Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 13
þáttum. Undanfarin ár hefur hún starfað við afgreiðslu í bygginga- vöruverslun og við rafsuðu, hún er gift á nýjan leik og á ungan son. Lygari í augum allra Engum blöðum er um það að fletta að Tonya Harding var afburða- íþróttamaður, hún var t.d. fyrsti list- dansarinn á skautum sem stökk svo- kallaðan þrefaldan axel, sem er eitt erfiðasta stökkið á listskautum. Leið hennar á toppinn í þessari krefjandi íþrótt var grýttari en flestra annarra og fall hennar af toppnum nánast for- dæmalaust. Uppvöxtur hennar ein- kenndist af ofbeldi og vanrækslu og hún var eingöngu 19 ára þegar hún giftist Gillooly. Sjálf hefur hún sagt að þar hafi hún séð leið til að komast út úr ömurlegum fjölskylduaðstæðum. Hún var aldrei fyllilega viðurkennd í heimi skautalistdansins, flestir sáu hana sem hvítt rusl í stað öflugs íþróttamanns og fjölmiðlar ýttu undir þá ímynd. Kannski var hennar mesti glæpur að vera öðruvísi. Fáir trúðu að Harding hefði ekki haft neina fyrirfram vitneskju um árás- ina á Kerrigan, en hún hélt því stað- fastlega fram allt þar til í áðurnefndu viðtali við ABC þar sem hún sagðist hafa vitað „að eitthvað stæði til“, en að hún hefði ekki verið með í ráðum. Hún hylmdi vissulega yfir með Gillooly eftir verknaðinn en í því sambandi þarf að hafa í huga að hann hafði þá beitt hana ofbeldi í mörg ár og hafði m.a. oftar en einu sinni hótað að brjóta fætur hennar og eyðileggja þannig skautaferil henn- ar. Á sínum tíma höfðu fáir áhuga á að heyra hennar hlið á málum, eða eins og hún sjálf segir í viðtali í bandaríska dagblaðinu The New York Times; „Enginn hlustaði á mig. Ég var lygari í augum allra.“ Meistarar Frá vinstri: Tonya Harding, Kristi Yamaguchi og Nancy Kerrig- an. Þær voru fremstu skautakonur Bandaríkjanna í byrjun 10. áratugarins. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 Hvað er hægt að gera til að bæta innivist, heilsu og vellíðan á heim- ilum? Hvernig veit ég hvort heimili mitt er laust við rakaskemmdir og myglu? Hvað get ég gert til að vernda heimilið mitt fyrir raka- skemmdum og myglu? Hvað er vist- vænt og hvað er heilnæmt? Hvaða efni er í lagi að nota á heimilinu? Hvernig get ég bætt innivist og svefnaðstöðu? Sef ég nógu vel? Á fræðslu- og umræðufundi sem Heilsuborg og verkfræðistofan EFLA bjóða til kl. 18 - 20 í dag, mánudag- inn 29. janúar, í húsakynnum Heilsuborgar, Bíldshöfða 9, verður leitast við að svara framangreindum spurningum. Til að ræða málin eru Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líf- fræðingur, og Heiða Mjöll Stef- ánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, sem báðar hafa veitt fjölmörgum fyr- irtækjum og einstaklingum heild- stæða ráðgjöf vegna rakaskemmda og myglu í húsnæði, Erla Gerður Sveinsdóttir heimilislæknir, lýð- heilsufræðingur og yfirlæknir Heilsuborgar, sem beinir sjónum að mikilvægi svefns, og Sveinlaug Sig- urðardóttir, leikskólakennari, en hún segir frá því þegar raka- skemmdir og mygla komu upp á heimilinu og hvernig fjölskyldan fann leiðir til að aðlagast breyttum kringumstæðum. Allir velkomnir og frítt inn. Heilsuborg og EFLA með opinn fræðslu- og umræðufund Ljósmynd/Getty Images Heilsa Hvað merkir hugtakið innivist og hvernig tengist það heilsu? Innivist, heilsa og vellíðan Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Á köldum og myrkum vetrarkvöldum er fátt notalegra en að hreiðra um sig í stofunni heima og fitja upp á prjón- ana. Áður gæti þó borgað sig að leggja lykkju á leið sína og koma við í Storknum, garnverslun, Síðumúla 20, og fá hagnýt ráð um allt sem lýtur að prjónaskap. Þar á bæ eru líka haldin fjölbreytt námskeið í prjóni, hekli og nú einnig útsaumi. Námskeiðin eru skipulögð þannig að allir nemendur eiga að geta byggt ofan á fyrri þekk- ingu. Kennarar Storksins eru með mikla reynslu og þekkingu hver á sínu sviði. Á sumum námskeiðum er gert ráð fyrir að nemendur geri prufur til að læra ákveðna tækni. Lögð er áhersla á að þeir geti stuðst við námskeiðs- gögnin eftir að námskeiðum lýkur. Helstu námskeið hafa verið prjón- tækni fyrir byrjendur og lengra komna í prjóni, sérhæfð námskeið í að prjóna sjöl, vettlinga og sokka og fleira. Nú stendur t.d. yfir peysu- hönnunarnámskeið með Helgu Thor- oddsen, textilkennara. Á veturna eru Prjónakaffi Storksins haldin síðasta laugardag í mánuði og annan fimmtudag. Á heimasíðunni www.storkurinn.is eru upplýsingar um viðburði, námskeið o.fl. Vefsíðan www.storkurinn.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Allir regnbogans litir Storkurinn býður upp á alls konar prjónanámskeið. Lykkja á leiðinni áður en fitjað er upp á prjónana I, Tonya, mynd ástralska leikstjór- ans Craig Gillespie, saga Tonyu Harding er að stórum hluta byggð á viðtölum við Harding og Jeff Gillooly, fyrrverandi eigin- mann hennar sem skipulagði árásina á Nancy Kerrigan. Hún fékk Golden Globe verðlaun fyrr í mánuðinum og er tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna auk fjölda annarra verðlauna. Hún hefur vakið athygli fyrir margra hluta sakir, ekki síst vegna þess að í henni eru firnasterkar kven- persónur. Þá þykir hún varpa sér- lega góðu ljósi á stéttaskiptingu í Bandaríkjunum, en í myndinni kemur skýrt fram að listhlaup á skautum er talið íþrótt hinna efn- uðu og þeir sem tilheyra öðrum hópum eru síður velkomnir. Ekki er síður áhugavert að horfa á myndina frá femínísku sjónarhorni, því sífellt er verið að reyna að bæla persónu Tonyu niður og steypa þessa afburða íþróttakonu í eitthvert kvenlegt mót í stað þess að leyfa henni að blómstra á eigin forsendum. Margot Robbins fer með hlut- verk Harding og er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Þegar hún fékk handritið fyrst í hendurnar datt henni ekki annað í hug en að um skáldskap væri að ræða. „Mér fannst handrits- höfundurinn galinn að geta látið sér detta þetta í hug,“ sagði Robbins í viðtali. I, Tonya fór í almennar sýn- ingar í Bandaríkjunum í byrjun mánaðarins. Hér á landi er hún sýnd í Bíó Paradís. Aðalleikkonan hélt að saga Harding væri skáldskapur GÓÐAR VIÐTÖKUR OG ER TILNEFND TIL FJÖLDA VERÐLAUNA I, Tonya Þær Tonya Harding og leik- konan Margot Robbins á frumsýn- ingu myndarinnar fyrir skömmu. AFP Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Varmadælur Hagkvæmur kostur til upphitunar Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2.. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi sendi svo hægt sé að stjórna dælunni úr GSM síma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.