Morgunblaðið - 09.01.2018, Síða 27
hafði eitthvað misreiknað eigin
námsgetu því ég lauk meistaranám-
inu með einkunnina 9,23.“
Einar hóf fasta vinnu sem tækja-
maður í fiskverkunarhúsinu Atl-
antor. Hann réði sig sem sópara í
Gluggasmiðjunni Ramma 17 ára,
varð þar framleiðslustjóri 19 ára,
eignaðist fyrirtækið með tveimur fé-
lögum, Sigurþóri Stefánssyni, Gísla
Grétari Björnssyni og Húsagerðinni
ehf. en þeir seldu Ramma eftir 10
ára rekstur.
Einar réði sig sem fram-
kvæmdastjóri í Golfklúbbi Suð-
urnesja og starfaði þar í tæp 6 ár og
skilaði þar góðu búi. Þá gerðust þeir
Einar og Sigþór aftur samstarfs-
félagar, ásamt Jóni Ármanni Ar-
noddssyni, og stofnuðu bygging-
arfélagið Meistarahús ehf. í miðri
byggingarbólu 1998 og stóðu þar
saman í gæfusömum rekstri þar til
næsta bóla sprakk og bankarnir
hrundu 2008.
Rekstrinum var þannig háttað að
þeir þrír voru á launaskrá hjá félag-
inu og með allar framkvæmdir í und-
irverktöku og gátu því slökkt ljósin
og selt lausafjármuni á skömmum
tíma. Að því loknu hætti Einar störf-
um og snéri sér að listmálun, ljós-
myndun og golfinu.
Einar gekk ungur í Sjálfstæð-
isflokkinn, var formaður ungra sjálf-
stæðismanna í Keflavík um árabil,
var einn af stofnendum Þroskahjálp-
ar á Suðurnesjum, 1977, og fyrsti
formaður þess fyrstu sex árin og
hefur verið virkur þátttakandi í
mörgum öðrum félögum í gegnum
tíðina.
Auk þess að vera atvinnugolfari er
Einar afbragðsteiknari og málar
mikið: „Mér var oft hrósað fyrir ná-
kvæmar teikningar þegar ég var
barn og unglingur. Ég fór hins vegar
ekki á myndlistarnámskeið fyrr en
börnin voru farin að heiman. Síðan
þá hef ég fengist við myndlist, tek
svona tarnir á milli þess sem ég er á
golfvellinum. Það er því myndlistin
og golfið sem gefa lífinu gildi – og
síðan náttúrlega fjölskyldan.“
Fjölskylda
Eiginkona Einars er Guðný Sig-
urðardóttir, f. 19.12. 1948.
Fyrri kona Einars var Viktoría
Hafdís Valdimarsdóttir, f. 1.6. 1951,
d. 21.12. 1996.
Börn Einars eru Valur Guðberg
Einarsson, f. 16.1. 1971, búsettur í
Reykjanesbæ; Haukur Guðberg
Einarsson, f. 2.11. 1972, skipstjóri í
Grindavík, en kona hans er Ágústa
Inga Sigurgeirsdóttir og eru barna-
börnin Alexandra Marý Hauks-
dóttir, f. 1994 og Viktor Guðberg
Hauksson, f. 2000; Elín Ása Ein-
arsdóttir, f. 13.10. 1977, hár-
greiðslumeistari í Reykjanesbæ en
maður hennar er Júlíus Gunn-
laugsson flugvélamálari og eru börn
þeirra Hafís Líf Víðisdóttir, f. 1999,
Júlía Mist Víðisdóttir, f. 2004, og
Aníta Mjöll Ólafsdóttir, f. 2011 en
stjúpsonur Elínar Ásu er Guð-
mundur Agnar Júlíusson, f. 2000;
Fósturbörn Einars eru Sigurður
Jóhann Geirfinnsson, f. 13.8. 1964,
húsasmiður í Reykjanesbæ, en kona
hans er Hrefna Höskuldsdóttir,
þroskaþjálfi og skjalavörður, og eru
barnabörnin Díana Huld Sigurð-
ardóttir, f. 1987, en sonur hennar er
Daníel Ingvi, f. 2015, Hafþór Guð-
berg Sigurðsson, f. 1992, Guðlaugur
Guðberg Sigurðsson, f. 1997, og
Guðný Hanna Sigurðardóttir, 1997,
og Anna Birgitta Geirfinnsdóttir, f.
1.1. 1970, endurskoðandi í Reykja-
nesbæ en maður hennar er Ívar Val-
bergsson, vélfræðingur og kennari,
og eru barnabörnin Finnur Guðberg
Ívarsson, f. 2004, og Guðbjörg Sofie
Ívarsdóttir, f. 2008.
Systkini Einars eru Bergþóra
Hulda Gunnarsdóttir, f. 30.8. 1945,
húsfreyja; Júlíus Halldór Gunn-
arsson, f. 18.2. 1949, vélstjóri; María
Gunnarsdóttir, f. 23.8. 1950, d. 7.9.
2011, sjúkraliði; Salvör Gunn-
arsdóttir, f. 26.11. 1953, bókasafns-
vörður; Lúðvík Guðberg Gunn-
arsson, f. 27.7. 1955,
pípulagningameistari.
Foreldrar Einars voru Gunnar
Einarsson, f. 29.5. 1919, d. 10.12.
2004, bílstjóri, og Bergey Jóhanna
Júlíusdóttir, f. á Horni í Skorradal
3.1. 1922, d. 24.11. 1979, húsfreyja.
Einar Guðberg
Gunnarsson
Guðný Eyjólfsdóttir
húsfr. í Miðkoti
Páll Bergsson
útvegsb. í Miðkoti í Hvalsnessókn
Salvör Halldóra Pálsdóttir
húsfr. í Miðkoti
Júlíus Jón Eiríksson
b. í Miðkoti í Hvalsnessókn
Bergey Jóhanna Júlíusdóttir
húsfr. í Keflavík
Halla Guðbjörg Þórðardóttir
húsfr. í Miðnesi
Eiríkur Jónsson
b. í Miðnesi
Helga Gísladóttir
vinnuk. í Sandgerði
Guðmundur Jónsson
sjóm. í Sandgerði
María Guðmundsdóttir
húsfr. og líknarkona í Keflavík
Einar Guðbergur Sigurðsson
skipstj. og útgerðam. í Keflavík
Guðný Ólafsdóttir
húsfr. í Keflavík
Sigurður Jón Klemensson
sjóm. í Keflavík
Úr frændgarði Einars Guðbergs Gunnarssonar
Gunnar Einarsson
bílstjóri í Keflavík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Sigurður Júlíus Jóhannessonfæddist á Læk í Ölfusi 9.1.1868. Foreldrar hans voru Jó-
hannes Jónsson bóndi og Guðlaug
Hannesdóttir húsfreyja.
Árið 1905 kvæntist Sigurður Hall-
dóru Þorbergsdóttur Fjeldsted og
eignuðust þau tvær dætur, Svanhvíti
Guðbjörgu (Gordon Josie) lögfræð-
ing og Málfríði Sigríði kennara.
Sigurður ólst upp í sárri fátækt,
elstur átta systkina. Þegar hann var
ellefu ára var æskuheimili hans leyst
upp og fjölskyldan flutt hreppaflutn-
ingum í Borgarfjörðinn og ólst hann
eftir það upp á Svarfhóli í Stafholts-
tungum.
Sigurður lauk stúdentsprófi frá
Lærða skólanum í Reykjavík 1897.
Hann lagði stund á læknisfræði,
fyrst hér á landi, en flutti nánast
félaus vestur um haf, stundaði síðan
læknanám í Chicago í Bandaríkj-
unum, lauk þar læknisprófi 1907 og
stundaði læknastörf um skeið. Þá
lauk hann fyrrihlutaprófi í guðfræði
við lúterskan prestaskóla í Chicago.
Sigurður var lengst af ritstjóri og
rithöfundur og lengi búsettur í
Winnipeg í Kanada. Hann var mikill
barnavinur, einn af stofnendum
Æskunnar 1897 og ritstjóri hennar.
Auk þess ritstýrði hann barnablöð-
unum Sólskini, Sólöld og Veröld sem
komu út í Kanada. Þá var hann rit-
stjóri Lögréttu í Winnipeg um skeið.
Sigurður var hugsjónamaður sem
lét ekki aðra segja sér fyrir verkum.
Hann var mikill bindindissinni og
forvígismaður í bindindismálum
Vestur-Íslendinga, einn af stofn-
endum Jafnaðarmannafélagsins í
Winnipeg, heitur þjóðernissinni sem
hrökklaðist til Kanada undan ís-
lenskum yfirvöldum vegna stóryrða
í frelsisbaráttunni og svo einlægur
friðarsinni að hann lenti í útistöðum
við yfirvöld í Kanada er hann neitaði
að gegna herþjónustu.
Sögur og kvæði eftir Sigurð komu
út í Winnipeg í tveimur bindum
1900-1903 og fjórar ljóðabækur eftir
hann komu út í Reykjavík.
Siguður lést 12.5. 1956.
Merkir Íslendingar
Sigurður J.
Jóhannesson
90 ára
Haukur Pálsson
85 ára
Agnes Engilbertsdóttir
Anna Guðjónsdóttir
Benedikt Axelsson
Geir Hólm
Lily Erla Adamsdóttir
Sigurður Eggertsson
80 ára
Baltasar Samper
Ólafur Sæmundsson
Ólafur Þór Kristjánsson
Sjöfn Ísaksdóttir
75 ára
Jón Sigfússon
Ólafur G.E. Sæmundsen
Steinar Þorsteinsson
Þórður Rafn Sigurðsson
70 ára
Aðalsteinn Guðbergsson
Árni Sveinbjörnsson
Einar Guðberg Gunnarsson
Jóhanna Halldóra
Sigurðardóttir
Jónína Gissurardóttir
Konráð Erlendsson
60 ára
Boja Tisma
Hulda Gísladóttir
Ingólfur Arnar Ármannsson
Jónas Vilhelm Magnússon
Kristín Magnúsdóttir
Lilja Finnsdóttir
Ólafur Ingiberg Waage
Ragnar Guðlaugsson
Viðar Sigurðsson
50 ára
Andris Neimanis
Anna Kristmundsdóttir
Borghildur Ísfeld
Magnúsdóttir
Frank Dieter Luckas
Gunnar Gestsson
Kristín Pálsdóttir
Marek Wilicki
Margrét Ludwig
Sigrún Ingibjörg
Guðmundsdóttir
Sigurður Ingvar Ólafsson
Sveinn Logi Björnsson
Þórey Haraldsdóttir
40 ára
Ásdís Lilja Ingimarsdóttir
Giedrius Zigunas
Hrólfur Þór Valdimarsson
Hugborg Inga Harðardóttir
Jens Fannar Baldursson
Jóhanna Ósk Jensdóttir
Júlíus S. Fjeldsted
Lára Ósk Jónsdóttir
Linda Jónsdóttir
Lýdía Kristín
Sigurðardóttir
Monika Barbara
Swierczynska
Piotr Krzysztof Stezala
Sigurður Valgarðsson
Valgeir Gunnlaugur
Ísleifsson
30 ára
Anna Margrét Björnsdóttir
Arna Rún Guðlaugsdóttir
Barbara Joanna Nowak
Elísa Mjöll Guðsteinsdóttir
Emilia Wyszynska Kulak
Guðrún Helga
Sigurðardóttir
Hanna Kristín Larsdóttir
Hussain Almamou
Pascal Johannes de Boer
Rakel Hannibalsdóttir
Stefán Þorgeir
Halldórsson
Til hamingju með daginn
50 ára Sveinn býr á Sel-
tjarnarnesi, er rafvikja-
meistari og kennari og
starfar við Seðlabankann.
Maki: María Jónatans-
dóttir, f. 1971, launafulltrúi
hjá N-1. Fyrri kona: Helga
Barðadóttir, f. 1967, d.
2003.
Börn; Atli Freyr, f. 1991;
Axel Fannar og Lovísa
Birta, f. 1996.
Foreldrar: Anna Sveins-
dóttir, f. 1946, og Björn
Olsen, f. 1946.
Sveinn Logi
Björnsson
30 ára Stefán ólst upp í
Grímsey, hefur búið á
Þórshöfn frá 1997, er sjó-
maður og starfar hjá Ís-
félaginu á Þórshöfn.
Maki: Paulina Dudko, f.
1989, starfsmaður Langa-
nesbyggðar.
Foreldrar: Halldór Jó-
hannsson, f. 1953, sjó-
maður, og Hulda Ingibjörg
Einarsdóttir, f. 1955,
starfsmaður hjá Ísfélag-
inu á Þórshöfn en þau eru
búsett á Þórshöfn.
Stefán Þorgeir
Halldórsson
30 ára Hanna Kristín ólst
upp í Kópavogi, er nú bú-
sett í Reykjavík og er lag-
erstjóri hjá Iceland í Vest-
urbergi.
Maki: Garðar Svansson,
f. 1986, starfsmaður hjá
Hringdu, netfyrirtæki.
Dóttir: Lilja Brynjars-
dóttir, f. 2009.
Foreldrar: Ágústa Krist-
ófersdóttir, f. 1964, hús-
freyja, og Gísli Hauksson,
f. 1957, starfsmaður hjá
Eimskip.
Hanna Kristín
Larsdóttir