Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 12

Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Í bandarískri slangurorðabók hefur sögnin „að Tonya Har- dinga“ tvenns konar merk- ingu. Annars vegar að beita bolabrögðum til að ryðja keppinaut úr vegi, hins vegar að brjóta hnéskeljar fólks. Sögnin dreg- ur nafn sitt af hinni bandarísku Tonyu Harding, sem var einn besti listdans- ari heims á skautum snemma á 10. áratugnum. Ferli hennar lauk árið 1994 þegar hún var dæmd fyrir að hafa látið hjá líða að láta lögreglu vita að hún hefði búið yfir vitneskju um líkamsárás á skautakonuna Nancy Kerrigan eftir að hún hafði verið gerð, en árásin var skipulögð af Jeff Gillooly, fyrrverandi eiginmanni Harding. Fyrir þetta var Harding dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi, auk sektargreiðslu. Í kjölfar- ið ákvað bandaríska skautasambandið að setja hana í ævilangt keppnisbann og svipta hana þeim titlum sem hún hafði unnið á ferli sínum, þar á meðal landsmeistaratitli. Hún var úthrópuð, fyrirlitin og hötuð, ekki bara í heima- landi sínu heldur um heim allan. „Ég hef upplifað það versta. Ég hef verið einskis virði í augum fólks,“ sagði Harding í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC fyrir skömmu, en eftir að kvikmyndin I, Tonya, sem fjallar um ævi hennar var frumsýnd fyrr í þessum mánuði, hefur saga Ton- yu Harding verið dregin fram í dags- ljósið og margir velt fyrir sér máls- meðferðinni og hvernig fjallað var um Harding á sínum tíma. Andstæðan við ísprinsessuna En hver er hún? Tonya Maxine Harding var fimmta barn móður sinn- ar, LaVona Golden, og fjórða eigin- manns hennar, Albert Harding, og fæddist í Portland í Oregonríki 12. nóvember 1970, „röngum megin við brautarteinana“ eins og stundum er sagt í Bandaríkjunum. Fjölskyldan var fátæk og var á eilífum húsnæðis- hrakhólum, LaVona var drykkfelld og beitti dóttur sína ofbeldi, Albert yfir- gaf fjölskylduna þegar Tonya var á barnsaldri. Hún fór á fyrstu skauta- æfinguna þegar hún var þriggja ára og fljótlega kom í ljós að í litlu stúlk- unni bjó mikill efniviður. „Ég vildi ekki verða þjónustu- stúlka eins og móðir mín,“ sagði Harding í áðurnefndu við- tali á ABC. „Ég vildi eitthvað betra. Skautarnir voru mín leið til þess.“ Þegar Tonya var komin á unglingsaldur var ljóst að þar var framtíðarmeistari á ferð. En hún var ekki dæmigerð skauta- drottning 9. og 10. áratugarins. Hún saumaði keppnisbúninga sína sjálf, því hún hafði ekki ráð á skrautlegum búningum eins og aðrar skautakonur kepptu í og hún steig skautadans við tónlist rokksveitarinnar ZZ-Top á með- an aðrar dönsuðu undir tónum Mozarts. Hún giftist mennta- skólakærastanum sínum, Jeff Gill- ooly, þegar hún var tvítug, hún reykti á almannafæri og meðal áhugamála hennar voru bílaviðgerðir og skot- veiðar. Hún var kraftalega vaxin, sögð gersneydd þeim yndisþokka sem talinn var nauðsynlegur eigin- leiki skautadansara og óteljandi ballettímar og tískuráðgjöf frá sér- fræðingum, sem þjálfari hennar kall- aði til aðstoðar, breyttu þar litlu um. „Ég ætla að vera andstæðan við ísprinsessuna. Ég ætla að verða íþróttamaður af þeirri tegund sem aldrei hefur sést áður og ég ætla að ná lengra en nokkur annar,“ sagði hin unga og metnaðarfulla Tonya í viðtali þegar hún var 18 ára. Önnur upprennandi skauta- stjarna á þessum tíma var Nancy Kerrigan. Hún var sönn ímynd skautaprinsessunnar, drakk mjólk úr kampavínsglösum og keppti í hvítum glimmerskreyttum skautakjólum, sem voru sérhannaðaðir fyrir hana af frægum tískuhönnuðum. Hún var kölluð Mjallhvít, henni var gjarnan líkt við Jaqueline Kennedy, fyrrver- andi forsetafrú Bandaríkjanna og var með auglýsingasamninga við fjölda fyrirtækja, m.a. Disney, Camp- bells-súpur, Reebok og önnur stórfyr- irtæki. Mannætufiskur og ruddi Fjölmiðlafólk áttaði sig fljótlega á því að með því að stilla þessum tveimur unglingsstúlkum upp sem andstæðum og keppinautum væri kominn efniviður í safaríkar fréttir um tilbúinn stelpuslag. Þess vegna var gjarnan fjallað um Kerrigan sem yfirstéttarstúlku, þó foreldrar hennar hafi síður en svo verið efnafólk. Aftur á móti var fjallað um Harding sem óhefl- aðan rudda, hún var sögð vera hjólhýsa- pakk og var stundum kölluð mannætufisk- urinn í fjölmiðlum. Hvers vegna ég? Báðar tryggðu þær sér keppnis- rétt á vetrarólympíuleikunum í Lille- hammer í Noregi í febrúar 1994. Í byrjun janúar það ár var Kerrigan við æfingar í skautahöll í Detroit í Michigan ríki þegar karlmaður kom aðvífandi og sló með kylfu í hné hennar. Viðbrögð Kerrigan, þar sem hún lá á gólfinu, engdist af kvölum og hrópaði „Why me?“ – Hvers vegna ég? – voru tekin upp á myndband sem var sýnt í fréttatímum víða um heim. Árásin vakti óhug víða, ekki síst vegna þess að talsvert hafði verið fjallað um ofbeldi og hótanir gegn íþróttakonum og hafði Harding m.a. fengið hótunarbréf nokkru áður sem varð til þess að hún dró sig úr lands- hlutakeppni. Árásarmaður Kerrigan, Shane Stant, náðist fljótlega og inn- an tíðar komu í ljós tengsl hans við Gillooly, en þau Harding voru þá skilin. Stant, Gillooly og tveir aðrir sögðust eingöngu hafa ætlað að hræða Kerrigan, en þeir voru fundn- ir sekir um árásina og dæmdir í fang- elsi. Kerrigan hlaut minniháttar áverka af árásinni og þegar kom að leikunum í Lillehammer rúmum mán- uði síðar hafði hún náð sér að fullu. Bandaríska ólympíusambandið reyndi að koma í veg fyrir þátttöku Harding á þeirri forsendu að hún tengdist árás- inni. Hún brást við með því að kæra sambandið og lyktir mála urðu þær að hún keppti á leikunum. Einvígið í Lillehammer Loftið í skautahöllinni í Lille- hammer var rafmagnað 25. febrúar 1994 þegar kom að keppni kvenna í listdansi á skautum. Talað var um ein- vígi aldarinnar og aldrei höfðu jafn- margir fjölmiðlamenn verið viðstaddir slíka keppni. Harding mætti gríðar- legri andúð í Lillehammer, bæði frá áhorfendum og fjölmiðlum og var það álit margra að hún hefði átt að sjá sóma sinn í því að mæta ekki. Af upp- tökum frá leikunum má sjá Harding tárvota hefja skautadans sinn, en hún stoppar fljótlega og biður um að fá að byrja aftur vegna þess að reimar á skautum hennar slitnuðu. Henni var leyft það, hún lauk keppni, en frammi- staðan var ein sú versta á ferli hennar. Kerrigan var hyllt gríðarlega og skautasvellið var þakið blómum sem áhorfendur köstuðu til hennar. Hún vann til silfurverðlauna en Harding lenti í 8. sæti. Fjölmiðlar spöruðu ekki stóru orðin: „Mjallhvít hafði betur gegn eit- urdvergnum,“ var fyrirsögn Irish Tim- es og fyrirsögn norska Dagbladet var „Fríða sigraði dýrið.“ Þetta var í síðasta skiptið sem Tonya Harding keppti á skautum, því að skömmu síðar var hún sett í ævi- langt keppnisbann. Fáir urðu til að mótmæla því eða sýna henni stuðning á opinberum vettvangi; hún var „konan sem allir elskuðu að hata“. Síðan þá hefur hún af og til ratað í fréttir, eins og t.d. þegar hún gerðist atvinnuboxari um skeið og kom fram í heldur vafasömum raunveruleika- Konan sem allir elskuðu að hata Bandaríska skautakonan Tonya Harding er líklega umdeildasta íþróttakona allra tíma. Hún fékk ævilangt keppnisbann fyrir að búa yfir vitneskju um árás á keppi- naut sinn og var kölluð mannætufiskur í fjölmiðlum sem bjuggu til „stelpuslag“ Forsíður Mikið var fjallað um árásina á Kerrigan. Ólympíuleikar Harding og Kerr- igan við æfingar í skautahöllinni í Lillehammer. Síðasti dansinn Tonya Harding keppti í síðasta skiptið á skautum á ólympíuleikunum í Lillehammer í febrúar 1994. Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.