Morgunblaðið - 29.01.2018, Side 32

Morgunblaðið - 29.01.2018, Side 32
MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 29. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Ferðamenn á hættuslóðum … 2. Karabatic pirraður … 3. Ekki gott að hafa dóm á bakinu 4. Bendir á þjófnað kortafyrirtækis »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum annað kvöld. Að vanda eru fimmtán bækur tilnefndar í þremur flokkum, en tilnefnt er í flokki barna- og ungmennabóka, flokki fræðirita og bóka almenns efn- is og flokki fagurbókmennta. Bein út- sending verður frá afhendingunni í Ríkissjónvarpinu og hefst hún kl. 19:50 og stendur í um hálfa klst. Morgunblaðið/Golli Verðlaunin afhent í beinni annað kvöld  Sycamore Tree heldur tónleika í Skyrgerðinni, Hveragerði á föstudag kl. 21. Sveitin leikur efni af plötu sinni Shelter í bland við nýtt efni. Syca- more Tree skipa Ágústa Eva Erlendsdóttir og Gunnar Hilmarsson, en þeim til fulltingis verða Unnur Birna Björnsdóttir og Arnar Guðjónsson. Sycamore Tree treð- ur upp í Hveragerði  Bryndís Schram er kvöldgestur Hannesarholts á fimmtudag kl. 20. Þar býður hún gestum til stofu og lítur yfir farinn veg. Hún er þekkt sem ballerína, fegurð- ardrottning og leik- kona og eiginkona stjórnmálamanns, en hver er hún sjálf? Miðar eru seldir á vefnum tix.is. Bryndís Schram lítur yfir farinn veg Á þriðjudag Austlæg átt, 8-13 m/s, snjókoma eða slydda með köflum S- og V-lands, annars bjartviðri. Norðlægari og él á annesj- um N-lands um kvöldið. Frostlaust syðst, allt að -12°C fyrir norðan. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í suðaustan 5-10 m/s í kvöld. Víða frostlaust með S- og V-ströndinni, en frost annars 1 til 10 stig, kaldast NA-til. VEÐUR Fyrri keppnishelgi Reykja- víkurleikanna fór fram um helgina. Júlían J.K. Jó- hannsson setti nýtt Evr- ópumet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 372,5 kg í klassískum kraftlyftingum og var það hápunktur helg- arinnar. Sex Íslandsmet féllu í ólympískum lyft- ingum og Íslendingar sóp- uðu að sér verðlaunum í sundi, júdó, karate og fleiri greinum. »1,4,5 Evrópumet og flottur árangur „Ég sagði upp samningi mínum við Stjörnuna eftir síðasta tímabil og ég er búin að vera samnings- laus síðan þá. Það voru þrjú lið sem komu til greina, Stjarnan, Breiða- blik og Valur. Ég heyrði aðeins í Val en að lok- um valdi ég á milli Breiðabliks og Stjörn- unnar,“ sagði Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í knatt- spyrnu, eftir að hún ákvað að söðla um og ganga til liðs við Breiðablik. »1 Agla María segir þrjú lið hafa komið til greina Spánverjar urðu í gærkvöldi Evr- ópumeistarar í handknattleik karla. Þeir unnu sænska landsliðið, sem er undir stjórn Kristjáns Andréssonar, í úrslitaleik í Zagreb Arena, 29:23. Sví- ar réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik en í þeim síðari snerist taflið við. Þetta er í fyrsta sinn sem Spánn verður Evrópumeistari í handknatt- leik karla. »2 Kristján og lærisveinar máttu bíta í súra eplið ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Mikilvægast af öllu er að koma börnunum okkar til fullorðinsára með heilar tennur. Það er ótrúlega gott veganesti fyrir alla,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tann- læknafélags Íslands. Í dag hefst árleg tannverndarvika sem Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Ís- lands standa fyrir. Skilaboðin til landsmanna nú sem fyrr eru að huga betur að tannheilsunni og leggja enn meiri áherslu á góða tannhirðu. Skipuleggjendur hvetja fyrirtæki sem flytja inn tannhirðuvörur til að kynna vörur sínar í vikunni og stjórnendur verslana eru hvattir til að bjóða frekar afsláttarkjör af hollum mat og tannhirðuvörum í stað sæt- inda. Að þessu sinni er lögð áhersla á yngstu og elstu íbúa landsins. „Tilfinning okkar tannlækna er sú að tannheilsa barna hafi tekið stakkaskiptum frá árinu 2013 þegar gjaldfrjálsar tannlækningar voru teknar upp í áföngum. Þær ná nú til allra barna á aldrinum 0-18 ára,“ segir Elín. Vilja hefja forvarnir sem fyrst „Börnin okkar og unglingar voru orðin illa stödd. Það var svo kostnaðarsamt fyrir barnafjölskyldur að koma með börnin í eftirlit og endurgreiðslur voru af skornum skammti að það var í sjálfu sér fjárhagsleg hindrun. Við sem fagfólk erum ótrúlega ánægð með þá breytingu sem hefur orðið. Nú fáum við bara einstaka slæm tilfelli inn til okkar,“ segir Elín en nú er lagt upp með að hefja forvarnir sem fyrst. „Við hvetjum foreldra til að koma með börnin inn um tveggja ára aldur. Það er ekki endilega til að láta barnið gapa heldur til að veita foreldrum fræðslu, aðlaga barn- ið, leyfa því að finna tannlæknalyktina og átta sig á því að það er ekkert til að vera hræddur við. Því fyrr sem við sáum þeim fræjum, þeim mun betra. Það vill loða við alla ævi ef börn eru hrædd við tannlækna.“ Aldraðir hafa dregist aftur úr Elín segir það fagnaðarefni að 500 millj- ónir hafi verið eyrnamerktar til endur- greiðslu tannlækninga fyrir aldraða og ör- yrkja á þessu ári. „Sá hópur hefur dregist aftur úr. Það eru 20 ár síðan ráðherragjaldskráin var sett. Samkvæmt lögunum er hún sett tímabundið, tæplega kallast 20 ár tíma- bundið. Þessi ráðherragjaldskrá var síðast hækkuð 2004. Aldraðir fá endurgreidd 75% af gjaldskránni en þurfa samt að borga uppsett verð hjá tannlækni og þar er allt önnur gjaldskrá sem hefur verið uppfærð reglulega eftir verðlagi og vísi- tölu. Niðurstaðan er að aldraðir fá allt niður í 15-20 prósent endurgreidd og það er ekki gott ástand. Þetta verður til þess að eldra fólk, lífeyrisþegar sem hafa kannski úr litlu fjármagni að spila veigra sér við að fara til tannlæknis. Þar af leið- andi er tannheilsa lífeyrisþega komin í óefni að mati okkar.“ Tveggja ára börn til tannlæknis Morgunblaðið/Eggert Tannverndarvika Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir að tannheilsa barna hafi tekið stakkaskiptum en aldraðir og öryrkjar hafi dregist aftur úr og að bæta þurfi úr því ástandi.  Tannverndarvika hefst í dag  Tannheilsa barna tek- ið stakkaskiptum síðustu ár Í tannverndarviku eru stjórnendur leik-, grunn- og framhaldsskóla hvattir til að leggja áherslu á fræðslu, umfjöllun og viðburði sem tengjast tönnum og tann- heilsu. Fræðsluefni og myndbönd um tannhirðu má nálgast á landlaeknir.is og heilsuvera.is þar sem ungt fólk er hvatt til þess að huga betur að tannheilsunni. Stjórnendur leikskóla eru enn fremur hvattir til að kalla eftir upplýsingum um skráðan heimilistann- lækni og upplýsa foreldra um að börn yngri en þriggja ára eiga nú rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum. Foreldrum og forráðamönnum barna er bent á að panta tíma í tannskoðun fyrir börn sín ef ekki er búið að ganga frá skráningu heimilistannlæknis. Áhersla á fræðslu TANNVERNDARVIKA GENGUR Í GARÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.