Morgunblaðið - 09.01.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.01.2018, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 9. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Biðu í sólarhring með að leita 2. Með bólur á rauða dreglinum 3. Andlát: Sigríður Hrólfsdóttir 4. Safna fyrir Karl sem berst … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sigurvegarar í keppni ungra ein- leikara, sem Sinfóníuhljómsveit Ís- lands stendur fyrir í samvinnu við Listaháskóla Íslands og haldin er ár- lega, koma fram á tónleikum með hljómsveitinni á fimmtudaginn, 11. janúar, kl. 19.30. Keppnin fór fram 28. og 29. október í fyrra og tóku 23 ungir einleikarar þátt í henni og fjórir urðu hlutskarpastir, Ásta Kristín Pjetursdóttir víóluleikari, Bryndís Guðjónsdóttir sópransöngkona, Guð- mundur Andri Ólafsson hornleikari og Romain Þór Denuit píanóleikari. Stjórnandi á tónleikunum á f́immtudag verður Daniel Raiskin. Ljósmynd/Bjarni Grímsson Ungir einleikarar koma fram með SÍ  Norski rithöfundurinn Vigdis Hjorth verður gestur á Höfundakvöldi Norræna hússins í kvöld sem hefst kl. 19.30 og mun Sunna Dís Másdóttir, verkefnastjóri bókmennta á Borgar- bókasafni Reykjavíkur, stýra um- ræðum. Hjorth er menntuð í hug- myndasögu, stjórnmálafræði og bókmenntafræði og í nýjustu skáld- sögu sinni, Arv og miljø, sem kom út fyrir tveimur árum, tekst hún á við samfélagsmeinið mis- notkun og hvernig hún getur haft af- gerandi áhrif og afleiðingar fyrir mann- eskjuna það sem eftir lifir, eins og segir í tilkynningu. Höfundakvöld með Vigdis Hjorth Á miðvikudag Suðlæg átt, 5-13 m/s, skýjað með köflum og dálitl- ar skúrir eða él, en þurrt að mestu norðanlands. Hiti um og undir frostmarki. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Talsverð eða mikil rigning suðaustanlands en lengst af úrkomulítið norðanlands. Suðaustan 13-18 m/s suð- austan til síðdegis, en mun hægari vestan til. Hiti víða 2 til 7 stig. VEÐUR „Það er draumur að mæta þessum stórstjörnum. Við höfum strítt Manchester United, Stoke, Crystal Pa- lace og Watford svo að von- andi finnum við líka ein- hverjar glufur gegn City,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, sem mætir Manchester City í undan- úrslitum enska deildabik- arsins í knattspyrnu í kvöld. Bristol hefur slegið út fjög- ur úrvalsdeildarlið. »1 Getum vonandi líka strítt City „Fyrir tímabilið var ekki búist við of miklu. Ég held að menn hafi verið ánægðir með gengi liðsins í upphafi tímabilsins því ef til vill var það betra en búist var við. Þegar búið er að byggja upp væntingar þá er alltaf erfitt að lenda í lægð eins og við lentum í,“ segir Birkir Árnason, fyrirliði Bjarnarins, en liðið er til umfjöllunar í liðskynningu íþróttablaðs- ins í dag. »2-3 Væntingar byggðust upp eftir góða byrjun Þór frá Akureyri er klárlega lið 13. umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta, skrifar Benedikt Guð- mundsson sem gerir upp umferðina í íþróttablaðinu í dag. „Eins flottur sigur og þetta var fyrir Þór þá eru þetta að sama skapi gríðarleg von- brigði fyrir Keflavík. Deyfð og kæru- leysi var allsráðandi,“ skrifar þjálf- arinn meðal annars. »4 Akureyringar eiga lið umferðarinnar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Flateyjarbók er í sérflokki sem stærsta og jafnframt eitt af merk- ustu handritum Íslendinga,“ segir Svanhildur Óskarsdóttir, rannsókn- ardósent hjá Stofnun Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. Hafin er viðgerð á Flateyjarbók og á dög- unum ákvað ríkisstjórnin að styrkja verkefnið með sérstöku fimm millj- óna króna framlagi. Í núverandi ástandi liggur Flat- eyjarbók undir skemmdum, en þeg- ar bókin var ljósprentuð árið 1930 var hún tekin úr bandi sínu. Við það trosnaði og losnaði eitt og annað. Lím sem sett var á kjölinn þá er nú farið að valda vandræðum, til dæmis opnast handritið illa. Hreinsa bókfellssíður „Fyrir liggur nú að losa þarf allt handritið – sem er í tveimur bindum – úr bandinu, hreinsa burt lím og aukaefni og láta skinnblöðin svo jafna sig í rakastýrðu lofti. Þannig leggjast þau rétt út og þá fyrst má raða þeim aftur inn í band bókar- innar sem er frá 18. öld,“ segir Svan- hildur um Flateyjarbók sem ásamt Konungsbók Eddukvæða var fyrsti skammtur íslensku handritanna sem Danir afhentu Íslendingum árið 1971. Var það gert með mikilli við- höfn og frægt var þegar Helge Lar- sen afhenti Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra fornritið góða með hinum fleygu orðum: „Vær så god, Flatøbogen.“ Í Flateyjarbók eru fjölmargar konungasögur og aðrar fornsögur á 225 bókfellssíðum, sem þýðir að 112 kálfa og hálfum betur hefur þurft í þetta mikla rit. Bókin var að mestu leyti skrifuð á árunum 1387 til 1394 fyrir Jón Hákonarson í Víðidals- tungu. Á sautjándu öld var hún kom- in í eigu fólks í Flatey – þaðan sem hún barst Brynjólfi Sveinssyni Skál- holtsbiskupi árið 1647. Biskup gaf Friðriki 3. Danakonungi bókina 1656, sem varð einn af kjörgripum Konungsbókhlöðunnar í Kaup- mannahöfn. „Yfirleitt eru íslensku skinn- handritin í nokkuð góðu ásigkomu- lagi. Þeim var vel sinnt í Kaup- mannahöfn og áður en afhending þeirra hófst fóru forverðir ytra vel yfir bækurnar og gerðu við þær. En Flateyjarbók þarf frekari aðhlynn- ingar við og nú getum við greitt úr því. Það eru tveir forverðir sem munu vinna saman að því að ljúka viðgerðinni, Vasare Rastonis, for- vörðurinn okkar, og Jiri Vnouèek sem er forvörður á Konunglega bókasafninu í Höfn. Vonandi lýkur henni eftir ár eða svo. Þá verður bókin komin í sýningarhæft ástand,“ segir Svanhildur. Enn berast handrit Í vörslu Stofnunar Árna Magn- ússonar eru nú alls 1.666 handrit og handritshlutar úr Árnasafni, um 7.360 fornbréf auk 141 handrits úr Konungsbókhlöðunni í Kaupmanna- höfn. Þau handrit sem hingað komu þurftu að vera skrifuð á Íslandi og flest að fjalla um íslenskt efni – og eru þau varðveitt í traustri geymslu í Árnagarði, húsi á lóð Háskóla Ís- lands. Í Kaupmannahöfn urðu eftir um 1.350 handrit, sem fremur hafa skírskotun út fyrir Ísland. Mörg af íslensku skinnhandrit- unum bárust til Kaupmannahafnar fyrir tilstuðlan Árna Magnússonar handritasafnara. Eitt og annað varð þó eftir hér heima og hefur alveg fram á síðustu daga verið að tínast til Árnastofnunar, þá einkum hand- rit sem eru frá 18. og 19. öld. Eink- um eru þetta handrit á pappír hvar er að finna sagnir og rímur. Má þar nefna gjöf sem barst skömmu fyrir jól, rit sem lengi voru varðveitt á bænum Leikskálum í Haukadal í Dalasýslu og eru uppskriftir meðal annars af Ljósvetningasögu og Svarfdælu. Forverðir fá Flateyjarbók  Saga og skinn af 112 og hálfum kálfi í viðgerð Morgunblaðið/Hanna Sagnaarfur Vasare Rastonis forvörður, t.v., og Svanhildur Óskarsdóttir rannsóknardósent blaða í Flateyjarbók. Flateyjarbók Fallegt letur og allt er greinilega af miklu listfengi gert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.