Morgunblaðið - 09.01.2018, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
✝ Guðmundur Ás-björnsson
verkamaður fædd-
ist í Reykjavík 13.
febrúar 1956. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Selfossi 25.
desember 2017.
Foreldrar hans
voru Ásbjörn Guð-
mundsson bifreiða-
stjóri, f. 23.11. 1934,
d. 13.1. 1997, og
Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir
fangavörður, f. 2.3. 1938, d. 8.3.
1997.
Ásbjörn var sonur Guðmundar
Sigurðssonar og Málfríðar Jós-
epsdóttur á Höfða í Eyjahreppi.
Guðrún Jóna var dóttir Sigurjóns
Gestssonar og Herdísar Jóns-
dóttur á Hurðarbaki í Kjós. Al-
bróðir Guðmundar var Jón Ás-
björnsson, f. 11.3. 1958, d. 7.4.
2011. Börn hans eru Sigmar Örn,
f. 28.11. 1979, Hanna, f. 5.11.
1986, Iðunn Móna, f. 7.1. 1991, og
Haraldur Hrafn, f. 9.7. 1993.
Bræður Guðmundar sam-
mæðra eru: Sigurjón Guðmunds-
upp hjá móðurömmu sinni að
Hurðarbaki í Kjós, þar sem hann
umgekkst dýrin og sinnti al-
mennum sveitastörfum. Er hann
bjó í Kópavogi starfaði hann
meðal annars á loftpressu hjá
Kópavogskaupstað, við vöru-
birgðir hjá Síldarútvegsnefnd og
við almenna verkamannavinnu í
Straumsvík. Guðmundur bjó hjá
móður sinni þar til hún lést en þá
flutti hann til Svíþjóðar og bjó í
Munkadal hjá Jóni, bróður sínum,
og Pierinu, mágkonu sinni, og
þar vann hann m.a. við skógar-
högg. Hann flutti á Selfoss árið
2000 og bjó þar til dauðadags. Á
Selfossi bar Guðmundur út Morg-
unblaðið, starfaði svo hjá Vinnu-
og hæfingarstöðinni Viss og síð-
ast hjá Mjólkursamsölunni á Sel-
fossi.
Guðmundur æfði lyftingar af
kappi, botsía og knattspyrnu hjá
Íþróttafélaginu Suðra á Selfossi.
Árið 2015 keppti hann fyrir hönd
Íslands á Ólympíuleikum fatlaðra
í Los Angeles og var elsti kepp-
andinn. Þar keppti hann í kraft-
lyftingum, 74 kg flokki, náði
fjórða sæti í bekkpressu og
fimmta sæti í réttstöðulyftu, hné-
beygju og að öllu samtöldu.
Útför Guðmundar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 9. janúar
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
son, f. 16.2. 1965, d.
19.2. 1965, Sigurjón
Guðmundsson, f.
16.2. 1965, kvæntur
Halldóru Gísladótt-
ur, og Daníel Guð-
mundsson, f. 25.10.
1966, kvæntur Elínu
Eddudóttur. Fóst-
urfaðir Guðmundar
var Daníel Guð-
mundur Svein-
björnsson, f. 4.8.
1933, d. 24.8. 1979.
Systkini Guðmundar samfeðra
eru: Jóhannes Harnald Ásbjarn-
arson, f. 7.1. 1952, í sambúð með
Láru Ósk Sigurðardóttur, Guð-
rún Ásbjörnsdóttir, f. 18.4. 1959,
gift Jóni Helga Guðmundssyni,
Ólöf Ásbjörnsdóttir, f. 9.9. 1959,
gift Sigurði Gunnarssyni, Linda
Ásbjörnsdóttir, f. 8.8. 1961, gift
Andrési Óskarssyni, Arnbergur
Ásbjörnsson, f. 14.7. 1963, og Sig-
urður Ásbjörnsson, f. 11.3. 1964,
kvæntur Unni Gunnarsdóttur.
Guðmundur ólst upp í Kópa-
voginum og gekk í Safamýrar-
skóla. Að hluta til var hann alinn
Það var stillt veður á jóladags-
kvöld þegar þú, kæri bróðir,
kvaddir þennan heim á Sjúkra-
húsinu á Selfossi, eftir heilablóð-
fall sem þú fékkst í nóvember síð-
astliðnum.
Mín fyrsta minning um þig er
þegar við bjuggum í Melgerði í
Kópavogi og þú kynntir fyrir
okkur bræðrunum Kanasjón-
varpið. Þitt helsta áhugamál voru
bíómyndir sem síðar færðist yfir í
VHS-spólur, DVD-diska og Blue
Raydiska. Þú varst alltaf dugleg-
ur til vinnu. Ég man eftir því að
þú varst ávallt tilbúinn hálftíma
áður en þú varst sóttur á morgn-
ana þegar þú vannst hjá Kópa-
vogsbæ á sínum tíma. Stundvísi
var þitt mottó. Þú varst einnig
duglegur að tefla við okkur bræð-
urna og það er þér að þakka að ég
kann að tefla af einhverju viti.
Þér leið alltaf vel í sveitinni þar
sem þú ólst upp á tímabili með
Herdísi, ömmu okkar, og Her-
manni frænda að Hurðarbaki í
Kjós.
Þangað þótti þér gaman að
fara í bíltúr og rifja upp gamlar
og góðar minningar frá Kjósinni,
sem var að þínu mati eitt besta
sveitahérað landsins.
Veðurfarið á Íslandi var þér
afar hugleikið. Þú varst alltaf að
spá fyrir um veður, hvort það
yrði harður vetur eða mildur,
sumar og sól eða hvort það yrði
rigningasumar. Ég á eftir sakna
samtala okkar um veðrið.
Mundi bróðir var einstaklega
ljúfur með létta lund, jákvæður
og duglegur. Hann var góður fé-
lagi, ættrækinn með eindæmum
og minnugur á alla afmælisdaga í
fjölskyldunni.
Undanfarin ár var hann mjög
virkur í Íþróttafélagi Suðra á Sel-
fossi en þar stundaði hann af
miklu kappi botsía, lyftingar,
knattspyrnu og sund. Vann hann
til ýmissa verðlauna á íþróttaferli
sínum.
Ég kveð þig, kæri bróðir, og vil
þakka þér fyrir góða samfylgd í
gegnum tíðina. Ég leita huggun-
ar í yndislegum minningum sem
tengjast þér.
Elsku Mundi bróðir, hvíl í friði
og hafðu þökk fyrir allt.
Sigurjón.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku Mundi mágur, þú varst
einstakur drengur. Minning þín
lifir. Takk fyrir allt.
Halldóra Gísladóttir.
Í dag kveðjum við Guðmund
Ásbjörnsson, samferðamann
okkar til margra ára. Hann var
einn af mörgum sem þáðu þjón-
ustu frá okkur í frekari liðveislu.
Guðmundur hafði gaman af að
segja okkur sögur frá því hann
var yngri, úr Kjósinni eða Kópa-
voginum.
Áhugamálin voru mörg og átti
hann mikið safn af DVD-diskum
og passaði upp á að við fylgdumst
með helstu nýjungum í þeim
efnum, hann hjólaði mikið og fór í
sund á hverjum degi, æfði fót-
bolta, lyftingar og botsía með
íþróttafélagi Suðra, árið 2015 fór
hann á Special Olympics í Los
Angeles og keppti þar í kraftlyft-
ingum.
Svo vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín geta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Við þökkum Guðmundi fyrir
samfylgdina og vottum aðstand-
endum hans samúð.
Fyrir hönd starfsfólks í frekari
liðveislu,
Brynhildur Jónsdóttir.
Í dag kveðjum við okkar kæra
vin Guðmund Ásbjörnsson. Þessi
mikli snillingur er farinn. Hann
byrjaði í Suðra (Íþróttafélag fatl-
aðra á Suðurlandi) með miklu
trompi. Æfði botsía, golf og fót-
bolta og mætti á sundæfingar.
Þegar við byrjuðum að bjóða upp
á lyftingaæfingar mætti Gummi
okkar að sjálfsögðu og massaði
þær. Árið 2014 tilnefndum við
hann sem íþróttamann Árborgar,
þar sem hann var búinn að sýna
miklar bætingar, góða ástundum
og góðan liðsanda. Ári síðar fór
kappinn á Special Olympics-leik-
ana í Los Angeles og keppti þar
elstur allra í lyftingum.
Síðustu ár æfði hann lyftingar
og botsía með okkur, fór á fjöl-
mörg mót og skemmti sér og öðr-
um konunglega.
Þegar ég talaði við félaga hans
í Suðra um Guðmund var ekki
fátt um svör. „Bróðir, fyndinn,
traustur vinur, með góðan húm-
or, góður liðsfélagi, Suðralingur,
hafði alltaf svör við öllu.“
Elsku vinir og fjölskylda
Gumma, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð.
Hvíldu í friði kæri vinur.
Í minningunni
sé ég þig
og um leið þá líður mér aðeins betur
Þú nærð mér í neyð
og um leið
vaknar vorið inní mér, enginn vetur
Í stormi og byl
man ég þig
og um leið þá líður mér aðeins betur
í sorg og í sút
mætir þú
og ég veit þú gerir allt sem þú getur
því þannig ert þú.
(Páll Óskar Hjálmtýsson)
Fyrir hönd allra í Suðra
Þórdís Bjarnadóttir
Guðmundur
Ásbjörnsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi.
STEFÁN PÁLSSON,
f.v. bankastjóri,
Efstaleiti 12,
sem lést þriðjudaginn 2. janúar, verður
jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 12. janúar
klukkan 14.
Arnþrúður Arnórsdóttir
Páll Stefánsson
Guðrún E. Stefánsdóttir Eilif Broder Lund
Helga I. Stefánsdóttir Guðmundur Kristjánsson
Auður Stefánsdóttir Hermann Arason
barnabörn og barnabarnabarn
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR JÓHANN CLAUSEN
bifreiðarstjóri,
Drekavogi 4a,
lést á Landspítalanum 12. desember.
Jarðarför hefur farið fram.
Þökkum auðsýnda samúð.
Heiða Guðjónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ÓLAFUR M. KRISTINSSON,
fv. skipstjóri og hafnarstjóri,
Höfðavegi 39, Vestmannaeyjum,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
4. janúar. Útför hans fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum
laugardaginn 13. janúar klukkan 11.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Krabbavörn Vestmannaeyja.
Inga Þórarinsdóttir
Helga Ólafsdóttir
Lilja Ólafsdóttir Gunnar Sigurðsson
Guðlaugur Ólafsson Kristín Sigurðardóttir
Margrét A. Jónsdóttir
Hildur Ólafsdóttir Greg Dixon
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐRIK SÓFUSSON,
Safamýri 46, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 4. janúar.
Jarðsungið verður frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 16. janúar klukkan 13.
Ingunn Hlín Björgvinsdóttir
Björgvin S. Friðriksson Adda Björk Jónsdóttir
Friðrik M. Friðriksson Gunnrún Gunnarsdóttir
Guðný Hlín Friðriksdóttir Karel Ómar Guðbjörnsson
Friðgerður M. Friðriksdóttir Ófeigur Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RANNVEIG JÓNA TRAUSTADÓTTIR,
Syðri-Hofdölum,
Skagafirði,
lést miðvikudaginn 3. janúar.
Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 13.
janúar klukkan 11. Jarðsett verður í Hofsstaðakirkjugarði.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hofsstaðakirkju, Skagafirði,
kt. 6301690389 reikn. 0310-26-16373
Valgerður Kristjánsdóttir Jónas Sigurjónsson
Trausti Kristjánsson Ingibjörg Aadnegard
Kristján Bjarki Jónasson Gerður Kristný Guðjónsdóttir
Rannveig Jóna Jónasdóttir Robert Kluvers
Atli Már Traustason Ingibjörg Klara Helgadóttir
Trausti Valur Traustason Gunnhildur Gísladóttir
Helgi Hrannar Traustason Vala Kristín Ófeigsdóttir
Ísak Óli Traustason Bríet Guðmundsdóttir
og langömmubörnin
Þakkarkveðjur og hlýhug sendi ég vegna andláts og útfarar
systur minnar,
DR. ÓLAFÍU EINARSDÓTTUR,
sem lést í Lungby, Danmörku, í desember síðastliðinn.
Björg Einarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GYÐA GUNNARSDÓTTIR,
Snælandi 2, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 20. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Þökkum góða aðhlynningu á Landspítala við
Hringbraut.
Snæbjörn Kristjánsson
Matthildur Kristjánsdóttir
Gunnar Kristjánsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR KJARTANSSON,
Hólavallagötu 11,
lést á Landspítalanum Fossvogi
mánudaginn 1. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. janúar
klukkan 11.
Villa María Einarsdóttir
Kjartan Ólafsson Anna Guðmundsdóttir
Einar Ólafsson Þ. Ester Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn