Morgunblaðið - 09.01.2018, Side 29

Morgunblaðið - 09.01.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt einstaklega auðvelt með öll samskipti í dag, bæði við ókunnuga og þína nánustu. Vertu opin/n fyrir öllum mögu- leikum. Þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga í ástamálunum. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er hætt við að þú lendir í einhvers konar valdabaráttu í dag. Hafðu forgangsröð- ina í lagi. Dropinn holar harðan stein. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er hætt við að aðrir séu gagn- rýnir á það sem þú ert að gera í dag. Hver hefur sinn djöful að draga. Reyndu að dæma þig ekki of hart. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Komandi vikur eru upplagðar fyrir or- lof og ferðalög. Láttu ekki verkefni safnast fyrir á skrifborði þínu óleyst. Ekki grípa fram fyrir hendurnar á makanum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt ekki í vandræðum með að segja hlutina afdráttarlaust. Hvíldu þig og leggðu verkefni til hliðar í smástund. Einhver gengur á eftir þér með grasið í skónum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að fara þér hægar á vissum sviðum lífsins, en þó ekki öllum í einu. Ein- hver kemur inn í líf þitt eins og stormsveipur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í hönd fer tímabil mannfagnaða og ljós þitt mun skína skært. Hálfnað er verk þá haf- ið er. Vinur þinn þarfnast aðstoðar, vertu til staðar fyrir hann. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ástæðulaust að efast um allar þínar ákvarðanir. Umhyggja annarra fyrir þér gleður þig. Þú ert sáttasemjari af Guðs náð. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Ekki láta neinn bilbug á þér finna þótt þú mætir mótstöðu í vissu máli. Vilji er oft allt sem þarf. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú vekur athygli annarra og finnst notalegt að láta athyglina leika um þig. Gættu þess að skrifa ekki undir neitt sem þú ert ósátt/ur við. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert með frábæra hugmynd sem þú vinnur að. Ekki tjóar að æðrast yfir orðnum hlut. Ræktin hefur setið á hakanum síðustu vikur, taktu þig saman í andlitinu og drífðu þig af stað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir að gefa þér tíma til sam- skipta við vini þína og njóta lífsins. Að sleppa fram af sér beislinu er ekki þinn tebolli en það er í lagi að brosa og gleðjast yfir lífinu. Davíð Hjálmar Haraldsson skrif-aði þetta skemmtilega ljóð í Leirinn á sunnudag: Á Skaganum sá ég skakkan turn, skakkari en þann í Písa. Á Skaga er turn sem enginn ann; úrtökuforn og snjáður. Spekingar fóru að spá í hann og sprengdu – hann stóð sem áður. „Við mölvum hann eins og eggjaskurn með auðguðu dínamiti, nú fellum við þennan fjandans turn fumlaust með tækniviti.“ Og fræðingur kom með Kjarna í dunk og kveikiþráð sem þeir tengdu (Sorpa fékk einhvern afgangsslunk) við úran í dós – og sprengdu. Brjáluðust kindur, kýr og tröll í kolbikasvörtum mekki og skýstrókur reis og skulfu fjöll en Skakkiturn – hann féll ekki. Enn finnst á Skaga skakkur turn, skakkari en sá í Písa. Auðvitað kallast þetta kvæði á við eina af þekktustu limrum Krist- jáns Karlssonar: „Skammist þér yðar, ó, skvísa,“ mælti skakki turninn í Písa. „Ég er einungis bákn og alls ekkert tákn um eitthvað sem vildi ekki rísa.“ Jón Gissurarson skrifar á Boðn- armjöð í gær, – og um veðrið auð- vitað að góðum og gömlum íslensk- um sið: „Nú er rigningin hætt, en samt ennþá þíðviðri og snjófölið sem huldi jörðina er á undanhaldi. Himinn er skýjaður en fjalla- hringur Skagafjarðar blasir þó við. Enga hríð er að sjá í kortunum svo langt sem veðurspáin nær. Ein- hverjar umhleypingar eru þó á næstu dögum. Ekkert hríðar ennþá hér okkur tíðin gleður Núna þíða úti er alveg blíðu veður.“ Vel skil ég Magnús Halldórsson þegar hann kveður: Hafa mig bæði höpp og glöpp, hent á lífsins vegi. Þó ekkert skilji öpp né snöpp, og alveg hjá þeim sveigi. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skakki turninn í Písa og veðrið Í klípu „HÚMOR GETUR VERIÐ GÓÐ LEIÐ TIL AÐ YFIRVINNA STRESS. HAFÐU ÞAÐ Í HUGA NÆST ÞEGAR ALLIR ERU AÐ HLÆJA AÐ ÞÉR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EKKI SPYRJA SPURNINGA. GÁÐU BARA FYRIR MIG HVORT REGNHLÍFIN MÍN SÉ UNDIR SKÁPNUM.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að segja hversu mikið við elskum þig. ÞETTA ER ÁHUGAVERT… VAN GOGH SAGÐI AÐ APPELSÍNU- GULUR VÆRI LITUR BRJÁLÆÐISINS ÞAÐ ER BILAÐ ÞESSI HORN KREFJAST VIRÐINGAR! AÐ EKKI SÉ MINNST Á ALÚÐ! Víkverji er að lesa endurminn-ingar Tonys Iommis, gítarleik- ara breska málmbandsins Black Sabbath; mannsins sem gjarnan er nefndur „faðir þungarokksins“. Kennir þar margra grasa enda lifa rokkarar gjarnan býsna óhefðbundu lífi. Sumar sögurnnar eru með mikl- um ólíkindum. Í eitt skiptið, þegar Black Sabbath var nýbúin að slá í gegn, lenti Iommi á miklu djammi á tónleikaferðalagi og barst leikurinn inn á hótelherbergi þar sem kona nokkur geispaði hreinlega golunni, að því er Iommi og ónefndum félaga hans virtist. Við þær aðstæður voru góð ráð dýr og fékk félaginn þá hug- mynd að varpa konunni bara fram af svölum hótelsins. Varla þarf að taka fram að kapparnir voru undir áhrif- um áfengis og mjög líklega ein- hverra sterkari efna í þokkabót. Eins ömurleg hugmynd og honum finnst þetta í dag kveðst Iommi hafa fallist á þetta á staðnum enda dóm- greindin löngu fokin út í veður og vind. Þar sem þeir voru að drösla konunni út á svalir lifnaði hún skyndilega við, spratt á fætur og yfirgaf samkvæmið. Eins og ekkert hefði ískorist. Iommi var að vonum létt og kveðst gítarleikarinn hugsa til þessa atviks með miklum hryll- ingi. Hann var sumsé bara hárs- breidd frá því að varpa spelllifandi konu fram af svölum. Og hafði hún þó alls ekki talað illa um Costco! x x x Það var ekki bara nafnið; nokkurdrungi var yfir Black Sabbath á þessum upphafsárum og hefur raunar verið æ síðan. Það varð til þess að margir voru sannfærðir um að fjórmenningarnir væru að reka erindi kölska í þessum heimi. Það var þó af og frá. Þetta voru bara ósköp venjulegir guðhræddir dreng- ir. Í eitt skipti beið hópur djöfla- dýrkenda eftir Black Sabbath á hót- eli í Bandaríkjunum í kuflum og með logandi kerti. Einhver púki hljóp í Iommi og félaga sem sammæltust um að blása á kerti dýrkendanna og syngja fyrir þá afmælissönginn. Hleypti sá gjörningur illu blóði í mannskapinn sem hvarf á braut – bölvandi og ragnandi. vikverji@mbl.is Víkverji Náðugur og miskunnsamur er Drott- inn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. (Sálmarnir 103:8) /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.