Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 9. J A N Ú A R 2 0 1 8 Stofnað 1913  24. tölublað  106. árgangur  BAREIN VILL ÆVIRÁÐA GUÐMUND MJÖG UMDEILD ÍÞRÓTTAKONA GERA ÆTTI ÞÝÐ- ENDUM HÆRRA UNDIR HÖFÐI TONYA HARDING 12-13 ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON 26-27ÍÞRÓTTIR 1 Bygging nýrrar Ölfusárbrúar ofan við Selfoss, sem í bígerð er að reisa innan fárra ára, er meðal verkefna í vegamálum sem kemur til greina að fjármagna með veggjöldum. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- gönguráðherra, sem vill hraða upp- byggingu í sínum málaflokki, þar sem mikilvæg verkefni bíði. Í því efni má nefna tvöföldun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, framkvæmd sem Akur- nesingar þrýsta nú mjög á um að ráð- ist verði í, þá hugsanlega með einka- framkvæmd eða aðkomu lífeyris- sjóðanna. „Þessa valkosti verður að skoða með tilliti til jafnræðis og landsins alls,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Morgunblaðið í dag. Ráðherrann telur sömuleiðis mikil- vægt að bregðast við nýrri þróun; það er stöðugri fjölgun rafbíla sem sleppa eðli málsins samkvæmt undan skatt- heimtu sem leggst á jarðefnaelds- neyti eins og bensín. Vegna þess þurfi að finna nýjar tekjuöflunarleiðir í samgöngumálum eins og sé í skoðun í stjórnkerfinu. Með opnum huga Á Suðurlandi hefur verið þrýst mjög á um byggingu nýrrar brúar yf- ir Ölfusá og raunar fleiri brýn verk- efni. „Einhverstaðar þurfum við að fá peninga í nýja vegi og ekki koma eldsneytisgjöldin af rafmagnsbílum,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, í samtali við Morgunblaðið. „Því finnst mér að þessa tillögu samgönguráðherra þurfi að ræða af opnum huga, það hefur til dæmis enginn sagt hve hátt gjald yfir brúna, eða fyrir notkun á leiðum þar sem vegtollar yrðu innheimtir, verði. Það er mikill munur á því hvort gjaldið er 1.000 eða 100 krónur. Og ný brú yfir Ölfusá er nauðsyn, því á umferð- ardögum á sumrin þegar umferðin er mest myndast þar teppur, sem stund- um ná frá Selfossi og langleiðina að Hveragerði,“ segir Gunnar Þorgeirs- son. Leita nýrra leiða  Ölfusárbrú verði einkaframkvæmd? M Jafnræði sé »6 Á síðasta ári stofnuðu 8.030 einstaklingar til hjúskapar sem er tæplega 21% aukning frá árinu 2016. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóð- skrá var met slegið í skráningu hjúskapar á síðasta ári og hefur verið stöðug aukning frá árinu 2014. Síðasti „toppur“ í hjúskaparskráningu var árið 2007 þegar 7.680 einstaklingar skráðu sig í hjúskap, eða fyrir tíu árum síðan. Næstu ár á eftir, þ.e. frá 2008 til ársins 2014 fækkaði skráningum almennt séð, allt til ársins 2015 þegar skráningum á ársgrundvelli tók að fjölga. Lögskilnuðum fjölgaði einnig á síðasta ári samanborið við árið 2016. Árið 2017 voru 1.462 lögskilnaðir skráðir í þjóðskrá og var það aukning um 57 frá árinu áður eða um 4%. Aldrei hafa fleiri lögskilnaðir verið skráðir en árið 2017, en árið 2016 var einnig metár. Fleiri skráðir í hjúskap í fyrra en árið 2007 Gifting Metfjöldi stofnaði til hjúskapar.  „Það er hugsað um þessi mál, en þau eru sjaldan kláruð,“ segir Guðjón Heiðar Pálsson um hvernig íslensk fyrirtæki eru búin undir möguleikann á að missa óvænt lykilstarfs- mann. Hvort sem það er slys, veikindi, afbrot eða hneykslismál sem veldur þá geta félög ver- ið illa stödd ef ekki hefur verið gerð áætlun sem tryggir að halda megi rekstrinum gang- andi og að þeir sem hlaupi í skarðið hafi að- gang að öllum þeim gögnum, samböndum, um- boðum og undirskriftum sem þeir þurfa. Krísuteymi þarf að taka strax til starfa og m.a. hjálpa starfsfólki að takast á við áfallið. »14 Fyrirtæki þurfa áætlun ef stjórnandi fellur frá „Örninn er frísklegur og fer vonandi aftur út í frelsið á allra næstu dög- um,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur. Á laugar- dagsmorgun handsamaði Þórarinn Óli Rafnsson á Staðarbakka í Miðfirði í Húnaþingi vestra haförn á bökkum Miðfjarðarár. Hann kom svo suður með fuglinn í gær og afhenti hann fuglafræðingnum. Haferninum hefur verið gefið nafnið Höfðingi og það er hann líka svo sannarlega. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höfðinginn er frískur og flýgur senn Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Mér finnst mjög athyglisvert að for- maður VR sé með svona beinum hætti að hafa afskipti af kjöri í öðru félagi. Ég man ekki eftir að hafa heyrt af slíku,“ segir Gylfi Arnbjörns- son, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Tilefnið er að Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, hefur lýst yfir stuðningi við framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur til embættis for- manns Eflingar. Ragnar Þór sagði í samtali við mbl.is í gær að ef Sólveig og hennar framboðslisti næði kjöri, væri Gylfa Arnbjörnssyni ekki lengur sætt sem forseta ASÍ. „Forysta ASÍ er kosin á þingum ASÍ og tengist ekkert kjöri í einstaka aðildarfélögum. Ragnar Þór hefur búið sér til einhverja kenningu um að á bak við þetta liggi einhver önnur ákvörðun en að kjósa til forystu félag- anna,“ segir Gylfi, sem segist lítið skilja í téðum ummælum Ragnars. VR og Efling eru samanlagt með tæplega helming félagsmanna Al- þýðusambands Íslands innan sinna raða, um 33 þúsund í VR og 28 þús- und í Eflingu. Gylfi segir vel kunna að vera að félögin tvö geti reynt að taka yfir miðstjórn ASÍ í sameiningu, það komi bara í ljós á næsta þingi Alþýðu- sambandsins. Hann segir Ragnar Þór verða að fá að ráða því sjálfur með hvaða hætti hann fjalli um þessi efni. „Einhverj- um hefði þó þótt áhugavert að heyra afstöðu annarra stjórnarmanna í VR,“ segir Gylfi. „Ég hef ekki í mínu starfi haft af- skipti af kjöri í forystu aðildarfélag- anna. Það eru félagsmenn Eflingar í þessu tilfelli sem ákveða það með hvaða þætti þau vilja haga sinni for- ystu og það er alveg ljóst að á þingum Alþýðusambandsins er fjallað um og tekist á um stefnumótun. Ragnar hef- ur verið á þingum ASÍ í nokkuð mörg ár. Hann hefur tvisvar sinnum boðið sig fram gegn mér og í bæði skiptin tapað því,“ segir Gylfi. Forseti ASÍ segir afskipti formanns VR fordæmalaus  Formaður VR lýsir yfir stuðningi við frambjóðanda í formannskjöri Eflingar MSólveig vill formannsstólinn »6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.