Morgunblaðið - 29.01.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 29.01.2018, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af gæðagleraugum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! iGreen umgjörð kr. 11.900,- Rósa Björk Barkardóttir, sameinda-líffræðingur, yfirmaður sam-eindameinafræðieiningar á rann- sóknarstofu Landspítala í meinafræði og klínískur prófessor, á 60 ára afmæli í dag. „Það má segja að starfsemi sameinda- fræðieiningar sé tvíþætt, annars vegar þjónusturannsóknir, við greinum æxli og stökkbreytingar í æxlum og þær niður- stöður nýta krabbameinslæknar sér til ávörðunar um meðferð á sjúklingum. Síð- an hefur í gegnum tíðina verið umsvifa- mikil vísindastarfsemi á þessari einingu. Þar höfum við lagt þunga áherslu á rann- sóknir á ættlægu krabbameini og sér- staklega brjóstakrabbameini. Þátttaka okkar í einangrun svokallaðra BRCA-gena er eitt af því sem stendur upp úr en þau gen skipta miklu máli í myndun og framþróun brjósta- krabbameins og reyndar einnig margra annarra krabbameinsgerða. “ Rósa Björk er einnig formaður vísindaráðs Landspítala og tók við þeirri stöðu árið 2016. „Meginhlutverk Vísindaráðs er í raun og veru ráðgjöf fyrir framkvæmdastjórn spítalans og stjórn Vísindasjóðs Land- spítalans, t.d. er eitt af hlutverkum ráðsins að endurskoða vísindastefnu spítalans á fjögurra ára fresti og það gerir tillögur um hana fyrir fram- kvæmdastjórnina. Vísindaráð sér auk þess um tilnefningar á heiðr- unum starfsmanna spítalans fyrir vísindaafrek og hefur einnig umsjón með mati á vísindaumsóknum. Vísindasjóður spítalans veitir styrki fyr- ir 80-90 milljónir á ári og eitt af meginhlutverkum vísindaráðsins er að leggja mat á innsendar umsóknir fyrir stjórn vísindasjóðs sem ákveður síðan hvert styrkirnir fara. Ég er svo mikil vinnualki og vinnan og vísindarannsóknir eru mínar ær og kýr,“ segir Rósa um áhugamálin. „En þar fyrir utan þá þykir mér voða gaman að lesa góðar bækur og vera úti í náttúrunni í gönguferð- um. Ég hef verið að lesa nýjustu bók Tapio Koivukari, svo og Arnald og Yrsu. Mér finnst voðalega gaman að glæpasögum og vísindaskáldsög- um eins og Harry Potter, er rosalegt barn í mér bara.“ Eiginmaður Rósu Björk er Haraldur Leifsson, framkvæmdastjóri hjá Würth á Íslandi. Börn þeirra eru Leifur Alexander sem býr í Prag ásamt Marketu konu sinni og syninum Erik Alexander; Júlíana Alex- andra heimsborgari, sem býr með írskum manni, George McLay, og Anna Alexandra, sem eignaðist nýlega dótturina Fanneyju Alexöndru með sínum manni, Baldri Björnssyni. „Alexander og Alexandra eru því að verða ættarnöfn hjá okkur.“ Rósa var með fjölskylduboð í gær en í dag keyrir hún ásamt manni og dóttur suðurströnd landsins og ætlar að enda í Vík í Mýrdal. „Þar ætl- um við að gera eitthvað skemmtilegt, þar á meðal ganga úti í nátt- úrunni, og upplifa okkur sem ferðamenn á Íslandi yfir vetrartímann.“ Sameindalíffræðingur Rósa Barkardóttir. Stýrir vísindaráði Landspítalans Rósa Björk Barkardóttir er sextug í dag T rausti Sveinsson fæddist á Bjarnargili í Fljótum 29.1. 1943 og ólst þar upp við öll almenn sveitastörf: „Foreldrar mínir voru fyrst með blandaðan bú- skap en urðu síðan frumkvöðlar í mjólkurframleiðslu og um það snérust dagleg störf hjá okkur, börnum og fullorðnum. Ég var í barnaskóla að Ketilási, fyrir botni Miklavatns en þar er félagheimilið og þar er kaupfélagið með útibú. Ég fór síðan í Héraðsskólann á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan 1961.“ Trausti tók við búi foreldra sinna árið 1964 og sinnti hefðbundnum búskap til árins 1997. Þá hófu þau hjónin ferðaþjónusturekstur á Bjarnargili á sumrin sem þau hafa sinnt síðan með öðrum störfum. Trausti hefur lengi haft áhuga á og unnið að uppbyggingu á ferða- þjónustu í Fljótum og verið ötull talsmaður að breyttum áherslum í samgöngumálum á utanverðum Tröllaskaga og í Fljótunum: „Héð- insfjarðargöng urðu auðvitað mikil samgöngubót milli Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Eyjafjarðar. En það hefur litla þýðingu að tala um að nú hafi opnast hringleið, eins og Trausti Sveinsson, ferðaþjónustubóndi í Bjarnargili – 75 ára Náttúrufegurð Ferðaþjónustubóndinn í Fljótunum tekur sig vel út þar sem íslenkska víðáttan er ráðandi. Skíðakempa og kapps- maður í Fljótunum Hjónin Trausti og eiginkona hans Sigurbjörg Bjarnadóttir sem er kennari. Reykjavík Klara Björt Andrésdóttir fæddist 23. september 2017 kl. 14.16. Hún vó 3.875 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Ása Bryndís Gunnarsdóttir og Andrés Þorleifsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.