Morgunblaðið - 09.01.2018, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er eitt-hvað dul-arfullt við
það hvernig hug-
myndinni um
borgarlínu, eins og
nýtt kerfi almennings-
samgangna er kallað, hefur
vaxið ásmegin. Ljóst er að
kostnaður við þetta kerfi yrði
yfirgengilegur og hugmyndir
um væntanlega nýtingu þess
óskhyggja ein. Engu að síður
er talað um þessar hugmyndir
eins og þær séu sjálfsagður
hlutur, ekki feigðarflan.
Ekki eru þó allir jafn heill-
aðir af fásinnunni. Frosti Sig-
urjónsson, rekstrarhagfræð-
ingur og fyrrverandi
þingmaður, segir eins og fram
kom í Morgunblaðinu í gær í
grein um borgarlínu á vef sín-
um að borgarlína muni kosta
hvert heimili á höfuðborg-
arsvæðinu eina til tvær millj-
ónir króna. Rekstur hennar
muni síðan að auki kosta hvert
heimili tugi þúsunda króna á
ári til viðbótar stofnkostn-
aðinum.
Niðurstaða Frosta er sú að
borgarlína muni í engu spara
tíma eða auka þægindi. Þvert
á móti muni hún sólunda tíma
allra, sem komast ætla leiðar
sinnar, hvort sem þeir nota
línuna eða ekki. Þegar upp er
staðið muni íbúar á höfuðborg-
arsvæðinu verða fátækari
bæði af tíma og peningum.
Frosti reiknar út að þeir
sem ferðist með
borgarlínunni
verði að jafnaði 15
til 20 mínútur
lengur að komast
leiðar sinnar en
þeir sem aki um á rafbíl. „Þeir
sem meta tíma sinn mikils
munu því forðast að nota borg-
arlínu nema yfirvöld grípi til
aðgerða til að minnka þennan
mikla tímamun,“ skrifar
Frosti og bendir á að það sé
einmitt sú leið sem danska
ráðgjafarfyrirtækið COWI
bendi á.
Það væri með ólíkindum að
borgaryfirvöld færu að tefja
gagngert fyrir umferð með því
að þrengja götur og fækka
bílastæðum til þess að þvinga
almenning til að ferðast með
almenningssamgöngum.
Margar stórborgir heims
glíma við mikinn vanda vegna
umferðar. Myndu íslenskir
umferðarhnútar seint ná máli í
samanburði við þær stöppur,
sem myndast geta þar sem
ástandið er verst. Í slíkum
borgum kallar vandinn á stór-
tækar lausnir.
Nú skal ekki gert lítið úr
umferðinni á höfuðborg-
arsvæðinu. Þó er full ástæða
til að spyrja hvort ekki séu til
einfaldari, ódýrari og skilvirk-
ari lausnir en að ausa 150
milljörðum króna úr vösum
skattborgara í borgarlínu. Það
er hár verðmiði fyrir hæpna
tilraun.
Það á ekki bara að
búa til lausn – það á
líka að búa til vanda}
Hver borgar borgarlínu?
Nútímatæknigefur mikil
tækifæri sem áð-
ur voru jafnvel
fjarri ímyndunar-
aflinu, hvað þá
raunveruleik-
anum. Nú á fólk samskipti án
erfiðleika hvar í veröldinni
sem það er statt. Dugar til
þess lítið tæki sem flestir
hafa í vasanum og kallað er
sími, þó að tækið minni að-
eins að litlu leyti á samnefnd
tæki fyrri tíðar.
En jafn mikið þarfaþing og
síminn er þá þarf líka að var-
ast að ofnota hann. Þetta á
ekki síst við um notkun
barna, sem hætt er við að
verði úr hófi mikil og enginn
veit enn hvaða áhrif mun hafa
til lengri tíma litið.
Þeir eru til sem hafa mikl-
ar áhyggjur af vaxandi síma-
notkun barna og að minnsta
kosti einhverjir þeirra eru
hluthafar í Apple, einum
helsta símaframleiðanda
heims, og eiga tvo milljarða
dala í fyrirtækinu.
Þetta er svo sem
ekki stór hluti í
slíkum risa en það
vekur engu að síð-
ur athygli að slík-
ir hluthafar,
þeirra á meðal eftir-
launasjóður kennara í Kali-
forníu, skuli lýsa áhyggjum
af áhrifum símanotkunar á
börn og hvetji símaframleið-
andann til að grípa til að-
gerða til að takmarka óæski-
leg áhrif á æskuna.
Nú einskorðast möguleg
óæskileg áhrif af óhóflegri
símanotkun vitaskuld ekki
við ákveðna tegund símtækja.
Aðrir framleiðendur þyrftu
að hugsa sinn gang einnig og
bjóða foreldrum öflugri leiðir
til að stýra símanotkun og
stilla henni í eðlilegt hóf.
Um leið er þó rétt að hafa í
huga að ábyrgðin á þessu,
eins og öðru í uppeldi barna,
liggur fyrst og fremst hjá
foreldrum og öðrum forráða-
mönnum.
Stórir fjárfestar
hafa áhyggjur
og hvetja Apple
til aðgerða }
Snjallsímanotkun barna
R
íkisstjórnin fékk fyrsta fjárlaga-
frumvarp sitt samþykkt á dög-
unum og sýndi þar meðal ann-
ars á fyrstu skattaspilin. Því
miður verður að segja að sú
sýning var skattgreiðendum ekki sér-
staklega í hag. Í stjórnarsáttmálanum er tal-
að um fjármagnstekjuskatt og hótað að
hækka hann, en sagt að á móti því mætti
breyta skattstofninum þannig að skatturinn
leggist á raunávöxtun en ekki nafnávöxtun.
Við afgreiðslu fjárlaganna var svo annað at-
riðið efnt en ekkert raunhæft varð úr hinu.
Fjármagnstekjuskatturinn var hækkaður en
gjaldstofninn hafður óbreyttur. Hækkunin
mátti ekki bíða en það sem yrði skattgreið-
endum í hag, það þarf að skoða miklu betur.
Sparifjáreigandinn þarf því enn að borga
fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjunum sínum, þótt
hann fá litla sem enga raunávöxtun. Varla þarf að
segja neinum hvaða aldurshópur fer verst
út úr þessu.
Margir segja að ekki megi lækka skatta í
efnahagslegri uppsveiflu. Skattalækkun sé
olía á eldinn. En ættu þau rök þá ekki líka
að mæla með niðurskurði ríkisútgjalda? Ef
eyðsla almennings er hættuleg fyrir efna-
hagslífið, er þá eyðsla ríkisins eitthvað
betri? En stjórnmálamenn virðast ekki hafa
miklar áhyggjur af því að opinber eyðsla
auki þenslu. Þeir hrósa sér af útgjaldaaukn-
ingunni og halda að hún sé merki um mikla
sókn. Allt er kallað innviðir og þá þurfi að
efla. En hvað með venjulega skattgreið-
endur? Eru þeir ekki mestu innviðirnir? Er
ekki ástæða til að efla þá með myndarlegum
skattalækkunum?
bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Skattahækkanir strax, lækkanir síðar
Höfundur er alþingismaður.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Stjórnvöld boða í fjár-málastefnu til ársins 2022,sem lögð var fram á Alþingifyrir jól, framhald útgjalda-
aukningar, sem á sér ekki hliðstæðu á
síðustu áratugum. Raunvöxtur út-
gjalda skv. fjárlögum er um 8% frá
fyrra ári. Þetta kemur fram í álits-
gerð fjármálaráðs við nýja þings-
ályktunartillögu fjármála- og efna-
hagsráðherra um fjármálastefnu
fyrir árin 2018-2022.
„Aukning útgjalda sem jafn-
framt felur í sér að aðhaldsstigi sé
viðhaldið við þensluaðstæður kallar á
frekari tekjuöflun eða niðurskurð
annarra útgjalda eða blöndu hvors
tveggja. Ef stjórnvöld gera hvorugt
felur það í raun í sér að þau velta
ábyrgðinni yfir á stjórn peningamála,
að öðru óbreyttu,“ segir í kafla með
helstu ábendingum fjármálaráðs. Þar
er einnig bent á að framlögð fjár-
málastefna boði auknar fjárfestingar
í innviðum. Leiði þær fjárfestingar til
aukinnar framleiðni í hagkerfinu
dragi þær einnig úr framleiðslu-
spennu og minnki þörfina á aðhaldi til
lengri tíma.
Fjármálaráðið hefur það hlut-
verk að leggja mat á hvort fjár-
málastefnan fylgi grunngildum í
opinberum fjármálum og fjármála-
reglum skv. lögum. Ráðið ítrekar
fyrri ábendingar þess að erfitt sé að
rökstyðja skattalega ívilnun til ferða-
þjónustunnar umfram aðrar atvinnu-
greinar. Gagnrýnt er að viðhalda eigi
skattaívilnun greinarinnar sem sé
ekki til þess fallin að auka vöxt og
fjölbreytni í íslensku atvinnulífi.
Fjármálaráð kemur víða við í
álitsgerð sinni. Lýst er m.a. áhyggj-
um af einsleitni hvað varðar þjóð-
hagslíkön þau sem notast er við hér á
landi. Þetta leiði til þess að spár séu
svipuðum eiginleikum gæddar og
aukin hætta sé á að allir geri sömu
mistök við spágerðina.
Nú virðist sem aftur sé gefið í
Bent er á að til að viðhalda því
aðhaldsstigi sem boðað var í fyrri
fjármálastefnu sem lögð var til
grundvallar fjárlagafrumvörpum
2017 og því sem lagt var fram í sept-
ember sl. hefði þurft að draga úr út-
gjöldum í nýju fjármálastefnunni eða
auka skatttekjur svo afgangurinn
yrði meiri en lagt var upp með. Minn-
ir fjármálaráð á ummæli þess um síð-
ustu fjármálaáætlun um að svo virtist
sem stjórnvöld væru að stíga lausar á
bensíngjöfina þegar þau ættu að vera
að bremsa og áfram yrði slakað á að-
haldsstiginu. ,,Nú virðist sem verið sé
að gefa aftur í á sama tíma og óvissan
hefur aukist.“
Í umfjöllun um skattastefnuna
segir að það sé vel að stjórnvöld boði
aðgerðir í skattamálum en minnt er á
að gróflega megi áætla að hvert pró-
sentustig í grunnþrepi tekjuskatts
svari til 10-15 milljarða í tekjum hins
opinbera. „Skattalækkun á tímum
mikillar framleiðsluspennu getur
vart talist framlag til stöðugleika í
efnahagsmálum nema hún sé sett í
samhengi við annað. Slíkt er ekki
gert í stefnunni.“
Þá er bent á að í greinargerð
komi fram ótti um að yfirvofandi
kjarasamningalota muni fela í sér
launahækkanir umfram vöxt fram-
leiðslugetu og með tilheyrandi verð-
bólgu og samdrætti. Skattalækkun sé
ætlað að stuðla að hóflegri kjara-
samningum en ella. ,,Lækkun skatta
við þessar aðstæður leiðir til auk-
innar verðbólgu og er þar að auki
þensluhvetjandi, þ.e. ef önnur tekju-
öflun er ekki aukin eða dregið úr út-
gjöldum hins opinbera á sama tíma.
Stefnan útlistar engar slíkar aðgerð-
ir.“
Útgjaldavöxtur án
hliðstæðu í áratugi
Alþingi Fjármálastefnan liggur fyrir þinginu og hafði fjármálaráð tvær vikur til að leggja mat á hana.
Fulltrúar sveitarfélaga hafa verið
mjög ósáttir við skort á samráði
o.fl. varðandi markmið um af-
komu A-hluta sveitarfélaga þegar
fjármálastefna og fjármálaáætlun
hefur verið mótuð. Var því ákveð-
ið sl. vor að byrja strax undirbún-
ing vegna fjármálastefnunnar fyr-
ir 2018-2022. Sú vinna hófst þó
ekki fyrr en í nóvember sl., m.a.
vegna þingkosninganna. Þetta
kemur fram í umsögn Reykjavík-
urborgar við fjármálastefnuna. Í
bókun samráðsnefndar um op-
inber fjármál er lýst miklum efa-
semdum um mat, markmið og
framreikning á launakostnaði,
fasteignasköttum, fjárfestingu og
sölu á þjónustu. „Við framlagn-
ingu fjármálastefnu þarf að vekja
athygli á óvissu matsins, einkum
varðandi framvindu kjarasamn-
inga næstu misserin sem gæti
kallað á breytingar á forsendum
við gerð fjármálaáætlunar fyrir
tímabilið 2018-2022.“
Hafa miklar efasemdir
ÓVISSA KJARASAMNINGA