Morgunblaðið - 09.01.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 09.01.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018 Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is Sími: 535 9000 | bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð Vottaðir hágæða VARAHLUTIR í flestar gerðir bifreiða Siðan 1962 Bílanaust er einnig í Kópavogi – Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum Baltasar fæddist í Barcelona á Spáni og ólst þar upp. Hann út-skrifaðist sem myndlistarkennari frá Háskólanum í Barce-lona 1961, stundaði myndlistarnám við Baux Art í París, nám í grafík í Bandaríkjunum og lærði og rannsakaði freskutækni í Mexíkó. Hann kom til Íslands 1961 og var þá m.a. á síld fyrir norðan, féll fyrir landi og þjóð, kom aftur hingað skömmu síðar og féll fyrir Kristjönu, konu sinni, og hefur búið í Kópavogi frá 1963. Baltasar er í hópi virtustu myndlistarmanna okkar og þekktur fyrir sínar stóru veggmyndir, s.s. skreytingu Flateyjarkirkju og fresku í Vífilsstaðakirkju, stærstu kirkjuskreytingu hér á landi. Kristjana Samper er myndhöggvari en börn þeirra eru Mireya myndhöggvari; Baltasar Kormákur, leikari og leikstjóri, og Re- bekka Rán myndlistarkona. Baltasar hefur aldrei verið mikið fyrir afmælistilstand: „Ég hefði líklega aldrei haft rænu á að halda upp á afmælin mín ef eig- inkonan og fjölskyldan gengju ekki í málið og gerðu okkur daga- mun. Nú erum við á faraldsfæti og höldum upp á daginn á Te- nerife.“ Ertu enn að mála á fullu? „Auðvitað. Ég fer rólega af stað, undirbý daginn, er byrjaður að vinna fljótlega upp úr hádegi og vinn oft fram á kvöld.“ Eigum við von á sýningu á næstunni? „Ekkert planað en aldrei að vita. Þannig er lífið“ – segir Baltas- ar og hlær. Morgunblaðið/Eggert Glæsileg hjón Baltasar og Kristjana, kona hans, myndhöggvari. Málar enn á fullu Baltasar Samper er áttræður E inar Guðberg Gunn- arsson fæddist að Tjarnargötu 6 í Kefla- vík 9.1. 1948 og hefur alið allan sinn aldur í Bítlabænum: „Ég var í sveit að Hrís- arkoti í Helgafellssveit þegar ég var 14 ára, fór 15 ára á snurvoð á Mána KE 94 en um páskana þegar ég var 16 ára, á heimleið úr skólanum með falleinkunn, 4,5, sturtaði ég úr skóla- töskunni í ruslatunnu við skólann, kveikti í, fleygði töskunni á eldinn og stóð upp af skólabekk sem tossi. Átta árum síðar vaknaði hjá mér áhugi á frekara námi. Ég lauk gagn- fræðaprófi, skellti mér í Iðnskólann, lauk sveinsprófi í húsasmíði og auk þess einkaflugmannsprófi. Í kjölfar- ið lauk ég meistaraprófi í húsasmíði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Ég Einar Guðberg Gunnarsson húsasmíðameistari – 70 ára Golfvinir í Leirunni Talið frá vinstri: Júlíus J. Jónsson, forstjóri HS veitna, Þorsteinn Erlingsson skipstjóri og út- gerðamaður, Steinar S. Sigtryggsson, umboðsmaður Olís á Suðurnesjum, og loks afmælisbarnið. Dramatískt uppgjör við barnaskólann Eggson listamaður Einar með hluta af tveimur verkum sínum í bakgrunni. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Eufemía Waage Í pistlinum Merkir Íslendingar sem birtist í blaðinu laugardag- inn 6.1. sl. er því ranglega haldið fram að Eufemía hafi búið hjá nöfnu sinni og frænku Gísladótt- ur síðustu 20 árin. Hins vegar bjó Eufemía Gísladóttur hjá nöfnu sinni Waage. Hákon Waage hefur aldrei verið mynd- listarmaður en áhugamaður um myndlist. Aðstandendur eru beðnir vel- virðingar á þessari ónákvæmni. LEIÐRÉTT Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barns- fæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.