Morgunblaðið - 09.01.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Dómstólasýslan, sem tók til starfa nú
um áramótin hefur sent Lögmanna-
félagi Íslands bréf, þar sem breytt
fyrirkomulag á tíðni reglulegra dóm-
þinga er kynnt.
Ólöf Finnsdóttir, framkvæmda-
stjóri Dómstólasýslunnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
reglulegum dómþingum yrði fækkað
úr tveimur í mánuði í eitt hjá svo-
nefndum einmenningsdómstólum.
„Regluleg dómþing hjá einmenn-
ingsdómstólunum fjórum, Héraðs-
dómi Vestfjarða, Héraðsdómi Norð-
urlands vestra, Héraðsdómi
Austurlands og Héraðsdómi Vestur-
lands, hafa verið tvisvar í mánuði en
verða hér eftir einu sinni í mánuði,“
sagði Ólöf.
Ólöf segir að tilgangurinn með
þessari breytingu sé að auka sveigj-
anleikann í kerfinu, svo að héraðs-
dómari í einmenningsdómstóli sé ekki
bundinn yfir reglulegum dómþingum
nema einu sinni í mánuði. „Nú er beð-
ið skipunar nýrra héraðsdómara og
hjá Héraðsdómi Vestfjarða verður
hér eftir faranddómari, sem getur
tekið að sér verkefni annars staðar
frá og getur fengið úthlutað verkefn-
um frá öðrum dómstólum ef á þarf að
halda. Lögin gera ráð fyrir að hægt sé
að hafa þrjá faranddómara,“ sagði
Ólöf.
„Afleit byggðastefna“
Byggðaráð Skagafjarðar bókaði
nýverið harðorða gagnrýni á fækkun
reglulegra dómþinga.
Í bókuninni segir m.a. „Byggðaráð
skorar á ráðherra að standa vörð um
Héraðsdóm Norðurlands vestra og
tryggja að tíðni reglulegra dómþinga
verði ekki skert. Ljóst er að með því
að fækka reglulegum dómþingum
myndi þjónusta við íbúa svæðisins
skerðast og er það verulega afleit
byggðastefna.“
Ólöf sagði um þessa gagnrýni að
við skoðun á fjölda mála hefði komið
fram að hann væri það lítill hjá ofan-
greindum einmenningsdómstólum að
fækkun úr tveimur í eitt dómþing í
mánuði ætti ekki að valda neinni rösk-
un á starfseminni, auk þess sem alltaf
yrði hægt að taka mál fyrir á milli
reglulegra dómþinga ef þörf krefði.
Ólöf segir að stjórn Dómstólasýsl-
unnar sé þessa dagana að ljúka
stefnumótunarvinnu. „Auðvitað
byggist stefnan á ákvæðum laganna
en við höfum að undanförnu verið að
fá að borðinu alla þá sem hagsmuna
eiga að gæta til þess að auðveldara
verði fyrir okkur að átta okkur á því
hvað bíður okkar á komandi árum,“
sagði Ólöf Finnsdóttir.
Hörð gagnrýni
á fækkun þinga
Segir verið að auka sveigjanleikann
Embætti faranddómara verða til
Annað þriggja mánaða tímabilið í röð
virðist hafa náðst árangur í viðleitni
Fiskistofu til að bæta endurvigtun á
ísuðum afla. Síðasta hálfa árið hefur
munurinn farið minnkandi hjá vigt-
unarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn
hafa staðið yfir við endurvigtun mið-
að við aðrar slíkar kannanir síðustu
tvö ár.
Eftirlitsmenn inni á gólfi
Eyþór Björnsson fiskistofustjóri
segir að gagnsæi upplýsinga virðist
veita aðhald og hvetji til þess að
menn vandi sig, en Fiskistofa byrjaði
fyrir tveimur árum að birta upplýs-
ingar um íshlutfall í afla. Hann segir
að vísbendingar séu um að vigtunar-
leyfishafar breyti um hegðum við yf-
irstöðu, sem er þá framkvæmd á
kostnað leyfishafa.
Fiskistofu hefur verið heimilt frá
síðasta vori að hafa eftirlitsmenn inni
á gólfi á kostnað vigtunarleyfishafa
við eftirlit með vigtun. Þessu ákvæði
hefur verið beitt og leiddi það til þess
að breytileiki í hlutfalli íss í þeim til-
vikum varð lítill sem enginn.
Veiðar, endurvigtun og verkun eru
víða á sömu hendi og geta ástæður
breytilegs íshlutfalls verið margvís-
legar. Ísaður fiskur er fyrst brúttó-
vigtaður á hafnarvog og svo er hann
endurvigtaður hjá fiskvinnslu þar
sem ísinn er skilinn frá aflanum.
Nettóvigtin, þ.e. aflinn án íss, er það
sem dregst frá kvóta bátsins. Þetta
kerfi býður heim þeirri hættu að fiski
sé komið framhjá vigt með því að
segja hann vera ís. Með því móti
gengur hægar á kvóta bátsins.
aij@mbl.is
Gagnsæi upplýsinga
veitir aðhald við vigtun
Minni frávik í íshlutfalli í afla
SMÁRALIND
www.skornirthinir.is
Kíktu á útsöluverðið!
TeporDry - 100% vatnsheldni
Innsóli: Ortholite
Sóli: Vibram
Mondeox Cesen OX 15
Útsöluverð
8.099
Verð áður 26.995
Stærðir 40-46
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Buxur á útsölu
50% afsláttur
Str.
36-52
BRIDS
SKÓLINN
Viltu læra að spila brids?
Námskeið fyrir byrjendur hefst 22. jan.
Átta mánudagskvöld frá 8-11 í Síðumúla 37.
Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir
neinni kunnáttu. Þú getur komið ein eða einn, með öðrum
eða í hóp og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða
þar á milli.
♦ Nánari upplýsingar og innritun í síma 898-5427
♦ Sjá ennfremur á bridge.is /fræðsla
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Rafhitarar
í skip, hús og sumarhús
Ryðfríir
neysluvatnshitarar
með 12 ára ábyrgð
Hitöld (element), hitastillar,
hitastýringar og flest annað
til rafhitunar
Við erum sérfræðingar í öllu sem
Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði
Sími: 565 3265
rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is
viðkemur rafhitun.
Síðdegis í gær hafði á fjórða tug
manna leitað á bráðadeild Land-
spítalans vegna hálkuslysa. Flug-
hálft hefur verið á höfuðborg-
arsvæðinu í kjölfar rigninga síðustu
daga. Voru víða stórir hálkublettir.
„Fólk er að brjóta sig, þetta eru
leiðindabrot bæði á ökklum og
höndum. Útlimabrot mikið en einn-
ig höfuðhögg,“ sagði Bryndís Guð-
jónsdóttir, deildarstjóri bráðadeild-
ar Landspítalans, þar sem álag
hefur verið mikið undanfarna daga
vegna hálkuslysa. Bryndís sagði í
samtali við mbl.is að víða þyrfti að
gera betur í hálkuvörnum bæði hjá
hinu opinbera en einnig hjá fyr-
irtækjum til að draga úr hættunni.
Áberandi væri t.d. að fólk hefði
dottið í kirkjugörðum.
Fjöldamörg hálkuslys í höfuðborginni
Knattspyrnufélag Akureyrar (KA) varð 90 ára í gær. Hús-
fyllir var á afmæliskaffinu í fyrradag í KA-heimilinu. Af-
mælishátíðinni verður framhaldið nk. laugardag, 13. jan-
úar, með samkvæmi í KA-heimilinu. Fram koma Eyþór
Ingi Gunnlaugsson, Hamrabandið, Vandræðaskáld og
Páll Óskar. Veislustjóri verður Sigurður Þorri Gunn-
arsson útvarpsmaður, en frá þessu segir í tilkynningu frá
félaginu. „Það var óvenjugóð mæting á afmæliskaffiboð
KA í ár en um 300 manns komu,“ segir Siguróli Magni
Sigurðsson, íþróttafulltrúi KA.
Heimildarmynd í vændum
„Við fórum yfir starfið á árinu, heiðruðum látna félaga
og landsliðsmennina okkar, en 29 félagar spiluðu fyrir Ís-
lands hönd á árinu. Kjör á íþróttamanni ársins var fært yf-
ir á laugardaginn, en þá verður samkvæmi í íþróttahúsi
KA í tilefni af stórafmælinu. Við höfum gefið út bækur á
stórafmælum en stefnum á að gefa út stutta heimildar-
mynd í staðinn í haust. Kynning á henni verður sýnd á
laugardaginn,“ segir Siguróli sem reiknar með að um 500
manns mæti. Dagskráin í afmæliskaffinu var með hefð-
bundnu sniði en Hrefna G. Torfadóttir formaður fór yfir
árið 2017 og minntist m.a. látinna félaga og helstu afreka
KA innan sem utan vallar. Ingvar Gíslason varaformaður
las upp annála deilda og voru landsliðsmenn KA heiðraðir
með rós. Ræðumaður dagsins var Katrín Káradóttir at-
hafnakona. Í lok dagskrárinnar var Böggubikarinn af-
hentur. Böggubikarinn var gefinn af Gunnari Níelssyni og
fjölskyldu til minningar um Sigurbjörgu Níelsdóttur, fyrr-
verandi starfsmann KA, sem lést aðeins 53 ára gömul árið
2011. Alexander Heiðarsson, júdó, var hlutskarpastur
meðal drengjanna en þær Berenika Bernat og Karen
María Sigurgeirsdóttir voru jafnar í tvennum kosningum
hjá stúlkunum og deila þær því bikarnum. ernayr@mbl.is
Margt um manninn í níutíu
ára afmæliskaffiboði KA
Ljósmynd/Þórir Tr.
Afmæliskaffiboð Landsliðsmenn KA heiðraðir með rós.