Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018
✝ Bragi Hall-dórsson fædd-
ist í Ólafsfirði 25.
apríl 1941. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Akureyri 21. jan-
úar 2018.
Foreldrar hans
voru Guðrún Hulda
Helgadóttir, f. 2.
október 1917, d. 23.
júní 2015, og Hall-
dór Jón Kristins-
son, f. 24. maí 1916, d. 14. ágúst
2006.
Bragi var næstelstur af fimm
systkinum. Systkini hans eru:
Anna, f. 1937, Gunnar, f.
1944, Svanfríður, f. 1947 og Jón,
f. 1948.
Bragi kvæntist Auðbjörgu G.
Eggertsdóttur, f. 12 júlí 1944,
frá Skógtjörn á Álftanesi, 10.
ágúst 1963. Börn þeirra eru: 1)
Eggert, f. 22.6. 1965, maki Kirs-
ten Bragason, f. 8.3. 1967, börn
þeirra eru Esben og Johan. 2)
Brynjar, f. 10.3. 1968, maki
Halla B. Halldórsdóttir, f. 15.1.
1966, börn þeirra eru Birkir Leó
og Elvar Orri. 3) Halldór, f.
20.10. 1971, maki
Sædís G. Bjarna-
dóttir, f. 26.12.
1967, börn þeirra
eru Írena Elínbjört,
Auðbjörg María,
Bragi og Embla
Hrönn, og barna-
börnin eru Natalía
Björt, Bergþór
Ernir, Amelía Björt
og óskírður dreng-
ur.
Bragi tók landspróf frá
Reykjum í Hrútafirði, stundaði
síðan nám við Samvinnuskólann
á Bifröst og lauk þaðan prófi ár-
ið 1962. Á Bifröst kynntist hann
Auðbjörgu konu sinni.
Bragi og Auðbjörg settust að
í Ólafsfirði en þar vann hann við
skrifstofustörf og útgerð. Einn-
ig sat hann í bæjarstjórn um
skeið.
Árið 1982 fluttist fjölskyldan
til Akureyrar. Þar vann Bragi
við afgreiðslu á endurhæfing-
arstöðinni Bjargi.
Útför Braga fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 29. jan-
úar 2018, klukkan 13.30.
Núna þegar við kveðjum
Braga Halldórsson hinstu kveðju
flýgur hugurinn á vit minning-
anna. Við sjáum ungan, sókn-
djarfan mann, sem aldrei hvikaði
frá stefnu sinni, ákveðinn, fast-
mæltur setti hann fram skoðanir
sínar þegar við sum bekkjarsyst-
kinin þyrluðumst enn um og leit-
uðum lífsfyllingar hér og þar.
Við kynntumst í Bifröst haust-
ið 1960 og tvo vetur vorum við
sem ein stór fjölskylda, deildum
léttvægum sorgum og gleði, tók-
um við þekkingu og efldumst af
þroska til nota í komandi lífsbar-
áttu. Gengum léttstíg á móti
framtíðinni vorið 1962. Samvera
okkar í Bifröst tengdi sterk
vinarbönd, sem hefur teygst á en
aldrei slitnað. Bragi Halldórsson
var einn þeirra Bifrestinga sem
völdu sér lífsförunaut í skólanum.
Og Auðbjörg af Álftanesi flutti
norður á Ólafsfjörð með Braga
sínum. Hún reyndist vini okkar
gæfan mesta, kletturinn sem hélt
Braga uppi á hans erfiðustu
stundum.
Bragi bekkjarbróðir okkar
varð fyrir vinnuslysi á fertugs-
aldri. Breytti það öllu hans lífi og
lífi fjölskyldunnar. Þessi kraft-
mikli athafnamaður var bundinn
hjólastól og mátti reiða sig á að-
stoð annarra, sem reyndar í hans
tilfelli var oftast Auður, einstök
mannkostamanneskja, sem gekk
með Braga í gegnum erfiðleika
og nú síðustu mánuði þunga sjúk-
dómslegu.
Við bekkjarsystkinin frá Bif-
röst hugsum öll til Auðar, mikil
er sorg hennar, en mikil hetja
hefur hún verið. Borið þungar
byrðar með ástúð og hæglæti
sem fáum er gefið. Innilegar
samúðarkveðjur til þín, elsku
Auður, og einnig okkar hjartan-
legustu kveðjur til barna þinna,
barnabarna og fjölskyldna.
Fyrir hönd árgangs 1962 frá
Bifröst,
Ágústa Þorkelsdóttir.
Bragi Halldórsson
✝ Jóhannes Sæv-ar Magnússon,
alltaf kallaður Sæv-
ar, fæddist í Hafn-
arfirði 15. 2. 1925.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
18.1. 2018.
Foreldrar hans
voru Magnús
Bjarnason,
bryggjuvörður í
Hafnarfirði, f.
15.10. 1894, d. 13.7. 1945, og
kona hans, Anna Kristín Jó-
hannesdóttir, f. 1.6. 1897, d. 4.2.
1973. Sævar var næst yngstur í
fimm systkina hópi en þau voru:
Sigurður Kristinn, f. 1919, d.
1985, Bjarni, f. 1921, d. 2010, El-
ínborg Elísabet, f. 1923, d. 2014,
og Sigríður Erla, f. 1927, d.
2017.
Þann 27.10.1951 giftist Sævar
Ragnheiði Eygló Eyjólfsdóttur,
f. 26.8. 1925, d. 1.2. 1988. For-
eldrar hennar voru Eyjólfur
Kristinsson, skipstjóri í Hafnar-
firði, f. 7.11. 1895, d. 6.7. 1977
og Guðrún H. Ólafsdóttir, f. 9.7.
1899, d. 8.4. 1973.
Börn Sævars og Eyglóar: 1)
Kristinn Arnar, f. 8.12. 1946,
maki Björg Leifsdóttir, f. 13.12.
1948. Börn: a) Stella Björg, f.
1966, börn; Leon Arnar, Edda
Björg og Sunna Dís, barnsfaðir:
Frank Heitmann, b) Eyjólfur
Magnús, f. 1976, börn; Alexand-
verslun, Hafnaborg, þar sem
hann vann í áraraðir en hóf síð-
ar störf hjá Hafnarfjarðarhöfn
sem Hafnarfulltrúi til starfs-
loka. Á yngri árum var Sævar
virkur íþróttarmaður, leik-
maður í fótbolta með Haukum
og æfði frjálsar íþróttir með FH
og var Íslandsmeistari í 100 og
200 m ásamt 4x400 m boðhlaupi.
Hann hefur hlotið gullpening
Hauka og gullmerki FH. Félagi í
Bridgefélagi Hafnarfjarðar og
var Hafnarfjarðarmeistari í ein-
menningi, tvímenningi og
sveitakeppni. Sævar hefur alltaf
verið keppnismaður og tekið af
mikilli alvöru allt sem hann
fékkst við. Áhugasamur um úti-
vist og ferðalög en Sævar og
Eygló ferðuðust mikið um land-
ið sitt og erlendis. Seinni árin
ferðaðist hann til útlanda með
ferðafélaga sínum, Ester Sig-
urjónsdóttur. Hann fylgdist vel
með enska boltanum og var Ars-
enal hans lið, en hélt með FH í
úrvalsdeildinni. Sævar elskaði
að dansa en það var mikið dans-
að á Hrafnistu þar sem hann bjó
í 17 mánuði. Hann var félags-
maður mikill, félagi í Frímúr-
arareglunni, mikill Alþýðu-
flokksmaður, starfaði í
Guðspekifélaginu, trúrækinn,
virkur í starfi eldriborgara, sá
um bridsnámskeið, iðkaði lík-
amsrækt og lét aldrei dag líða
án þess að vera með dagskrá.
Sævar fylgdist vel með fjöl-
skyldu sinni og lét sig hana
varða.
Útför Jóhannesar Sævars fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, 29. janúar 2018, klukkan
15.
er og Hekla, barns-
móðir Lene Römer
Nilsen. Sambýlis-
kona Þuríður
Gunnarsdóttir,
börn; Sólrún og Há-
kon Steinarsbörn.
2) Ármann Jóhann-
esson, f. 12.8. 1952,
maki Gunnvör Sig-
ríður Karldóttir, f.
30.12. 1952. Börn:
a) Jóhannes Magn-
ús f. 1978, börn; Eygló Ylva og
Ármann Logi, barnsmóðir Jó-
hanna Margret Fleckenstein, b)
Ester Anna, f. 1983, sambýlis-
maður Víðir Þórarinsson, börn:
Þórarna og Valur, c) Eggert Ár-
mann, f. 1985, sambýliskona
Þóra Sigurðardóttir. 3) Anna
Kristín Jóhannesdóttir, f. 30.8.
1956, maki Gústav Garðarsson,
f. 4.4. 1956. Börn: Sævar Már, f.
1991, sambýliskona Ólöf Ósk
Johnsen, börn; Hlynur Már.
Gústavs börn af fyrra hjóna-
bandi; Anita Guðný, Hreinn og
Freyr.
Sævar er borinn og barn-
fæddur Hafnfirðingur í báðar
ættir. Hann útskrifaðist frá
Loftskeytaskólanum sem loft-
skeytamaður. Hann vann í Gufu-
nesi í 20 ár og samhliða í
vaktafríum við verslunarstörf
hjá Kaupfélagi Hafnarfjarðar.
Sævari bauðst að taka að sér
verslunarstjórastöðu í alhliða
Elsku afi Sævar. Takk fyrir
allar góðu og skemmtilegu
ánægjustundirnar sem við höfum
átt saman. Takk fyrir að taka allt-
af fagnandi á móti börnunum og
mér. Það var þér að þakka að ég
hætti að vera feimin og byrjaði að
tala íslensku. Mig langaði svo að
kynnast þér betur. Ég vildi vita
hvers vegna akkúrat þarf að
skera ostinn beint og rétt eins og
þú vildir og af hverju þér fannst
ekki eiga að setja niður tré þar
sem þau hafa ekki vaxið frá nátt-
úrunnar hendi. Ég gleymi ekki
þegar þú komst í útskriftarveisl-
una mína í Kaupmannahöfn og
bauðst öllum vinkonum mínum
upp í dans og þú fékkst þér koní-
ak með Bjarna Fel.
Takk fyrir allt, skemmtileg til-
svör, allt hrósið og röflið.
Takk fyrir allt sem þú hefur
gefið mér.
Lene Römer Nielsen,
Alexander og Hekla.
Afi Sævar.
Mér þótti afi Sævar alltaf
áhugaverður karl. Afi Sævar kom
alltaf með látum, talaði hátt, hló
hátt og vatt sér beint að málun-
um. Hann hafði mótandi áhrif á
mig að mörgu leyti. Hann gaf
mér til að mynda fyrstu Arsenal-
treyjuna þegar ég var 5 ára gam-
all. Þegar hann rétti mér treyj-
una spurði ég hvaða lið spilaði í
þessari treyju. Hann svaraði
„þetta er besta liðið í heiminum“.
Það er mér ljóst í minni hversu
merkilegt mér þótti að eiga
treyju besta fótboltaliðs í heim-
inum. Flestar minningar mínar
með honum tengjast fótbolta en
ég gat alltaf gengið að því vísu að
hann væri með kveikt á öllum
leikjum, bæði í enska og íslenska
fótboltanum. Það voru því fjölda-
mörg tilefni til þess að heimsækja
hann, sitja yfir leiknum með hon-
um og hlusta á hann hrópa
„svakalega fokk er þetta“ þegar
okkar menn stóðu sig ekki eins og
gerð var krafa um. Hann hvatti
mig áfram þegar líf mitt snérist
um íþróttir og Íslandsmeist-
aramedalíurnar hans uppi á hillu
hvöttu mig áfram til að verða jafn
góður og hann. Ekki skemmdi
það að vita að afi væri Íslands-
meistari í spretthlaupi, sá eigin-
leiki hlyti að skila sér til mín á
handboltavellinum!
Þegar ég var yngri þótti mér
merkilegt að afi eldaði fiskinn
alltaf í örbylgjuofninum. Ég veit
ekki af hverju, ég sá þetta bara
aldrei heima, en ég fékk alltaf
bestu „soðninguna“ hjá honum.
Svo sé ekki minnst á litlu hand-
ryksuguna, hann var oft með
hana í höndunum, það sást aldrei
rykblettur hjá honum, það eina
sem vantaði var minni handryk-
suga til að ryksuga þá stærri.
Síðustu ár afa var ég farinn að
velta því fyrir mér hvort hann
ætti mörg líf. Hann hafði gengið í
gegnum mörg áföll, líkamleg og
andleg, sem fylgja lífinu, t.d.
heilablóðfall og fór í stóra hjarta-
aðgerð. Þegar maður hélt að nú
væri að hilla undir það síðasta
reif hann sig á fætur, setti á sig
lakkskóna og hélt uppi stemmn-
ingunni í partíinu. En það var ein-
mitt þegar hann sagðist ekki
lengur hafa orku til að dansa sem
við vissum að nú væri hans tími
að koma. Hann, eins og við öll,
hafði marga galla en gerðist aldr-
ei sekur um þá synd að láta sér
leiðast. Eflaust hefði hann verið
greindur með ADHD ef hann
væri ungur í dag en ég held að
krafturinn í honum hafi hjálpað
honum við að komast í gegnum
lífið og sérstaklega eftir að amma
dó. Þó að við séum ólíkir að
mörgu leyti þá ber ég mikla virð-
ingu fyrir Sævari afa og á eftir að
sakna hans. Ég reyni að tileinka
mér kraftinn og áræðnina sem
hann bjó yfir í hvert sinn sem
verkið vex mér í augum.
Hvíl í friði, elsku afi.
Sævar Már Gústavsson.
Elskulegur Sævar afi minn er
fallinn frá. Hann var einstakur
maður sem ég naut þess að heim-
sækja og tala við allt fram á
dauðadag. Það má kannski segja
að einstakur vinskapur okkar
hafi fyrir alvöru hafist þegar
amma Eygló féll frá. Við áttum
mörg sameiginleg áhugamál og
fundum okkur oft tíma til að
sinna þeim saman. Afi talaði allt-
af við mig á jafningjagrundvelli
og þó svo að hann hafi yfirleitt
haft fyrirfram sterkar skoðanir á
flestu þá var hann alltaf til i að
hlusta, með stöku fuss-innslög-
um.
Afa var mikið í mun að öllum
afkomendum hans liði vel og
hefðu það gott. Annars sýndi
hann ekki svo miklar tilfinningar.
Í hans heimi var einna mikilvæg-
ast að vera duglegur og enn betra
ef hægt væri að blanda því saman
við smá seigju og næmi. Bruðl
var ekki gott og best var að kaupa
sem mest á útsölu eða með góð-
um afslætti og hann fylgdist vel
með verslunum og tilboðum allt
fram undir það síðasta.
Eitt af því besta sem afi gerði
var að fá sér rauðvín og borða
með því kjöt og kartöflur. Hann
var mikill stemningsmaður og
gat setið langtímum við matar-
borðið að njóta þeirra veiga sem í
boði voru. Dagarnir á eftir og fyr-
ir fóru svo í að ræða borðhaldið.
Við slíkar aðstæður sýndi hann
sínar bestu hliðar, mætti ávallt
prúðbúinn og var bæði einstak-
lega hnyttinn og hávær í tilsvör-
um, þannig að allir höfðu gaman
af.
Enska knattspyrnan er eitt af
því sem ég tengi einna best við
afa minn. Hann fylgdist vel með
frá því að ég man eftir mér og var
ávallt mikið niðri fyrir þegar hans
lið, Arsenal, tapaði. Eftir að afi
fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði,
áttum við okkar bestu stundir
saman þegar við horfðum á leik í
enska boltanum um helgar. Slíka
stund áttum við seinast á gaml-
ársdag og þykir mér þyngra en
tárum taki að eiga ekki slíkar
stundir með honum framar.
Ég kveð einstakan vin og afa
með miklum söknuði en einnig
þakklæti fyrir að vera þeirrar
lukku aðnjótandi að hafa notið
þeirra forréttinda að hafa haft
hann mér við hlið í öll þessi ár.
Eyjólfur Magnús Kristinsson.
Það er ekki hægt að segja ann-
að en að einstakur maður hafi
kvatt okkur. Það var margt sem
einkenndi afa, afreksmaður í
íþróttum, dansari, spilamaður,
víðförull, hann var alltaf flottur í
tauinu og var sérlega mannblend-
inn. Það sækja margar minning-
ar að þegar maður rifjar upp
gamla tíma. Afi kom oft til okkar
bæði á Ísafjörð og Akureyri og er
það sérlega minnisstætt þegar afi
ákvað að koma með rútu norður
til Akureyrar rétt fyrir jólin í stað
þess að fljúga. Sjálfsagt sá hann
fyrir sér rómantík rútuferða fyrri
tíma þegar rútur voru fullar af
fólki og rabbað var við sætis-
félagana og jafnvel fleiri. En mik-
il voru vonbrigðin þegar á leið-
arenda var komið eftir sex tíma
ferð í vondu veðri því aðeins einn
annar farþegi hafði verið um borð
og sá var víst ekki sérlega skraf-
hreifinn. Þessi litla saga lýsir afa
vel því hann vildi hafa fólk í
kringum sig og hafa gaman, hann
þurfti ekki endilega að þekkja
fólkið, hann gat alltaf spjallað.
Þín verður saknað.
...
Er dansinn dunar ég yngri verð
og ekkert munar um fulla ferð.
Nei, þá er ekki verið neitt að stansa.
Ég gæti dansað endalaust,
allt frá vetri fram á haust,
ef ég bara músík fengi nóg.
Dansa, hvað er betra en að dansa.
Í dansi gleðst ég sérhverja stund.
Dansa hvað er betra en að dansa við
dömu sem kát og létt er í lund.
...
(Hermann Gunnarsson)
Ester Anna Ármannsdóttir.
Jóhannes Sævar
Magnússon
✝ Emil ArnarReynisson
fæddist í Reykjavík
30. apríl 1989.
Hann lést í Reykja-
vík 14. janúar 2018.
Emil Arnar var
sonur Guðlaugar
Gestsdóttur, f. 14.
ágúst 1967, og
Reynis Guðmunds-
sonar, f. 15. októ-
ber 1967. Foreldrar
Reynis voru Guðrún Sigurbjörg
Bjarnadóttir, f. 20. október
1930, d. 24. ágúst 2009, og Guð-
mundur Jónsson, f. 7. maí 1925,
d. 22. desember 2015. Önnur
eru Eggert Gestsson, f. 16. apríl
1964, Katrín Gestsdóttir, f. 26.
apríl 1973. Katrín á dótturina
Evu Írenu, f. 22. apríl 1996.
Uppeldis- og stjúpfaðir Emils
Arnars frá tveggja ára aldri er
Jón Hinrik Hjartarson, f. 16.
desember 1968. Foreldrar hans
eru Sigríður Borg Harðardóttir,
f. 4. október 1941, og Hjörtur
Vilhelmsson, f. 10. apríl 1945.
Systkini Jóns Hinriks eru Gyða
Hjartardóttir, f. 26. febrúar
1967, Árni Hinrik Hjartarson, f.
12. október 1970, og Hjörtur
Ingi Hjartarson, f. 9. febrúar
1980. Önnur börn Guðlaugar og
Jóns Hinriks eru Jón Aron, f. 19.
október 1994, Guðrún Marín, f.
19. febrúar 2003, og Adam Örn,
f. 15. janúar 2007.
Útför Emils Arnars fer fram
frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
í dag, 29. janúar 2018, klukkan
13.
börn Reynis eru
Eva Mjöll, f. 18. jan-
úar 1988, Guðjón
Andri, f. 10. janúar
1990, Breki Sveinn,
f. 15. júlí 1995,
Viktor Darri, f. 27.
nóvember 1996,
Mads Christian, f.
29. september
2002, og Emma
Rún, f. 9. mars
2015.
Foreldrar Guðlaugar eru
Guðrún Helgadóttir Arndal, f.
15. janúar 1943, og Gestur Egg-
ertsson, f. 30. maí 1939, d. 6.
apríl 2015. Systkini Guðlaugar
Til elsku Emils okkar. Ljósin á
himnum lýsi þér, yndislegi fallegi
drengur. Í hjörtum okkar er
brostinn strengur við andlát þitt.
Þú ert farinn að eilífu og daprir
dagar fram undan. Við áttum
lengi veika von um að græða sár-
in. En þegar móðir missir son
sinn út í myrkrið þá flæða tárin
endalaust. Mamma sem elskar
þig að eilífu. Bið góðan guð að
vernda þig og blessa á himninum.
Guðlaug Gestsdóttir
Jón Aron
Guðrún Marín
Eva Irena
Adam Örn
Jón Hinrik Hjartarson
Katrín Gestsdóttir.
Dáinn, horfinn, harmafrétt.
Þetta er það fyrsta sem þyrmdi
yfir okkur og Eggert frænda
þinn þegar við heyrðum hvað
hefði komið fyrir þig, elsku Emil
okkar. Það var alltaf hægt að
ganga að því vísu að þú myndir
láta sjá þig hjá okkur í gegnum
tíðina, stundum á hverjum degi
en stundum liðu nokkrir dagar og
vikur þar á milli. Við vorum aldr-
ei hrædd um þig, því þú fórst þín-
ar eigin leiðir í lífinu, sem fór
stundum óblíðum höndum um þig
á þinni stuttu lífsleið. En það var
sama hvað gekk á, þú komst allt-
af til ömmu Rúnu sem hélt mjög
mikið upp á þig því hún tók nán-
ast á móti þér þegar þú komst í
heiminn. Þú gast alltaf leitað til
hennar ef eitthvað bjátaði á í líf-
inu, sem var ekki alltaf þér í hag.
Þrátt fyrir mótlætið vorum við
alltaf nokkuð viss um að þú
myndir láta sjá þig aftur fyrr eða
seinna til að spjalla við þinn besta
trúnaðarvin í lífinu. Þú varst al-
veg ótrúlega kraftmikill strákur
á þínum yngri árum þegar þú
spilaðir fótbolta og handbolta
með Haukum í Hafnarfirði, sem
voru þitt lið númer eitt tvö og
þrjú. Það var oft ótrúlegt að
horfa á þig þegar ykkur gekk
ekkert of vel, þá var oft eins og
þér ykist kraftur fram yfir liðs-
félaga þína sem varð til þess að
þið gátuð oft jafnað metin og
stundum unnið en líka tapað
leiknum eins og gengur og gerist
í lífinu dags daglega. Þú áttir
góða vini og félaga í Haukum og
ekki síst meðal þjálfaranna, sem
fannst þú vera einn efnilegasti og
kraftmesti íþróttamaður sem
þeir höfðu séð í langan tíma.
Þú varst hraustur, þjáning alla
þoldir þú og barst þig vel,
vildir aldrei, aldrei falla:
Uppréttan þig nísti hel.
Þú varst sterkur, hreinn í hjarta,
hirtir ei um skrum og prjál;
aldrei náði illskan svarta
ata þína sterku sál.
(Matthías Jochumsson)
Öll við færum, elsku vinur,
ástar þökk á kveðjustund.
Gleði veitir grátnu hjarta.
guðleg von um eftirfund.
Drottinn Jesú, sólin sanna,
sigrað hefur dauða og gröf.
Að hafa átt þig ætíð verður,
okkur dýrmæt lífsins gjöf.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guðrún H. Arndal
Guðmundur Gunnarsson
Eggert Gestsson.
Emil Arnar
Reynisson