Morgunblaðið - 29.01.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.01.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Pedrollo VXC Öflugar og traustar brunndælur Pedrollo NGA1 PRO Ryðfríar hringrásar- dælur Pedrollo Dælur F Vatnsdælur, miðflóttaafls frá 1,5-1,8 kW Neysluvatns dælusett með kút Pedrollo CK Olíu- dælur Pedrollo TOP 2 Nettar og meðfærilegar brunndælur „Byggingin er heilleg og þarf eðli- legt viðhald en ekki beint endur- byggingu. Því finnst mér í raun blasa við að húsið verði varðveitt og því fengið hlutverk til dæmis í sam- ræmi við það sem upphaflega var,“ segir Páll V. Bjarnason arkitekt. Um helgina kannaði hann stöðu mála í Sundhöll Keflavíkur sem er við Framnesveg þar í bæ en Páll er áfram um að byggingunni verði þyrmt. Stemningin er fyrir því að byggingin verði ekki rifin og hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrr- verandi ráðherra, sem býr í Reykja- nesbæ, verið í forsvari áhugafólks um málefnið. Ætla að nýta tímann vel Fyrir umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar liggur fyrir tillaga um breytingu á aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir því að sundhöllin gamla, sem er í eigu verktakafyrir- tækisins Húsaness, verði rifin og á lóðinni þar reist þrjú fjölbýlishús og jafnmörg á nærliggjandi svæði. Gera má ráð fyrir því að bæjaryfir- völd afgreiði málið um miðjan febr- úar og fólk sem lætur þetta mál sig varða ætlar að nýta tímann þangað til. Stofnfundur hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur verður hald- inn næstkomandi fimmtudag, 1. febrúar – og væntir Ragnheiður El- ín þess að það sé aðeins upphafið að öðru og meiru. Verði tillögu um deiliskipulagsbreytingu til dæmis frestað megi freista þess að ná samningum um kaup á byggingunni. Sundhöll Keflavíkur var fyrst úti- laug og komst sem slík í gagnið árið 1939. Um áratug síðar var byggt yfir hana eftir teikningum frá Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríksins, áhrifamesta manni íslenskrar húsa- gerðarlistar. Í því liggur sérstaða og saga byggingarinnar sem var sund- staður fram yfir aldamót. Þá seldi Reykjanesbær bygginguna, þar sem í dag er æfingaafstaða hnefaleika- manna. „Möguleikarnir eru miklir. Sundhöllin gæti orðið baðstaður, kaffihús eða safn, svo ég tiltaki eitt- hvað, og ýmsir hafa áhuga málinu. En fyrst og síðast er þetta merkileg bygging, hér lærðu þúsundir Suður- nesjamanna sund,“ segir Ragnheið- ur. Vekja jákvæðan áhuga „Í Reykjanesbæ eru margar gamlar byggingar sem hafa verið varðveittar og endurgerðar, svo sem Duus-húsin og nú síðast Fischers- hús og Gamlabúð. Í svona verk- efnum skiptir miklu að koma ytra byrði bygginganna og áberandi hlið- um þeirra í gott horf sem fyrst, því slíkt vekur yfirleitt jákvæðan áhuga og þeim fjölgar sem vilja leggja mál- inu lið. Slíkt þarf að gera í Sundhöll Keflavíkur og svo ætti boltinn að rúlla,“ segir Páll. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Keflavík Sundhöllin gamla stendur við Framnesveg og þykir um margt mjög söguleg og merkileg bygging. Höllin er heillegt hús  Stofnfundur hollvinasamtaka verður í vikunni  Viðhalds er þörf  Kaffihús eða safn  Áberandi hlið sé í góðu horfi Húsafólk Páll V. Bjarnason og Ragnheiður Elín Árnadóttir Sænsku bridsspilararnir Simon Hult og Simon Ekenberg gerðu góða ferð til Íslands um helgina en þeir unnu bæði tvímenning og sveitakeppni Bridshátíðar, sem nú fór fram í fyrsta skipti í Hörpu í Reykjavík. Hult varð 23 ára gamall í gær og Ekenberg er 26 ára. Þeir unnu öruggan sigur í tvímenningskeppn- inni, sem lauk á föstudagskvöld og í gær unnu þeir sveitakeppnina ásamt löndum sínum Peter Fredin og Johan Sylvan, sem báðir eru margreyndir landsliðsmenn í brids. Í tvímenningskeppninni urðu Júlíus Sigurjónsson og Bretinn David Gold í öðru sæti og Danirnir Dennis Bilde og Lars Blakset voru í þriðja sæti. Í fjórða sæti voru Norðmaðurinn Thor Erik Hoftaniska og Svíinn Peter Bertheau og feðgarnir Karl Sigurhjartarson og Snorri Karls- son enduðu í 5. sæti. Í sjötta sæti voru Þórarinn Ólafsson og Ómar Freyr Ómarsson, sem voru lengi með forystuna og Hlynur Garð- arsson og Jón Ingþórsson voru í sjöunda sæti. Í sveitakeppninni stóðu Svíarnir uppi sem sigurveg- arar eins og áður sagði og tvær danskar sveitir enduðu í 2. og 3. sæti. Sveit Vestra var efsta ís- lenska sveitin í 4. sæti en í henni spiluðu Hermann Friðriksson, Hlynur Angantýsson, Guðmundur Halldórsson og Karl G. Karlsson. gummi@mbl.is Sænskt par vann tvöfalt  Bridshátíð í fyrsta skipti í Hörpu Ljósmynd/Aðalsteinn Jörgensen Spilað í Hörpu Á fjórða hundrað spilarar tóku þátt í Bridshátíð. Sigurvegarar Simon Hult og Simon Ekenberg spila við Karl Sigurhjart- arson og Snorra Karlsson. Björn H. Eiríksson bókaútgefandi lést á líknardeild Landspít- alans 23. janúar sl. á sjö- tugasta aldursári. Björn var fæddur 2. apríl 1948 í Arnarfelli í Saurbæj- arhreppi í Eyjafirði. Hann hóf nám í prent- iðn við Iðnskólann á Ak- ureyri árið 1965 og stundaði ýmis störf samhliða námi. Lauk sveinsprófi í prentiðn frá Iðnskólanum á Ak- ureyri árið 1970 og meistaraprófi frá Iðn- skólanum í Reykjavík 1974. Að loknu sveinsprófi starfaði Björn sem prent- ari hjá Prentsmiðju Odds Björns- sonar – POB, á Akureyri. Hann starf- aði í prentsmiðjunni Viðey í Reykjavík frá árinu 1971 þar til hann keypti í félagi við aðra prentsmiðju Björns Jónssonar og bókaútgáfuna Skjaldborg á Akureyri árið 1975, sem þá voru rekin saman. Um tíma rak hann einnig bókaverzlunina Eddu í Hafnarstræti á Akureyri. Björn flutt- ist búferlum ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1986 og starfsemi Skjaldborgar fluttist með honum en þá hafði hann keypt hlut viðskipta- félaga síns í félaginu. Björn var umsvifamikill útgefandi á starfsferli sínum sem hann sinnti allt til dauðadags. Hann gaf út ýmis minn- isstæð ritverk, má þar nefna Aldnir hafa orðið, Betri helmingurinn, Miðilshendur Einars á Einarsstöðum og verk David Attenborough, tímaritið Heima er best og fjölda annarra verka. Björn sat í stjórn Fé- lags íslenskra bókaút- gefenda í yfir tuttugu ár og lét mikið að sér kveða í ýmsum baráttu- málum félagsins. Ný- verið var Björn gerður að heiðurs- félaga félagsins og honum um leið þökkuð ómetanleg störf í þágu þess. Björn gerðist félagi í Oddfellow regl- unni árið 1983, í stúku nr. 15, Freyju, á Akureyri. Hann var stofnfélagi stúku nr. 20, Baldurs í Reykjavík og gegndi trúnaðarstörfum fyrir hana. Björn var kvæntur Steinunni Klöru Guðjónsdóttur en þau skildu. Þau eignuðust tvær dætur, Birnu Klöru og Heiðdísi. Sonur Steinunnar og fóstursonur Björns er Heiðar Ingi Svansson. Sambýliskona Björns er Nína Stefnisdóttir og á hún fjögur börn, Stefni Þór Kristinsson og Styrmi, Selmu Kristínu og Regínu Böðv- arsbörn. Andlát Björn H. Eiríksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.