Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 20

Morgunblaðið - 29.01.2018, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 ✝ Edda Ingveld-ur Larsen fæddist í Reykjavík 3. febrúar 1932 Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 16. janúar 2018. Edda var dóttir Valgerðar Filipp- usdóttur Christian- sen, f. 14. júlí 1914, d. í Kaupmanna- höfn 20. maí 1941, og Williams Larsen. Frá fjögurra ára aldri ólst Edda upp hjá móðurömmu og -afa, þeim Ingveldi Jóhann- esdóttur og Filippusi Ámunda- syni að Brautarholti yngra, Grandavegi 29, í Reykjavík. Á heimilinu bjuggu einnig framan af móðursystkini hennar, þau Jóhann og Þórdís, ásamt syni Þórdísar, Filip. Edda eignaðist fimm börn: 1) Einar Valgeir, f. 2.3. 1950, barnsfaðir Ari Einarsson frá Klöpp, Sandgerði, Einar og Kar- en Elizabeth Arason eignuðust Einar Karl, Karólínu og Ómar Þór). Börn Eddu og Kristins Magnússonar, Bóa, f. 20.10. 1932, eru: 2) Yngvi Þór, f. 28.9. 1952, k.h. Guðlaug Anna Sig- urfinnsdóttir, börn þeirra eru Finnur Þór, Kristín Björg, Mar- grét Edda; 3) Anna, f. 19.8. 1956, börn hennar og Jó- hanns Þorvalds- sonar eru Edda, Guðjón Haukur, Elsa Dóra. Að auki tóku þau að sér Svölu Birnu Sæ- björnsdóttur og Magnús Loga Krist- insson eftir móð- urmissi; 4) Haukur, f. 22.9. 1957; 5) Kristinn Magnús, f. 18.4. 1962, börn hans og Krist- ínar Guðnýjar Ottósdóttur eru Anna María Ingveldur Larsen, Davíð Viktor, Andri Már, Krist- rún Karen Larsen. Barna- barnabörnin eru orðin 24, af- komendur alls 42. Edda og Kristinn Magnússon, Bói, gengu í hjónaband 3. októ- ber 1953. Þau skildu 1970 en voru ávallt miklir vinir, sér- staklega seinni hluta ævinnar. Þau bjuggu á nokkrum stöðum í Reykjavík, Edda lengst af á Grensásvegi 58, eða yfir 50 ár. Síðustu árin bjó hún á Dalbraut 27. Edda vann ýmis afgreiðslu- og þjónustustörf, lengst hjá Flugfélagi Íslands og Íslands- banka. Útför Eddu Ingveldar Larsen fer fram frá Háteigskirkju í dag, 29. janúar 2018, klukkan 13. Nú er mamma blessuð látin, næstum 86 ára. Fyrstu minningar mínar um hana eru af ungri, fal- legri konu gangandi frá rútunni niður afleggjarann að Klöppinni á afmæli mínu. Að áeggjan ömmu hljóp ég svo á móti henni. Alltaf var mamma með eitthvað skemmtilegt í farteskinu til að gleðja frumburðinn sem hún sá ekki mánuðum saman. Fyrir sextíu árum var ekki oft skutlast milli Suðurnesja og Reykjavíkur. En mikið var gam- an að heimsækja mömmu, Bóa og systkinin; spjalla, fara í sund, borða vínarbrauð. Sem barn upp- lifði ég svo góðan anda á heimilinu og mamma var einstakur kokkur og bakari. Framan af fullorðinsárum átti mamma oft erfitt, enda tamdi hún sér lífsstíl sem stuðlaði síst að heilbrigði eða lífsfyllingu, sem bitnaði auðvitað á hennar nán- ustu. Bréfið sem hún sendi mér til Bandaríkjanna, þar sem hún sagðist vera búin á því, var átak- anlegt. Um fimmtugt tók hún sig á og venti sínu kvæði hressilega í kross, öllum til mikils léttis, ekki síst henni sjálfri. AA, SÁÁ og Samhjálp verður seint fullþakkað fyrir öll þau kraftaverk sem orðið hafa innan þeirra vébanda. Mamma lifði fyrir félagsskap; í góðra vina hópi var hún í essinu sínu, hvort sem það var með fjöl- skyldu eða vinum, já, eða ókunnugum! Fólk kynntist henni óhjákvæmilega, bæði vegna hlýju hennar og svo þörf á að vita hverra manna fólk væri. Jafnvel ókunnug börn urðu að gera grein fyrir sér. Hún var dugleg og óhrædd að ferðast, jafnvel ein og mállaus, en gat samt bjargað sér. Mamma var mjög tilfinninga- rík og grét oft móður sína. Hún mundi kveðjustundina þegar móðirin var að sigla til Danmerk- ur, þar sem hún lést svo 4-5 árum síðar. Mamma sagði mér oft frá því þegar afi hennar og amma sátu og héldust í hendur grátandi við borðið, buguð af sorg, hafandi misst á þremur mánuðum son í sjóinn og dóttur sína í Danmörku. Og aldrei náði mamma að hitta föður sinn. Eitt sinn reyndi hún af veikum mætti, en án árangurs, að finna legstað móður sinnar í Kaupmannahöfn. Ekki hjálpaði hvernig móðurmissirinn var til- kynntur mömmu þar sem hún var í sveit. Í minningunni kom hús- móðirin út til hennar og hreytti í hana: „Það var að koma bréf, hún mamma þín er dáin“ – ekkert faðmlag, engin huggun. Og níu ára barnið bar harm sinn eitt og í hljóði þangað til komið var heim til afa og ömmu. Við kveðjum nú konu sem var mörgum svo góð, og þó að oft hafi á ýmsu gengið á fjöldinn allur svo góðar minningar um mömmu, ekki síst barnabörnin og barna- barnabörnin sem nú gráta hressu „ömmu Eddu“ sína. Þökk sé ykkur öllum sem studduð mömmu í blíðu og stríðu. Ekki er hallað á neinn þótt nefnd- ar séu þær Hanna Karen, Heiða, Íris og Gugga. Og Bói blessaður, akandi henni út og suður þó að áratugir væru liðnir frá skilnaði. Geri aðrir betur. Í Guðs friði, Einar Valgeir. Elsku mamma. Hugurinn hefur reikað víða síðan okkur var sagt á gamlárs- dag að ekki væri langt eftir. Mikið var það líkt þér að vakna síðan á nýársdagskvöld, öllum að óvör- um, og leyfa okkur að dekra svo- lítið við þig og fá að eiga góðar stundir með fjölskyldunni í nokkra daga. Það verða ógleym- anlegar minningar fyrir okkur öll. Á langri ævi er margs að minnast. Við Gulla viljum þakka allar góðu samverustundirnar og kveðjum þig með ljóði sem þér þótti svo fal- legt. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljóss lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd. Og slökk þú hjartans harmabál Edda Ingveldur Larsen ✝ Regína Magda-lena Erlings- dóttir fæddist í Reykjavík 30. sept- ember 1923. Hún lést á Dvalar- heimilinu Grund 20. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Erlingur Filippusson, grasa- læknir og silfur- smiður frá Kálfa- fellskoti í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafellssýslu, og Kristín Jónsdóttir, húsmóðir frá Gilsárvöllum í Borgarfirði eystra. Eiginmaður Regínu var Þór- ólfur Freyr Guðjónsson húsa- smiður, f. 8. júní 1921, d. 23. maí 1994. Börn þeirra Regínu og Freys eru fimm: 1) Sverrir, flug- stjóri, kvæntur Laufeyju Krist- jónsdóttur, dætur þeirra eru 1a) Brynja, maður hennar er Brian Griffin, 1b) Sonja Kristín, maður hennar er Marinó Már Magn- ússon, börn þeirra eru Elísa Ósk, Kristján Jökull og Laufey Krist- ín, sambýlismaður Elísu er Þor- steinn Þorsteinsson, 1c) Sólrún Ingunn, maður hennar er Gunn- hennar er Halldór Bjarki Chris- tensen, dætur þeirra Silja Krist- ín, Júlía Helga og Selma Dögg, 3c) Guðmundur Hlynur, kona hans er Sigríður Rún Siggeirs- dóttir, synir þeirra Matthías Heiðar, Kristófer Elmar og Hen- rik Unnar; 4) Guðlaug, sjúkra- liði, gift Sigfúsi Blöndahl Rich- ard Cassata, sonur þeirra er 4a) Frank Arthur, kona hans er Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, dóttir Guðlaugar er 4b) Chien Tai Shill, maður hennar er Ágúst Valfells, börn þeirra Ás- geir, Ólafur og Ágúst, 5) Auður, kennari, gift Inga Steini Gunn- arssyni, börn þeirra eru 5a) Birkir og 5b) Hrund, sambýlis- maður hennar er Arnbjörn Guð- jónsson, sonur þeirra er Leó. Sambýlismaður Regínu var Engilbert Sigurðsson, f. 14. apríl 1918, d. 7. maí 2010. Regína var fædd á Hauka- landi í Reykjavík og uppalin á Grettisgötu 38b, næstyngst 12 systkina. Hún missti móður sína aðeins níu ára að aldri og naut hún alúðar föður síns og systk- ina. Ung að árum kynntist hún Frey, eiginmanni sínum, og sinnti hún verslunarstörfum samhliða barnauppeldi. Regína átti farsælan starfsferil á hár- greiðslustofunni á Dvalarheim- ilinu Grund. Útför Regínu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík í dag, 29. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. ar Haraldsson, dæt- ur þeirra eru Hólm- fríður Kolbrún, Ingunn Laufey og Sigríður Guðbjörg, sonur Sverris er 1d) Þröstur, kona hans er Kristín Péturs- dóttir, börn þeirra eru Eyrún og Njáll, sambýlismaður Ey- rúnar er James Pe- arce; 2) Guðrún Gyða, sjúkraliði, gift Lofti Bjarnasyni, dætur þeirra eru 2a) Svanhvít, maður hennar er Helgi Þorvarðsson, börn þeirra eru Stefán Már og Thelma Dís, 2b) Regína, börn hennar eru Freyr Luca Carrella og María Carmela Torrini, 2c) Berglind Gyða, mað- ur hennar er Gísli Sæmundsson, börn þeirra eru Indíana Líf og óskírður drengur; 3) Kristín Erla, fatahönnuður, gift Gylfa Guðmundssyni, börn þeirra eru 3a) Freyr, unnusta hans er Íris Eiríksdóttir, dætur Freys eru Kassandra Líf, Kría og Ellý, sambýlismaður Kassöndru er Gunnar Geir Helgason, dætur þeirra eru Alba Mist og Dalía Von, 3b) Sandra Sif, maður Í faðmi ömmu hef ég alltaf átt skjól. Hún var einstök kona, svo kærleiksrík, umhyggjusöm og vildi allt fyrir alla gera. Ég var lánsamur að alast upp á heimili afa og ömmu á Langó fyrstu ár ævinnar á meðan foreldrar mínir unnu að því að koma sér þaki yfir höfuðið. Amma sá til þess að mig skorti aldrei neitt og lagði sér- stakan metnað í að litli drengur- inn hennar væri aldrei svangur. Eftir að ég flutti með foreldrum mínum átti ég áfram annað heimili hjá afa og ömmu á Langó. Þó margt hafi breyst og áratugir liðið var ég alltaf litli drengurinn henn- ar ömmu. Hún umvafði mig ást og hlýju frá fyrsta degi fram á síð- ustu stund. Á milli okkar voru alla tíð sterk kærleiksbönd. Áhugi hennar á fólkinu sínu var hennar hjartans mál sem allir fengu beint í hjartastað. Hún hafði yfirsýn yfir það helsta sem var að gerast hjá hverjum og einum, jafnvel þó af- komendur hennar væru næstum fimmtíu talsins. Amma lifði fyrir fjölskylduna, var fórnfús á sjálfa sig og ekkert skipti hana meira máli en að hennar fólki liði vel. Ég er lánsamur og þakklátur fyrir ömmu mína, Regínu Magda- lenu Erlingsdóttur, sem nú hefur kvatt okkur í þessu lífi en verður alltaf engillinn okkar. Freyr Einarsson. Elsku amma var ekki bara amma mín. Einhvern veginn var hún amma allra sem til hennar komu, því hún tók öllum fagnandi eins og ömmum ber. Hún er fyr- irmynd mín í því. Þannig amma langar mig til að vera. Amma var stolt kona, ekki að- eins í þeirri merkingu sem oftast er notuð. Hún var svo stolt og ánægð með fólkið sitt. Fannst við öll fallegust, best og þægust. Þeg- ar hún hrósaði einum bætti hún alltaf við „þið eruð öll svo góð og yndisleg“. „Svo kemur ykkur svo vel saman“ fékk yfirleitt að fylgja með. Við erum 14 barnabörnin, um nokkurt skeið vorum við sex sem fylgdumst mikið að þar sem við erum nálægt í aldri. Eitt árið prjónaði hún jakkapeysur á okkur öll. Hún ræddi oft handverk við mig þar sem við deildum þessum áhuga. Við prjónuðum oft saman. Þegar ég var stúlka prjónaði ég dúkkuföt og hún sokka. Hún sagði mér frá vökunóttum í desember þegar hún saumaði jólaföt á öll börnin sín. Hún lét ekki þar við sitja heldur saumaði líka náttföt handa öllum. Jólaboð hjá ömmu hefur verið fastur liður allt mitt líf. Þá komu allir afkomendur saman á Langó. Þegar fjölgaði í ættinni og amma eltist, héldu börnin hennar boðið, en samt var það ömmuboð. Hélst þessi siður allt fram á síðasta ár. Það var svo gaman að hittast, sem barn að hafa með sér gjöf til að leika með eða sýna. Flest árin læstist einhver inni á klósetti þar sem litlu krakkarnir kunnu ekki að opna með lykli. Það varð alltaf svolítið upphlaup í kringum það. En aldrei var ágreiningur á milli okkar barnabarnanna, eins og amma minntist iðulega á. Ég var svo lánsöm að búa hjá ömmu um tíma, annars vegar þeg- ar ég var á leikskólaaldri og aftur þegar ég var svolítið eldri. Amma var svo fegin þegar ég var í skóla eftir hádegi, þegar skólinn var tví- setinn, því þá þurfti hún ekki að vekja mig á morgnana. Það fannst ömmu allra verst, að vekja barn. Regína Magdalena Erlingsdóttir ✝ Jóhanna fædd-ist á Akureyri 9. maí 1932. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Hömrum 19. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Árni Jóns- son og Rósa Jó- hannsdóttir, hún var eina barn þeirra. Hinn 14. mars 1953 giftist hún Aðalsteini Björnssyni, f. 21. júní 1930, d. 6. mars 2013. Börn þeirra eru: 1) Kristín Björk, f. 1950, d. 2008. Maður hennar var Jóhann Ágúst Oddgeirsson, f. 1945, þau skildu. Börn Kristínar og Jóhanns eru Hafþór, f. 1971, kvæntur Þór- unni Grétarsdóttur, f. 1968, þeirra dætur eru Alexandra Sif, f. 1994, og Telma Rut, f. 1996. Rósa, f. 1972, hennar börn eru: Jóhann Gunnar, f. 1991, í sam- búð með Dórótheu Margréti Jónsdóttur, f. 1993, þau eiga soninn Patrek Dofra, f. 2016, Hrannar Már, f. 1994, Hjördís, f. 1997, og Kristín Björk, f. 1999. Ágústa Björk, f. 1974, gift Ein- ari Júlíusi Gunn- þórssyni, f. 1970, dætur þeirra eru Eydís Birna, f. 1998, Þórdís Lilja, f. 1999, Valdís Anja, f. 2003, og Bjarndís Júlía, f. 2007. Aðalsteinn, f. 1985, í sambúð með Nansý Rut Víg- lundsdóttur, f. 1983, dóttir þeirra er Nadía Guðbjörg, f. 2008. 2) Árný Rósa, f. 1955, í sambúð með Jóhannesi S. Stefánssyni, f. 1945, dætur þeirra eru Hanna Gréta, f. 1976, börn hennar eru Aðalsteina Líf, f. 1994, Jóhannes Sigurhólm, f. 2000, og Ármann Sigurhólm, f. 2008. Guðný Lára, f. 1979, í sam- búð með Einari Val Kristinssyni, f. 1981, synir þeirra eru Kristinn Sigurhólm, f. 2001, og Valgeir Árni, f. 2008. Aðalsteina, f. 1983, d. 1988. Anna Stefanía, f. 1992. 3) Björn Árni, f. 1966, ókvæntur og barnlaus. Útför Jóhönnu fer fram frá Lágafellskirkju í dag, 29. janúar 2018, klukkan 15. Elsku mamma mín, í dag kveð ég þig og veit að nú ert þú komin á betri stað. Hugurinn reikar til áranna í Skerjafirðinum og ég að koma heim úr skólanum. Ég gat alltaf treyst því að þú tækir á móti mér, tilbúin með eitthvað gott að borða. Þegar ég varð eldri og eignaðist börn sjálf var alltaf gott að geta leitað ráða hjá þér. Síð- ustu árin hafa verið erfið fyrir þig þar sem minnið hefur smám sam- an verið að hverfa og þú misst tökin á hugsun þinni. En nú er þjáningum þínum lokið og ég er sannfærð um að pabbi, Stína systir, Allý mín og allir þeir ætt- ingjar okkar sem eru farnir munu taka vel á móti þér. Þín verður sárt saknað. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Hömrum og færi ég þeim sérstakar þakkir fyrir umönnun hennar. Hér er lítið ljóð til þín: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð (Vald. Briem) Hvíl í friði, elsku mamma. Þín dóttir Árný Rósa. Jóhanna Sigríður Árnadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Ljósheimum 18a, lést á Hrafnistu laugardaginn 20. janúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 2. febrúar klukkan 13. Sólveig Jóhannsdóttir Ásdís Jónsdóttir Stefán Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Þökkum innilega auðsýndan hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkæru systur okkar, HÖLLU JÓNSDÓTTUR tanntæknis, Garðabraut 10, Akranesi. Fyrir hönd aðstandenda, Kristrún Jónsdóttir Ingibjörg Jóna Jónsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRMANN ÓSKARSSON flugvirki, Espilundi 9, Garðabæ, lést föstudaginn 19. janúar. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 2. febrúar klukkan 13. Guðlaug Gunnarsdóttir Jón Agnar Ármannsson Gunnar Skúli Ármannsson Helga Þórðardóttir Óskar Ármannsson Bára Elíasdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.