Morgunblaðið - 29.01.2018, Qupperneq 23
fjölmiðlar þrástagast á, nema
hringnum sé þá sómasamlega lok-
að.
Staðreyndin er sú að leiðin milli
Siglufjarðar og Fljóta er skelfileg
og raunar hættuleg og vegir í
Fljótunum yfirleitt afleitir. Við
Fljótamenn leggjum einnig áherslu
á að göng frá Siglufirði opnist að
vestanverðu inn af Hraunum.“
Trausti fékk snemma áhuga á
skíðaíþróttinni og var formaður
Skíðafélags Fljótamanna um árabil.
Hann var margfaldur Íslandsmeist-
ari í skíðagöngu og keppti fyrir Ís-
lands hönd á Vetrarólympíuleik-
unum í Innsbruck 1976. Hann var
sæmdur gullmerki ÍSÍ og SKÍ fyrir
störf í þágu skíðaíþróttarinnar.
Trausti hefur sinnt ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir sína sveit, sat
m.a. í hreppsnefnd í tólf ár og í
stjórn Mjólkursamlags Kaupfélags
Skagfirðinga.
Fjölskylda
Eiginkona Trausta er Sigurbjörg
Bjarnadóttir, f. 2.1. 1948, kennari
við Grunnskólann á Siglufirði. Hún
er dóttir Bjarna Marinós Þor-
steinssonar, síldarsöltunar- og fisk-
vinnslumanns, og Fjólu Guðfríðar
Þorsteinsdóttur, húsfreyju,
fiskvinnslukonu og fiskmatskonu á
Siglufirði.
Börn Trausta og Sigurbjargar
eru 1) Bjarni Heimir Traustason, f.
10.10. 1966, sjávarútvegsfræðingur
og starfsmaður hjá Salmar í Þránd-
heimsfirði í Noregi en kona hans er
Sigríður Sóley Kristinsdóttir, leik-
skólakennari og sjúkraliði, og eru
börn þeirra Eyþór Trausti, Fanney
Ósk, Kristinn Rafn og Sigurbjörg
Una; 2) Sveinn Rúnar Traustason,
f. 17.9. 1969, landslagsarkitekt og
háskólakennari í Sogndal í Noregi
en kona hans er Marcela Andrea
Ceron Ravello, frá Chile, kennari
við alþjóðaskóla í Sandefjord í Nor-
egi og eru synir Sveins Rúnars og
Lísu Gail Shannen, Sindri Týr
Shannen Sveinsson og Svanur
Freyr Shannen Sveinsson en stjúp-
sonur Sveins Rúnars og sonur Lísu
er Stephen Thomas Shannen en
dóttir Marcelu er Elise; 3) Fjóla
Guðbjörg Traustadóttir, f. 13.12.
1985, skrifstofumaður í Reykjavík
en maður hennar er Eiður Ágúst
Kristjánsson, lagerstjóri hjá Vín-
búðunum, og eru börn þeirra Lilja
Þöll og Eiður Nói.
Systkini Trausta: Lilja Sveins-
dóttir. f. 4.3. 1929, d. 19.1. 2017, var
lengi búsett á Sauðárkróki; Þuríður
Ásdís Sveinsdóttir, f. 10.2. 1935, d.
17.4. 2016, var húsfreyja á Brún í
Biskupstungum; Sigurbjörg Sveins-
dóttir, f. 19.7. 1936, d. 10.5. 2015,
var búsett á Syðsta-Mói í Fljótum,
og Guðmundur S. Sveinsson, f.
14.12. 1940, húsasmiður í Reykja-
vík.
Foreldrar Trausta voru Sveinn
Halldór Jónsson, f. 28.1. 1899, d.
10.3. 1995, bóndi á Bjarnargili frá
1924-65, og k.h., Guðrún Sveins-
dóttir, f. 13.9. 1909, d. 8.4. 1993,
húsfreyja á Bjarnargili.
Trausti Sveinsson
Sumarrós Sigurðardóttir
húsfr. í Hólum
Jóhannes Gunnlaugsson
b. í Hólum í Fljótum
Sigurbjörg Jóhannesdóttir
húsfr. í Lundi
Sveinn Steinsson
b. í Lundi í Stíflu
Guðrún Sveinsdóttir
húsfr. á Bjarnargili
Guðrún Sveinsdóttir
húsfr. í Tungu
Steinn Jónsson
b. í Tungu í Stíflu
Guðbjörn
Jónsson
b. á Reykjarhóli
Óskar Guðbjörnsson
b. á Stóru-Þverá í
Fljótum
Hermann Guðbjörnsson
húsasmiður í Rvík
Guðbjörg
Jónsdóttir húsfr. í
Saurbæ í Fljótum
Þór Jónsson póstur og
minkabani í Saurabæ
Lilja Jónsdóttir húsfr.
á Kvíabekk í Ólafsfirði
Sigurður Jóhannesson b. á Vermundarstöðum í Ólafsfirði
Helgi Jóhannesson b. í Syðstabæ í Ólafsfirði
Steinunn Stefánsdóttir
húsfr. á Siglufirði, í
Rvík og Garðabæ
Bogi Nilsson fyrrv.
ríkislögreglustj. og
ríkissaksóknari
Ólafur Nilsson fyrrv.
skattrannsóknarstj.
Anna Jóhannesdóttir húsfr.
á Stóragrindli og á Siglufirði
Hermann Jónsson
b. og sjóm. í Vík
í Haganesvík í
Fljótum
Guðmunda
Hermannsdóttir húsfr.
á Ysta-Mói í Fljótum
Sóley Sveinsdóttir húsfr. á Akureyri
Sigríður Sveinsdóttir húsfr. á Siglufirði
Helgi Sveinsson bílstj. í Ólafsfirði
Guðný Halldórsdóttir
húsfr. í Skagafirði
Sveinn Sveinsson
b. á Molastöðum í Skagafirði
Viktoría Lilja Sveinsdóttir
húsfr. á Reykjarhóli
Jón Hermannsson
b. á Reykjarhóli í Fljótum
Guðbjörg Margrét Þorkelsdóttir
húsfr. á Reykjarhóli
Hermann Þorsteinsson
b. og smiður á Reykjarhóli í Fljótum
Úr frændgarði Trausta Sveinssonar
Sveinn Halldór Jónsson
b. á Bjarnargili í Fljótum
Afmælisbarnið Trausti með barna-
barni sínu á góðri stundu.
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018
90 ára
Herdís Tryggvadóttir
Þuríður Fanney
Sigurjónsdóttir
80 ára
Baldur Guðmundsson
Eiríkur Skjöldur Þorkelsson
75 ára
Ársæll Þórðarson
Lilja Una Óskarsdóttir
Skúli Kristjánsson
Trausti Sveinsson
Valgerður Erla
Friðleifsdóttir
70 ára
Aðalheiður Jónsdóttir
Margrét S. Sigurmonsdóttir
Ólafía Sigríður Hansdóttir
Stefán Lárusson
Þórhildur Þorleifsdóttir
60 ára
Drífa Leifsdóttir
Guðlaugur Einarsson
Gunnar Ásgeir Jósefsson
Harry Þór Hólmgeirsson
Hulda Svavarsdóttir
Inga Kristín
Sveinbjörnsdóttir
Ingibjörg Jóhanna
Erlendsdóttir
Ingvar Ásgeirsson
Ingvar Garðarsson
Kristjana S. Vilhelmsdóttir
Óskar Hafsteinn
Friðriksson
Rósa Björk Barkardóttir
Sigríður Margrét
Magnúsdóttir
Unnur Þorsteinsdóttir
Vilborg Norðdahl
50 ára
Arnar Guðlaugsson
Erna Sylvía Árnadóttir
Gerða Gunnarsdóttir
Gunnar Rúnar Halldórsson
Helgi Árnason
Jóhannes Jónsson
Jón Brynjar Sigurðsson
Runólfur Vigfús
Jóhannsson
Rúnar Ingvi Eiríksson
Sædís Kristjana Gígja
Valdimar Pálsson
40 ára
Ágústa Á. Arnardóttir
Friðrika Hjördís Geirsdóttir
Ingólfur Haukur Ingólfsson
Margrét Víkingsdóttir
Mariusz Józef Dudzik
Monika A. Saniewska
Sigurbjörg Stella
Gunnarsdóttir
Úlfar Þorsteinsson
Þorbjörn Sigurbjörnsson
30 ára
Aðalsteinn K. Gunnarsson
Arna Hrund Baldursd.
Bjartmars
Birna Hrund Björnsdóttir
Birta Kristín Hjálmarsdóttir
Damian Wicik
Gísli Óskarsson
Guðfinna Magnúsdóttir
Guðfinnur Ýmir Harðarson
Guðmundur Lárus
Guðmundsson
Irena Björk Filimonova
James R. Sigurjónsson
Jón Sigurður Pétursson
Kristinn Baldursson
Lárus Freyr Lárusson
Mateusz Emil Kozaczuk
Nína Óladóttir
Olga Möller
Svanfríður Harpa Magnúsd.
Tomasz Lukasz Mucha
Zofia Janina Borysiewicz
Til hamingju með daginn
40 ára Ágústa er Reyk-
víkingur en býr í Kópa-
vogi. Hún er sálfræðingur
á Þroska- og hegðunar-
stöð heilsugæslunnar.
Maki: Rúnar Þór Bjarna-
son, f. 1976, kennari í
Salaskóla.
Börn: Tómas Örn, f.
2005, Hjalti Snær, f.
2008, og Kári Steinn, f.
2014.
Foreldrar: Örn Herberts-
son, f. 1940, og Lilja Þor-
bergsdóttir, f. 1940.
Ágústa Ásgerð-
ur Arnardóttir
40 ára Stella er Garðbæ-
ingur og býr á Álftanesi.
Hún er viðskiptafræð-
ingur og vinnur á fjár-
málasviði LS Retail.
Maki: Samúel Ívar Árna-
son, f. 1974, íþróttakenn-
ari í Álftanesskóla og
meistaranemi við HÍ.
Börn: Óli Fannar, f. 2000,
Viktoría Unnur, f. 2014, og
Rebekka Kristín, f. 2014.
Foreldrar: Gunnar Óla-
son, f. 1954, og Kristín
Sigurðardóttir, f. 1955.
Sigurbjörg S.
Gunnarsdóttir
30 ára Jón Sigurður ólst
upp í Cornwall-skíri á
Englandi. Hann er jarð-
fræðingur að mennt með
master í sjálfbærum
orkuvísindum. Hann er
verkefnastjóri við HÍ.
Maki: Ingunn Katrín
Jónsdóttir, f. 1994, nemi í
sjúkraþjálfun og starfar á
hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Foreldrar: Herdís Dögg
Sigurðardóttir, f. 1968, og
stjúpfaðir er Kristinn
Johnsen, f. 1966.
Jón Sigurður
Pétursson
Ragesh Kumar T. Puthiyaveettil
hefur varið doktorsritgerð sína í efna-
fræði við raunvísindadeild Háskóla
Íslands. Ritgerðin ber heitið: Hlutverk
lágorkurafeinda í niðurbroti tvímálma
og kísilinnihaldandi efna til notkunar í
örprentun yfirborða með skörpum raf-
eindageislum: HFeCo(CO)12, H2FeRu3
(CO)13, SiC5H10Cl2 SiC5H12 og Si3C3H12.
Leiðbeinandi var Oddur Ingólfsson,
prófessor við HÍ.
Örprentun með skörpum rafeinda-
geisla (e. Focused Electron Beam
Induced Deposition, FEBID) er aðferð
sem nota má til að prenta þrívíða
strúktúra á yfirborð efna með raf-
eindahvötuðu niðurbroti svokallaðra
forverasameinda. Það eru þó enn þó
nokkrar hindranir sem standa í vegi
fyrir almennri notkun FEBID, þar á
meðal óhreinindi í útfellingum og
breikkun þeirra. Þessar hindranir má
að miklu leyti rekja til dreifingar lág-
orkurafeinda (rafeinda með hreyfiorku
undir 50 eV) út fyrir brennipunkt
rafeindageislans
og ófullkomið nið-
urbrot á forvera-
sameindunum.
Í þessari ritgerð
er sjónum beint að
tvímálma for-
verasameindunum
HFeCo3(CO)12 og
H2FeRu3(CO)13 og
kísilinnihaldandi sameindunum
SiC5H10Cl2, SiC5H12 og Si3C3H12. Fram-
kvæmdar voru gasfasa- og yfirborðs-
mælingar sem og tilraunir með ör-
prentun yfirborða. Auk mælinga voru
skammtafræðilegir útreikningar fram-
kvæmdir til að meta líklegustu raf-
eindadrifnu niðurbrotsleiðir þessara
efna.
Niðurstöður þessara rannsókna
auka skilning okkar á þeim ferlum sem
eiga sér stað við örprentun yfirborða
með skörpum rafeindageislum og nýt-
ast þannig við að bæta hönnun
forverasameinda fyrir þetta ferli.
Ragesh Kumar
T. Puthiyaveettil
Ragesh Kumar T. Puthiyaveettil fæddist 16. ágúst 1988 í Kerala, Indlandi. Hann
lauk meistaragráðu í ljóseindafræði árið 2010 frá National Institute of Techno-
logy, Kalkútta, Indlandi. Eftir meistaragráðuna, vann hann sem ljóseindafræð-
ingur í 1 ár. Árið 2014 hóf Ragesh doktorsnám við Háskóla Íslands og er núna
nýdoktor við HÍ. Ragesh er giftur Anju Viswanath.
Doktor
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Þessir einu sönnu gæða hitablásarar.
Bjóðum úrval alvöru hitablásara bæði fyrir
gas og diesel/steinolíu.
Eigum líka hitastilla fyrir MASTER hitablásara.
Viðurkennd viðgerða- og varahlutaþjónusta.
HITABLÁSARAR
ÞÓR FH
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
frá kl 8:00 - 18:00
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is