.
Ljóst er að mikil fjölgun var á
þeim sem leituðu sér læknisþjónustu
erlendis bæði á grundvelli landa-
mæratilskipunarinnar og biðtíma-
ákvæðisins árið 2017. Búist er við
áframhaldandi fjölgun á þessu ári,
samkvæmt upplýsingum frá SÍ.
Fleiri leita sér lækninga erlendis
309 Íslendingar leituðu sér læknismeðferðar erlendis árið 2017 á grundvelli landamæratilskipunar
ESB og biðtímaákvæðis 56 fóru út eftir að hafa beðið eftir aðgerð hér heima í 90 daga eða lengur
Læknisþjónusta
» Árið 2017 voru samþykktar
253 umsóknir samkvæmt til-
skipun ESB um heilbrigðis-
þjónustu yfir landamæri, svo-
kallaðri landamæratilskipun
sem tók gildi 1. júní 2016.
» Einstaklingur getur valið að
sækja sér læknisþjónustu er-
lendis ef hann hefur beðið í 90
daga eða lengur eftir aðgerð
hér heima. Þær aðgerðir eru
greiddar að fullu af SÍ.
Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar, segir að það verði að taka mið
af því að mörg vændismál séu afgreidd með sektum en slíkt sé ekki óop-
inbert. „Við gáfum út tölur fyrir stuttu um að lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu hefði á síðustu 10 árum kært 150 einstaklinga fyrir kaup á
vændi. Hluti hefur farið fyrir dómstóla og hluti verið afgreiddur með
sektargerð,“ segir Snorri. „Það er í sjálfu sér ekki erfitt að komast að
því hvar vændi fer fram. Þunginn í þessum rannsóknum felst í því að ef
við erum að rannsaka vændismál þá eru oft gríðarlega margir kaupendur
sem eiga í hlut. Það er það sem veldur því að minna hefur verið gert í
gegnum tíðina. Síðastliðin ár hefur verið meiri forgangsröðun hjá okkur
gagnvart vændi.“ Hann segir að flest mál snúi að vændiskaupandanum
en á síðustu árum hafa tvö mál komið inn á borð lögreglunnar sem snúa
að milligöngu um vændi. Kom eitt slíkt mál upp árið 2009 og er annað
slíkt mál til rannsóknar núna.
Sektargerð algeng niðurstaða
150 EINSTAKLINGAR KÆRÐIR FYRIR VÆNDI SL. 10 ÁR
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Á árunum 2013 og 2014 voru sak-
fellingar fyrir kaup á vændi sam-
tals 78 en einungis tvær árið 2015
og engin árið 2016. Þetta kemur
fram í nýlegri meistaraprófsritgerð
Rakelar Þorsteinsdóttur í lögfræði
við Háskóla Íslands. Rakel tók þar
saman umfang og framkvæmd
dómstóla á 1. mgr. 206. gr. al-
mennra hegningarlaga sem lýsir
háttseminni að kaupa vændi sem
refsiverðri.
Rakel segir í samtali við Morg-
unblaðið að eitt að markmiðunum
hafi verið að skoða hvort ákvæðið
væri til þess fallið að draga úr
vændi. Þá voru lokuð þinghöld sem
einkenna vændiskaupmálin gerð að
umfjöllunarefni og stóð Rakel í
ströngu við að nálgast héraðsdóma
í vændiskaupamálum hérlendis en
einungis nokkrar dómsniðurstöður
héraðsdóma í 97 málum, á árunum
2009-2016 hafa verið birtar. „Ég
stóð í stappi við stjórnsýsluna og
að endingu fékk ég að koma í hér-
aðsdóm og skoða þessa dóma,“ seg-
ir Rakel. „Það er enginn sem segir
að við þurfum að birta dóma. Dóm-
stólaráð, sem er skipað á grundvelli
laga um dómstóla, ákveður að hafa
síðu og birta dóma. Þeir ákveða að
birta dóma samkvæmt sínum eigin
reglum en það þarf að gæta sam-
ræmis í því. Þetta er bara stjórn-
sýsla,“ segir Rakel en mun auð-
veldara var að nálgast sænska
dóma „Svíar birta ekki dómana
sína á vefsíðunni en ég óskaði eftir
dómum og þeir sendu mér dómana.
Þar kemur kennitala vændiskaup-
Morgunblaðið/Árni Torfason
Vændiskaup Samkvæmt greiningu á dómaframkvæmd er meðalaldur vændiskaupenda á Íslandi rétt undir fertugu.
Sakfellingum fyrir
vændiskaup fækkað
Meðaltal fésekta fyrir vændiskaup í kringum 100.000 kr.