Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 14

Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 14
AFP Hagsýnn Ingvar Kamprad bjó lengi í Sviss til að forðast sænska skatta. Sænski húsgagnarisinn Ikea greindi frá því á sunnudag að stofnandi fyrirtækisins, millj- arðamæringurinn Ingvar Kamp- rad, væri látinn eftir skammvinn veikindi. Kamprad var 91 árs gamall þegar hann lést á laug- ardag, umkringdur ástvinum sín- um. Hann stofnaði fyrirtækið árið 1943, þá aðeins 17 ára gamall, í kringum sölu á ritföngum og póst- kortum, en bætti síðar húsgögnum við vöruúrvalið. Ikea tók að vaxa hratt á sjöunda og áttunda ára- tugnum og umbylti bæði hús- gagnasmíði og -sölu. Í dag má finna verslanir Ikea um allan heim en fyrirtækið selur húsgögn og heimilisvörur fyrir 38 milljarða evra ár hvert og veitir 194.000 manns atvinnu. Á undanförnum árum hafði Kamprad dregið sig út úr dag- legum rekstri Ikea en synir hans þrír sitja í stjórnum ýmissa félaga Ikea-veldisins. Kamprad var þekktur fyrir mikla sparsemi og var gagnrýndur af mörgum samlöndum sínum fyrir að búa erlendis til að sleppa við að greiða sænskum stjórnvöldum háa skatta af auðæfum sínum. Seint á síðasta ári hóf Evrópusambandið rannsókn á skattamálum Ikea vegna grunsemda um að fyrir- tækið hefði nýtt sér glufur í lög- unum til að lækka skattbyrði sína með óeðlilegum hætti. Samkvæmt útreikningum Bloomberg var auður Kamprads metin á 58,7 milljarða dala þegar hann lést og var hann því áttundi ríkasti maður heims. ai@mbl.is Ingvar Kamprad látinn 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 Meira til skiptanna Tölvuþrjótur eða -þrjótar brutu sér leið í gegnum varnir japanska raf- myntamarkaðarins Coincheck á föstudag og stálu þaðan 523 millj- ón einingum af rafmyntinni XEM. Að sögn Financial Times er ráns- fengurinn um það bil 500 milljóna dala virði, en rafmyntirnar voru í eigu 260.000 viðskiptavina Coin- check. Þjófnaðurinn þykir einn sá stærsti sem sögur fara af og ber FT atvikið saman við það þegar þjófar stálu innistæðubréfum og ríkisvíxlum fyrir jafnvirði 414 milljóna dala árið 1990 og þegar þjófar létu greipar sópa það sama ár í Gardner listasafninu í Boston og tóku þrettán listaverk sem met- in voru á hálfan milljarð dala. Árið 2014 stálu tölvuþrjótar bitcoin raf- myntum fyrir andvirði 500 milljóna dala frá rafmyntamarkaðinum Mt Gox sem í kjölfarið hætti starfsemi. Stjórnendur Coincheck segjast ætla að endurgreiða viðskiptavin- um sínum tapið að mestu. Fá við- skiptavinirnir 88,5 jen fyrir hvert XEM sem stolið var, en þegar þjófnaðurinn átti sér stað var raf- myntin metin á 104 jen og kostaði 112 jen á sunnudag. ai@mbl.is Jafnvirði hálfs milljarðs dala stolið frá rafmyntamarkaði BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þessi áföll virðast yfirleitt koma eins og þruma úr heiðskíru lofti: mikil- vægur starfsmaður slasast alvarlega, veikist mikið eða fellur óvænt frá, ell- egar brýtur af sér svo að þarf að víkja honum úr starfi tafarlaust. Eft- ir situr heill vinnustaður í upp- námi bæði yfir því sem kom fyrir vinnufélaga þeirra og líka óviss um hver taki við keflinu. Hvað ef þessi starfs- maður hélt um alla þræði? Hvað ef hann hélt utan um samskiptin við miklvægustu viðskiptavinina, eða var sá eini sem hafði aðgang að netbank- areikningi fyrirtækisins? Hvað ef hann var helsta driffjöðurin í ungu og efnilegu félagi, eða sá eini sem vissi hvernig átti að halda vefsíðunni í horfinu? Guðjón Heiðar Pálsson, fram- kvæmdastjóri og stefnulegur ráðgjafi hjá Cohn & Wolfe, segir stjórnendur meðvitaða um hættuna á að missa óvænt frá sér lykilstarfsmann en sjaldan sem gripið hafi verið til nauð- synlegra ráðstafana: „Það er hugsað um þessi mál, en þau eru sjaldan kláruð,“ segir hann. Ef félög eru rétt skipulögð, og boð- skipti eins og þau eiga að vera, þá eiga fyrirtæki að geta verið nokkuð fljót að ná aftur áttum þó þau missi lykilmanneskju fyrirvaralaust. „Stig- veldið er þannig að efst trónir fram- kvæmdastjóri eða forstjóri, og undir honum aðstoðarstjórnendur sem eiga að geta gengið í störf yfirmanna sinna. Falli æðsti stjórnandi frá eða geti ekki lengur starfað af einhverj- um orsökum á stjórnarformaður að taka tímabundið við enda eiga stjórn- armeðlimir að vera vel upplýstir um það sem er að gerast í fyrirtækinu þó þeir sinni ekki daglegum rekstri,“ segir Guðjón en bætir við að oft reyn- ist vera veikir hlekkir í þessari keðju, og ekki verið hugað rétt að miðlun þekkingar, vörslu mikilvægra gagna eða skráningu viðskiptatengsla. Krísuteymi kallað til Að mati Guðjóns eiga fyrirtæki að hafa áætlun til staðar sem grípa má til þegar starfsmaður hverfur úr hópnum. Áætlunin þarf ekki aðeins að kveða á um hvernig fyllt er í skarðið, heldur líka hvernig starfs- fólki er hjálpað að takast á við áfallið. „Bæði þarf framkvæmdastjóri að tryggja að skipulagsheildin sé stefnu- lega varin, og að til sé áætlun sem má virkja ef lykilstjórnandi fellur skyndi- lega frá. Annað eru siðglöp að mínu viti,“ segir Guðjón. „Stjórnenda- verndaráætlun er krísuáætlun allra krísuáætlana.“ Að þrennu þarf einkum að huga við gerð þessarar áætlunar: „Í fyrsta lagi þarf að tryggja að einhver geti tekið við og haldið daglegum rekstri gangandi. Í öðru lagi þurfa aðrir starfsmenn að þekkja nægilega vel framtíðarsýn æðsta stjórnandans og hafa aðgang að öllum þeim tengilið- um sem stjórnandinn hefur getað nýtt sér skipulagsheildinni til fram- dráttar. Í þriðja lagi þarf að hlúa að starfsfólkinu sem glímir við þá sorg og áfall sem fylgir því að missa sam- starfsfélaga. Skiptir miklu fyrir þriðja liðinn að fyrirtækið þekki að- standendur lykilstjórnenda og geti haft samband við þá ef eitthvað kem- ur upp á.“ Áætlunin heldur utan um undir- skriftir, umboð, mikilvæga samninga og helstu boðskipti við stjórnvöld. Að auki eru settar reglur um meðferð og geymslu leyniorða, bankahólfa, læstra hirslna og herbergja sem framkvæmdastjóri hefur stofnað til í þágu fyrirtækisins. Áætlunin ætti líka að kveða á um stofnun krísuteymis sem tekur taf- arlaust til starfa. „Að lágmarki ætti teymið að hafa á að skipa lögfræð- ingi, sérfræðingum í stefnulegum og taktískum boðskiptum, mannauðs- stjóra, netverks-tæknimanni og sál- fræðingi.“ Það gæti líka verið hluti af áætl- uninni að fyrirtæki kaupi tryggingar sem greiddar eru út t.d. við fráfall lykilstarfsmanns. „Miða má við að tryggingin nemi að lágmarki 15–20 milljónum króna, sem er vitaskuld dropi í hafið en getur hjálpað til að standa straum af óvæntum kostnaði, s.s. þjónustu lögfræðinga, boðskipta- fræðinga og kostnaði við leit að nýj- um stjórnanda.“ Þegar ómissandi starfsmaður fellur frá  Sérfræðingur segir íslensk fyrirtæki sjaldan huga nægilega vel að „krísuáætlun allra krísuáætlana“, um hvað skal til bragðs taka ef þau missa óvænt lykilstarfsmann  Kann að þurfa að kaupa tryggingu AFP Áhætta Fréttir af andláti eða óvæntu brotthvarfi æðstu stjórnenda geta sent hlutabréfaverð fyrirtækja lóðbeint niður. Á gólfinu hjá NYSE. Guðjón Heiðar Pálsson Höfundarlaunanefnd bandarískra stjórnvalda hefur ákveðið að fyrir- tæki sem streyma tónlist þurfi að greiða lagahöfundum 15,1% af tekjum vegna spilunarinnar. Áður fengu lagahöfundar 10,5% í sinn hlut en nefndin úrskurðar á fimm ára fresti hvernig þessum greiðsl- um skuli háttað. FT greinir frá þessu og segir úrskurðinn áfall fyr- ir fyrirtæki á borð við Spotify sem stefnt hafði að skráningu á hlutabréfamark- að í New York síðar á árinu. Lagahöfundar höfðu ekki fulln- aðarsigur í mál- inu því þeir höfðu krafist þess að fá fasta þóknun fyrir hverja spilun, sem myndi einfalda stórlega alla út- reikninga á höfundarlaunum vegna streymis. Hækkunin, sem tekur gildi árið 2022, kemur sér ekki eins illa fyrir hina risana á tónlistarstreymis- markaðinum; Apple, Amazon og Google, enda myndar streymi tón- listar aðeins lítinn hluta af heildar- tekjum þeirra. ai@mbl.is Tónlistarveitur greiði meira

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.