Morgunblaðið - 09.01.2018, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
Stund á milli stríða Undanfarna daga hafa verið miklar sviptingar í veðrinu og göngufærið verið með misjöfnum hætti á höfuðborgarsvæðinu, en aðalatriðið hefur verið að komast leiðar sinnar.
RAX
Hér getur að líta
„matsblað“ umsagn-
arnefndar um 33 um-
sækjendur sem sóttu
um 15 embætti dómara
við Landsrétt sl. vor.
Hafa margir þeirra,
sem tekið hafa þátt í al-
mennum umræðum um
málið, talið að hér væri
um að ræða stórasann-
leik um niðurröðun
umsækjenda eftir
hæfni. Frá henni hafi ekki mátt
víkja. Meira að segja sjálfur Hæsti-
réttur Íslands hefur talið í tveimur
dómum nýverið að það þarfnaðist
sérstakrar rannsóknar hjá ráðherra
að víkja í tillögum sínum til Alþingis
frá þeirri niðurröðun sem fram kem-
ur á þessu blaði. Og það eins þó að
lagaákvæði hafi kveðið skýrt á um
heimild ráðherrans til þess arna án
þess að þar væri minnst á slíka
skyldu. Rétturinn toppaði svo sjálf-
an sig með því að dæma mönnum
miskabætur fyrir að hafa ekki fengið
starf sem þeir sóttu um en fengu
ekki. Það er eins gott fyrir ríkissjóð
að leggja til hliðar fjármuni til að
eiga fyrir útgjöldum af þessu tagi í
framtíðinni.
Ef blaðið er skoðað sést þegar í
stað að niðurröðun umsækjendanna
byggist á algerlega ótækum aðferð-
um. Búin eru til „matshólf“ og kveð-
ið á um hvert vera skuli vægi hvers
og eins hólfs. Hér er ekki verið að
meta hæfni. Hafi átt að raða um-
sækjendum eftir aðferð matsblaðs-
ins þurfti varla matsnefnd til. Fyrir
liggur að einkunnagjöf í hverju hólfi
ræðst fyrst og fremst af þeim tíma
sem viðkomandi umsækjandi hefur
sinnt viðkomandi starfsþáttum.
Þetta mátti allt finna út án þess að
sett væri í nefnd.
Þessar aðferðir fela því ekki í sér
mat á hæfni umsækj-
enda. Miklu fremur má
segja að með þeim sé
verið að komast hjá því
að leggja mat á raun-
verulega hæfni þeirra.
Taldir eru út verð-
leikar í hverjum kassa
og samanlagðir verð-
leikarnir látnir ráða
niðurstöðunni.
Allir mega vita að
hæfni manna á tilteknu
fræðilegu sviði getur
ekki ráðist af því að
viðkomandi hafi komið víða við á
ferlinum. Þvert á móti kann slíkur
ferill að benda til þess að viðkomandi
sé ekki vel hæfur og hafi þess vegna
ekki getað haldist lengi í hverju því
starfi sem hann kann að hafa lagt
fyrir sig. Sá hæfasti í hópnum kann
að hafa ráðist til ákveðinna starfa í
upphafi síns ferils (sem dómari, lög-
maður, kennari eða stjórnsýsluhafi)
og sýnt svo mikla hæfni í lög-
fræðilegum efnum að sóst hefur ver-
ið eftir því að hann léti ekki af starfi
sínu. Slíkur maður á ekki möguleika
í excel-aðferð matsnefndar því hann
fær ekki stig í öðrum kössum en
þeim sem hann hefur alla tíð dvalist í
með svo farsælum hætti.
Á hinn bóginn má vel vera að ann-
ar umsækjandi, sem komið hefur
víða við á starfsferlinum, hafi sýnt
það og sannað í verkum sínum að
hann ætti aldrei að verða skipaður
dómari. Hann kann þannig að hafa
sannað vanhæfni sína, jafnvel á
hverju starfssviðinu á fætur öðru.
Slíkur maður skorar miklu fleiri stig
í excel-skjali dómnefndar en sá hæf-
asti eftir sjónarmiðunum að framan.
Það er svo kostulegt að heyra al-
þingismenn nota þetta sem tilefni til
að koma höggi á dómsmálaráðherr-
ann. Þeim ætlar seint að skiljast að
lágkúran í málflutningi þeirra sjálfra
er helsta ástæðan fyrir vantrú al-
mennings á hæfni þeirra. Þeir eru
reyndar svo heppnir að mælingin á
henni hefur aldrei ratað í excel. Og
ríkisrekni fjölmiðillinn tónar undir
og segir af þessu fréttir dögum sam-
an, án þess að víkja nokkru sinni að
því sem mestu skiptir um mat á
hæfni umsækjendanna.
Við skulum syngja saman línuna
sem sá mæti söngvari Freddie
Mercury söng: „The show must go
on“. Og taki nú allir undir.
Eftir Jón Steinar
Gunnlaugsson
» Þegar þessar aðferð-
ir eru skoðaðar sést
að þær fela ekki í sér
mat á hæfni umsækj-
enda. Miklu fremur má
segja að þetta séu að-
ferðir sem beitt er til að
þurfa ekki að leggja mat
á raunverulega hæfni
þeirra.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Stórisannleikur
M
en
nt
un
o
g
fra
m
ha
ld
s-
m
en
nt
un
Re
yn
sl
a a
f
dó
m
st
ör
fu
m
Lö
gm
an
ns
-
re
yn
sl
a
St
jó
rn
sý
sl
a
Ke
nn
sl
a
Fr
æ
ði
st
ör
f
St
jó
rn
un
Fr
um
vö
rp
o.
fl.
Al
m
en
n
st
ar
fs
hæ
fn
i
Ré
tta
rfa
r
Sa
m
ni
ng
o
g
rit
un
d
óm
a
St
jó
rn
þi
ng
ha
ld
a
Sa
m
ta
ls
St
að
a
Davíð Þór Björgvinsson 10 8 1,5 7,5 10 10 5,5 6,5 10 7 10 10 7,350 1
Sigurður Tómas Magnússon 1 6,5 3 7,5 10 6 4,5 10 10 10 10 10 6,775 2
Ragnheiður Harðardóttir 6,5 6 7 6,5 4 2 2,5 9 10 9 10 10 6,650 3
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson 2 4,5 10 6,5 3 3 7,5 2,5 10 7 10 10 6,600 4
Aðalsteinn E. Jónasson 5,5 0 8 7,5 6 8,5 7,5 5 10 7 10 10 6,500 5
Ingveldur Einarsdóttir 6,5 10 0 7,5 2 2 5,5 9 10 9 10 10 6,300 6
Eiríkur Jónsson 9 3,5 3 6,5 8 9 3,5 7,5 10 6 10 10 6,200 7
Kristbjörg Stephensen 6,5 0 7 10 1 0 10 9 10 6,5 10 10 6,050 8
Jóhannes Sigurðsson 6,5 0,5 9 3 7 7 7,5 7,5 10 7,5 10 10 6,000 9
Þorgeir Ingi Njálsson 2 9,5 0 7,5 3,5 3,5 6,5 0 10 9 10 10 5,800 10
Jón Höskuldsson 2 5,5 6 8 1 0 3,5 2,5 10 8 10 10 5,750 11
Jóhannes Rúnar Jóhannsson 1 0,5 9 5 6 4 7,5 4 10 9 10 10 5,675 12
Oddný Mjöll Arnardóttir 8 1,5 4 5 10 9 2,5 4 10 6,5 10 10 5,550 13
Ástráður Haraldsson 1 1 9 5 6 2 7,5 5 10 7 10 10 5,525 14
Hervör Þorvaldsdóttir 2 9,5 1,5 4 2 1 5,5 9 10 9 10 10 5,480 15
Helgi Sigurðsson 6,5 0,5 9 3 4 3 7,5 7,5 10 7,5 10 10 5,450 16
Ásmundur Helgason 4 6 0 8,5 3 5 1 4 10 8 10 10 5,400 17
Arnfríður Einarsdóttir 3 8,5 0 6,5 0 0 5,5 8 10 9 10 10 5,275 18
Bryndís Helgadóttir 2 0 5 10 0 0 9 4 10 8 10 10 5,150 19
Jónas Jóhannsson 3 7 5 1 2 3,5 2,5 6,5 10 9 10 10 5,100 20
Þórdís Ingadóttir 6,5 0 1,5 6 9 9 4,5 7,5 10 6,5 10 10 5,100 21
Sandra Baldvinsdóttir 6,5 6,5 1,5 6,5 1 2 1 2,5 10 8 10 10 5,050 22
Ragnheiður Bragadóttir 2 7 3 4 2 0 2,5 1 10 9 10 10 4,625 23
Björn Þorvaldsson 6,5 0,5 6 4 3 1 4,5 7,5 10 6 10 10 4,575 24
Nanna Magnadóttir 6,5 2,5 0 7,5 0 2 5,5 9 10 5,5 10 10 4,252 25
Baldvin Hafsteinsson 1 0 9 5 3 0 3,5 1 10 5,5 10 10 4,500 26
Ólafur Ólafsson 2 9,5 0 3 1 0 5,5 1 10 9 10 10 4,425 27
Guðrún Sesselja Arnardóttir 1 0 9 3 5 1 1 2,5 10 8,5 10 10 4,400 28
Bogi Hjálmtýsson 3 4 0 8,5 0 0 4,5 2,5 10 7 10 10 4,350 29
Jón Finnbjörnsson 3 9,5 0 0 3,5 3,5 1 5 10 9 10 10 4,325 30
Hildur Briem 6,5 5,5 1,5 3 3 1 2,5 2,5 10 7,5 10 10 4,200 31
Karl Óttar Pétursson 4 2 7 0 2 0 6,5 0 10 6 10 10 3,725 32
Soffía Jónsdóttir 3 0 7 3 0 0 1 0 10 6,5 10 10 3,525 33
Vægi 5% 20% 20% 20% 5% 10% 5% 5% 5% 5% 2,5% 2,5% 105%
Matsblað
umsagnar nefndar