Morgunblaðið - 29.01.2018, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2018
Handritshöfundarnir ogleikstjórarnir OlivierNakache og Eric Tole-dano sýndu það og sönn-
uðu með kvikmyndinni Intouchables
eða Ósnertanlegir frá árinu 2011 að
þeir eru býsna lunknir að segja góð-
ar sögur á skemmtilegan hátt. Nýj-
asta mynd þeirra, gamanmyndin Le
sens de la fête eða Svona er lífið,
var opnunarmynd Frönsku kvik-
myndahátíðarinnar 2018 sem hófst í
síðustu viku og stendur fram á
sunnudag.
Hér segir af Max (Jean-Pierre
Bacri) sem í áratugi hefur starfað í
veitingabransanum við góðan
orðstír. Myndin gerist á tæpum sól-
arhring í lífi Max þar sem hann er
að leggja lokahönd á og stýra öllu
utanumhaldi um mannmarga og
virðulega brúðkaupsveislu Pierre
(Benjamin Lavernhe) og Hélénu
(Judith Chemla) á glæsilegu 17. ald-
ar óðalssetri. Max hefur skipulagt
allt í þaula, allt frá blómaskreyting-
unum og flugeldunum til tónlistar-
flutningsins – svo ekki sé minnst á
matseðilinn og framreiðsluna. Í
fyrri hluta myndar sjáum við und-
irbúninginn og síðan tekur sjálf
veislan við sem endist fram í morg-
unsárið.
Þó að Max sé eðlilega í forgrunni
er persónugalleríið stórt og margar
litríkar og skemmtilegar persónur
kynntar til leiks. Meðal þeirra er
hægri hönd Max, Adèle (Eye Haid-
ara), sem langar að takast á við
aukna ábyrgð en á stundum aðeins
of erfitt með skapið í sér –
sérstaklega gagnvart hinum sjálf-
umglaða söngvara James (Gilles
Lellouche) sem reynist undir hrjúfu
yfirborði vera hinn ljúfasti; mágur
Max, fyrrverandi frönskukennarinn
Julien (Vincent Macaigne) sem
glímt hefur við þunglyndi en reynir
að sinna þjónshlutverkinu af alúð á
milli þess sem hann hjálpar sam-
starfsfélögum af erlendum uppruna
með pappírsvinnu þeirra í sam-
skiptum við hið opinbera; sam-
starfs- og ástkona Max, Josiane
(Suzanne Clément), sem er ósátt við
að hvað hann dregur það lengi að
skilja við eiginkonuna þó að hjóna-
bandið virðist dauðadæmt og reynir
að gera ástmann sinn afbrýðisaman
með því að leita sér huggunar í
faðmi ungs lögreglumanns, Patrice
(Kévin Azaïs), sem vinnur sem
þjónn í hjáverkum; hrokafulli við-
skiptavinurinn Pierre sem veit fátt
betra en að tala um eigið ágæti á
milli þess sem hann skammast yfir
lélegri frammistöðu annarra; hrak-
fallabálkurinn Samy (Alban Ivanov)
sem þykist kunna að þjóna til borðs
en hefur afgerandi áhrif á veislu-
kvöldið með klaufaskap sínum og
ekki síst ljósmyndarinn Guy (Jean-
Paul Rouve) sem glímir við kulnun í
starfi og vill fremur einbeita sér að
kræsingum hlaðborðsins eða föngu-
legum konum en að smella af í gríð
og erg.
Max og starfsmenn hans eru á
þönum alla myndina og er annríki
þeirra undirstrikað á snjallan hátt
með samspili tónlistar Avishai
Cohen, þar sem takfastur trommu-
leikur er í aðalhlutverki, góðrar
kvikmyndatöku Davids Chizallet og
hraðra klippinga Dorian Rigal-
Ansous milli skota. Á móti koma fal-
legar senur í hápunkti veislunnar
þar sem teygt er á tímanum með því
að sýna senur hægar en í eðlilegum
hraða og birtist þetta skýrt þegar
servíettur fara á flug. Sem betur fer
var myndin sýnd án hlés á sérstakri
forsýningu í síðustu viku, því það
myndi skemma uppbyggingu henn-
ar allverulega ef framvindan væri
rofin í miðju kafi.
Handrithöfundarnir fá sérstakt
hrós fyrir hversu vel þeir undirbúa
marga af bestu bröndurum mynd-
arinnar og rýnir skemmti sér kon-
unglega yfir vandræðaganginum í
seinni hluta myndarinnar. Ein-
hverjir munu mögulega sakna þess
að ekki gefist tími til að fara meira á
dýptina í persónusköpun og pirra
sig á því að sumar persónur tak-
markast við staðalmyndir, en rétt er
að geta þess að myndin er afar vel
leikin á öllum póstum. Fremstur
þar í flokki fer Jean-Pierre Bacri
sem í hlutverki Max tekst að miðla
mikilli hlýju samhliða skiljanlegum
pirringi. Styrkur myndarinnar felst
fyrst og síðast í þeirri samofnu heild
atburða og persóna sem Olivier
Nakache og Eric Toledano hafa
skapað. Með einni stórfenglegri,
kaotískri og litríkri veislu tekst
þeim að fanga hið marglaga og
flókna líf manneskjunnar. Í brúð-
kaupsveislunni kemst Max að því að
þótt hann reyni að skipuleggja allt í
þaula kemur lífið manni stöðugt á
óvart. Fólk ruglast og gerir mistök,
en yfirleitt er sem betur fer hægt að
gera gott úr hlutunum – ef allir
setja ágreining sinn til hliðar og
leggjast á eitt. Le sens de la fête
býður upp á notalega kvöldstund
þar sem einkunnarorð Íslendinga fá
að njóta sín til fulls – því þetta redd-
ast allt!
Óþol Jean-Paul Rouve í hlutverk atvinnuljósmyndarans Guy sem þolir ekki þegar fólk tekur snjallsímamyndir.
Og áfram heldur veislan
Frönsk kvikmyndahátíð
í Háskólabíói
Svona er lífið / Le sens de la fête
bbbbn
Leikstjórn og handrit: Olivier Nakache
og Eric Toledano. Tónlist: Avishai Co-
hen. Kvikmyndataka: David Chizallet.
Klipping: Dorian Rigal-Ansous. Leikarar:
Jean-Pierre Bacri, Suzanne Clément,
Jean-Paul Rouve, Gilles Lellouche, Eye
Haidara, Vincent Macaigne, Manmathan
Basky, Alban Ivanov, Hélène Vincent,
Benjamin Lavernhe og Judith Chemla.
117 mín. Frakkland, Kanada og Belgía
2017. Sýnd með íslenskum texta.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Mán. 29. jan. kl. 21.30
Þri. 30. jan. kl. 17.30 og 22
Mið. 31. jan. kl. 17.30 og 22.10
Fim. 1. feb. kl. 19.30
Fös. 2. feb. kl. 19.50
Lau. 3. feb. kl. 18.10 og 20
Sun. 4. feb. kl. 18.10 og 20.30
Nýjasta kvikmynd Baltasar Kor-
máks, Adrift, verður tekin til sýn-
inga vestanhafs 1. júní næstkom-
andi. Greint er frá því í kvik-
myndatímaritinu Variety. Þessari
nýjustu afurð leikstjórans er lýst
sem „rómantísku drama“ en í aðal-
hlutverkum eru Shailene Woodley
og Sam Claflin. Kvikmyndin bygg-
ist á sannri sögu pars, Tami Old-
ham og Richard Sharp, sem hafði
ástríðufullan áhuga á skútusigl-
ingum og lagði árið 1983 upp í ferð
yfir Kyrrahafið en þau sáu ekki fyr-
ir að þau myndu sigla inn í einn öfl-
ugasta fellibyl sem um getur. Þegar
stormurinn gekk niður fann Old-
ham Sharp illa slasaðan. Skútan
var orðin stefnulaust og mölvað
rekald og Oldham þurfti að leggja
allan sinn styrk í að bjarga þeim,
eins og sögunni er lýst í Variety.
Með aðstoð sextants tókst henni að
stýra fleytunni á 41 degi til Hawaii
og lifði á dósamat og hnetusmjöri.
Baltasar leikstýrir kvikmyndinni
Adrift Baltasars tekin til sýninga í júní
Leikstjórinn Baltasar ásamt kvik-
myndatökumanninum Robert Richardson.
eftir handriti Aaron Kandell og
Jordan Kandell, en þeir þrír fram-
leiða hana einnig.
FRÍSKANDI
BRAGÐ OG
FULLT AF
HOLLUSTU
LÝSI MEÐMYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI
Lýsi með myntu- og sítrónubragði
er ný vara frá Lýsi sem innheldur
omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA
og er þar að auki auðugt af A-, D-
og E-vítamínum.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
NÝ
F
E
R
S
K
T
O
M
Y
N
T
U-
OG SÍTRÓN
U
B
R
A
G
Ð
V
E
R
T
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 6, 9 Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 8, 10.30 Sýnd kl. 7.50 Sýnd kl. 5.30