Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 6

Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið Opið virka daga 10-18 laugardaga 11-15 Klassísk gæða hönnun á góðu verði Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Uppbygging í samgöngumálum þarf að vera hraðari en verið hefur á undanförnum árum og í því tillliti þurfum við að vera tilbúin að fara nýjar leiðir við fjármögnun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra. „Viðmiðið hefur verið að vegaframkvæmdir séu fjármagnaðar af skattfé. Á síðustu árum hafa framkvæmdir verið litl- ar, umferð aukist mikið og því bíða mikilvæg stórverkefni í vegagerð. Af þeirri ástæðu þurfum við að kanna kosti einkaframkvæmda og -fjármögnunar. Ef skynsamlegar útfærslur á slíku finnast koma þannig lausnir alveg til greina.“ Skýr vilji auðveldar Skýr krafa um úrbætur á þjóðveginum um Kjalarnes kom fram á almennum borgarafundi á Akranesi í síðustu viku. Ósk Skagamanna og fulltrúa sveitarfé- laganna á Vesturlandi er sú að far- ið verði sem fyrst í úrbætur við Esjuna, það er á um það bil tíu kíló- metra spotta milli Kollafjarðar og suðurmunna Hvalfjarðarganga. Um þessar mundir er unnið að breytingum á deiliskipulagi með tilliti til nýs 2+1 vegar sem svo á eftir að hanna og útvega fjármagn svo hefjast megi handa. Byrjað verður á minniháttar aðgerðum sem stuðlað geta að auknu umferð- aröryggi. „Úrbætur á Kjalarnesinu eru eitt brýnasta verkefnið sem fram- undan er í vegamálum og við end- urskoðun samgönguáætlunar í haust verður þetta sett í forgang. Það auðveldar líka stefnumörkun stjórnvalda að Vestlendingar vilja að áhersla verði lögð á þennan veg og hann settur efst á blað, jafnvel þótt Kjalarnesið sé í Reykjavík- urkjördæmi. Þessar aðstæður þekki ég raunar vel af Suðurlandi, þar sem lengi var baráttumál sveit- arstjórnarmanna og íbúa að bæta veginn frá höfuðborgarsvæðinu og austur fyrir fjall þó svo hann væri að stórum hluta utan okkar kjör- dæmamarka,“ segir Sigurður Ingi. Finna nýjar tekjur Á Akranesfundinum í síðustu viku var nefnt meðal annars hvort lífeyrissjóðirnir gætu hugsanlega komið að fjármögnun í vegagerð og fulltrúar Samtaka iðnaðarins hafa bent á einkafjármögnun eða notendagjöld, að sögn samgöngu- ráðherra. „Þessa valkosti verður að ræða, með tilliti til jafnræðis og landsins alls,“ segir Sigurður Ingi sem finnst að hér megi byggja á góðri reynslu úr starfsemi Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöngin. Öll lán vegna þeirra verða að fullu uppgreidd í sumar og göngin af- hent ríkinu sem þá hættir gjald- töku, eins og ráðherrann tiltók sér- staklega á fyrrnefndum fundi á Akranesi. Til þessa hefur sú almenna regla gilt að framlög til vegagerð- ar standa á pari við þær tekjur sem ríkið fær af eldneytissköttum og umferð. Nú eru tímarnir hins veg- ar að breytast, enda fjölgar þeim bílum sem ganga fyrir rafmagni og hafa jafnframt ýmis skattaleg fríð- indi. „Ef okkur gengur vel í þessu orkuskiptaverkefni, sem er mjög mikilvægt, verða kannski 30% bíla- flotans orðin rafknúin eftir fá ár. Það segir sig líka sjálft að ómögu- legt er að hækka gjöldin á elds- neytisknúna bíla og því þurfum við að finna nýjar tekjuleiðir vegna samgöngumála, eins og nú er í skoðun í fjármálaráðuneytinu og víðar.“ segir Sigurður Ingi. Veggjöld á nýja Ölfusárbrú? Þegar og ef innheimt eru veg- gjöld á ákveðnum leiðum, sem einkaaðilar reka tímabundið, er mikilvægt að hafa val um aðra leið, að nærri sé annar vegur, í op- inberri eigu og þar með gjaldfrjáls. Þetta hefur verið raunin í Hval- firði, annars vegar er hægt að fara um göngin og greiða fyrir eða aka fyrir fjörð. „Með þetta dæmi gæt- um við til dæmis skoðað hvort til greina komi að byggja nýja brú yf- ir Ölfusá, skammt ofan við Selfoss, í einkaframkvæmd þannig að þeir sem vilja fara þá leið greiði veg- gjöld en aðrir fari gömlu brúna og um Austurveg á Selfossi,“ segir Sigurður Ingi – sem telur að vega- gerð fjármögnuð með almennu skattfé hljóti þó alltaf að vera fyrsti valkostur. „Uppbygging helstu leiða í ná- grenni höfuðborgarinnar er að- kallandi. Núna er framundan að tvöfalda Suðurlandsveg frá Hvera- gerði á Selfoss; Reykjanesbraut suður fyrir Hafnarfjörð og frá Njarðvík upp að Leifsstöð og Vest- urlandsveg um Kjalarnes að Hval- fjarðargöngum – að ónefndum ýmsum stórum verkefnum í öðrum landshlutum. Um fjármögnun þessa alls höfum við ólíkar sviðs- myndir sem eru í skoðun og ekkert er hægt að útiloka. “ Fara þarf nýjar leiðir við fjármögnun í vegagerð, segir samgönguráðherra Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vegamál Um fjármögnun framkvæmda höfum við ólíkar sviðsmyndir sem eru í skoðun, segir Sigurður Ingi. Jafnræði sé tryggt í einkaframkvæmd Sólveig Anna Jónsdóttir er for- mannsefni mótframboðs gegn lista uppstillingarnefndar og trúnaðar- ráðs Eflingar til hluta stjórnar fé- lagsins. Tilkynnt var um framboðið í gær, en framboðsfrestur rennur út klukkan 16:00 í dag. Þetta er í fyrsta sinn í tuttugu ára sögu Eflingar sem kosið verður um formannsembættið. „Við munum leggja áherslu á bætt lífskjör verkafólks. Við lítum svo á að hér sé ekki hægt að lifa ef þú til- heyrir láglaunastétt verkafólks. Við höfum ekki lengur efni á að taka þátt í því sem telst eðlilegt líf. Ef við ætl- um að reka heimili þurfum við að vinna oft í fleiri en einni vinnu,“ sagði Sólveig Anna í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Formaður VR styður Sólveigu Áherslur framboðslistans voru kynntar á baráttu- og samstöðu- fundi í Rúgbrauðsgerðinni í gær. Þar steig Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í pontu og lýsti yfir stuðningi við stjórnarframboð Sól- veigar Önnu og hennar félaga. Í máli hans kom fram að ef Sól- veig Anna og hennar fólk næði kjöri innan Eflingar væri Gylfa Arn- björnssyni ekki lengur sætt í emb- ætti forseta ASÍ. „Ég held að hann sé góður og mik- ill stuðningsmaður okkar. Hann hef- ur blásið okkur eldmóði í brjóst,“ sagði Sólveig um stuðning Ragnars. Hún talar fyrir auknu samstarfi og samvinnu á milli stéttarfélaganna. Sólveig Anna starfar á leikskóla í Reykjavík, en hún var í fjórða sæti á framboðslista Alþýðufylkingarinnar fyrir alþingiskosningarnar árið 2016 og er virk í starfi hins nýlega stofn- aða Sósíalistaflokks Íslands. athi@mbl.is, thorunn@mbl.is Sólveig vill formannsstólinn  Mótframboð til stjórnar Eflingar Morgunblaðið/Árni Sæberg Barátta Sólveig Anna nýtur stuðn- ings formanns VR til embættisins. Stjórnarkjör Eflingar » Efling er annað stærsta stéttarfélag landsins, með yfir 28 þúsund félaga. » Fimmtán manns eru í stjórn félagsins. » Kosið verður um formann, gjaldkera og sex aðra meðlimi stjórnar fyrir kjörtímabilið 2018-2020. » Aldrei áður hefur verið kosið um embætti formanns. Björgunar- sveitarmenn leituðu alla helgina í og við Ölfusá, án ár- angurs, að Rík- harði Péturssyni á Selfossi sem saknað hefur verið síðan á þriðjudag. Vís- bendingar eru um að hann hafi lent í ánni og við þær forsendur miðast leitin, þar sem hefur verið notast við dróna. Erfið skilyrði eru nú til leitar í ánni, þar sem er íhröngl við bakka og úti í straumnum. Lítið er því hægt að gera meira uns aðstæður breytast, að sögn lög- reglu. Leitað var árangurs- laust við Ölfusá Leit Bátur á Ölfusá. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sextán sinnum meira magn af brennisteinstvíildi, alls 9,6 milljónir tonna og tvisvar sinnum meira magn af koltvísýringi, alls 5,1 milljón tonna, losnaði út í andrúmsloftið í Holuhraunsgosinu 2014 til 2015, en losað er af mannavöldum á Íslandi. Þetta kemur fram í nýrri rann- sókn sem fjallað er um í tímaritinu Geoscience. Hópur vísindamanna stóð að rannsókninni, en hana leiddi Melissa Pfeffer, eldfjallafræðingur á Veðurstofu Íslands. Gaslosun í þrjá mánuði eftir gos Í greininni kemur einnig fram að í Holuhraunsgosinu hafi meira brennisteinstvíildi losnað en í nokkru öðru hraungosi í heiminum frá árinu 1978, en þá hófust mælingar á gos- mökkum með hjálp gervitungla. Fram kemur að tiltölulega lítið af flúor og klór hafi losast við gosið og að það hafi dregið talsvert úr um- hverfisáhrifum gossins. Þau gös sem losnuðu bárust frá kviku sem kom upp á yfirborð jarðar í gosinu, en einnig frá kviku sem enn var undir niðri. Gös losnuðu einnig frá hrauninu eftir að það rann, en gaslosun lauk u.þ.b. þremur mánuð- um eftir að gosinu lauk. Hæð makkarins þrír kílómetrar Lofttegundirnar höfðu áhrif á fólk í tugkílómetra fjarlægð að því er segir í greininni, en þau söfnuðust fyrir í dölum, einkum þegar vindur var lítill og að næturlagi. Í mörgum tilfellum þurfti langan tíma og vind- styrk til að ekki yrði lengur vart við gösin. Holuhraunsgosið var kraftmest í upphafi og náði gosmökkurinn þá einn til þrjá kílómetra upp í loftið. Hæð makkar hefur áhrif á magn loft- tegunda sem berast með vindi yfir íbúabyggð, en í Holuhraunsgosinu var hann að jafnaði hærri síðdegis, en það er talið gefa til kynna að stöð- ugleiki í andrúmslofti hafi áhrif á hæð gasmakkar. Ekkert hraungos losað jafn mikið brennisteinstvíildi frá árinu 1978  Hópur vísindamanna hefur kannað losun lofttegunda í Holuhraunsgosinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.