Morgunblaðið - 29.01.2018, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018
✝ Gyða Sigurð-ardóttir fædd-
ist 29. janúar 1935.
Hún lést 13. jan-
úar 2018.
Gyða fæddist í
Stykkishólmi,
dóttir Ingveldar
Láru Kristjáns-
dóttur húsmóður
og Sigurðar Sig-
urgeirssonar pípu-
lagningameistara.
Gyða bjó alla tíð í Stykk-
ishólmi, síðustu árin á Dval-
sambýlismaður Þórður Þor-
steinsson. Sonur Agnesar er
Marinó Ingi, sambýliskona
hans er Hallfríður Kristín.
Börn þeirra eru Guðrún Inga
og Pétur Þór. 2) Hrönn Bern-
harðsdóttir, fædd 1. ágúst
1961, gift Gunnari Leví Har-
aldssyni. Synir þeirra eru Sölvi
Leví, dóttir hans Hrafnhildur
Sif, og Patrekur Árni Leví. 3)
Ingveldur Þ. Jóhannesdóttir,
fædd 22. júní 1967, gift Hrann-
ari Erlingssyni. Börn þeirra
eru Hlín og Daði. 4) Valborg E.
Jóhannesdóttir, fædd 30. apríl
1970, sambýlismaður Gunnar
Pétur Róbertsson. Börn Val-
borgar eru Sindri og Karítas.
Útför Gyðu fór fram frá
Stykkishólmskirkju 20. janúar
2018.
arheimili aldraðra.
Hún var húsmóðir
og verkakona og
starfaði lengst af í
fiskvinnslu hjá
Sigurði Ágústssyni
ehf. í Stykkis-
hólmi.
Gyða var gift
Jóhannesi Þórð-
arsyni sem lést í
mars 2010.
Gyða átti fjórar
dætur: 1) Agnesi Agnars-
dóttur, fædd 15. maí 1957,
Í dag, 29. janúar 2018, er
afmælisdagur mömmu okkar en
hún hefði orðið 83 ára en hún
lést 13. janúar síðastliðinn á
Dvalarheimilinu í Stykkishólmi
umvafin okkur dætrum sínum.
65 ára byrjaði mamma að
veikjast af heilasjúkdómi sem
svo þróaðist yfir í alzheimer.
Mamma naut þess alltaf að vera
með dætrum sínum og fjöl-
skyldu en sjúkdómurinn varð
þess valdandi að hún naut
skertra lífsgæða og fór nánast á
mis við að þekkja og njóta lang-
ömmubarna sinna sem eru nú
orðin þrjú.
Ef mamma hefði lifað værum
á leið vestur í heimsókn til
hennar á Dvaló í Stykkishólmi
að fá okkur kaffi og marsípan-
tertu í tilefni dagsins, með
henni og öllu heimilisfólkinu
sem var okkur öllum eins og
fjölskylda í þau 11 ár sem
mamma bjó á Dvaló. Það sem
gladdi mömmu mest og best
síðustu árin var að fá heimsókn
og vera umvafin fjölskyldunni
sinni. Fá sér tertusneið eða
nammi og hlusta á okkur stelp-
urnar sínar spjalla um allt milli
himins og jarðar.
Fyrstu árin eftir að hún flutti
á dvalarheimilið átti hún enn
húsið sitt og þá naut hún þess
þegar við komum í Hólminn að
fara með okkur heim. Þá var
gjarnan glatt á hjalla og oftar
en ekki var bakað, eldað og
stússast fyrir gesti og gangandi
sem voru á Garðaflötinni hverju
sinni. Þá leið henni vel.
Við minnumst mömmu sem
duglegrar, reglusamrar konu
sem hafði ákveðnar hugmyndir
um hvernig hlutirnir ættu að
vera. Hún var sterkur persónu-
leiki og það var ekki auðvelt að
fá hana til að skipta um skoðun
ef hún hafði ákveðið eitthvað.
Hún hafði góðan húmor fyrir
sjálfri sér og öðrum og var oft
hnyttin í tilsvörum. Mamma tal-
aði kannski ekki mikið en mað-
ur hlustaði þegar hún hafði eitt-
hvað til málanna að leggja.
Mamma hafði hlýtt bros sem
maður fékk alltaf þegar við
komum í heimsókn til hennar.
Hún var mikill dýravinur og
voru hundar í sérstöku uppá-
haldi hjá henni.
Mömmu fannst fátt skemmti-
legra en að fara í bíltúr. Skoða
gömlu húsin í Hólminum,
spjalla um hver bjó hvar, hvað
húsin hétu o.s.frv. Hún var líka
alltaf til í að fara í bíltúr í ná-
grenni Stykkishólms og þá sér-
staklega upp í Hrísakot í Helga-
fellssveit þar sem amma hennar
og afi voru með búskap þegar
hún var barn.
Sumrin voru gæðatími okkar
mæðgna. Þá var mamma komin
í sumarfrí og gerði ekkert ann-
að en að hugsa um okkur dæt-
urnar sem hún virkilega naut.
Henni þótti samt ekkert leitt
þegar við urðum eldri og fórum
að dekra við hana, elda fyrir
hana og baka. Það þurfti ekki
mikið til að gleðja mömmu,
baka pitsu og þá var hún sæl og
svo auðvitað samvistir við okk-
ur dæturnar, tengdasyni og
barnabörn.
Mamma var mikið jólabarn
og því var það fastur liður hjá
okkur systrum að fara vestur til
mömmu með smákökur og
skreyta hjá henni fyrstu helgina
í aðventu á hverju ári. Hún var
líka dugleg við að sauma út og
fannst sérstaklega gaman að
sauma út jólamyndir sem hún
átti orðið ansi mikið af.
Það eru margar góðar minn-
ingar sem við eigum þar sem
við áttum góðar stundir saman.
Elsku mamma, við kveðjum
þig nú en erum þess fullvissar
að þú sért nú á góðum stað þar
sem þér líður vel.
Í tilefni þess að þú átt afmæli
ætlum við dætur þínar að fara
saman og fá okkur kaffi og
tertu og hugsa til þín, elsku
mamma.
Takk fyrir allt, elsku
mamma, og megir þú hvíla í
friði.
Þínar dætur,
Agnes (Agga), Hrönn,
Ingveldur (Inga) og
Valborg (Lísa).
Gyða
Sigurðardóttir
✝ Halldór Sig-urðsson fædd-
ist 19. desember
1953 í Vest-
mannaeyjum.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
í Reykjavík 15.
janúar 2018.
Foreldrar hans
voru Jón Sigurður
Jóhannesson, f.
20.8. 1925, d 5.4.
2006, og Sigríður Einarsdóttir,
f. 5.2. 1922, d. 9.6. 1989.
Systkini Halldórs eru Gunnar
Vilhelmsson, f. 1939, Elín Þor-
valdsdóttir, f. 1941, Anna Sig-
urlaug Þorvaldsdóttir, f. 1944,
Sæunn Þorvaldsdóttir, f. 1946,
Björn Gunnar Jónsson, f. 1947,
Bjartmar Hrafn Sigurðsson, f.
1947, d. 2000, Þorvaldur Þor-
valdsson, f. 1948, d. 2009, Erla
Kristinsdóttir, f. 1950, Einar
Hrafntinnu Kristjánsdóttur, f.
24.8. 2017.
Halldór fæddist í Vest-
mannaeyjum og ólst þar upp
til unglingsára þegar fjöl-
skyldan flutti til Reykjavíkur.
Þar æfði hann fótbolta með
KR og lék með þeim upp í
meistaraflokk, einnig lék hann
með Selfossi og Ármanni. Sín
seinni ár lagði hann mikla
stund á golfíþróttina þar sem
hann var í GR frá 1987-2000,
þess má geta að hann fór holu
í höggi tvisvar.
Hann lærði bifvélavirkjun og
vann sem slíkur hjá Vélamið-
stöð Reykjavíkur en fékk síðan
vinnu hjá SKF Kúlulegusölunni
þar sem hann vann lengst af.
Starfsferli sínum lauk hann hjá
Olíuverslun Íslands þar sem
hann starfaði þegar hann lenti
í veikindum sínum árið 2000.
Eftir veikindi sín bjó hann á
hjúkrunarheimilinu Eir.
Útför Halldórs fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 29.
janúar 2018, klukkan 13.
Sigurðsson, f.
1955, Björk
Sigurðardóttir, f.
1957, Sæmundur
Sigurðsson, f.
1960, og Sigurður
Sigurðsson, f.
1964, d. 1990.
Halldór giftist 9.
desember 1978
Eyrúnu Guð-
björnsdóttur, f.
1.7. 1952. Synir
þeirra eru: 1) Rúnar Þór Hall-
dórsson, f. 28.6. 1979, maki
Ragnheiður Thor. Antonsdótt-
ir, f. 15.7. 1979. Börn þeirra
eru Þórey Kristín Rúnars-
dóttir, f. 2007, Svanhildur
Edda Rúnarsdóttir, f. 2010, og
Halldór Hrafn Rúnarsson, f.
2016. 2) Kristján Ari Hall-
dórsson, f. 16.6. 1987, maki
Helga Dagný Bjarnadóttir, f.
7.2. 1992. Þau eiga saman
Það er með söknuði sem ég
kveð kæran mág minn, Halldór
Sigurðsson, eða Dóra eins og
hann var alltaf kallaður.
Dóri og Eyrún kynntust þeg-
ar við systurnar bjuggum saman
á Grettisgötunni fyrir meira en
40 árum, en hann var einstak-
lega ljúfur drengur sem vildi allt
fyrir alla gera. Tímabilið okkar
saman á Grettisgötunni var ein-
staklega skemmtilegt, við vorum
öll ung og lífið blasti við.
Þær voru margrar góðu
stundirnar með þeim hjónum og
alltaf var Dóri hrókur alls fagn-
aðar, stutt í glensið og skemmti-
legu tilsvörin hans og taktana,
hann var eiginlega óborganleg-
ur. Það var alltaf gaman að vera
með honum og gleðjast á góðri
stundu. Eina helgina vorum við
saman í útilegu og fórum í
krikket með börnunum og ég
minnist Dóra þá, hann var glað-
ur og hlæjandi og notaði
krikketkylfuna óspart til að
þykjast vera að spila á gítar og
brilleraði svo að sjálfsögðu í
leiknum.
Helgina á eftir fór hann svo í
afdrifaríka Akureyrarferð þar
sem hann fékk hjartaáfall, 46
ára gamall og varð aldrei samur
aftur og hefur verið heimilisfast-
ur á Eir um langa hríð. Þó að
hann hafi breyst mikið við áfall-
ið þá var hann alltaf sami húm-
oristinn og minnisstætt er þegar
hann var á Grensásdeild fyrsta
árið eftir áfallið, þá fór hann í
sjoppuna og keypti sér kók og
prins póló og lét skrifa hjá sér,
hann væri jú iðnaðarmaður við
vinnu á staðnum og ætti að
sjálfsögðu að vera í reikning.
Þessi minning og margar
fleiri ylja en ég þakka yndisleg-
um dreng fyrir samfylgdina,
sem var svo alltof stutt og sendi
systur minni, sonum þeirra og
fjölskyldunni allri innilegar sam-
úðarkveðjur.
Hildur.
Halldór Sigurðsson
✝ Þór Elíssonfæddist 2. des-
ember 1929. Hann
lést á Landspítala
háskólasjúkrahúsi í
Fossvogi 17. janúar
2018.
Hann var sonur
Elísar Þórðarsonar,
f. á Fráskrúðsfirði
24. júlí 1904, d. 7.
október 1950, og
Jónu Marteins-
dóttur, f. á Fráskrúðsfirði 12.
ágúst 1906, d. 11. febrúar 1986.
Þór átti tvo bræður, Má El-
ísson, f. 28. september 1928, d. 4.
febrúar 2015, og Sigurð Atla El-
ísson, f. 13. desember 1941.
Eiginkona Þórs var Helga
Jónsdóttir, f. 2. ágúst 1930, d. 2.
apríl 2014. Þau giftu sig 7. nóv-
ember 1953 og eiga þrjár dætur
sem eru: 1) Elín Jóna, f. 19. júlí
1954, gift Magnúsi Guðmundsyni,
synir þeirra eru: Guðmundur Þór,
f. 29. febrúar 1980, eiginkona
hans er Jófríður Halldórsdóttir
og þeirra börn eru Björg, f. 11.
október 2009, og Magnús, f. 23.
ágúst 2011. Helgi Már, f. 27. ágúst
1982, eiginkona hans er Guðrún
Sóley Gunnarsdóttir, synir þeirra
eru Ari Már, f. 30. september
2011, Einar Atli, f.
24. maí 2013. Finnur
Atli, f. 14. september
1985, sambýliskona
hans er Helena
Sverrisdóttir, dóttir
þeirra er Elín Hild-
ur, f. 9. febrúar
2017. 2) Guðrún
Halldóra, f. 24. mars
1958. Sambýlis-
maður hennar er
Eðvald Albert Eð-
valdsson og dætur þeirra eru
Helga Björg, f. 3. júlí 1979, sam-
býlismaður hennar er Jón Oddur
Hammer Kristinsson, synir þeirra
eru Birkir Armin, f. 19. júní 2005,
Yngvi Steinar, f. 22. febrúar 2009,
Oddur Helgi, f. 24. mars 2016 og
Kristinn Eðvald, f. 15. maí 2017.
Eyrún, f. 20. apríl 1988, og Eva, f.
30. júní 1990. 3) Rósa Björg, f. 22.
desember 1966, gift Arnari Gests-
syni og börn þeirra eru Andri
Már, f. 12. desember 1988, sam-
býliskona hans er Julie Klamer,
Þór, f. 19. september 1993, og
Snædís, f. 29. maí 2000. Fjöl-
skyldan býr í Kolding í Dan-
mörku.
Útför Þórs fer fram frá Ás-
kirkju í Reykjavík í dag, 29. jan-
úar 2018, og hefst athöfnin kl. 13.
Elsku besti afi okkar.
Engin orð fá því lýst hvað við
söknum þín mikið.
Afi Þór var yndislegur, mikill
húmoristi, gjafmildur, barngóð-
ur og vildi allt fyrir okkur gera.
Við eigum svo margar fallegar
minningar um afa og ekki annað
hægt en að brosa og hlæja þegar
horft er til baka. Stóru fjöl-
skyldujólin, ísrúntar og bústaða-
ferðir svo fátt eitt sé nefnt. Það
var alltaf svo gaman að hlusta á
allar vísurnar og sögurnar sem
þú sagðir okkur frá sjónum og
um öll löndin sem þú sigldir til,
við barnabörnin vorum sko
montin og stolt af því að eiga afa
sem var skipstjóri með eitt auga
og lepp. Afi hafði mjög gaman af
því að elda og síðustu ár var allt-
af opið hús hjá afa í „egg og beik-
on“, þetta voru okkar dýrmæt-
ustu stundir síðustu ár.
Sunnudagar eiga eftir að verða
mjög tómlegir og það verður erf-
itt að geta ekki keyrt til þín og
heilsað upp á þig og talað um allt
milli himins og jarðar.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku afi. Minning
þín mun lifa í hjörtum okkar alla
tíð og þökkum við þér fyrir alla
þína ást og umhyggju. Við elskum
þig, afi.
Helga Björg, Eyrún og
Eva Eðvaldsdættur.
Elsku afi beikon.
Við eigum eftir að sakna þín.
Við vorum alltaf svo ánægð að
koma til þín því enginn gerir eins
gott egg og beikon eins og þú. Við
vonum að þér líði vel og sért með
ömmu Helgu og munum ætíð
hugsa til þín. Við elskum þig,
langafi
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Fyrir hönd langafabarna,
Eyrún Eðvaldsdóttir.
Þór föðurbróðir minn, í fjöl-
skyldunni ávallt kallaður Búddi,
lést þann 17. janúar, í góðri elli,
rúmlega 88 ára að aldri. Heilsan
var til skamms tíma þokkaleg, þar
til í desember. Heyrnin að vísu
farin að dofna, ganglimir að fúna
og vinstra augað hafði verið fjar-
lægt fyrir nokkrum árum. En
minnið var gott og það var
skemmtilegt að sitja með honum
og heyra sögur af sjónum, frá
æskuslóðunum á Fáskrúðsfirði
eða annars staðar frá, oft sagðar
með raddbreytingu og eftirherm-
um, svona til þess að krydda efn-
ið.
Það var rúmt ár milli þeirra
bræðra, pabba og Búdda. Þeir
voru samrýndir bræður og leik-
félagar á uppvaxtarárunum á Fá-
skrúðsfirði. Mikill vinskapur og
gagnkvæm virðing einkenndi
samband þeirra alla tíð. Það var
því vafalaust mikið áfall fyrir
Búdda þegar pabbi veiktist 2011
og varð ófær um að tjá sig eða
skynja umhverfi sitt á sama hátt
og áður. Þeir bræður, Búddi og
yngsti bróðirinn, Siggi, sýndu
pabba þá mikið trygglyndi og vin-
áttu og heimsóttu hann nokkrum
sinnum í viku þau ár sem hann
dvaldi á Sóltúni. Fyrir þann
stuðning við pabba í veikindum
hans erum við afar þakklát.
Afi og amma fluttu frá Fá-
skrúðsfirði til Reykjavíkur 1944,
meðal annars til þess að gefa son-
um sínum kost á að sækja mennt-
un í höfuðstaðnum. Hafið heillaði
og Búddi tók snemma ákvörðun
um að gerast sjómaður. Hann átti
ekki langt að sækja þann áhuga,
faðir hans og föðurbræður voru
sjómenn.
Búddi stundaði fyrst sjó-
mennsku á fiskiskipum, þ. á m.
togurunum Belgaum og Fylki.
Hann fór í Sjómannaskólann, tók
þar farmanninn og gerðist skip-
verji á Fossum Eimskipafélags-
ins. Hann varð stýrimaður um
1960 og sinnti yfirmannsstarfi á
skipum félagsins allan sinn starfs-
aldur eftir það. Fyrst sem stýri-
maður en síðar skipstjóri um
langt árabil. Það var kannski
táknrænt að andlátið bar upp á
stofndag Eimskipafélagsins.
Búddi var góður sjómaður og
farsæll á skipstjórnarferli sínum.
Hann var afar vel metinn og virt-
ur af skipsfélögum sínum, stjórn-
endum Eimskipafélagsins og öðr-
um þeim sem hann þurfti sem
skipstjórnarmaður að eiga sam-
skipti við.
Búddi kvæntist árið 1953
Helgu Jónsdóttur, sem lést fyrir
fjórum árum. Dætur þeirra eru
Elín, Guðrún og Rósa og barna-
börnin eru níu. Búddi var mjög
stoltur af afkomendum sínum og
fylgdist vel með þeim í leik og
starfi.
Síðustu árin kom ég stundum
til hans í hádeginu og fékk hjá
honum egg og beikon. Og svo sög-
urnar. Hann skartaði þá í elda-
mennskunni gjarnan svuntu sem
barnabörnin höfðu gefið honum, á
hverri stóð Afi beikon.
Heilsunni hrakaði eftir fyrsta
blóðtappann í heila, þeir urðu
fleiri. Ég heimsótti hann á sjúkra-
beð 11. janúar, hann var þá nýbú-
inn að fá annan tappa og var ekki
fær um að tjá sig. Hægri hliðin
var lömuð. Hann virtist vera í
móki og ekki taka eftir neinu
kringum sig. Eftir að hafa spjall-
að nokkra stund við Ellu frænku
mína kvaddi ég og ætlaði að
ganga út. Þá bylti hann sér og
náði með erfiðismunum að lyfta
vinstri hendi undan sænginni, í
kveðju. Það var hinsta kveðja
hans til mín. Í síðari heimsóknum
var honum þorrinn allur líkams-
kraftur.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Búdda fyrir frændskapinn og vin-
áttu hans í minn garð og fjöl-
skyldu minnar. Frænkum mín-
um, Ellu, Gunnu og Rósu, og
fjölskyldum þeirra, Sigga föður-
bróður mínum og öðrum aðstand-
endum, votta ég mína dýpstu
samúð.
Marteinn
Másson.
Þór Elísson
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐBJÖRG JÓNÍNA STEINSDÓTTIR,
Álftamýri 45,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri föstudaginn
19. janúar. Útför hennar fer fram frá
Háteigskirkju föstudaginn 2. febrúar klukkan 13.
Kærar þakkir eru færðar starfsfólki hjúkrunarheimilisins Eirar
fyrir góða umönnun og velvild.
Gunnsteinn Olgeirsson
Guðný Arndís Olgeirsdóttir
Óskar Rúnar Olgeirsson Jónína Ómarsdóttir
Guðbjörg Olga Kristbjörnsdóttir
Ómar Þór Óskarsson
Auður Óskarsdóttir Jón Sighvatsson
Olgeir Óskarsson Ylfa Rakel Ólafsdóttir
Stella Björg Óskarsdóttir
Þakka auðsýnda samúð og hluttekningu við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
FRIÐJÓNS SKARPHÉÐINSSONAR
Jónína Garðarsdóttir