Morgunblaðið - 09.01.2018, Page 22

Morgunblaðið - 09.01.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018 ✝ Gunnar ValurÞorgeirsson fæddist í Reykjavík 15. apríl 1918. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk í Reykjavík 30. desember 2017. Foreldrar hans voru Þorgeir Jörg- enson, stýrimaður, f. 1. maí 1865 á Hala í Ölfusi, d. 17. október 1938, og Louise Sím- onardóttir, húsmóðir, f. 31. desember 1876 á Hesti í Álfta- firði í Ögurhreppi, d. 20. desem- ber 1966. Systkini hans: Albert, f. 29. júlí 1905, Anna María Leopold- ina, f. 30. sept. 1907, Sigríður, f. 21. sept. 1909, Lúðvík Thorberg, f. 2. nóv. 1910, Camilla, f. 4. júlí 1913, Laufey, f. 14. ágúst 1914, Ólöf Kristín, f. 23. ágúst 1916, og fósturbróðir, Kormákur, f. 6. þeirra Hrund, Brynja Ása og Guðmundur Þór. 3) Erna, f. 29. nóv. 1955, m. Haukur Ólafsson, f. 29. nóv. 1950, börn þeirra Salka, Jökull. 4) Auður Björk, f. 3. nóv. 1962, maki Þórhallur K. Jónsson, f. 15. apríl 1957, börn þeirra eru Nína Louise, Viktor og Sonja. Gunnar Valur bjó alla sína tíð í Reykjavík, gekk þar í skóla og síðar til vinnu. Pappírspokagerðin var fyrsti vinnustaður hans og þar var hann sem ökumaður meðan hann vann sér inn fyrir vörubíl. Síðan tók Bretavinnan við, bæði við Reykjavíkurflugvöll og svo völlinn á Kaldaðarnesi. Þegar dró úr þeirri vinnu hóf hann störf í nýrri áfengisverslun við Snorrabraut. Síðar hóf hann af- leysingastarf hjá Slökkviliði Reykjavíkur sumarið 1945 og starfaði þar sleitulaust til 70 ára aldurs, í ríflega í 40 ár. Gunnar Valur var brunavörður nr. 24. Heiðursfélagi í Brunavarða- félagi Reykjavíkur og varð elst- ur félaga þar. Útför Gunnars Vals fer fram frá Áskirkju í dag, 9. janúar 2018, klukkan 13. september 1924. Gunnar Valur kvæntist 20. júní 1942 Guðmundu Erlendsdóttur hattasaumakonu, d. 11. sept. 2011. Hún var dóttir hjónanna Erlendar Pálma- sonar, stýrimanns og síðar útgerðar- manns, f. í Nesi í Norðfirði, f. 17. des. 1895, d. 22. feb. 1966, og Hrefnu Ólafsdóttur, verslunar- manns og húsmóður, f. Reykjum á Skeiðum 5. sept. 1894, d. 14. sept. 1980. Börn Gunnars Vals og Guð- mundu eru 1) Hrefna Guðrún, f. 2. okt. 1941, m. Jónas S. Ást- ráðsson, f. 24. nóv. 1940, börn þeirra Gunnar Valur, Marín Björk, Jónas Hrafn. 2) Louisa, f. 3. mars 1947, m. Birgir Þór Jónsson, f. 23. júlí 1947. Börn Vegferð Gunnars Vals Þorgeirssonar, heiðursfélaga Brunavarðafélags Reykjavíkur, lauk 30. desember 2017 á Hvíldarheimilinu Mörk. Hann kvaddi í návist dætra sinna, sem höfðu verið óþreyt- andi við daglegar heimsóknir frá fyrsta degi. Eiginkonu sína Guðmundu Erlendsdóttur hafði Valur misst árið 2011 en saman höfðu þau verið alla tíð og miss- ir hans því erfiður. Dætur þeirra voru fjórar, Hrefna var elst, svo Louisa þá Edda og loks Auður. Valur bjó heima í nokkur ár eftir lát Dídíar að Kleppsvegi 118. Hann var ekki nýgræðingur við eldavélina og hafði gaman af að tilreiða lambakjötið á sinn hátt. Gunnar Val sá ég fyrsta sinn árið 1956 er ég átti erindi við dóttur hans Hrefnu. Ekki vil ég segja að þunglega hafi verið tekið á móti mér en þessi hái maður í fullum einkennis- skrúða nýkominn af vakt hló ekki við stráklingi. Móðir Hrefnu, Guðmunda (Dídí) Er- lendsdóttir, leysti hnútinn á sinn ljúfa hátt og síðari komur voru léttari. Fljótlega var strákur tekinn í sátt. Valur var vel lesinn og haf- sjór af þekkingu óspar á sögur úr ýmsum áttum. Valur reykti pípu, átti 40+ stykki og gætti þeirra vel. Frábært var að fylgjast með töktunum sem fylgdu þegar pípan var kynnt og hægri fótur kominn yfir vinstra hné og ristin hreyfðist í takt við söguefnið. Lillehammer var uppáhalds pípugerðin og Edgeworth tóbakið. Frá fyrri árum þegar hann var bílstjóri hjá Pappírspokagerðinni og margt var brallað. Þá var ekki ónýtt að fræðast um Bretavinnuna, en Valur rak sinn eigin vörubíl og ók möl í flugvöllinn að Kaldaðarnesi. Síðan tóku við störf hjá Áfeng- isversluninni en fljótlega komst hann í draumastarfið sem brunavörður. Gaman er að geta þess að 15. apríl 2016 komu þeir Ari Hauksson, formaður Bruna- varðafélags Reykjavíkur, og Jónas Árnason varaformaður að Mörk til að heiðra sinn aldna félaga. Valur varð 98 ára þann dag og hafði verið í félaginu í 70 ár. Sá sem skrifar þessar línur veit ekki til þess að aðrir vinnu- staðir sinni sínum öldnu fé- lögum jafn vel og og þeir hjá Slökkviliðinu. Kaffi og kruðerí einu sinni í mánuði og þá gefa þeir sem enn eru starfandi þeim öldnu innsýn í hvað er að gerast og hvers sé að vænta. Það bregst varla að þeir sem ekki eru í útkalli mæta með okkur í kaffið hverju sinni, sagði Valur oft . Slökkviliðið var unun Vals og stolt, menn áttu allt undir félaga sínum og óhræddir við að taka áhættu í eldi ef aðstæður kölluðu. Brunavörður er ekki einn þegar á reynir. Hugurinn reikar til fyrri tíð- ar óteljandi ánægjustunda, meðal annars í sumarhúsinu í Grímsnesið, en Valur og Dídí áttu þar margar ánægjustundir með okkur og lögðu mörg ráð í reynslubankann. Þar undum við saman ófáar stundir við vanga- veltur um ræktun, kaffidrykkju og sagnastundir af ýmsum toga. Jónas S. Ástráðsson. Í dag kveðjum við yndislega afa Val, sem náði þeim merka áfanga að verða 99 ára og þrátt fyrir háan aldur var hann skýr. Hann var slökkviliðsmaður að starfi og það fannst okkur syst- kinum vera merkilegt. Afi Valur og amma Dídí voru einkar samrýnd hjón og gerðu margt saman með fjölskyldunni sinni. Við vorum svo heppin að á sumrin fóru þau með okkur í sumarbústaðarferðir og þá var margt brallað, bíltúrar um sveitirnar, göngu- og skoðunar- ferðir um nágrennið með kíkinn hans afa. Alltaf gaukaði hann að okkur brjóstsykursmolum og fleira góðgæti sem hann hafði í bílnum sínum. Afi Valur var sóldýrkandi og naut þess mikið að sóla sig á góðviðrisdögum. Stríðni var aldrei langt undan og ef maður var að skæla yfir einhverju rétti hann okkur brúnan bréfpoka og sagði okkur að skæla í hann. Við hættum auðvitað um leið. Þegar hann drakk kaffibollann sinn hreyfði hann litla fingur stríðnislega. Afi Valur keyrði ömmu út um allan bæ og nýtti hann tímann meðan hún verslaði til að sjæna bílinn sinn, en hann var alltaf með bón- og tvistpoka í bílnum. Jólaboðin á jóladag þegar öll stórfjölskyldan kom saman hjá afa og ömmu eru mjög minn- isstæð. Þótt afi Valur stæði vaktina hjá slökkviliðinu var byrjað á heitu súkkulaði og jólakökum og síðan var sest við langborð öll saman og jólakvöldsins not- ið. Skemmtileg jólaböll á Slökkviliðsstöðinni voru líka fastur liður með afa. Á seinni árum þótti afa Val mjög vænt um það þegar hann var heiðr- aður af Brunavarðafélagi Reykjavíkur. Afi Valur hafði mjög gaman af því að rifja upp og segja okk- ur sögur af sér og sínum og skemmtum við okkur við að hlusta. Við þökkum fyrir allar dýr- mætu minningarnar og stund- irnar sem við áttum með afa. Takk fyrir samfylgdina, elsku afi Valur. Þín barnabörn Hrund, Brynja Ása og Guðmundur Þór. Afi var æði, klár, hávaxinn, virðulegur, litríkur og sterkur persónuleiki sem mótaði okkur systkinin að mörgu leyti. Afi var slökkviliðsmaður í áratugi og var afskaplega stoltur af því starfi. Hann var elsti núlifandi brunavörður landsins um margra ára skeið og fékk við- urkenningu þegar hann hafði verið 70 ár í félaginu, það var honum stór stund. Okkur systk- inum fannst hann alltaf lang- flottasti slökkviliðsmaðurinn og það var hollt að alast upp við þá virðingu sem hann bar fyrir sínu starfi og var okkur góð fyrirmynd um vinnusiðferði. Sá elsti okkar fékk nafnið hans og var í sérstöku uppá- haldi af öllum barnabörnunum fyrir vikið og það var auðvelt að skynja þau sérstöku tengsl sem voru þeirra á milli, en afi fór þannig með það að það var sjálfsagt að hann héldi mest upp á nafna sinn. Við hin græddum á því að vera hvatvís og uppátækjasöm því það fannst afa skemmtilegt per- sónueinkenni. Hann lagði okkur lífsreglurnar af og til varðandi alls konar og flestar greyptust þær í hugann og ennþá rifjum við þær upp reglulega. Hann leiðbeindi bræðrum mínum t.d. um hvernig ætti að koma fram við konur og þar var virðing efst á blaði. Hann sagði okkur iðulega sögur frá Njálsgötunni þar sem hann ólst upp. Ég í hvatvísi minni fyrir tveimur ár- um skottaðist á Njálsgötuna og eitt leiddi af öðru og ég fékk að fara inn í húsið og taka myndir bæði inni og úti, þá var afi ánægður með hvatvísina. Við afi áttum margar algjörlega ómet- anlegar stundir með iPadinn að skoða myndir af Njálsgötunni og hann sagði alls konar sögur í tengslum við myndirnar, hvað hafði verið hvar og hvernig. Honum fannst við systkinin pínu „cool“ að aka öll um á mót- orhjólum en jafnframt pínu klikkuð líka og hann lá ekkert á þeim skoðunum, enda hefði það ekki verið honum líkt. Þegar við systkinin renndum til hans á hjólunum fannst honum gaman. Það eru fallegar minningar sem við eigum um hann og margar sögur sem verða sagðar um ókomna tíð af þessum merki- lega manni honum afa. Það er því fullt tilefni til að fagna lífs- hlaupi hans á þessum tíma, minnast hans með yl í hjarta og bros á vör og þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að njóta hans í svona mörg ár. Gunnar Valur Marín Björk Jónas Hrafn. Látinn er á nítugasta og ní- unda aldursári tengdafaðir minn Gunnar Valur Þorgeirs- son, fyrrum varðstjóri í Slökkviliði Reykjavíkur. Gunn- ar Valur var ætíð kallaður Valur og undir því nafni kynn- ist ég honum þó að dætur hans fjórar séu Gunnarsdætur. Valur var sannur öðlingur og minn- ingin um hann mun ylja okkur sem eftir lifum. Frá honum og eiginkonu hans, Guðmundu Er- lendsdóttur (Dídí), sem lést 2011, er kominn stór ættbogi. Hjónaband þeirra var einstak- lega kærleiksríkt og tilgerðar- laust enda þau búin að þekkjast frá barnsaldri. Ég minnist tengdaföður míns með mikilli vinsemd og þakk- læti, enda var Valur ljúfmenni og gull af manni. Ánægju- og fróðleiksstundirnar voru marg- ar, hérlendis sem erlendis, og sérstaklega minnist ég líflegra frásagna hans af lífinu í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar. Frekar en aðrir af hans kynslóð naut hann ekki langrar skólagöngu, en náttúrugreindur var hann. Hressir, ungir menn eru ætíð ævintýragjarnir og samir við sig og skipta þá tíma- skeið ekki máli. Hin unga Reykjavík, kreppu- og stríðs- áranna, stælti kraftinn í Vali og eftir að hann hafði sinnt ýmsum tilfallandi störfum varð Slökkvi- lið Reykjavíkur aðalstarfsvett- vangur hans. Valur hóf störf 1945 og starf- aði þar í ríflega 40 ár. Á seinni árum minntist hann ætíð ár- anna í slökkviliðinu með ánægju, bæði að Tjarnargötu 12 og í Skógarhlíðinni, og rifjaði upp hvernig hann og félagar hans hefðu á langri starfsævi tekist á við margan stórbrun- ann í Reykjavík við erfiðar að- stæður í misjöfnu veðri og oft lúin og vanbúin tæki. Yfirmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins eiga sérstakar þakkir skild- ar fyrir þá einstöku umhyggju sem þeir hafa sýnt brunavörð- um á eftirlaunum. Ættingjar þeirra hafa sannarlega tekið eftir því og þar verður trauðla betur gert. Valur hélt andlegri reisn sinni allt fram í andlátið og ellin fór um hann fremur mildum höndum. Áður en hann fluttist á hjúkrunarheimilið Mörk bjó hann árum saman einn og fórst það að sjálfsögðu vel úr hendi með aðstoð dætranna, Hrefnu, Louisu, Ernu og Auðar. Hann hafði þægilega nærveru þannig að fyrirhafnarlaust var að vera samvistum við hann. Alla tíð fylgdist Valur með fréttum líð- andi stundar og ekki er ofsög- um sagt að hann hafi fylgst með nær hverjum fréttatíma í Rík- isútvarpinu. Í ætíð hressilegum símtölum bæði til Bretlands og Indlands fékk ég yfirlit um það helsta sem gerst hafði í pólitík- inni á Fróni og ef ládeyða var í samfélaginu sagði hann mér gamlar skemmti- og lygasögur úr Reykjavík. Fróðleiksfús var hann og ern alla tíð og á seinni árum með sérstakan áhuga á byggðasögu. Skipti þá engu máli hvort um var að ræða sögu Skuggahverfisins, afdala Skaga- fjarðar eða leyndarmál Gríms- nes- og Grafningshrepps. Á seinni árum leitaði hugur hans löngum til æskuáranna á Njáls- götunni og hann var ætíð reiðubúinn að fræða um upp- vaxtarár sín og ævintýri í hinni gömlu Reykjavík. Hann leit jafnvel á það sem skyldu sína að koma fróðleik um lífið og til- veruna um miðbik síðustu aldar á framfæri við þá sem yngri voru. Fleiri en ég kunnu að meta það. Haukur Ólafsson. Gunnar Valur Þorgeirsson brunavörður er látinn í hárri elli. Valur, eins og hann var ætíð kallaður, hóf störf hjá Slökkvi- liði Reykjavíkur sumarið 1945, fyrst sem sumarafleysingamað- ur en var ráðinn brunavörður í desember sama ár. Hann varð innivarðstjóri árið 1969 og sinnti því starfi í tæp tuttugu ár þar til hann lét af störfum hjá slökkviliðinu vegna aldurs. Valur hélt tryggð við liðið alla tíð, var duglegur að heim- sækja félagana og taka virkan þátt í félagsstarfi eldri slökkvi- liðsmanna á meðan heilsa hans leyfði. Fyrir tæpum tveimur ár- um, á 98 ára afmælisdegi Vals, heiðruðu félagar hans í Bruna- varðafélagi Reykjavíkur hann, sem er gott dæmi um þann mann sem Valur hafði að geyma. Hann hafði þá verið fé- lagi í Brunavarðafélaginu í um 70 ár. Starf slökkviliðsmannsins hefur margt í för með sér um- fram önnur störf. Flestir sem það velja gera það að ævistarfi sínu vegna einlægs áhuga á björgunarstörfum og velferð samferðamanna sinna. Sterk tengsl myndast milli starfs- manna og má segja að í slökkvi- liðinu eignist menn aðra fjöl- skyldu. Valur var einkar þægilegur maður og jákvæður og vann sér traust og vináttu félaga sinna og virðingu þeirra sem fylgdu í kjölfarið. Slökkvistörf voru hans ær og kýr og honum var annt um velsæld félaganna. Löngu eftir að hann lét af störfum sýndi hann störfum liðsins mikinn og einlægan áhuga og fylgdist með nýjung- um og breytingum á tækni, búnaði og aðstöðu liðsins. Fyrir hönd slökkviliðsins þakka ég Val góð kynni og traust það sem hann hefur sýnt okkur félögunum alla tíð. Ég votta dætrum hans, mökum þeirra og afkomendum öllum mína dýpstu samúð. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Gunnar Valur Þorgeirsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR SVEINSSON, Oddabraut 18, Þorlákshöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Þorláksmessu. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju laugardaginn 13. janúar klukkan 14. Agnes Guðmundsdóttir Sveinbjörg Þórðardóttir Valgeir Einarsson Einar Valgeirsson Maria Criselda Bautidta Þórður Valgeirsson Sóley Gunnarsdóttir Agnes Valgeirsdóttir Gústaf Adolf Gústafsson Siguróli Valgeirsson Íris H. Hafsteinsdóttir og barnabarnabörn Svanhildur Helgadóttir og börn Móðir okkar, SIGRÍÐUR THEODÓRA SÆMUNDSDÓTTIR húsfreyja í Skarði, Landsveit, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, laugardaginn 6. janúar. Útför hennar fer fram frá Skarðskirkju laugardaginn 13. janúar klukkan 14. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Kristinn Guðnason Helga Fjóla Guðnadóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir, SIGRÍÐUR HRÓLFSDÓTTIR, varð bráðkvödd í Frakklandi laugardaginn 6. janúar. Útför hennar verður auglýst síðar. Gunnar Sverrisson Halldór Árni Gunnarsson Sverrir Geir Gunnarsson Þórunn Hanna Gunnarsd. Halldóra Sveinbjörnsdóttir Þóra Hrólfsdóttir Tómas Kristjánsson Halldóra Hrólfsdóttir Pétur S. Waldorff Sverrir Gunnarsson Sigríður H. Gunnarsdóttir Lára Sverrisdóttir Jón Höskuldsson og aðrir aðstandendur BJÖRG HERMANNSDÓTTIR handritalesari, Álfheimum 40, Reykjavík, frá Hrauni/Hánefsstöðum í Seyðisfirði, er látin. Hjalti, Hermann, Lilja og Bergur Þórisbörn og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.