Morgunblaðið - 09.01.2018, Side 32

Morgunblaðið - 09.01.2018, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2018 Ævintýrakvikmyndin Jumanji: Wel- come to the Jungle naut mestrar að- sóknar um nýliðna helgi af þeim myndum sem voru sýndar í kvik- myndahúsum landsins. Alls sáu hana rúmlega 3.500 manns en um 2.500 nýjustu Stjörnustríðsmyndina, The Last Jedi, sem setið hafði á toppnum allt frá frumsýningu fyrir jól í fyrra. Um 56.700 manns hafa séð Stjörnu- stríðsmyndina eða um einn sjötti þjóðarinnar sem hlýtur að teljast harla góð aðsókn. Þriðja vinsælasta mynd helgarinnar var teiknimyndin um nautið Ferdinand sem talsett er bæði á íslensku og pólsku. Bíóaðsókn helgarinnar Jumanji skákar Stjörnustríði Jumanji (2017) 2 2 Star Wars: The Last Jedi 1 4 Ferdinand 3 2 The Greatest Showman 5 2 Pitch Perfect 3 4 2 Father Figures Ný Ný All the Money in the World Ný Ný The Disaster Artist 7 3 Coco 6 7 Svanurinn Ný Ný Bíólistinn 5.–7. janúar 2017 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Ævintýri Úr ævintýramyndinni Jumanji: Welcome to the Jungle. Hinn þrítugi rússnesk-þýski píanó- leikari Igor Levit hlaut á dögunum hin einstöku Gilmore Artist-verð- laun, einhver óvenjulegustu verð- laun sem veitt eru innan klassíska tónlistarheimsins. Verðlaunaféð nemur 300 þúsund Bandaríkjadöl- um, um 31 milljón íslenskra króna. Verðlaunin eru afhent einum píanó- leikara fjórða hvert ár en ekki eftir samkeppni af neinu tagi heldur ferðast óþekkt dómnefnd verð- launanna milli tónleikastaða víða um lönd, í leit að einstökum píanó- leikara sem hafi hæfileika til að setja mark sitt á tónlistarsköpun með einstökum hætti. Verðlaunin eru kennd við banda- rískan viðskiptajöfur frá Michigan sem dáði píanótónlist og hafa þau, að sögn The New York Times, eink- um verið veitt ungum en jafnframt vel þroskuðum píanóleikurum sem hafa fundið sér sína leið í túlkun- inni. Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Rafal Blechacz, Kirill Ger- stein, Ingrid Fliter, Piotr Anders- zewski og Leif Ove Andsnes. Levit hefur ekki bara vakið at- hygli fyrir einstakan leik og túlkun – hann er með samning við Sony sem hefur gefið út nokkra diska með leik hans – heldur líka ákveðnar pólitískar skoðanir sem hann hikar ekki við að tjá. Hefur hann til að mynda gagnrýnt Trump Bandaríkjaforseta harkalega. Levit vakti fyrst athygli á al- þjóðavettvangi þegar hann fékk silfurverðlaun í Arthur Rubinstein- píanókeppninni árið 2005 og þá vakti samstarf hans og gjörninga- listakonunnar Marinu Abramovic, við flutning Goldberg-tilbrigða J.S. Bachs árið 2014, mikla athygli. Levit hlaut Gilmore Artist-verðlaunin Ljósmynd/Robbie Lawrence Píanistinn Igor Levit fékk 31 milljón króna í verðlaun fyrir leik sinn. Enska hljómsveitin Radiohead hef- ur höfðað höfundarréttarmál á hendur lagasmiðnum og söngkon- unni Lönu Del Rey vegna lags hennar „Get Free“ sem Radiohead- mönnum þykir heldur of líkt smelli þeirra „Creep“. Radiohead krefst þess að fá allar greiðslur fyrir flutning á laginu, skv. frétt dag- blaðsins Guardian. Svo vill til að Radiohead var lög- sótt af lagahöfundunum Albert Hammond og Mike Hazlewood fyr- ir lagastuld en þeim þótti „Creep“ einum of líkt „The Air That I Breathe“ sem þeir sömdu fyrir The Hollies. Radiohead-menn við- urkenndu að margt væri líkt með lögunum og greiddu skaðabætur. Del Rey segist hafa boðið Radio- head, eða lögmönnum hljómsveit- arinnar, 40% af flutningsgreiðslum á laginu en því boði hafi verið hafn- að og 100% krafist. Del Rey segir málið því ekki verða leyst nema fyr- ir dómstólum. Thom Yorke og félagar í Radio- head hafa ekki tjáð sig um málið enn sem komið er. Radiohead í mál við Lönu del Rey Í klípu Lana Del Rey á umslagi plötu sinn- ar Lust for Life sem hefur að geyma hið umdeilda „Get Free“. Undir trénu 12 Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði for- eldranna skyggir á garð ná- grannanna, sem eru þreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Morgunblaðið bbbbn IMDb 7,2/10 Bíó Paradís 22.00 The Party Morgunblaðið bbbbb Metacritic 73/100 IMDb 6,8/10 Bíó Paradís 20.00 The Killing of a Sacred Deer Skurðlæknirinn Steven flæk- ist inn í erfiðar aðstæður og þarf að færa óhugsandi fórn. Metacritic 73/100 IMDb 7,3/10 Bíó Paradís 17.45, 20.00 Eldfim ást 16 Kappaksturskona og glæpa- maður verða ástfangin þrátt fyrir ólíkan uppruna. Það reynir á trygglyndi beggja þegar glæpalífernið súrnar. IMDb 6,6/10 Bíó Paradís 17.30, 20.00, 22.30 Svanurinn 12 Svanurinn segir frá afvega- leiddri níu ára stúlku sem er send í sveit um sumar til að vinna og þroskast, en bland- ast í atburðarás sem hún skilur varla sjálf. IMDb 7,0/10 Smárabíó 20.10, 22.20 Háskólabíó 18.10, 20.50 Borgarbíó Akureyri 18.00 Father Figures 12 Tvíburabræður leita föður síns eftir að þeir komast að því að móðir þeirra hafði log- ið til um það í mörg ár að hann væri fallinn frá. Metacritic 23/100 IMDb 5,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 All the Money in the World 16 John Paul Getty III er rænt árið 1973, aðeins 16 ára . Þegar afi hans, J. Paul Getty, ríkasti maður heims, neitar að borga lausnargjaldið reynir móðir hins unga Johns að bjarga syni sínum. Metacritic 73/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 19.50, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.30 Háskólabíó 18.00, 21.00 Pitch Perfect 3 12 Metacritic 40/100 IMDb 6,3/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.00 Smárabíó 17.50, 20.10, 22.30 Borgarbíó Akureyri 18.00, 22.20 Daddy’s Home 2 12 Metacritic 30/100 IMDb 6,2/10 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00 The Greatest Showman 12 Metacritic 48/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 17.40, 19.30, 19.50, 22.10 Háskólabíó 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Wonder Saga um ungan dreng með afmyndað andlit, sem tekst að fá fólk til að skilja að feg- urð er ekki á yfirborðinu. Metacritic 66/100 IMDb 8,1/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 21.00 Ferdinand Ferdinand er risastórt naut með stórt hjarta. Hann er tekinn í misgripum fyrir hættulegt óargadýr, og er fangaður og fluttur frá heim- ili og fjölskyldu. Hann er ákveðinn í að snúa aftur heim til fjölskyldunnar, og safnar saman mislitri hjörð aðstoðarmanna. Metacritic 58/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 17.30 Sambíóin Álfabakka 17.40 Sambíóin Keflavík 17.40 Smárabíó 15.00, 15.10, 17.30 Coco Röð atburða, sem tengjast aldagamalli ráðgátu, fer af stað. Það leiðir til óvenju- legra fjölskylduendurfunda. Metacritic 81/100 IMDb 8,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Sambíóin Akureyri 18.00 Justice League 12 Batman safnar liði af ofur- hetjum; Wonder Woman, Aquaman, Cyborg og The Flash, til að sigrast á að- steðjandi ógn. Metacritic 45/100 IMDb 7,0/10 Sambíóin Álfabakka 22.20 Myndin byrjar þar sem sú síðasta endaði. Rey heldur áfram ferðalagi sínu með Finn, Poe og Luke Skywalker. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 85/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.50, 20.30 Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 17.50, 21.00 Sambíóin Akureyri 17.50, 21.00s Star Wars VIII - The Last Jedi 12 Jumanji: Welcome to the Jungle 12 Fjögur ungmenni finna gamlan tölvuleik en komast fljótt að því að þetta er enginn venjulegur leikur. Metacritic 58/100 IMDb 7,0/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 17.30 Smárabíó 15.00, 16.30, 17.10, 20.00, 22.00, 22.40 Háskólabíó 18.15, 20.50 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.10 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio The Disaster Artist 12 Mynd sem skyggnist bak við tjöldin þegar verið var að gera myndina The Room, sem hefur fengið stimpilinn versta kvik- mynd allra tíma. Metacritic 76/100 IMDb 8,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 22.20 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.20, 22.40 Bíó Paradís 18.00, 22.15 Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.